Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS
Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís,
frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Ís-
lands síðdegis í gær var ísjakinn um 28 sjómílur norðvestur af Horni á
Hornströndum. Hafísinn sem umkringir jakann rekur nú austur.
Í samtali við 200 mílur segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarð-
vísindadeild Háskóla Íslands, að viðbúið sé að brotnað geti upp úr ís-
jakanum og slíkt geti verið varasamt. Eitthvað sé um skipaferðir á
svæðinu, fiskiskip sem séu flest hver vön slíkri hættu, og skemmti-
ferðaskip, sem frekar þurfi að hafa áhyggjur af enda áhafnir þar síð-
ur vanar.
„Það er helst þegar ísjakinn fer að bráðna sem hann getur verið
hættulegur,“ segir Ingibjörg. Jafnvægi geti breyst og litlir jakar
brotnað frá, sem erfiðara sé að greina á ratsjám skipa.
Hafísinn sem umkringir borgarísjakann rekur nú í austurátt.
Ísjakinn ógn við
skemmtiferðaskip
Sérfræðingar spá því að innan
nokkurra áratuga verði meirihluti
kjöts sem selt verður í búðum ekki
af slátruðum dýrum, heldur ræktað
í tækjum eða gert úr plöntublöndum
sem hafa svipaða áferð og bragð og
kjöt. Framfarirnar eru örar í fram-
leiðslu gervikjöts og -fisks og á dög-
unum kynnti t.d. bandarískt fyrir-
tæki laxaþynnur sem ræktaðar voru
á tilraunastofu.
„Bandarísk fyrirtæki hafa tekið
forystuna á þessu sviði, tekist að
afla margra tuga milljóna dala frá
fjárfestum, og njóta stuðnings
manna á borð við Bill Gates. Þótt
kvartað sé yfir því að vanti upp á
bragð og áferð gervikjöts og -fisks
þá fleygir gæðum þessarar vöru
fram og framleiðslukostnaðurinn
lækkar hratt. Ekki er hægt að spá
fyrir um það með mikilli vissu en
sumir telja aðeins fimm til tíu ár í
það að frumuræktað kjöt og fiskur
komi á markað,“ segir Valdimar
Sigurðsson, prófessor í við-
skiptafræði við Háskólann í Reykja-
vík.
Neytendur forvitnir
Hann segir framleiðslu á kjöti og
fiski með þessum aðferðum kunna
að hljóma eins og vísindaskáldskap
en tæknin er þegar orðin að veru-
leika og líklegast aðeins tímaspurs-
mál hvenær þessar vörur fara t.d.
að keppa við íslenskan fisk í verði og
gæðum.
„Kannanir sýna að neytendur eru
þegar orðnir nokkuð meðvitaðir um
þróunina og í einni könnun sögðust
29% svarenda myndu vilja borða
kjöt framleitt með frumuræktun. Í
annarri könnun fór hlutfallið upp í
41%,“ útskýrir Valdimar. „Og þegar
þessi geiri vex þá eru allar líkur á að
hann muni ráðast beint á hefðbund-
inn sjávarútveg og landbúnað, og
fara þá leið við markaðssetningu að
undirstrika veikleika hefðbundinnar
kjöt- og fiskframleiðslu.“
Hvort sem rannsóknarstofu-
fiskur mun birtast fjöldafram-
leiddur í hillum verslana árið 2025
eða 2050 segir Valdimar að sjávar-
útvegurinn verði að gefa þessari
þróun gaum: „Frumuræktaður fisk-
ur er alls ekkert kjaftæði heldur
hugsanlega framtíðarkeppinautur
sem þarf að taka alvarlega.“
Valdimar leggur til að ráðist verði
í ítarlegar rannsóknir til að skilja
ógnina betur, og um leið greina hvar
veikleikar og styrkleikar íslensks
sjávarfangs gætu legið á öld frumu-
ræktaðs fisks. Hann bendir á að
gervikjöt og -fiskur muni m.a. geta
státað af meiri sjálfbærni, hrein-
leika og minni umhverfisáhrifum.
„Við ættum að kortleggja hvaða
veikleika þessi keppinautur gæti
nýtt sér, og eins hverju hann gæti
haldið fram til að móta almennings-
álitið, jafnvel þótt það reynist ekki
alveg sannleikanum samkvæmt,“
segir Valdimar og minnir á að allt
geti orðið fyrirtækjum að vopni í
harðvítugu markaðssetningarstríði
svo það skipti máli að undirbúa sig
tímanlega.
Borgarar sem seljast upp
Frá aldamótum hafa frumkvöðlar
náð undraverðum árangri við fram-
leiðslu gervikjöts og er nú svo kom-
ið að í prófunum eiga neytendur
ekki alltaf auðvelt með að greina á
milli kjötborgara og háþróaðs gervi-
borgara.
Burger King setti fyrr á árinu á
markað nýjan kjötlausan „Imp-
ossible Whooper“ og kjötlausi kjúk-
lingaborgarinn „Imposter Burger“
seldist upp á fjórum dögum þegar
hann fór í sölu á veitingastöðum
KFC í Bretlandi fyrr í mánuðinum.
„Annað fyrirtæki, Finless Foods,
hyggst bjóða upp á frumuræktaðan
bláuggatúnfisk og sér það m.a. sem
leið til að hjálpa stofni í hættu. Sum-
arið 2017 sögðust þau ætla að vera
komin með vöru á markað árið 2019
en eitthvað virðist það hafa dregist,“
segir Hörður G. Kristinsson, rann-
sókna- og nýsköpunarstjóri hjá
Matís.
Fara má tvær leiðir við fram-
leiðslu gervikjöts og -fisks: annars
vegar að taka vöðvafrumur úr dýri
og síðan láta frumurnar fjölga sér
svo að úr verður kjötbiti, eða að
nota matvælavísindi til að finna hár-
rétta blöndu plöntuefna til að herma
eftir bragði, útliti og áferð kjöts.
Bendir Hörður á að þau fyrirtæki
sem fara seinni leiðina hafi einkum
einblínt á að gera sannfærandi
gervihamborgara, því einfaldara sé
að herma eftir útliti hakkabuffs en
t.d. nautalundar þar sem skiptast á
vöðva- og fituvefir.
Bara tímaspursmál
Frumuræktunin hefur reynst öllu
flóknari og kostnaðarsamari: „Hol-
lenskur vísindamaður komst í fréttir
árið 2013 með fyrsta ræktaða ham-
borgarann sem kostaði 325.000 dali
að framleiða og tók 3-4 mánuði að
rækta. Síðan þá hefur kostnaðurinn
lækkað hratt og mörg fyrirtæki
keppast við að koma frumuræktuðu
kjöti á markað. Það er aðeins tíma-
spursmál hvenær frumuræktað kjöt
getur farið að keppa við hefðbundið
kjöt í verði og gæðum.“
Frumkvöðlar þurfa samt fyrsta
að yfirstíga nokkrar stórar hindr-
anir, s.s. hvernig má stýra vexti
dýrafrumanna. „Ein lausn gæti ver-
ið að hreinlega þrívíddarprenta
vöðva og hafa þannig algjöra stjórn
á hlutföllum og legu fitu- og kjöt-
fruma í bitanum,“ útskýrir Hörður.
„Önnur áskorun snýr að leyfum og
markaðssetningu og t.d. eru fyrir-
tækin að glíma við bandaríska mat-
vælaeftirlitið um hvernig eigi að
merkja þessar vörur og hvort megi
kalla þær kjöt eða fisk.“
Þegar tæknin er orðin nægilega
þróuð ætti að vera tiltölulega einfalt
að rækta fallegan bita úr frumum
nánast hvaða landdýrs og fiskteg-
undar sem er, og það með minni
umhverfisáhrifum og lægri kostnaði
en fylgir búskap, veiðum eða eldi.
„Það yrði ekki stórt stökk að fara
frá því að rækta frumur úr túnfiski
yfir í að búa til þorskstykki á til-
raunastofu. Fræðilega séð ætti að
vera hægt að taka 10 kjötfrumur,
rækta undir fullkomnum aðstæðum
í tvo mánuði, og uppskera þá 50.000
tonn af kjöti.“
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hvað ef hægt væri að ýta á
takka á vél og hreinlega
prenta út vænt hnakka-
stykki eða flak? Tækni sem
sumir segja að sé rétt
handan við hornið gæti
kippt fótunum undan ís-
lenskum sjávarútvegi.
Á þessari kynningarmynd frá bandaríska fyrirtækinu The Wild Type má sjá
frumuræktaðan lax á flögusnittu. Tæknin gæti hrist upp í matvælamarkaði.
Valdimar
Sigurðsson
Hörður
Kristinsson
„Samkeppni sem þarf að taka alvarlega“
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt