Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 32
Með Punktum og peningum getur þú nýtt Vildarpunkta Icelandair upp í hvaða flug sem er. Líttu inn á vefinn okkar og lækkaðu verðið á ferðinni þinni. airicelandconnect.is Settu punktinn yfir ferðalagið Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúth- ersson, sem kallir sig Auði, heldur í örstutta tónleikaferð um landið með hljómsveit sinni áður en för- inni er heitið til Danmerkur þar sem Auður og félagar leika á hátíðinni Hróarskeldu 2. júlí. Fyrstu tónleik- arnir verða haldnir í Bæjarbíói í Hafnarfirði á morgun, 13. júní, þeir næstu degi síðar í Frystiklefanum í Rifi og þeir þriðju og síðustu á Græna hattinum á Akureyri, 14. júní. Hafnarfjörður, Rif, Ak- ureyri og Hróarskelda MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslenska landsliðið í handknattleik karla fer langt með að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni Evrópu- meistaramótsins á næsta ári takist því að vinna landslið Grikkja í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í bænum Kozani í norðurhluta Grikk- lands. Svo kann að fara að Ísland verði þegar komið á EM þegar flaut- að verður til leiksloka. »27 Tryggir Ísland sér EM- sætið í Kozani í dag? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Eru Keflvíkingar með besta leikmann úrvals- deildar kvenna í fót- bolta í sínum röð- um? Keflavík var án efa lið sjöttu umferðarinnar sem farið er ít- arlega yfir í dag og á þrjá leik- menn í liði umferð- arinnar. Elín Metta Jensen er leikmaður umferðarinnar hjá Morgunblaðinu og Sveindís Jane Jóns- dóttir besti ungi leik- maðurinn. Sjá uppgjörið eftir sjöttu umferð á íþróttasíðum blaðsins í dag. »26 Sú besta í liði Keflvíkinga? Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Helga Kvam píanóleikari og söngv- ararnir Pálmi Óskarsson og Þórhild- ur Örvarsdóttir hafa slegið í gegn með flutningi á sönglögum Jónasar og Jóns Múla Árnasona og á næstu tónleikum, sem verða í október, ætl- ar þríeykið að syngja lög eftir Davíð Stefánsson í tilefni þess að 100 ár eru frá því ljóðabók hans Svartar fjaðrir kom fyrst út. Tónlistarfólkið fékk styrk frá Listasumri á Akureyri til þess að halda tónleikana „Einu sinni á ágústkvöldi“ í Hofi í fyrrasumar. „Upphaflega áttu aðeins að vera þessir einu tónleikar en þetta vatt upp á sig,“ segir Pálmi. Síðan hafa þau verið með dagskrána á Dalvík, Húsavík, Vopnafirði, Hvammstanga, Kópaskeri, fyrir eldri borgara á Akureyri og í Hannesarholti í Reykjavík ekki alls fyrir löngu. „Það var sérstaklega gaman að sjá fjöl- skyldur Jónasar og Jóns Múla á tón- leikunum í Hannesarholti,“ segir Pálmi. Þetta er reyndar ekki eina sameig- inlega verkefni þeirra undanfarin misseri því síðastliðinn Valentínus- ardag, 14. febrúar, voru þau með „Ástarsögur“ í Hofi. Á diski með syninum Helga og Þórhildur hafa tónlist að atvinnu. Þær eru að ljúka tónleika- röðinni „María drottning dýrðar“ án Pálma, en hann er forstöðumaður bráðalækninga á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Tónlist hefur engu að síður verið ríkur þáttur í lífi hans. Hann lærði á píanó sem strákur, söng á menntaskólaárunum og fór í söng- nám hjá Hólmfríði Benediktsdóttur á Húsavík, kominn á fertugsaldur. „Söngurinn er fyrst og fremst áhuga- mál og hann er mjög gefandi,“ segir hann. Bætir við að auðvelt og gott sé að aðlaga hann starfinu. „Hann er góð tilbreyting og þetta fer mjög vel saman,“ segir Pálmi. „Það er líka gaman að syngja með þeim stöllum og á meðan Tumi, sonur minn, nennir að hafa mig með sér er ég alltaf tilbú- inn að syngja með honum.“ Tumi er í hljómsveitinni Flam- meus og var kjörinn bassaleikari Músíktilrauna 2019. Hann er á fullu í tónlistinni, gefur út disk með eigin efni á næstunni og verður með út- gáfutónleika á Græna hattinum á Akureyri 27. júní. „Það er gaman að vera á kantinum hjá honum,“ segir Pálmi, sem syngur með Flammeus á disknum. Nafnlausa tríóið ætlar að velja kvæði úr Svörtum fjöðrum til að spila og syngja á tónleikunum í haust. Pálmi segir að úr nógu sé að velja því mikið hafi verið samið við ljóð Davíðs. „En við verðum líka með ný lög,“ segir hann. Sumarið er rétt að byrja og Pálmi segir að þar sem þau láti gjarnan kylfu ráða kasti geti vel verið að það bresti á með söng þeirra með skömmum fyrirvara. „Það er aldrei að vita hvað okkur dettur í hug að gera,“ segir Pálmi. Morgunblaðið/GSH Tónleikar Helga Kvam píanóleikari, Þórhildur Örvarsdóttir og Pálmi Óskarsson í Hannesarholti. Einu sinni á ágúst- kvöldi hittir í mark  Forstöðumaður bráðalækninga syngur í frístundum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.