Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
60 ára Guðmundur er
fæddur á Arnarstapa
en ólst upp á Svart-
hamri í Álftafirði í Ísa-
fjarðardjúpi. Hann er
sauðfjárbóndi þar og
gröfumaður.
Maki: Salbjörg Sigurð-
ardóttir, f. 1964, bóndi og vinnur einnig
við fiskvinnslu og ferðaþjónustu.
Börn: Ásta Minney, f. 1984, Karen Lind,
f. 1990, og Arthúr Rúnar, f. 1994.
Barnabörn: Guðmundur Magnús, Arin-
björn Rúrik, synir Ástu, og Georg Valur
og Christian Breki, synir Karenar.
Foreldrar: Halldór Rúnar Júlíusson, f.
1937, d. 1968, vélstjóri, og Ásta Minney
Guðmundsdóttir, f. 1934, d. 2019, hús-
móðir.
Guðmundur Magnús
Halldórsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það mun margt koma þér á óvart í
samtölum við vini í dag. Samgangur eykst
við ættingja sem nýlega fluttu í nágrenn-
ið.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur mikla þörf fyrir að tala við
einhvern í dag. Talaðu hreint út við og
hugsaðu betur um þá sem eru þér næstir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér gengur vel að læra nýja
hluti. Kannski væri ekki vitlaust að byrja
að safna fyrir einhverju sem þig langar til
þess að kaupa.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er komið að þér að undirbúa
næstu samveru vinanna og hafðu ekki
óþarfa áhyggjur. Vertu bara þú sjálf/ur,
því þannig ertu besta fyrirmyndin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sjálfsöryggi þitt er slíkt, að menn
kynnu að taka það fyrir hroka. Gerðu vel
við fólkið þitt. Þig dreymir stundum at-
burði, reyndu að muna draumana.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eftir stormasaman tíma átt þú nú
að geta átt rólegri stundir þar til þú þarft
aftur að takast á við krefjandi verkefni. Nú
er tækifæri til þess að láta draumana
verða að veruleika.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki láta hugfallast þó að hindranir
séu til staðar í vinnunni. Slakaðu svo á og
leyfðu þér að njóta augnabliksins.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú kannt að meta þraut-
seigju en áttar sig samt á því hvenær hún
er að berja höfðinu við steininn. Vertu
óhrædd/ur við að koma þér á framfæri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Margt í sambandi vina er of
djúpt til að skilgreina það. Eyddu tímanum
ekki í volæði, heldur taktu til hendinni.
Gefðu þér góðan tíma í þrif og tiltekt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Farðu varlega að manneskjunni
sem er að reyna að fela veikleika sína fyrir
þér. Þér verður boðið til útlanda með
haustinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er alveg óvitlaust að leggja
örlítið til hliðar og eiga varasjóð ef eitt-
hvað óvænt kemur upp á. Slíkt krefst aga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú færð tækifæri til að kenna ein-
hverjum þér yngri eitthvað mikilvægt í
dag. Alvaran er ágæt, en hún getur ein-
faldlega orðið einum of.
hefur hún alltaf haft mikla ánægju af
dansi, alveg frá því að hún var ung
og þurfti að ganga eða fara á hesti
langar leiðir á böllin og svo seinna
dansaði hún á fullu í dansskóla
Sigvalda í Reykjavík.
þátt í mörgu þar og um tíma voru
þeir þrír kórarnir sem hún söng
með. Hún hafði líka sungið í kirkju-
kór í Reykholti og blönduðum kór á
meðan hún bjó í Skrúði enda hefur
hún alltaf haft yndi af tónlist. Einnig
A
nna Helga Sigfúsdóttir
fæddist 12. júní 1918 á
Stóru-Hvalsá í Hrúta-
firði sem var æsku-
heimili hennar. Hún var
fjórða barn foreldra sinna en alls
voru þau fjórtán systkinin.
Það var lítil skólaganga í boði, far-
andskóli sem hýsti nemendur sína í
nokkrar vikur í senn. Kennsla fór
fram á Kollsá, Kolbeinsá og svo í
seinni tíma á Stóru-Hvalsá. Anna
Helga fermdist á Prestbakka ári á
eftir jafnöldrum því hún beið eftir
Steingrími bróður sínum. Hún fór
snemma að vinna, bæði heima á
Hvalsá og svo var hún fengin að láni
þar sem vantaði aðstoð, t.d. á Ljót-
unnarstöðum í sláturtíð og fleiri
stöðum og fékk þá til dæmis flík að
launum því ekki fékk hún kaup fyrr
en við 18 ára aldur þegar hún var að
vinna við þjónustustörf á Borðeyri.
Anna eignaðist sitt fyrsta barn,
Grétu, í janúar 1943 og var á Stóru-
Hvalsá í rúmt ár eftir það. Sumarið
1944 vann hún á Borgum og fór svo
um haustið í Fornahvamm og var
þar í eitt ár. Eftir það fór hún í Borg-
arfjörðinn að vinna sem ráðskona
hjá Skrúði hf. í Reykholtsdal. Þar
kynntist hún Jóni Rögnvaldssyni frá
Þverdal í Saurbæ sem hún giftist og
saman keyptu þau þriðjung í Skrúði
hf. árið 1947. Þau eignuðust þrjú
börn saman, Dunnu, Öldu og Sigfús.
Saman unnu Anna og Jón við
garðyrkjuna, ræktuðu aðallega tóm-
ata í gróðurhúsunum en einnig gúrk-
ur og annað grænmeti sem ræktað
var utanhúss. Þegar Jón varð bráð-
kvaddur 18. desember 1959 voru þau
að undirbúa að byggja ný gróðurhús
og hélt Anna því áfram ein, hún
byggði gróðurhúsin og vann af mikl-
um dugnaði öll verk sem þurfti að
vinna við rekstur garðyrkjustöðv-
arinnar. Þetta var hennar ævistarf
sem hún vann við í 30 ár og þar af ein
í tæplega 20 ár. Árið sem hún varð
sextug flutti hún til Reykjavíkur og
hefur búið þar síðan.
Í Reykjavík vann Anna í leik-
skólanum Suðurborg þar til hún
hætti að vinna þegar hún var 70 ára.
Anna varð strax mjög virk í starfi
eldri borgara í Gerðubergi og tók
Fjölskylda
Eiginmaður Önnu var Jón Rögn-
valdsson, f. 26.7. 1905, d. 18.12. 1959,
garðyrkjubóndi. Foreldrar hans
voru hjónin Rögnvaldur Jónsson, f.
Anna Sigfúsdóttir, fyrrverandi garðyrkjubóndi – 101 árs
Söngelski garðyrkjubóndinn
Hjónin Anna Sigfúsdóttir og Jón Rögnvaldsson. 101 árs Anna Sigfúsdóttir.
Með börnunum Sigfús, Alda, Dunna og Gréta ásamt Önnu á 80 ára afmæli hennar, árið 1998.
50 ára Heimir er
Akureyringur og er
rútubílstjóri hjá
Akureyri Excursions.
Maki: Ásta Reynis-
dóttir, f. 1962, leik-
skólakennari.
Börn: Hólmfríður
Brynja, f. 1994, og stjúpdætur eru Eygló
Jóhannesdóttir, f. 1979, og Freyja Pálína
Jónatansdóttir, f. 1987.
Barnabörn: Heiðrún Ásta og Brynjar
Daði, börn Eyglóar, og Hólmfríður Ragna,
dóttir Freyju Pálínu.
Foreldrar: Heimir Aðalsteinsson, f.
1930, d. 2012, sjómaður og hafnar-
verkamaður, og Guðmunda Laufey Guð-
mundsdóttir, f. 1941, d. 2001, verkakona.
Heimir Freyr
Heimisson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Sverrir Ey-
steinn Arnarsson fæddist
22. október 2018 kl. 5.28.
Hann vó 3.500 g og var 50
cm langur. Foreldrar hans
eru Ingheiður Brá Laxdal
og Arnar Kristinsson.
Nýr borgari