Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 1
EFTIRSPURNINMEIRA ENTVÖFALDAST
afmagnsbíll sem fær hjartað til þess að slá hratt 4
Framfarir í framleiðslu gervikjöts og
-fisks eru örar. Sérfræðingar segja
miklar breytingar í vændum. 10
VIÐSKIPTA
Í kjölfar Parísarfundarins um loftslagsmál árið 2015
hafa fyrirtæki sýnt Kolviði aukinn áhuga að sögn
Reynis Kristinssonar stjórnarformanns.
KJÖTFRAMLEIÐSLUÓGNAÐ
4
R
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Þurrkar minnka tekjur veiðihúsa
Eins og fjallað hefur verið um í Morgun-
blaðinu hefur hálfgert hamfaraástand staðið
yfir í mörgum veiðiám landsins, þar sem þurr-
katíðin í maí og júní hefur orðið til þess að
fiskur nær ekki að komast upp í árnar, og
veiðin verið dræm eftir því. Hefur þetta
ástand haft áhrif á rekstur veiðihúsa.
Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður
og rekstraraðili veiðihússins við Þverá í
Borgarfirði, segir í samtali við Viðskipta-
Moggann að „þetta hafi sloppið ágætlega
hingað til“, eins og hann orðar það. Hann seg-
ir að ástandið hafi m.a. þau áhrif að harðir
veiðimenn, sem komi einkum vegna fisksins,
sitji þá frekar heima, en hinir, sem koma í
veiðihúsin til að njóta góðs félagsskapar og
slíks, mæti á staðinn, og láti þetta ekki hafa
eins mikil áhrif á sig. Hann segir aðspurður
að þurrkatíðin komi sér vissulega illa fyrir
veiðihúsin. Höggið komi strax, en mögulega
gætu áhrifin á sölu veiðileyfa komið síðar.
Hann sé þó bjartsýnn á restina af sumrinu.
Spurður að því hvort daggjöld í veiðihús
séu greidd fyrir fram eins og veiðileyfi, segir
Þráinn að eitthvað sé um slíkt, en vafalítið
verði horft til slíks fyrirkomulags í meira
mæli í framtíðinni. „Þetta hefur aldrei verið
svona. Menn muna ekki svona þurrkatíð í
byrjun sumars eins og nú hefur verið,“ segir
Þráinn.
Haukur Már Örvarsson, matreiðslumaður
og rekstraraðili veiðihússins við Norðurá í
Borgarfirði, segir að miðað við aðstæður hafi
gengið mjög vel. Veiðin hafi augljóslega ekki
verið mikil, og einhver forföll orðið í hópi við-
skiptavina. Sumir hafi stytt dvöl sína, en aðrir
hafi komið og notið þess að vera á staðnum. „Í
góðu ári þegar fiskur er nægur, þá bara gerist
þetta ekki. Við bindum vonir við að nú byrji að
rigna. Þetta hefur verið mjög skrýtið ástand.“
Daggjald, án veiðileyfa, í veiðihúsi Norður-
ár með öllu inniföldu er frá 22.900 – 29.900 að
sögn Hauks. 12 stangir hafa verið í ánni frá
15. júní, en þar á undan voru þær átta.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þurrkatímabilið sem staðið hefur
hér á landi í maí og júní hefur haft
slæm áhrif á veiði í helstu veiðiám
landsins, og veiðihúsin verða af
tekjum vegna þessa.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hagfræðistofnun segir um 9 milljarða megi rekja til lax- og silungsveiða í landsframleiðslunni.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
2.100
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
27.12.‘18
26.12.‘18
25.6.‘19
25.6.‘19
1.611,03
2.071,23
145
140
135
130
125
133,05
141,4
Icelandair stefnir að því að koma
framtíðaráformum sínum um flota-
mál félagsins í ákveðið horf fyrir lok
septembermánaðar og þar standa
ýmsir kostir til boða. Meðal þess sem
félagið skoðar er að skipta alfarið yfir
í flota frá evrópska flugvélaframleið-
andanum Airbus. Það myndi sæta
miklum tíðindum enda rekur við-
skiptasamband félagsins svið Boeing
sig marga áratugi aftur í tímann. Í
fréttaskýringu á miðopnu í dag er
fjallað um þá stöðu sem er að teiknast
upp í viðræðum Icelandair við flug-
vélaframleiðendurna tvo. Tvö vanda-
mál á vettvangi Boeing hafa þar mikil
áhrif. Annars vegar hneykslið í kring-
um MAX-vélarnar sem hafa staðið
kyrrsettar um heim allan frá því í
mars og hins vegar sú staðreynd að æ
fleiri eru nú orðnir vantrúaðir á að
fyrirtækið muni geta kynnt til leiks
nýja vél sem leyst geti af hólmi hina
rómuðu 757-vél sem nú er komin til
ára sinna. Floti Icelandair byggir að
langstærstum hluta á slíkum vélum
og félagið þarf í raun á vél að halda
sem búin er flestum kostum 757-
vélarinnar.
Geti Boeing ekki kynnt hina nýju
vél til sögunnar fyrr en í kringum árið
2030 aukast líkurnar á því að Ice-
landair muni veðja á A321XLR-vél úr
smiðju Airbus en líkur eru taldar á að
slíkar vélar verði afhentar fyrstu
kaupendum á árinu 2023. Svo gæti
farið að félagið pantaði allt að 50 slík-
ar vélar þótt slík niðurstaða sé talin
fremur langsótt sem stendur.Þangað
til mun Icelandair notast við Boeing
MAX-vélarnar, þegar þær taka aftur
á loft, og mögulega vélar á borð við
A321LR sem nú njóta mikilla vin-
sælda meðal flugfélaga víða
um heim.
Gætu pantað 50 Airbus-þotur á einu bretti
Morgunblaðið/RAX
Senn skýrist hvort Icelandair leiti í
smiðju fleiri en aðeins Boeing.
Icelandair hyggst ganga
frá samningum við
Boeing eða Airbus fyrir lok
septembermánaðar.
8