Morgunblaðið - 12.06.2019, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
✝ Adam ÞórÞorgeirsson
múrarameistari
fæddist 30. sept-
ember 1924 að
Nesi í Aðaldal.
Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 5. júní 2019.
Foreldrar hans
voru Þorgeir Sig-
urðsson, f. 18. apr-
íl 1897 á Halldórs-
stöðum í Bárðdælahreppi, d.
29. febrúar 1964, og Hólm-
fríður Ólöf Baldvinsdóttir, f.
1. júlí 1904 í Nesi í Aðaldal.
Systkini hans eru: a. Guðrún
Erna, f. 30.11. 1922, d. 10.6.
1982, maki Jónas H. Haralz
bankastjóri, f. 6.10. 1919, d.
13.2. 2012; b. Hrafnhildur
Svandís, f. 3.1. 1928, d. 21.6.
2012, maki Benedikt Vest-
mann járnsmiður f. 21.10.
1927, d. 10.4. 1969; c. Hjördís,
f. 22.6. 1931, maki Gunnar Ax-
elsson tónlistarmaður, f. 8.3.
1930, d. 1.8. 1975 og d. Arnar,
læknir, f. 12.1. 1936, maki
Guðríður Guðmundsdóttir, f.
30.6. 1938.
Hinn 10. september 1949
kvæntist Adam Guðrúnu F.
Hjartar, f. 24.3. 1926, d. 29.10.
og Asbjörn, f. 14.6. 1996. 3)
Auður, f. 18.7. 1959, kennari,
maki Gunnlaugur V. Snævarr,
fv. yfirlögregluþjónn, f. 7.4.
1950. Foreldrar hans eru Jóna
og sr. Stefán V. Snævarr, fv.
prófastur. Barn hennar, Þór-
hildur Erla, íþróttafr. f. 9.4.
1989. 4) Þorgeir garðyrkju-
fræðingur, f. 17.12. 1964,
maki Hrönn Hilmarsdóttir
kennari, f. 15.6. 1966. For-
eldrar hennar eru Hilmar
Guðmundsson og Erla H.
Ragnarsdóttir. Börn þeirra
eru Adam Þór verkfræðingur,
f. 9.8. 1991, og Ragnhildur
Erla, f. 22.2. 1995.
Adam Þór lauk prófi frá
Iðnskólanum á Akranesi sem
múrarameistari og starfaði að
þeirri iðn, lengst af með
Arnóri Ólafssyni múr-
arameistara, þar til hann hóf
starf hjá Verkfræði- og teikni-
stofu Akraness. Síðan hjá
tæknideild bæjarins sem að-
stoðarbyggingarfulltrúi. Auk
þess vann hann í múrverki
fyrir fjölskyldu og vini nánast
alla tíð. Adam söng tæp 30 ár
með Kirkjukór Akraness og
með karlakórnum Svönum
meðan hann starfaði. Hann
var félagi í Eldri borgarakór
Akraness, Rotaryklúbbi Akra-
ness og sat í skólastjórnum
Barnaskóla Akraness og Tón-
listarskóla Akraness.
Útför hans verður gerð frá
Akranesskirkju í dag, 12. júní
2019, og hefst klukkan 13.
2004. Foreldrar
hjónin Þóra J.
Hjartar, f. 19.12.
1896, d. 31.12.
1982, og Friðrik
S. Hjartar skóla-
stjóri, f. í Arn-
kötludal, f. 15.9.
1888, d. 6.11.
1954. Þau voru
búsett á Akranesi
alla sína tíð og
bjuggu lengst í
húsinu sem hann teiknaði og
byggði að Háholti 5. Börn
þeirra eru: 1) Ólöf Erna, f.
22.2. 1952, á Akranesi, maki
Hreinn Haraldsson, f. 24.6.
1949, fv. vegamálastjóri. For-
eldrar hans eru Ragnheiður
Jóhannesdóttir og Haraldur
G. Sigfússon. Börn þeirra eru
Guðrún Ragna, f. 25.11. 1975,
gæðastjóri í HR, Hjördís Lára,
f. 18.2. 1979, verkefnastjóri í
HR, og Hjalti Þór, f. 1.3. 1984,
verkefnastjóri hjá PAME á
Akureyri. 2) Friðrik Þór,
cand. geom. landmælingaverk-
fræðingur, f. 30.4. 1955, maki
Lisa Dandanell, skólastjóri, f.
21.1. 1957. Foreldrar hennar
eru Helge og Lisbeth Hansen,
bakarar. Börn hans eru Sig-
rid, bókmenntafr., f. 8.4. 1994,
Hann var flottur maður, hann
var glæsilegur maður, hann var
gáfaður maður, en samt svo hóg-
vær og yfirvegaður. Það geislaði
af honum einhver innri styrkur og
kraftur. Og röddin var djúp, falleg
og sterk. Að sitja við kaffiborðið í
stofunni í Háholtinu og ræða við
Adam var hreinasta unun. Þar
var maður umlukinn bókum, mál-
verkum og myndum. Hann var
alls staðar heima, einstaklega vel
lesinn, vísurnar runnu upp úr
honum og heilu kvæðin ef því var
að skipta. Hvergi var komið að
tómum kofunum. Ég man svo vel
gleðistundina þegar nafna hans,
Adam Þór, var gefið nafn heima í
stofu á Hofteigi hjá mömmu. Það
var stoltur afi sem dró þá upp
kvæðabók og las fyrir okkur fal-
legt ljóð. Þau Gunna voru áratug-
um saman í bókmennta- og menn-
ingarklúbb á Skaganum og nutu
sín þar afar vel. Sama var að segja
um listina, mannlífið, landið okk-
ar, ættirnar og söguna. Það var
alltaf tilhlökkun að koma í Há-
holtið. Meðan Gunnu naut við
ræddum við líka oft um sameigin-
legar ættir okkar frá Eiríki
Hjörtssyni í Reykjavík. Þing-
eysku ræturnar komu þar líka við
sögu. Hann sagði okkur frá því
þegar faðir hans dró hann, á
fyrsta árinu, um hávetur á sleða,
frá Akureyri til skyldfólksins
austur í Kinn þegar móðir hans
veiktist. Þar svaf faðir hans með
hann á bringunni innanklæða alla
nóttina í ísköldu húsnæði. Sá litli
hafði heldur betur vætt sig og föð-
ur sinn þegar þeir feðgarnir vökn-
uðu um morguninn, en ylinn fékk
hann og austur komust þeir.
Hann heimsótti æskuslóðirnar
eins lengi og getan leyfði og naut
þess að berja Kinnarfjöllin aug-
um. Oft heimsótti hann okkur í
bústaðinn í Kjósinni og hafði þá
gjarnan með sér eldivið í arininn
úr fallega garðinum sínum, sem
var eins og húsið og heimilið,
hreint augnayndi. Enda var hann
bæði listfengur, vandvirkur og
natinn. Saman glöddumst við yfir
velgengni Adams Þórs, nafna
hans, og Ragnhildi Erlu Þorgeirs-
börnum og nú síðast litla fallega
langafadrengnum, honum Bamba
Hrafni. Já, hann Adam gat svo
sannarlega litið með gleði og stolti
yfir farinn veg. Slóð hans er öll
vörðuð góðum minningum. Það er
sannarlega ekki öllum gefið að
halda fullri andlegri og líkamlegri
heilsu, og fá að búa heima til
hinstu stundar en það má segja að
Adam hafi gert. Við Magnús mun-
um sakna samverustundanna,
hlýjunnar, djúpu raddarinnar og
allra ljóðanna sem runnu af
vörum hans í Háholtinu. Blessuð
sé minning hans.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Það rignir. Ég sé tengdaföður
minn ganga hægum skrefum út í
garð. Hann gengur álútur með
sixpensarann og gamlan trélurk.
Hann hallast aðeins til vinstri.
Það er svipaður halli og sá póli-
tíski halli sem á honum var og það
er eins og hann hafi farið verr
með hann en hinn helminginn.
Vinstri fóturinn er orðinn lélegur
eftir 94 ára starf.
Skyndilega beygir hann sig
niður og dæsir en verður að rétta
sig upp því hann náði ekki niður,
gerði kröftugri tilraun og sleit
upp krossfífil og bölvaði á kjarn-
yrtu máli. Ég sá hann úr glugga á
húsinu sem hann teiknaði, byggði,
múraði, málaði, smíðaði í fínlega
hluti. Hann gat allt. Hann söng í
kirkjukór Akraness og Svönun-
um, hann gat lék blak, smíðað,
múrað, málað, gert við hluti og
hafði góða grunnþekkingu í öllum
greinunum. Hafði næma listsýn.
Nágrannar hans og ættingjar
treystu á hann: „Talaðu við
Adam.“
Hann eignaðist ásamt Gunnu
sinni fjögur mannvænleg börn og
fjögur enn efnilegri tengdabörn
og í fyllingu tímans barnabörn.
Öll lofa þau góðu og hafa erft
bestu hæfileika afa og ömmu.
Já, Adam gat allt en eitt gerði
hann aldrei og það var að yrkja
vísu eða ljóð en mér er fullljóst að
það hefði hann fullvel getað. Bók-
menntamaðurinn Adam. Hann
kunni heilu ljóðabálkana, lausa-
vísur og kvæði og tilvitnanir í
helstu bókmenntir okkar og ann-
arra þjóða. Hann var í bók-
menntaklúbbi m.a. Ég veit að ég
mun sakna Adams mikið, hann
var alltaf til viðræðna um ljóð og
vísur sem við áttum sem áhuga-
mál. Stundum gat ég slegið hon-
um við með Google en oftar svar-
aði hann og ef hann svaraði þá var
það rétt.
Adam sinnti húsinu vel sem
þau fluttu í um jól 1955 og í dag er
það eins og nýtt. Hann hirti um
húsið og gerði við smáskemmdir
alveg fram á síðasta ár. Á síðasta
ári fór hann að þiggja þjónustu
bæjarfélagsins. Honum þótti
bölvað að þurfa að þiggja hana en
vænt um konurnar, og hann var
farinn að tala um að hann væri
„hrikalegur“ ræfill. Reyndar átti
að vera mergjað bölv í staðinn
fyrir hrikalegur en slíkt skrifar
maður ekki í minningargrein.
Adam þótti afar vænt um fólkið
sitt og fólkið hans nyrðra átti líka
hug hans og það dró hann til sín
þar til í sumar að ferðinni er heitið
annað. Hann biður örugglega fyr-
ir kveðjur sínar og fylgir hlýr
hugur þessa merkilega manns.
Rigningin hefur aukist. Hann
heldur þó áfram göngunni, fjar-
lægist hægt og hljótt, hallast enn
til vinstri, beygir sig niður og slít-
ur upp arfakló og bölvar þegar
hann réttir sig upp því það var
orðið dálítið sárt. Ekki datt hon-
um í hug að beygja sig ekki niður,
nei, hann lét eitt og eitt kjarnyrði
leysa málin. Síðustu daga hefur
hann hægt og rólega dregið úr
starfi sínu, heldur enn áfram
göngunni í austurátt móti ljósinu
og óravíddum eilífðarinnar þar
ástvinirnir bíða í varpa. Það er að
létta aftur til hjá göngumanninum
sem kveður ættingja, vini og fé-
laga á Akranesi með hlýrri þökk.
Nú er hann horfinn, hefur rétt úr
sér, gleðst við endurfundi. Sólin
skín aftur og ómurinn af söng
hans fjarlægist: Sigurhátíð sæl og
blíð ljómar nú og gleði gefur...
Gunnlaugur V. Snævarr.
Það spillti greinilega ekki fyrir
hjá verðandi tengdaforeldrum,
þegar ég fyrir 45 árum fór að
draga mig eftir dótturinni Ólöfu
Ernu, að ég var að nema jarð-
fræði, sem þau, og þó einkum
Adam, höfðu mikinn áhuga á. Það
var mikið spurt og spjallað um
þau efni og ýmis önnur mál sem
tengjast náttúru landsins. Bók-
menntir og skáldskapur var einn-
ig oft til umræðu á Háholti 5, enda
bæði mikill áhugi og þekking á
þeim málum á heimilinu.
Adam kunni og gat þulið kvæði
og vísur ótal höfunda, gat vitnað í
setningar og kafla í helstu bók-
menntum okkar og var almennt
mjög vel að sér í þeim heimi, enda
víðlesinn.
Allt fram á síðasta dag voru
það bækur af bókasafninu á Akra-
nesi sem helst styttu honum
stundir. En þó voru hendurnar
sennilega enn þá stærri þáttur í
hans lífi. Því Adam var sannkall-
aður hagleiksmaður, það lék allt í
höndunum á honum þótt stórar
væru eftir allt múrverkið. Þótt
múrverk hafi verið hans iðn og
helsta starf gegnum tíðina var
hann ekki síður hagur á tré og
járn og hafði unun af að smíða og
lagfæra hluti.
Eftir að við hjón komum til
landsins eftir nám erlendis
ákváðum við að reisa okkur hús,
án þess að eiga áður neina fast-
eign. Notuðum til þess nokkur ár
og gerðum sem mest sjálf eftir því
sem kunnátta leyfði, þótt iðnaðar-
menn af ýmsu tagi kæmu að sjálf-
sögðu líka að verki. En óvíst er
hvort við hefðum ráðist í þetta
verk ef við hefum ekki haft hann
Adam með okkur í liði. Veggir
voru hlaðnir, gólf pússuð og allt
húsið múrað að innan og utan af
þeim meistara með undirritaðan
sem handlangara og dóttursoninn
sem aðstoðarmann. Þetta var
skemmtilegur og gefandi tími,
ekki síst fyrir tengdasoninn sem
lærði margt handverkið og fékk
um leið að heyra sögur úr Kinn-
inni, af fólki á Akranesi og vísur
og skemmtileg tilsvör ýmissa
samferðamanna Adams. Vand-
virkni og snyrtimennska ein-
kenndi öll vinnubrögð múrarans,
verkfæri voru öll þrifin vel og
vandlega í lok hvers dags, þegar
algengt var að sjá harða steypuk-
lepra á skóflum, múrskeiðum og
brettum á öðrum vinnustöðum.
Aðstoð Adams verður seint full-
þökkuð.
Fyrir utan áhuga á jarðfræði
hafði Adam alltaf mikinn áhuga á
mínu starfi að vegamálum og
spurði oft og mikið um helstu
verkefni og framkvæmdir sem
voru í gangi eða framundan. Jarð-
göng, stórbrýr og hefðbundnari
verk voru krufin til mergjar og
alltaf vildi hann fræðast meira.
Það er erfitt að skrifa um
Adam án þess að nefna Guðrúnu,
þótt 15 ár séu frá því hún kvaddi.
Adam og Gunna var hugtak. Fólk
sem gott og skemmtilegt var að
vera samvistum við. Enda tel ég
að leitun sé að jafn samrýndum
hjónum, ekkert alltaf sammála en
samt alltaf einn samhljómur. Og
mikil samvera og virðing. Börnin
okkar fengu líka sinn skammt af
glaðværðinni og umhyggjunni á
Háholti 5, og aldrei þurfti að
dekstra þau til að fara í heimsókn
til ömmu og afa á Skaganum.
Og áfram bjó Adam í húsi sínu
allt þar til yfir lauk, og vildi ekki
annars staðar vera. Það var und-
antekning allt fram á síðasta dag
ef hann fékkst til að gista í
Reykjavík, alltaf skyldi hann
keyra á Akranes að kvöldi eftir
fjölskyldusamkomur og aðra við-
burði.
Eftir að líkamlegir kraftar fóru
að þverra og verkum sem hann
gat sinnt fór fækkandi, taldi hann
til lítils barist áfram. Adam
kvaddi sáttur við sig og sína, og
fannst nóg komið, eftir innihalds-
ríkt líf. Hafðu þökk fyrir allt, kæri
tengdafaðir.
Hreinn Haraldsson.
Nú er hann Adam tengdafaðir
minn allur eftir langa og inni-
haldsríka ævi og var svo lánsamur
að halda þokkalegri heilsu og full-
komnu andlegu atgervi fram und-
ir síðasta dag. Að tengjast Adam-
sættinni fyrir rúmlega þrjátíu
árum var ein mín mesta gæfa í líf-
inu. Betri tengdaforeldra en
Adam og Guðrúnu er vart hægt
að hugsa sér, alltaf hjálpsöm, um-
vefjandi og gefandi í samskiptum.
Þau voru bæði sterkir persónu-
leikar, hvort á sinn hátt. Gunna
glaðvær og elskuleg, Adam al-
vörugefnari og ákveðnari en bæði
vel gefin, hlý og trygg. Það var
alltaf gott að koma á Háholtið,
þeirra fallega, notalega og menn-
ingarlega heimili á Akranesi þar
sem öllum, skyldum og óskyldum,
var tekið af hlýju og gestrisni.
Adam var margt til lista lagt.
Hann var einstakur hagleiks-
maður, menntaður múrarameist-
ari en að upplagi líka afar vand-
virkur, flinkur og útsjónarsamur.
Þess bera vitni handarverk hans
víða, stór og smá og af ýmsu tagi
en ekki síst húsið á Háholtinu sem
hann byggði sjálfur og hélt við af
natni alla tíð. Í öllum fram-
kvæmdum okkar Þorgeirs var
Adam boðinn og búinn að hjálpa,
kom keyrandi ofan af Akranesi
snemma á morgnana og seint á
kvöldin þurftum við oft að beita
hörku til að fá hann til að hætta,
slík var eljan. Og þótt þrekið dvín-
aði síðustu árin var hann á staðn-
um, gerði það sem hann gat og gaf
góð ráð. Adam hafði líka græna
fingur, garðurinn á Háholtinu var
stolt hans og yndi og honum sinnti
hann af alúð. Þar ber að líta ýmsar
trjátegundir og blómjurtir og það-
an gæddum við okkur lengi vel á
kartöflum, gulrótum, rabarbara,
jarðarberjum og rifsberjum.
Hann var einnig einstaklega fróð-
ur, vel lesinn og ræðinn og við
deildum meðal annars áhuga okk-
ar á bókmenntum. Hann hafði
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum en setti þær jafnan
fram af yfirvegun og hógværð.
Þegar við Þorgeir eignuðumst
frumburðinn okkar leyndu sér
ekki væntingar í fjölskyldum okk-
ar beggja að drengurinn fengi
nafn afa síns. Í fyrstu vorum við
ekki alveg sátt við að aðrir veldu
nafnið fyrir okkur en þegar við
hugsuðum málið á okkar eigin for-
sendum kom ekki annað til greina
en að sonur okkar yrði Adam Þór
yngri og þar með alnafni afa síns.
Það að þeir væru nafnar gaf sam-
bandi þeirra svo aukna vídd.
Börnin okkar nutu þess alla tíð að
eiga góð samskipti við afa sinn og
ömmu svo lengi sem Gunnu naut
við og þau eru þakklát fyrir að
hafa átt afa sinn að svona lengi.
Adam lifði lengst foreldra okkar
Þorgeirs og það er sérstök tilfinn-
ing að tilheyra nú elstu kynslóð-
inni í fjölskyldunni enda stórt
skarð að fylla þar sem hann var.
Ég kveð tengdaföður minn með
þakklæti í hjarta, rík af fallegum
og góðum minningum.
Hrönn Hilmarsdóttir.
Foreldrar okkar, Ólöf Bald-
vinsdóttir frá Nesi í Aðaldal og
Þorgeir Sigurðsson frá Hrafn-
stöðum í Kinn, bjuggu á Kaupangi
í Eyjafirði með börnin sín tvö,
Guðrúnu (f 1922) og Adam, tveim-
ur árum yngri. Um haustið, þegar
Adam var tveggja ára, veiktist
móðir okkar alvarlega og varð það
að ráði að koma Adam bróður
mínum fyrir hjá afa og ömmu á
Hrafnstöðum í Kinn um tíma.
Þá voru engar samgöngur að
tala um, svo faðir okkar kom
stráknum fyrir í skinnbakpoka og
gekk með hann yfir Vaðlaheiði og
gegnum Ljósavatnsskarð og
norður í Hrafnsstaði í Kinn til föð-
urforeldra, Guðrúnar Marteins-
dóttur og Sigurðar Jónssonar.
Þar ílentist bróðir minn fram yfir
fermingaraldur.
Ég man ekkert eftir bróður
mínum fyrr en 1946 þegar hann
kom norður til að múrhúða
tveggja hæða einbýlishús. Ég
hjálpaði honum að handlanga
smávegis. Honum fannst ég
hjálpa sér mikið, sagði hann.
Adam hafði lært til múrara á
Akranesi. Þar giftist hann Guð-
rúnu Friðriksdóttur Hjartar og
eignuðust þau fjögur mannvæn-
leg börn, Ólöfu, Friðrik, Auði og
Þorgeir.
Á Akranesi byggði hann sér
fallegt og stílhreint hús fyrir fjöl-
skylduna. Þangað var gott að
koma.
Adam var mjög félagslyndur
maður, söng í karlakór og kirkju-
kór, spilaði brids og var virkur fé-
lagi í Rotaryklúbbi Akraness.
Hann var um langt árabil að-
stoðarbyggingafulltrúi Akra-
nesskaupstaðar. Hann var víðles-
inn, las sígildar bækur en einnig
spennusögur sér til afþreyingar.
Hann hafði sérlega gaman af
ljóðaskáldskap og kunni vel að
meta styrk íslenskunnar. Það var
mjög gaman að ræða við hann um
kveðskap (ljóð).
Arnar Þorgeirsson,
bróðir, Guðríður (Gurrý)
Guðmundsdóttir,
mágkona.
Hver eru tengslin? Þegar ég
kom um daginn upp á Akranes-
spítala til að kveðja Adam baðst
ég leyfis af sjúkraliða. Hver eru
tengslin, spurði hún. Mér varð
orðfall. Ég bandaði hendi í áttina
að Háholtinu, sem er í nágrenn-
inu, en muldraði svo: hann Adam
var giftur móðursystur minni.
Mig langaði að segja að hann
væri „uncle“ eins og sagt er í Am-
eríku, og allir skilja sem náinn
ættingja. En helst hefði ég viljað
geta bent á heiminn hvers miðja
var á Háholtinu og Heiðarbraut-
inni, þar sem systurnar þrjár,
Inga mamma, Gunna og Sigga og
menn þeirra, pabbi, Adam og
Þorleifur, sem og amma og við öll
frændsystkinin bjuggum. Þess-
um heimi tengdust svo nágrannar
og aðrir ættingjar og vinir á víð
og dreif, komandi og farandi, en
kjarninn hélst alltaf því orka góð-
seminnar hélt þessum heimi sam-
an. Sjáðu, þess vegna þekki ég
Adam. Ég kem frá hans heimi.
Það var Adam sem kenndi
okkur krökkunum bæði hið
skemmtilega og hið venjulega.
Hið skemmtilega fannst okkur
t.d. þegar eitt sinn kyngdi niður
snjó og hann kenndi okkur að búa
til ekta snjóhús. Eða eftir fisk-
máltíð að tálga svani úr beinun-
um. Eða, talandi um svani, hvern-
ig Ólöf og ég lærðum ár eftir ár
allt karlakórsprógrammið af því
að hlusta á Adam æfa sig og
sungum svo sjálfar af mikilli inn-
lifun.
Það var þetta venjulega hjá
Adam sem var svo stanslaust fyr-
ir augum okkar að við tókum því
sem sjálfsögðum hlut. Það að
vera orðvar, víðsýnn, fróður,
skemmtilegur, hjálpsamur, dug-
legur, trúr og hugulsamur. Það
að drífa fólk í berjaferðir og njóta
afurða íslenskrar náttúru. Það að
rækta garðinn sinn en umbera að
allur krakkaskari Akraness not-
aði brekkuna hans á veturna til að
renna sér niður á sleðum. Það að
vitna í Laxness eða vísnaskáldin
dags daglega. Það að hampa ný-
yrðum. Það að sýna öllum gestum
rausn. Það að skrifa skemmtileg
jólabréf til þeirra sem voru í út-
löndum. Það að sinna elsku
Gunnu sinni af alúð alla tíð. Það
hvernig hann lét okkur öllum
finnast við vera honum sérstök.
Ég var komin að kveðja höfð-
ingja þessa heims. Og þessi heim-
ur sem ég bandaði hendinni til er,
núna þegar Adam hefur kvatt
hann, ekki lengur jarðbundinn en
skín í minningunni, sjáanlegur
okkur sem munum.
Dagný Þorgilsdóttir.
Adam Þór
Þorgeirsson
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÍÐUR KARLSDÓTTIR,
Rúrí,
Mosabarði 8, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 9. júní. Útförin verður
auglýst síðar.
Árni Rosenkjær
Karl Rosenkjær
Guðrún Hildur Rosenkjær
Ágústa Ýr Rosenkjær
Guðný Birna Rosenkjær
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn