Morgunblaðið - 12.06.2019, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
Eins og kunnugt er
höfum við Miðflokks-
menn barist harðlega
gegn innleiðingu
þriðju orkutilskipunar
Evrópusambandsins í
íslensk lög. Áhrif
þessa regluverks hafa
ekki verið skýrð út
fyrir þjóðinni með full-
nægjandi hætti. Öll
spjót standa á stjórn-
arflokkunum og af-
ganginum af stjórnarandstöðunni
um að málið verði útskýrt á skilj-
anlegu máli svo unnt sé að taka af-
stöðu.
Vandinn
Þegar í ljós kom að stjórnvöld
hygðust innleiða þriðju orkutilskip-
unina stóðu menn frammi fyrir
þeim vanda, að í tilteknum hluta
regluverksins, sem samanstendur
af nokkrum reglugerðum og tilskip-
unum Evrópusambandsins, er að
finna ákvæði sem fræðimenn telja
að gætu farið í bága við íslensku
stjórnarskrána.
Ráðgjöfin var að
hafna innleiðingu
Í álitsgerð lögfræðilegra ráðgjafa
ríkisstjórnarinnar, þeirra Stefáns
Más Stefánssonar og Friðriks Árna
Friðrikssonar Hirst, segir á bls. 43:
„Í ljósi eðlis og inntaks vald-
framsals til ESA, sem felst í 8. gr
reglugerðar nr. 713/2009, telja höf-
undar vafa undirorpið hvort vald-
framsalið gangi lengra en rúmist
innan ákvæða stjórnarskrárinnar.
Eftir sem áður telja höfundar ekki
forsendur til að Ísland aflétti
stjórnskipulegum fyrirvara við
ákvörðun sameiginlegu EES-
nefndarinnar frá 5. maí 2017, um
upptöku orkupakkans í EES-
samninginn.“
Línurnar sjö og möguleg lausn
Hér skyldi maður ætla að skýrt
væri til orða tekið. Þeir félagar
telja þannig að ákvæði í nefndri
reglugerð Evrópusambandsins
gætu brotið í bága við stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands. Á rúmum sjö
línum í lok álitsgerðarinnar segja
þeir: „Möguleg lausn gæti falist í
því að þriðji orkupakkinn verði inn-
leiddur í íslenskan rétt en með
lagalegum fyrirvara um að ákvæði
hans um grunnvirki yfir landamæri,
t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009,
öðlist ekki gildi.“
Blekking
Þarna benda þeir á mögulega
lausn, en sú lausn yrði bundin laga-
legum fyrirvara, sem er auðvitað
snilldarlausn, eða eins og fyrrver-
andi forsætisráðherra Þorsteinn
Pálsson kallaði lofsverða blekkingu.
Hvert var þessari blekkingu beint?
Líklega að þingmönnum stjórn-
arliðsins sem höfðu efasemdir um
málið og þær tókust að því leyti
fullkomlega, því öll andstaða innan
stjórnarliðsins hvarf eins og dögg
fyrir sólu.
Útfærsluna vantaði
En lögfræðilegir ráðunautar rík-
isstjórnarinnar útskýra það ekkert
nánar hvernig útfæra eigi þennan
svokallaða lagalega fyrirvara, sem
er augljóslega lykilatriði í útfærsl-
unni og því ekki nema sjálfsagt að
sú útfærsla sé vönduð. En gallinn
er að sú leið var ekkert rannsökuð
fyrir utan þessar sjö línur. Lyk-
ilatriði í málatilbúnaði stjórnvalda
var ekkert rannsakað frekar og
stjórnarliðið kokkaði upp lausn,
sem í raun og sanni þau virðast
ekki geta útskýrt fyrir nokkrum
manni.
Fálmkennd
viðbrögð
Svörin sem fengist
hafa eru óreiðukennd,
svo ég noti nú varlegt
orðalag um flausturs-
leg viðbrögð stjórn-
arliða. Uppástungur
um hvar þennan laga-
lega fyrirvara væri að
finna hafa verið næst-
um jafn margar og
þeir þingmenn sem
hafa þorað að svara
spurningunni. Þá hef-
ur þingmönnum orðið svarafátt
þegar spurt er um þjóðréttarlegt
gildi fyrirvaranna, þ.e. hvaða gildi
þeir hafa gagnvart viðsemjendum
okkar eða öðrum þeim sem vildu í
framtíðinni vefengja þennan fyr-
irvara. Allt bendir reyndar til að
slíkur fyrirvari hafi ekkert þjóðrétt-
arlegt gildi.
Ekki gallalaus
Eftir að ráðgjafar ríkisstjórn-
arinnar hafa bent á þessa mögulegu
lausn, enda þeir þessar sjö línur á
orðunum: „Þessi lausn er þó ekki
gallalaus.“ Og hverjir gætu þessir
gallar verið? Á bls. 35 í álitsgerð-
inni segir: „Þessar meginreglur
ganga þó ekki svo langt að þær gefi
markaðsaðilum rétt á að krefjast
þess að raforkutengingum sé komið
á eða þær stækkaðar. Ekki má þó
gleyma að hafni Orkustofnun um-
sókn fyrirtækis þar að lútandi gæti
fyrirtækið snúið sér til ESA með
kæru sem gæti endað með samn-
ingsbrotamáli gegn Íslandi. Sú
staða gæti reynst Íslandi erfið.“
Samningsbrotamál
Þarna er um augljósan galla að
ræða. Stjórnin ætlar sem sagt að
leggja málið þannig upp að lagalegi
fyrirvarinn sé þess háttar blekking,
sem einungis hafi gildi gagnvart
efasemdarþingmönnum í stjórn-
arliðinu, en bjóða upp á rándýr
samningsbrotamál gagnvart Íslandi
í framhaldinu?
Haldlausir fyrirvarar
Héraðsdómarinn Arnar Þór
Jónsson hefur skrifað um þetta at-
riði og ræðir þar þessa fyrirhuguðu
einhliða fyrirvara Íslands og segir
þá enga þýðingu hafa, komi til þess
að fjárfestar vilji leggja sæstreng
til Íslands og rökstyður enn frekar
gallann með hliðsjón af fjórfrels-
isákvæðum EES samningsins þar
sem orka er talin vara og flæði
hennar verður því ekki stöðvað inn-
an svæðisins. Arnar Þór telur að
samningsbrotamál sem höfðað væri
á hendur Íslandi ef lagningu sæ-
strengs yrði hafnað, yrði aug-
ljóslega tapað fyrir Ísland.
Aftur til nefndarinnar
Innleiðing orkutilskipunar Evr-
ópusambandsins með haldlausum
einhliða fyrirvörum af okkar hálfu
stenst ekki. Eina leiðin sem fær er,
er að leita eftir undanþágu fyrir
sameiginlegu EES-nefndinni. Þar
fengist lögformlega rétt afgreiðsla
á sérstöðu Íslands, þannig að for-
ræði á orkuauðlindum okkar sé
ekki með nokkru móti stefnt í
hættu.
Fyrirmunað
að útskýra áhrif
orkupakkans
Eftir Karl Gauta
Hjaltason
» Þá hefur þingmönn-
um stjórnarinnar
orðið svarafátt
þegar spurt er um
þjóðréttarlegt gildi
fyrirvaranna.
Karl Gauti
Hjaltason
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi.
kgauti@althingi.is
Í eldhúsdags-
umræðum á Alþingi
fyrir nokkrum dögum
ræddu nokkrir þing-
menn málefni eldri
borgara og kváðust
hafa umtalsverðar
áhyggjur af slakri
stöðu þeirra! Samtök
eldri borgara hafa lýst
þeirri skoðun að fyrir
löngu hefðu stjórnvöld
átt að grípa til aðgerða
í málefnum ellilífeyrisþega á ýms-
um sviðum. Í nýlegu sjónvarps-
viðtali sagði þingmaður að of seint
hefði verið í rassinn gripið í hags-
munamálum aldraðra.
Á 127. löggjafarþingi árin 2001
til 2002 lagði Ísólfur Gylfi Pálma-
son fram þingsályktun um könnun
á áhrifum aldurshópabreytinga á
Íslandi eftir árið
2010. Þar er skorað á
ríkisstjórnina að
koma á fót vinnuhópi
sérfræðinga til að
kanna áhrif fyr-
irsjáanlegra breyt-
inga á aldurssamsetn-
ingu þjóðarinnar eftir
árið 2010 á eftirlauna-
og lífeyrismál og á
heilbrigðiskerfið.
Ísólfur Gylfi hafði
sýnt þessum mála-
flokki áhuga. Ég fékk
hann til að flytja til-
löguna, sem var sameiginleg smíð
okkar. Í grg. tillögunnar segir m.a.
að frá árinu 1970 til 1995 hafi Ís-
lendingum 65 ára og eldri fjölgað
úr 5,9% þjóðarinnar í 11,3%. Í spá
um þetta hlutfall til ársins 2030 er
gert ráð fyrir fjölgun um allt að 19
af hundraði. Þessar miklu breyt-
ingar myndu kalla á umtalsverðar
aðgerðir til að greiða fyrir hags-
munamálum lífeyrisþega.
Þá er þess getið í greinargerð að
víða á Vesturlöndum hefðu farið
fram rannsóknir á áhrifum þeirra
aldursskiptinga sem fyrirsjáan-
legar eru næstu áratugi. Sífellt
fleiri nái háum aldri, m.a. vegna
framfara í læknisfræði, betri heil-
brigðisþjónustu og bætts aðbún-
aðar. Þessi fjölgun hafi áhrif á
kostnað við heilbrigðisþjónustu og
aukin útgjöld lífeyriskerfisins.
Því má svo bæta við að þegar til-
lagan var flutt var fyrirsjáanlegt að
stjórnvöld yrðu að starfa eftir áætl-
un um uppbyggingu hjúkrunar- og
dvalarheimila fyrir aldraða, en þá
þegar gat t.d. Landspítalinn ekki
losað legurúm þar eð ekki var nægt
rými í hjúkrunar- og dvalarheim-
ilum fyrir aldraða. Nú er það orðið
eitt stærsta vandamál spítalans.
Þessi þingsályktunartillaga var
tilraun til að vekja athygli stjórn-
valda á þeirri nauðsyn að hefja
þegar í stað undirbúning til að
mæta sífellt breyttri aldurs-
samsetningu þjóðarinnar, þ.e. stöð-
ugri og mikilli fjölgun eldri borg-
ara. Áður hafði ég skrifað greinar
um þessar tölulegu staðreyndir og
nefnt þær á fundum.
Tillaga var lítillega rædd á Al-
þingi 9. apríl árið 2002. Málinu var
síðan vísað til heilbrigðis- og trygg-
inganefndar en þar dagaði það uppi
og var aldrei frekar rætt. Gera má
ráð fyrir að hefði þessi tillaga verið
samþykkt og vinnuhópur sérfræð-
inga valinn til að skoða málið og
gera áætlun um viðbrögð, þá hefði
staða eldri borgara á Íslandi verið
önnur og betri í dag.
Það eru því heil 17 ára síðan
reynt var að vekja athygli Alþingis
á þeim vanda, sem þá var fyr-
irsjáanlegur, og hefur ekki gert
annað en að vaxa hin síðari ár.
Framtíðin sem gleymdist
Eftir Árna
Gunnarsson » Gert er ráð fyrir að
árið 2030 verði hlut-
fall eldri borgara af
íbúafjölda á Íslandi allt
að 19 af hundraði.
Árni
Gunnarsson
Höfundur er fv. alþingismaður.
gunnsa@simnet.is
Atvinna
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Sjáum til þess að allar yfirhafnir
komi hreinar undan vetri
STOFNAÐ 1953
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is