Morgunblaðið - 12.06.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
VIÐTAL
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Frank-Walter Steinmeier, forseti
Þýskalands, kemur í dag í opinbera
heimsókn til Íslands og verður fram
á föstudag. Hann á langan feril í
stjórnmálum, var í forustu sósíal-
demókrata og hefur verið forseti frá
2017. Hann var utanríkisráðherra frá
2005 til 2009 og aftur frá 2013 til
2017. Viðtalið var tekið í tilefni af
heimsókninni og fór fram skriflega.
Hvernig ber að meta úrslit Evr-
ópukosninganna? Hvað felst í niður-
stöðunni fyrir stjórnmálaástandið í
Þýskalandi með sérstöku tilliti til
stöðu stjórnmálaflokkanna?
Hin mjög aukna kjörsókn nærri
alls staðar í Evrópusambandslönd-
unum, hin stjórnmálalega vakning,
er mjög jákvætt merki þessara kosn-
inga. Í Þýskalandi hefur hún ekki
verið meiri síðastliðin 25 ár. Þetta
sýnir, að fólkið er orðið sér meðvitað
um það, hversu mikilvæg hin samein-
aða Evrópa er fyrir framtíð okkar.
Niðurstaða kosninganna á sér auk
þess margar hliðar og leiðir umfram
annað í ljós hin miklu umskipti, sem
eiga sér nú stað meðal stjórn-
málaflokka í mörgum landanna. Ný
stjórnmálaleg öfl eru komin til sög-
unnar, og vægi hefðbundinna flokka
hefur rýrnað. Mörg stef hafa komið
til álita í þessum kosningum, en
verndun andrúmsloftsins hefur ýtt
sérstaklega við fólki – en það skilar
sér umfram annað í miklu fylgi
Græningja. Þetta viðfangsefni mun
reyndar gegna sérstöku hlutverki í
ferð minni til lands þíns, Íslands.
Hvaða ályktanir ætti að draga af
þessu, að því er varðar Evrópusam-
bandið? Hvernig eiga hefðbundnir
stjórnmálaflokkar að bregðast við
hægri „popúlistum“ í Evrópu? Eru
þeir stjórntækir eða ætti að forðast
hvers konar stjórnmálalega nálgun
við þessa flokka?
Hin stjórnmálalegu öfl, sem nú
hafa verið kosin, ættu að nýta þenn-
an mikla áhuga fólks til nýrra við-
horfa. Fyrir dyrum standa mikil-
vægar ákvarðanir, fyrst og fremst
fyrir stjórnendur Evrópusambands-
ins – hina nýju leiðtoga fram-
kvæmdanefndarinnar, Evrópuþings-
ins, Evrópuráðsins, en einnig
Seðlabanka Evrópu og utanríkis-
stefnu Evrópu. Umfram allt verðum
við íbúar Evrópu þó á næstu mán-
uðum að finna svör við því, hvernig
við viljum sjá framtíðina fyrir okkur:
Loftslagsmálin, gervigreindarmálin,
flótta og fjöldaflutninga fólks milli
landa og tryggingu öryggis evrópsks
almennings í óróasömum heimi. Það,
hvernig okkur tekst að takast á við
þessi viðfangsefni, mun skipta sköp-
um í trausti borgaranna á framtíð
Evrópu.
Að því er Þýskaland varðar, leiðir
af þessum kosningum, að vinnan við
samstarfið meðal aðila í þjóðfélagi
okkar er stærsta verkefnið fyrir alla
stjórnmálaflokkana, sem ábyrgð
bera eða vilja bera. Einnig í Þýska-
landi hafa hefðbundnir stjórnmála-
flokkar tapað fylgi og nýjum flokkum
tekist að ná fótfestu. Einkum hin
unga kynslóð er upptekin af ýmsum
stjórnmálahreyfingum. Allt þetta er
mikil áskorun fyrir fylgjendur lýð-
ræðisins, sem er sérstaklega háð
virkum flokkum, sem eru tilbúnir til
að axla ábyrgð. Ég óska þess vegna,
að flokkarnir opni dyr sínar og vísi
einnig ungu fólki leiðir til að taka
þátt í stjórnmálastarfi.
Barlómur gagnast engum
Samskipti Evrópu og Bandaríkj-
anna eru stirð sem stendur. Krafa
Trumps um heimsyfirráð á við-
skiptasviðinu hefur ekki aðeins leitt
til viðskiptastríðs við Kínverja, held-
ur er hætta á, að svipaðra stigmagn-
andi áhrifa taki einnig að gæta í Evr-
árið 1994. Er ESS í hættu þess
vegna?
Íslendingar ákveða sjálfir, með
hvaða hætti og hve náið þeir kjósa að
tengjast á alþjóðasviði. Frá mínum
sjónarhóli er saga Evrópusambands-
ins frá stofnun þess fyrir 25 árum
saga raunverulegs árangurs. Það
hefur orðið til mikils efnahagslegs
gagns bæði fyrir Evrópusambands-
og EFTA-ríkin. Það hefur veitt ung-
um Íslendingum möguleika á að
stunda nám, ferðast og vinna um alla
Evrópu. Þetta er ekki sjálfsagður
hlutur og mjög mikils virði. Um leið
hef ég skilning á því, að ekki vekja öll
lagafyrirmæli frá Brüssel fögnuð.
Evrópska efnahagssvæðið hefur
þróast kröftuglega á þessum 25 ár-
um og ég er vongóður um, að það
muni einnig á komandi tímum megna
að eiga hlut í að auka velsældina í
löndum okkar. Reyndar er það mjög
jákvætt, að Íslendingar hafa aukið
nærveru sína í Brüssel. Með því er
unnt að flýta samstarfinu og gera
það milliliðalausara, og Íslendingar
geta beitt áhrifum sínum betur og
beinna.
Samskipti Íslendinga og Þjóðverja
hafa verið náin í áranna rás. Hvernig
er staðan nú í samstarfi þjóðanna á
sviði menningar-, stjórn- og efna-
hagsmála?
Þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð
á milli landanna er mikil nánd á millli
þjóðanna á mörgum sviðum. Þjóð-
irnar eru tengdar nánum hefð-
bundnum böndum og mikil vinátta
þeirra á milli – efnahagslega, stjórn-
málalega og menningarlega. Þessum
tengslum langar mig til að ljá aukinn
þrótt með heimsókn minni – hinni
fyrstu af hálfu forseta Þýskalands í
16 ár.
Á stjórnmálasviðinu er náið sam-
starf milli þjóðanna. Hjá Sameinuðu
þjóðunum, innan NATO og á Evr-
ópska efnahagssvæðinu erum við oft
sama sinnis og getum treyst hvor
annarri. Þjóðverjar eru auk þess
meðal mikilvægustu viðskiptaþjóða
Íslendinga.
Í Þýskalandi eru íslenskar bók-
menntir reyndar í miklum metum,
ekki síst eftir að Ísland var gest-
gjafaland á bókamessunni í Frank-
furt árið 2011. Þýskir stúdentar eru
fjölmennasti hópurinn meðal ERAS-
MUS-námsmanna á Íslandi. Ekki er
hægt að hugsa um íþróttir í Þýska-
landi án hlutdeildar Íslendinga. Einn
sigursælasti þjálfari þýska hand-
boltasambandsins, Alfreð Gíslason,
er íslenskur og fylgir mér í þessari
opinberu heimsókn, og „Siggi“, Ás-
geir Sigurvinsson, er enn í dag dáður
miklu víðar en í Stuttgart.
Þó eru til sérstök tengsl milli Þjóð-
verja og Íslendinga, sem eru lítt
þekkt í Þýskalandi, en eiga nokkurn
þátt í valinni tímasetningu ferðar
minnar: Þýsku sveitaverkakonurnar,
sem komu til Íslands árið 1949 og
næstu árin á eftir. Þessar vikurnar
eru liðin 70 ár frá því að Esjan kom
til Íslands fyrst skipa aðallega með
þýskar verkakonur, en einnig nokkra
verkamenn. Það er sérstök saga,
hvernig þessar konur komu frá
stríðshrjáðu Þýskalandi og fundu sér
störf í landbúnaði hér á landi, sem
átti þá í vaxandi erfiðleikum við að
manna störf vegna aukinna starfa
fólks við sjávarútveginn. Margar
þeirra fundu ný heimkynni og stofn-
uðu fjölskyldu hér á landi. Þær urðu
hluti af íslensku samfélagi og skópu
þannig lifandi tengsl milli þjóðanna.
Ég hlakka til að hitta nokkra af þess-
um þýsku innflytjendum þeirra tíma
hér í Reykjavík og heyra frásagnir
þeirra.
Hvaða atriði samskipta milli land-
anna munt þú ræða í dvöl þinni hér á
landi, og hvar sérð þú færi á að þróa
þau frekar?
Á hinum tveimur dögum dvalar
minnar hér á landi mun ég hafa mik-
inn tíma til að ræða mörg sjónarmið í
samskiptum landa okkar ítarlega, en
mig langar auk þess einnig til að
læra af reynslu Íslendinga. Þar má
nefna viðfangsefni, sem vaka sameig-
inlega fyrir okkur forseta ykkar,
Guðna Th. Jóhannessyni, eins og
hina opnu lýðræðislegu þjóðfélags-
gerð okkar svo og nýjar áskoranir á
sviði hernaðartækni á alheimsvísu.
Umfram allt er ég þakklátur fyrir,
að forsetahjónin munu fylgja okkur á
síðari deginum til Suðurlands og
Vestmannaeyja. Við munum kanna
ítarlega afleiðingar loftslagsbreyt-
inga, til dæmis við leiðangur að Sól-
heimajökli í fylgd lítilla loftslags-
fræðinga úr 7. bekk skólans á
Hvolsvelli, en einnig einnar þeirrar
frægustu meðal loftslagsfræðinga
Þjóðverja, Antje Boetius frá Alfred-
Wegener-stofnuninni, sem mun
fylgja mér í þessari ferð. Ísland hef-
ur margt að bjóða, þegar kemur að
verndun loftslagsins og umhverfis-
vænni orkuvinnslu, sem við getum
lært af. Ég er til dæmis mjög spennt-
ur fyrir að heimsækja umhverfisvæn
orkuver í ferð okkar.
Mikil nánd á milli þjóðanna
Frank-Walter Steinmeier í tveggja daga heimsókn á Íslandi Þurfum að finna svör við því hvernig við vilj-
um sjá framtíðina fyrir okkur Vill með heimsókninni ljá samskiptum Íslands og Þýskalands aukinn þrótt
AFP
ópu. Bandaríkin hafa nú dregið sig út
úr Parísarsamkomulaginu. Einnig
hefur skoðanamunar gætt meðal að-
ila NATO. Hvernig metur þú þessa
neikvæðu þróun með tilliti til stöðu
Atlantshafsbandalagsins á sviðum
viðskipta, loftslagsmála og öryggis-
mála?
Við í Evrópusambandinu stöndum
frammi fyrir því að þurfa að færa
eigin hagsmuni og ábyrgð okkar bet-
ur í sviðsljós hugsana okkar og
gerða: í öryggismálum, loftslags-
málum, en einnig í viðskiptamálum,
sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir
hagsmuni Evrópubúa og einkum
Þjóðverja, sem eru mjög háðir reglu-
bundnu alþjóðlegu skipulagi. Aukin
viðleitni Evrópuþjóða á sviðum lofts-
lagsmála, viðskipta-, öryggis- og
varnarmála verður meðal hinna
miklu viðfangsefna, sem bíða ekki
aðeins hinna nýju stjórnenda í Brüs-
sel, heldur einnig bandalagsþjóð-
anna. Fyrir þessu eru tvær ástæður:
Í fyrsta lagi breytt og viðkvæmara
ástand öryggismála í raun, bæði um
heim allan og í næsta nágrenni Evr-
ópuþjóða; og í öðru lagi óvissa um
framtíðarhlutverk Bandaríkjanna
innan NATO. Þetta á við, þó að tilvist
NATO sé engum vafa háð og Banda-
ríkin verði áfram mikilvægasti
bandamaður okkar utan Evrópu.
Þessi nýja staða NATO er reyndar
ekki aðeins vegna efasemda Banda-
ríkjaforseta í garð bandalagsins,
heldur á sér rætur í djúpstæðri rösk-
un á viðskiptalegu, stjórnmálalegu
og hernaðarlegu jafnvægi í heim-
inum. Bandaríkin sjá reyndar lang-
tímahagsmuni sína núna síður fólgna
í hættu af hálfu gamals andstæðings
síns, Rússlands, heldur Austur-Asíu,
í Kínaveldi.
Ef aðstæður við Kyrrahaf vinna
stöðugt á í viðhorfum Bandaríkja-
manna, er Evrópuþjóðum hollast að
greina og skipuleggja sameiginlega
öryggishagsmuni sína af meiri al-
vöru. Barlómur gagnast engum.
Gyðingaandúð þarf
að verjast af öllum mætti
Andúð á gyðingum hefur aukist í
Evrópu og mönnum bregður við,
þegar gyðingum í Þýskalandi er tek-
inn vari fyrir því að vera klæddir að
gyðingasið á almannafæri. Hvernig
verður þessi þróun skýrð, og hvernig
á að bregðast við?
Það er mikið lán fyrir land okkar,
að líf gyðinga hefur þróast aftur með
margvíslegum hætti síðan árið 1945.
Samskipti gyðinga og annarra hafa
síðan orðið að lifandi staðreynd, og
er ég mjög feginn því. Söfnuðir gyð-
inga stækka, verið er að endurreisa
bænahús gyðinga og mennta rabb-
ína. Hefðir og tilvera gyðingdóms
eru lifandi í opinberri umræðu, bók-
menntum og trúarlegum sam-
skiptum. Gyðingar, búsettir í Þýska-
landi, eru virkir þátttakendur í
stjórnmála- og menningarlífi okkar.
Þetta er lán okkar, en um leið sér-
stök ábyrgð, sem hvílir á okkur: Það
er æðsta skylda okkar sem ríkis að
tryggja og ábyrgjast öryggi og frelsi
gyðinga, að vernda borgara af gyð-
ingaættum og grípa inn í, þar sem
þess gerist þörf, en einnig allur al-
menningur þarf að verjast gyðinga-
andúð af öllum mætti. Aðeins þá, ef
gyðingum í Þýskalandi getur fundist
þeir eiga heima þar, getur land okkar
verið sátt við stöðu mála.
Jákvætt að Íslendingar hafa
aukið nærveru sína í Brüssel
Íslendingar hafa dregið til baka
umsókn sína um inngöngu í Evrópu-
sambandið, en ætla að vera áfram að-
ilar Evrópska efnahagssvæðisins.
Hvernig metur þú stöðu Evrópska
efnahagssvæðisins nú? Evrópusam-
bandið hefur þróast stöðugt og
breyst verulega síðan EES kom til
Náið samstarf „Ísland hefur margt að bjóða, þegar kemur að verndun
loftslagsins og umhverfisvænni orkuvinnslu,“ segir Frank-Walter Stein-
meier, forseti Þýskalands, sem í dag kemur í opinbera heimsókn til Íslands.
TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 10.900.-
Str. 40/42-56/58 • 3 litir
Kímónó