Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 7

Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 7FRÉTTIR FREKARI UPPLÝSINGAR ISAVIA . IS/RAFTAEK JAVERSLUN Staðsetningar: 1. og 2. hæð í norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Samningstími: Þrjú ármeðmöguleika á tveggja ára framlengingu (3+1+1) Isavia leitar að reynslumiklum aðila til að reka raftækjaverslanir í flugstöðinni. Umer að ræða tvær verslanir; annars vegar á verslunarsvæði á 2. hæð í brottfararsal og hins vegar komuverslun á 1. hæð í töskusalmeð mögulegumbreytingum á samningstíma. Nánari upplýsingarmá nálgast í útboðslýsingu semer aðgengileg á útboðsvef Isavia. V I Ð S K I P TATÆ K I FÆ R I Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I : Ú T B O Ð Á AÐ S T Ö Ð U F Y R I R R A F TÆK J AV E R S L U N „Þetta er í raun enn eitt skrefið sem við er- um að taka í átt að auknum loftgæðum og betra umhverfi,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, um samning fyrirtækisins við kolefnissjóðinn Kolvið. Í samningnum er kveðið á um kolefnisjöfnun allra nýrra tvinnbifreiða Toyota og Lexus frá og með 1. janúar sl. Að sögn Úlfars eru það um 40% allra seldra bifreiða hjá Toyota og því um umtalsverða aðgerð að ræða. Undirritun samningsins fór fram á dög- unum, en Kolviður sérhæfir sig í kolefn- isjöfnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Þetta verkefni gengur út á það að við kaup á tvinnbíl frá okkur þá tryggjum við að gróðursettur verði fjöldi trjáa í samræmi við útblástur bifreiðarinnar. Þetta munum við gera út líftíma allra nýrra hybridbíla og þannig gera akstur þeirra kolefnishlut- lausan,“ segir Úlfar. Umhverfismál í forgangi Miðað er við 15 þúsund km akstur á hverja bifreið á ári og greiðir Toyota fyrir gróðursetningu trjáa í samræmi við það. Spurður hvers vegna Toyota hafi ákveðið að taka þátt í verkefninu segir Úlfar að fyrir- tækið hafi ávallt lagt mikla áherslu á um- hverfismál. Þá eigi stefna Toyota rætur að rekja til áhuga stofnanda fyrirtækisins, Páls Samúelssonar, á skógrækt. „Við höfum aðstoðað við endurheimt vot- lendis ásamt því að styðja við skógrækt á Íslandi í tæp 30 ár. Við vorum síðan valin Umhverfisfyrirtæki ársins 2018 hjá Sam- tökum atvinnulífsins. Okkur ber ekki skylda til að láta að okkur kveða á þeim vettvangi, en auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að við erum að selja vöru sem mengar og því viljum við leggja okkar af mörkum,“ segir Úlfar og bætir við að með samn- ingnum við Kolvið sé Toyota að ganga enn lengra en áður. „Við viljum vera framarlega þegar kemur að umhverfismálum og okkur hefur tekist það síðustu ár. Með því að kol- efnisjafna allar hybridbifreiðar erum við að fara enn frekar í þá átt að vera leiðandi í umhverfismálum hér á landi,“ segir Úlfar. Háleit markmið næstu ár Markmið Toyota á alþjóðavísu er að losun koldíoxíðs vegna framleiðslu, notkunar eða förgunar bifreiða verði engin fyrir árið 2050. Markmiðið er háleitt, en fyrirtækið er nú þegar sá bifreiðaframleiðandi sem meng- ar minnst í Evrópu. Að því er fram kemur í gögnum frá JATO, gagnavinnslu- og rannsóknarfyrir- tæki sem sérhæfir sig m.a. í vinnu fyrir bílaiðnaðinn, kemur fram að á árinu 2018 hafi koldíoxíðútblástur bifreiða Toyota í Evrópu verið rétt undir 100 g/km. Til að standast nýja löggjöf ESB verða bifreiða- framleiðendur að vera komnir undir 95 g/ km fyrir árið 2021. Að öðrum kosti eiga þeir á hættu að þurfa að greiða háar sektir. Það myndi til að mynda þýða, sé miðað við óbreytt ástand, að Volkswagen yrði skylt að greiða 76% alls hagnaðar í sekt. Úlfar segir að framangreindar reglur breyti stefnu Toyota lítið enda séu umhverfismál fyrir- tækisins í góðu horfi. Þá muni fyrirtækið halda áfram að vinna ötullega að því að minnka útblástur bifreiða. Rafmagn ekki endilega lausnin Spurður hvort hann sjái fyrir sér að við- skiptavinum muni einungis standa raf- magnsbifreiðar til boða innan fárra ára kveður Úlfar nei við. Í fyrirsjáanlegri fram- tíð verði áfram markaður fyrir bifreiðar knúnar með hefðbundnu eldsneyti. Tvinn- bifreiðum haldi hins vegar áfram að fjölga auk þess sem samsetning bílaflotans mun færast meira í átt að rafmagni. „Þessir bílar eyða minna og eru hagkvæmari í rekstri en hefðbundnar bifreiðar,“ segir Úlfar, en tek- ur þó fram að þrátt fyrir að bifreiðar séu knúnar með rafmagni sé björninn ekki þar með unninn. „Rafmagn er auðfáanlegt hér á landi en það á auðvitað ekki við alls staðar í heim- inum. Víðsvegar er notast við kol eða jafn- vel kjarnorkuver til að knýja fram raforku. Slíkt mengar á endanum líklega miklu meira en notkun á hefðbundnum bifreiðum. Útblástur bifreiða er því einungis ein breyta sem þarf að skoða þegar að lofts- lagsmálum kemur. Eins og sjá má er að mörgu að huga,“ segir Úlfar. Kolefnisjöfnun allra tvinnbíla Toyota Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Toyota á Íslandi skrifaði nýverið undir samning þar sem kveðið er á um kolefnisjöfnun allra nýrra tvinn- bifreiða fyrirtækisins. Með þessu vilja forsvarsmenn þess halda áfram að vera leiðandi í umhverfis- málum hér á landi. Úlfar Steindórsson ásamt Reyni Kristinssyni við undirritun samnings Toyota á Íslandi og kolefn- issjóðsins Kolviðar. Toyota skuldbindur sig til að kolefnisjafna allar tvinnbifreiðar fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.