Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019FRÉTTIR
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
Greina má mikinn áhuga á starfsemi
Kolviðar og undanfarið hafa samningar
náðst við fjölda fyrirtækja um að kol-
efnisjafna starfsemi þeirra að hluta eða
að öllu leyti.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Af því sem ég er að fást við þessi
misserin er Kolviður mest áberandi en
þar hef ég verið stjórnarformaður frá
því 2008.
Kolviðarsjóðurinn átti erfitt upp-
dráttar í kjölfar bankahrunsins og al-
veg fram yfir 2015 en í kjölfar umræð-
unnar í kringum Parísarfundinn um
loftslagsmál haustið 2015 fóru fyrirtæki
að sýna þessum málum áhuga. Hefur
sá áhugi breiðst út meðal stjórnenda
fyrirtækja og á þessu ári hefur eft-
irspurn fyrirtækja meira en tvöfaldast
frá síðasta ári. Eftir þættina góðu
„Hvað höfum við gert“ hafa líka óskir
einstaklinga um kolefnisjöfnun marg-
faldast og síðan kom umræðan um
„flugviskubitið“ sem hefur enn aukið á
vitund almennings um möguleikann á
að kolefnisjafna óhjákvæmilega losun
vegna reksturs heimilisbíla og flug-
ferða. Vísitala samfélagslegrar ábyrgð-
ar hefði því hækkað verulega væri hún
til.
Áskoranir okkar í dag eru því að
halda vel utan um starfsemina með
skipulögðum hætti og skýrum samn-
ingum við þá sem kjósa að kolefnisjafna
í samstarfi við Kolvið. Einnig þurfum
við að tryggja okkur plöntur og lönd til
gróðursetningar sem og mannskap til
að annast gróðursetningu.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á
hvernig þú starfar?
Ég hafði mjög gaman af ævisögu
Steve Jobs. Hún sýnir ákveðinn stjórn-
unarstíl sem hvatti menn áfram, en ég
er ekki viss um að hann myndi ganga
að öllu leyti upp í dag þó margt megi af
honum læra.
Einnig fannst mér bókin Factfulness
eftir Rosling mjög áhugaverð en hún
bendir manni réttilega á margar mýtur
sem ekki standast raunveruleikann.
Hvernig heldur þú þekkingu þinni
við?
Ég les mikið um hluti sem tengjast
stjórnun og fylgist vel með á þeim vett-
vangi en með stjórnarsetunni í Kolviði
reyni ég að lesa allt sem ég kemst yfir
sem varðar kolefnisbindingu með skóg-
rækt og sæki fagráðstefnur á því sviði.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég hef mjög gaman af allt of mörgu
og fæ því mikla alhliða hreyfingu. Ég er
með hesta, fer á skíði, í gönguferðir og
sund auk þess að planta trjám. Í vetur
fór ég í leikfimi og það var betra en ég
hélt. Mun taka það upp að nýju í haust.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Mér hefur alltaf fundist ráð-
gjafastörf skemmtileg og í raun
draumastarf af því að maður hittir svo
margt ólíkt fólk, og í dag er vinnan
með Kolviði sannkallað draumastarf.
Pólitík gæti blundað undir niðri af því
að þar er af svo mörgu að taka sem
bæta þarf úr.
Hvað myndurðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Líklega væri það á sviði auðlinda-
fræði, til að fá betri yfirsýn yfir mögu-
legar auðlindir og nýtingu þeirra fyrir
þá 11 milljarða manna sem verða á
plánetunni innan tiltölulega skamms
tíma.
Hvað kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Frá sjónarhóli Kolviðar þá þarf nú
að stórefla framleiðslu skógarplantna
og þar þarf ríkið að koma inn með
meiri stöðugleika í eftirspurn en verið
hefur.
Kolviður getur tekið að sér kolefn-
isjöfnun fyrir erlend fyrirtæki og ein-
staklinga en það gæti strandað á
framleiðslu skógarplantna til skamms
tíma litið en síðan munu menn vænt-
anlega sjá tækifærin þarna og þá ætti
þetta að lagast.
Hvað gerirðu til að fá orku og inn-
blástur í starfi?
Ég hef verið svo heppinn að finnast
það sem ég er að starfa að hverju
sinni ótrúlega skemmtilegt. Þetta á
einnig við í störfum fyrir Kolvið þar
sem ég fæ að sjá hlutina byggjast upp
og skila árangri. Það gefur mér orku
og innblástur til að halda áfram.
Hvaða lögum myndirðu breyta ef
þú værir einráður í einn dag?
Þetta er erfið spurning því lagaum-
hverfið er orðið allt of flókið og óskil-
virkt, og gegnumgangandi ákvörð-
unarfælni hjá opinberum aðilum.
Nefni þó hér allt lagaumhverfið um
skipulags- og byggingarmál, um-
hverfismál, skattamál tengd sölu
sumarhúsa og skattlagningu lífeyr-
isgreiðslna sem eru að mestu fjár-
magnstekjur.
SVIPMYND Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar
Vísitala samfélagslegrar ábyrgðar á uppleið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
NÁM: BSc í tæknifræði frá Odense Teknikum 1972; við-
skiptagráða frá Tietgenskolen í Odense; MBA frá Háskól-
anum í Reykjavík 2005; hæfnismat Fjármálaeftirlits til að
sitja í stjórn fjármálafyrirtækis 2010.
STÖRF: Framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Hagvangi
1981-1998; dósent og deildarstjóri viðskiptadeildar Há-
skólans á Bifröst 2006-2009; ýmis störf við einstök verk-
efni, ráðgjöf, stefnumótun og kennslu frá 1972 til dagsins
í dag. Stjórnarseta s.s. hjá CCP, ParX, PwC o.fl. Stjórn-
arformaður Kolviðar frá 2008; í stjórn ISB Holding frá
2008.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Lilju Guðmundsdóttir. Við
eigum fjögur börn en þau eru Pétur Vignir, læknir í Sví-
þjóð, Lísa Björk, sálfræðingur í Danmörku, Eva Margrét,
skipulagsarkitekt í Danmörku, og Kristinn Már, lögfræð-
ingur í Reykjavík.
HIN HLIÐIN
ÖKUTÆKIÐ
Eins sniðugir og rafmagnsbílar eru,
þá má deila um hvort þeir séu sér-
staklega falleg ökutæki. Er leitun
að rafmagnsbíl sem fær hjartað til
að slá örar með útlitinu einu sam-
an, og jafnvel reffileg Tesla getur
horfið í fjöldann á götum úti, ólíkt
t.d. ítölsku bensínfákunum frá Mar-
anello og Sant‘Agata.
En nú kann þetta að breytast,
þökk sé breska sprotafyrirtækinu
Charge Car. Þar á bæ fara menn
reyndar allra stystu leið í hönnun-
inni, og fá útlitið að láni frá Ford.
Er ytra byrðið nánast alveg eins og
á Mustang-sportbílum 7. áratug-
arins en að innan blandast saman
sígildir tónar og rafmögnuð naum-
hyggja, með skjá í stað mælaborðs
og stóran lóðréttan snertiskjá þar
sem nálgast má leiðsögukerfi og
stillingar bílsins.
Í stað bensínvélar er komin raf-
magns-aflrás, sem beinir allt að 536
hestöflum út til hjólanna. Raf-
magns-Mustanginn frá Charge á
því að geta náð frá kyrrstöðu upp í
hundraðið á um það bil 4 sek-
úndum. Áætluð drægni er rúmlega
320 km.
Fegurðin og tæknin kostar sitt
og er grunnverð bílsins 300.000
pund, eða jafnvirði um 47,5 millj-
óna króna. ai@mbl.is
Falleg fortíð og
framtíð mætast
Hver gæti staðist annan
eins bræðing tækni og
sígildra útlína?
Reynir segir eina af áskor-
unum fyrirtækisins í dag að
tryggja sér nægilegt magn af
plöntum til gróðursetningar.