Morgunblaðið - 12.06.2019, Side 28

Morgunblaðið - 12.06.2019, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Sýningin HEIMAt – tveir heimar varpar ljósi á sér- stakar aðstæður í fortíð og nútíð. Þar sýnir þýsk-pólski ljósmyndarinn Marzena Skubatz myndir sem veita inn- sýn í líf afkomenda Þjóðverja, aðallega þýskra kvenna, sem komu til Íslands eftir seinni heimsstyrjöld í leit að betra lífi. 70 ár eru liðin síðan en það voru á fjórða hundrað Þjóðverja sem hingað komu með strand- ferðaskipinu Esju og öðrum skipum. Vantaði fólk í landbúnað „Það vantaði verkafólk í landbúnað vegna þess að það voru allir að flytja til Reykjavíkur. Fólk vissi að það var atvinnuleysi og hörmungar eftir stríðið í Þýskalandi og því var auglýst eftir fólki þar,“ segir Jóhanna Guðrún Árnadóttir, sýningarstjóri HEIMAt. Á sýningunni verða einnig til sýnis sögulegar ljós- myndir sem veita innsýn í aðstæður Þjóðverjanna fyrir 70 árum. Annars vegar eru myndirnar af komu fólksins til landsins en ljósmyndari Morgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon, frumkvöðull í blaðaljósmyndun hérlendis, var viðstaddur þegar Esja lagðist að bryggju í Reykja- vík þann áttunda júní 1949. Hins vegar munu á sýning- unni vera til sýnis myndir af kringumstæðunum í Þýskalandi sem margir Þjóðverjanna kusu að hverfa frá. Báðir heimar dýpka efnið „Þessar myndir eru mjög áhrifamiklar. Titillinn HEIMAt – tveir heimar vísar til þess að við séum með myndir af báðum stöðum. Það er því orðaleikur, að sýna Þýskaland og Ísland. Sögulegu ljósmyndirnar eru fram- lag safnsins til að dýpka efnið,“ segir Jóhanna. Þýska orðið „heimat“ útleggst ættjörð á íslenskri tungu. „Marzena hefur verið að hitta þetta fólk, mestmegnis konur, sem settust hér að. Þær hafa auðvitað búið hér alla tíð og eiga afkomendur á Íslandi en þeir eru orðnir eitthvað vel á þriðja þúsund manns. Sýningin er mjög íslensk og það er ljóðrænn tilfinningablær yfir henni sem er mjög fallegt.“ Ljósmyndasýningin verður á Árbæjarsafni. Hún verður opin almenningi frá 13. júní og stendur til 31. október. Jóhanna segir að staðsetningin fyrir sýninguna sé táknræn þar sem Þjóðverjarnir komu flestir úr borg- um og fóru yfir í íslenska sveit. „Við erum svolítið að slá tvær flugur í einu höggi með því að hafa þetta hér. Konurnar kunna vel að meta stað- setninguna. Þær fóru allar í sveitir og við erum í raun sveit í borg hérna á Árbæjarsafni. Við horfum hérna á hesta og kindur og það rímar virkilega vel við efnið. Sýningin hefði getað verið í hvaða sýningarsal sem er en það passar mjög vel við sögu þeirra að hafa þetta hér.“ Forseti Þýskalands opnar Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, mun opna sýninguna 12. júní, daginn áður en sýningin verð- ur opnuð almenningi. „Hann vill endilega hitta þessar konur. Þessi opnun snýst að stórum hluta um það að hann geti sest niður og talað við þær og vottað þeim sína virðingu með því,“ segir Jóhanna. Marzena komst á snoðir um þessa sérstöku sögu vegna vina sem hún á hérlendis. „Vinkona hennar á Ís- landi þekkir eina af þessum konum svo þannig kviknaði áhuginn hjá Marzenu,“ segir Jóhanna. Skilur þetta vel Marzena hefur upplifað það að flytjast búferlum og hefur djúpan skilning á aðstæðunum fyrir vikið, að sögn Jóhönnu. „Hún er sjálf fædd í Póllandi og flytur mjög ung yfir til Þýskalands svo hún skilur þetta með að rífa upp ræt- ur og festa þær á nýjum stað. Sýningin er svo trúverð- ug vegna þess að hún skilur þetta vel. Þetta er eitthvað sem virkilega brennur á henni.“ Þýska sendiráðið vinnur nú að því að minnast tíma- mótanna. „Þessi sýning er stór hluti af því. Svo fer hennar hluti, HEIMAt, á Listasafnið á Akureyri seinna á árinu og við ætlum að vera með einhverja viðburði fyrir af- komendur og gera eitthvað úr þessu,“ segir Jóhanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvær ættjarðir á einni sýningu  Innsýn í líf afkomenda Þjóðverja sem fluttu til Íslands fyrir 70 árum á sýningunni HEIMAt í Árbæjarsafni Á sýningu Þýsk-pólski ljósmyndarinn Mar- zena Skubatz á sýning- unni í Árbæjarsafni. Skjaldborg, hátíð íslenskra heim- ildarmynda, fór fram á Patreks- firði í þrettánda sinn um hvíta- sunnuhelgina og voru 14 íslenskar heimildarmyndir frumsýndar og sex verk í vinnslu voru kynnt. Hátíðinni lauk með hefðbundnum hætti þegar gestir hátíðarinnar fylktu liði í skrúðgöngu frá Skjald- borgarbíói í félagsheimili Patreks- fjarðar að lokinni sýningu loka- myndar og síðustu mynd og atkvæðagreiðslu hátíðargesta. Áhorfendaverðlaunin, Einarinn, hlaut heimildamyndin Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnars- dóttur sem fjallar um vídeó- listamennina og frumkvöðlana Steinu og Woody Vasulka. Heimildarmyndin Í sambandi (In Touch) eftir Pawel Ziemilski hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastar- ann. Hún fjallar um pólska íbúa á Íslandi og hvernig þeir halda tengslum við sína nánustu, sam- kvæmt tilkynningu. Dómnefnd var skipuð leikstjór- anum Hafsteini Gunnari Sigurðs- sýni, Margréti Örnólfsdóttur hand- ritshöfundi og Önnu Þóru Stein- þórsdóttur, tvöföldum sigurvegara frá hátíðinni í fyrra og höfðu þau m.a. þetta að segja um verðlauna- myndina: „Þetta er hrífandi, út- hugsað, djarft og frumlegt verk sem skapar sitt eigið tungumál og miðlar stórri sögu á áhrifamikinn hátt. Leikstjórinn býr yfir næmni og hefur mikil og góð tök á miðl- inum.“ Leikstjórinn átti ekki heiman- gengt og tók meðframleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svans- son, því við verðlaununum. Áhorfendaverðlaun Hrafnhildur Gunn- arsdóttir hæstánægð með Einarinn. Vasulka-áhrifin og Í sambandi hlutu verðlaun á Skjaldborg Þjóðleikhúsið mun fagna 70 ára af- mæli sínu á næsta leikári og af því tilefni verður Kardemommubærinn, eitt af eftirlætisleikritum íslenskra barna, settur á svið, að því er fram kemur í tilkynningu frá leikhúsinu og hefst miðasala í haust. „Verkið er nú sett upp í Þjóðleikhúsinu í sjötta sinn, og er við hæfi að það sé afmæl- issýning Þjóðleikhússins á 70 ára af- mæli þess, enda hefur Þjóðleikhúsið alla tíð lagt sérstaka áherslu á veg- legar barnasýningar,“ segir í til- kynningunni. Örn Árnason mun fara með hlut- verk Bastíans bæjarfógeta og verð- ur það í sjöunda sinn sem hann leik- ur í uppfærslu á verki eftir Egner í Þjóðleikhúsinu. Örn hefur áður leik- ið alla ræningjana þrjá, Kasper og Jesper og Jónatan og faðir hans, Árni Tryggvason, lék Bastían bæj- arfógeta árið 1974. Ágústa Skúla- dóttir mun leikstýra sýningunni og af öðrum leikurum sem í henni verða eru nefndir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson og Oddur Júl- íusson í hlutverki ræningjanna, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir verð- ur Soffía frænka og Þórhallur Sig- urðsson verður Tobías í turninum. Tónlistarstjóri verður Karl Ol- geirsson, leikmynd hannar Högni Sigurþórsson og búninga María Th. Ólafsdóttir. Þýðandi verksins er Hulda Valtýsdóttir og um þýðingu söngtexta sá Kristján frá Djúpalæk. Í tilkynningu segir að verk norska listamannsins Thorbjörns Egners hafi verið samofin starfi Þjóðleik- hússins allt frá þeim tíma er Karde- mommubærinn var frumsýndur í leikhúsinu árið 1960. „Skáldskapur Egners rataði beint að hjarta ís- lenskra barna og Kardemommu- bærinn og Dýrin í Hálsaskógi hafa verið sett á svið á Stóra sviði Þjóð- leikhússins reglulega allar götur síð- an, enda verður hver kynslóð að fá að sjá sinn Kardemommubæ!“ segir í tilkynningu. Fjöldi leikara, barna og tónlistarmanna tekur þátt í sýn- ingunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjóaður Örn Árnason hefur leikið í sex uppfærslum á verkum eftir Eg- ner og bætir nú þeirri sjöundu við. Kardemommubærinn á 70 ára afmælisári  Sjötta uppfærsla Þjóðleikhússins Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.