Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Þakkarskuld er flókin skáld-saga og grípandi þar semdauðvona kona horfir yfirfarinn veg og gerir upp líf sitt. Nahid, uppreisnargjörn ung stúlka, sem í byltingunni í Íran vill bjóða valdinu byrginn. Allt fer hins vegar á versta veg og að endingu flýr hún ásamt Masood, manni sín- um, undan klerkastjórninni, sem tekur völdin eftir byltingu. Rúmum tveim- ur áratugum síð- ar greinist Nahid með krabbamein og er sagt að það sé ólæknandi. Lýsir sagan sam- skiptum hennar við dóttur sína og hugleiðingum um það sem var og hefði getað orðið, beiskju og eftirsjá. Hún elskar dótt- urina en er stöðugt með ónot í henn- ar garð og ófær um að segja henni hugsanir sínar. Hið ósagða leikur stórt hlutverk í frásögninni, það sem hefði verið hægt að segja og gera og það sem var sagt og gert. Í Íran sóttust Nahid og Masood eftir frelsi og lýðræði, en þegar það fer úrskeiðis er þeim ekki vært leng- ur. Í útlegðina fylgir þeim skugginn af andláti yngstu systur hennar, sem fylgdi þeim í mótmæli eitt kvöldið, hvarf og sneri aldrei aftur. Samband þeirra er líka orðið eitr- að og það brýst út í vægðarlausu heimilisofbeldi, sem Nahid heldur að hafi sprottið af því að þau hafi ekki getað grátið saman. Í Svíþjóð bíður öruggara líf, en það reynist innantómt. Ræturnar eru annars staðar. „Ég velti nú fyrir mér hvort sé mikilvægara: Frelsi og lýðræði, eða fólk sem elskar þig. Fólk sem getur séð um barnið þitt þegar þú deyrð,“ hugsar Nahid. Vonin er að dóttir hennar og af- komendur hennar fái þær rætur, sem Nahid fórnaði. Höfundur bókarinnar, Golnaz Hashemadeh Bonde, fæddist í Íran 1983 og flúði með foreldrum sínum til Svíþjóðar þegar hún var barn að aldri. Það er engin ástæða til að gefa sér að Þakkarskuld sé sjálfsævi- saga, en vitaskuld er hún vísun í reynslu, sem höfundur þekkir af eig- in raun. Lýsingar hennar eru átak- anlegar og grípandi og frásögnin kemst vel til skila í lipurri þýðingu Páls Valssonar. Hún lýsir þeirri stöðu, sem marg- ir eru í vegna ógnarstjórnar eða átaka heima fyrir. Þeir hrekjast brott frá heimkynnum sínum og vilja setjast að þar sem friður ríkir og lýðræði og mannréttindi. Þegar takmarkinu er náð er enga eirð að finna því að ræturnar eru annars staðar og það er næstu kynslóðar eða þar næstu að skjóta rótum á nýj- um stað. Ljósmynd/Carl von Arbin Höfundurinn Golnaz Hashemadeh Bonde fæddist í Íran árið 1983 og flúði með foreldrum sínum til Svíþjóðar þegar hún var barn að aldri. Skáldsaga Þakkarskuld bbbbn Eftir Golnaz Hashemzadeh Bonde. Páll Valsson þýddi. Bjartur, 2019. 222 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Hin sára útlegð Hinir einu og sönnu „síð-ustu“ áskriftartónleikarSÍ 2018-19 (sama varfullyrt um næstsíðustu tónleikana 23.5. af vangá sem náðist ekki að leiðrétta) voru sl. þórsdag við örlitlu minni aðsókn. Stóð hér upp úr ýmsu góðgæti óvenjusamstillt hrynskerpa í strengjum, sem að öðru óbreyttu mátti eflaust þakka heimskunnum stjórnanda kvöldsins er kom nú fram í fyrsta sinn á okkar fjörum. Ekki svo að skilja að annað eins hafi aldrei áður borið fyrir eyru. En undan gestasprota verður þvílík snerpa að teljast næsta fágæt og nægir, auk hvassfryssandi arco- bogastroka í Adams og Brahms, að telja fram smellandi nákvæman pizzicato-plokkstað í lokaverkinu. Og m.a.s. á hraðauknu accelerando. Geri aðrir betur! Hafi ekki fleiri kringumstæður komið til, hlaut sú snerpa að marka afburðastjórnfærni á einhverjum vægðarlausasta hrynbundna mæli- kvarða sem völ er á. Auk þess er ég ekki frá því að landlægur misbrest- ur á klukkutifandi samstillingu 50 bogfimra einstaklinga sé e.t.v. síð- asta hindrun SÍ frá því að komast í úrvalshóp sinfóníusveita heimsins. Forleikur kvöldsins, ef svo mætti kalla, var örstutt stykki frá 1986 eftir yngsta þrenndarforkólf banda- ríska naumhyggjumínímalismans. Brast það á með þvílíkum adrena- líndælandi taktföstum tréblakkar- skellum að minnti helzt á æsifengna vetrarólympíska sleðaíþrótt á við „luge“ eða „skeleton“, kvikmyndaða feti ofar hjarni á 100 km hraða. Óneitanlega krassandi andstæða við hið 200 árum eldra næsta verk – einn af síðustu og jafnframt sjald- heyrðustu píanókonsertum Mozarts frá því er hann tók að stækka grein- ina úr kammerumgjörð í átt að sin- fónískari nálgun Beethovens og seinni manna. Hljómsveitin skilaði sínu vel, en þó varla umfram það bezta sem maður hafði áður heyrt. Né heldur sló túlkun Goodes mann beinlínis út af lagi fyrir virtúósum glæsibrag. Á móti vó víða kankvís og jafnvel gáskafull mótun einleikarans, ekki sízt í frumsömdu kadenzunum, svo og skáldleg mýktin í hæga milli- þættinum. Var honum vel tekið og þakkaði Goode fyrir sig með ókynntu en íhugulu aukalagi er undirr. kann- aðist ekki við í svipinn en hljómaði nauðalíkt einhverju eftir Bach. „10. sinfónía Beethovens“, eins og tónleikaskrárritari hafði eftir Hans von Bülow um sinfóníska frumraun Brahms (1862-76), fór síðan á loft eftir hlé með ótíndum glæsibrag. Sem fyrr sagði var sérleg nautn að nærri húðlátri einurð strengja- sveitar, er hljómaði aldrei þessu vant líkt og hún væri þriðjungi fjöl- mennari. En blástur á tré og pjátur var engu síðri; innblásinn lífróður er hlaut að hefja tónverk þessa e.t.v. sjálfsgagnrýnasta tónsmiðs síðrómantíkur í æðra veldi með einhverjum magnaðasta flutningi sem ég man eftir í áraraðir. Var m.a.s. ekki laust við að mætti skynja e.k. innra ástar/haturssam- band Brahms við Wagner þegar hornin komust í Rínarrómantískan ham lokaþáttar – ef ekki náttúru- skyldleika við síðar tilkomna Nýja- heimssinfóníu Dvoráks! Sem sagt: Feikifínn fínall á áskriftartónleikum vetrarins. Strokið upp á líf og dauða Kankvís Túlkun Richard Goode sló gagnrýnanda ekki beinlínis út af lagi fyrir virtúósum glæsibrag en á móti vó víða kankvís og jafnvel gáskafull mótun einleikarans, ekki sízt í frumsömdu kadenzunum. Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbn Adams: Short Ride in a Fast Machine. Mozart: Píanókonsert í C-dúr K503. Brahms: Sinfónía nr. 1. Einleikari: Rich- ard Goode píanó. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hljómsveitarstjóri: Edo de Waart. Fimmtudaginn 6.6. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Tónlistardagur Halldórs Hansen, barnalæknis og tónlistarunn- anda, verður haldinn hátíðleg- ur í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17.30. Verð- laun verða af- hent úr styrkt- arsjóði Halldórs en þau eru veitt ungu, framúrskar- andi tónlistarfólki. Herdís Anna Jónasdóttir söngkona og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari flytja ljóðasöngva og aríur og Sverrir Guðjónsson söngvari flytur erindið „Sunnudagar hjá Halldóri Hansen“ þar sem skyggnst er inn í fágætt plötusafn Halldórs. Verðlaun veitt úr sjóði Halldórs Herdís Anna Jónasdóttir Fyrstu tónleikar sumardagskrár Múlans fara fram í kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim leikur kvartett bassaleikarans Sigmars Þórs Matthíassonar lög af fyrstu sóló- breiðskífu hans, Áróru, og önnur skemmtileg lög . Kvartett Sigmars Þórs á Múlanum Sigmar Þór Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.