Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019SJÓNARHÓLL
FORRITIÐ
Eitt erfiðasta og um leið afdrifarík-
asta verkefni stjórnenda er að ráða
til sín gott fólk. Fara þarf rækilega í
saumana á starfsumsóknum, ræða
við meðmælendur og reyna að mæla
út umsækjandann í viðtali. En hvað
svo? Yfirleitt láta stjórnendur þar
við sitja, og láta svo tímann leiða í
ljós hvort valið var rétt.
HireDelightful er áhugavert nýtt
forrit sem notar gervigreind og
mælingar til að sigta út þá eiginleika
sem auka líkurnar á að tiltekinn um-
sækjandi falli vel (eða illa) að vinnu-
staðnum. Forritið gerir alls kyns
mælingar á umsækjendum, bæði
fyrir og eftir ráðningu, og lærir
þannig hvaða hæfni það er sem virð-
ist auka líkurnar á að starfsmaður
standist allar væntingar og rúmlega
það. Niðurstöður mælinganna má
síðan nota eftirleiðis til að grisja
starfsumsóknir með markvissum
hætti.
Um leið fær stjórnandinn vonandi
betri skilning á menningu og gildum
vinnustaðarins og getur komið auga
á tækifæri til að gera enn betur, efla
hópinn og leggja rækt við styrkleik-
ana. ai@mbl.is
Til að vita hvaða um-
sækjendur ætti að varast
Vistarband, eins og það þekktist fyrr á tíð, heyrir núsögunni til. Þannig eru menn frjálsir að því aðskipta um vinnu nærri því að vild. Þó eru ýmsar
reglur auk ákvæða í samningum sem þarf að virða í þessu
sambandi. Í einfaldri mynd kann að vera umsamið, ýmist
sérstaklega eða almennt í ákvæðum kjarasamnings, að
gagnkvæmur uppsagnarfrestur sé tiltekinn vikna- eða
mánaðarfjöldi. Því geta menn ekki gengið út fyr-
irvaralaust né þeim gert að hætta samstundis, án þess að
það geti haft eftirmál, nema um sérstakar aðstæður sé að
ræða. Má þar nefna vanefnd annars hvors aðilans, starfs-
manns eða vinnuveitanda, alvarleg brot í starfi svo varði
riftun ráðningarsamnings og svo framvegis.
Í mörgum atvinnufyrirtækjum
er litið svo á að verðmætasta eign
félagsins sé mannaflinn sem þar
vinnur, vegna þekkingar, þjálf-
unar og færni hans.
Í seinni tíð hefur orðið vart við
að sett séu sérstök samkeppnis-
ákvæði í ráðningarsamninga, þar
sem starfsmaður gengst undir
bann við því að hefja starf hjá
keppinaut eða aðila á sama eða
sambærilegum markaði, í tiltek-
inn tíma, stundum að viðlögðum
sektum. Um ýmislegt af þessu
tagi hefur verið tekist á fyrir dóm-
stólum.
Í hæstaréttarmáli nr. 124/2003
var aðstaðan sú að starfsmaður hafði ráðið sig til fyrir-
tækis og í ráðningarsamningi skuldbatt starfsmaðurinn
sig til að hefja ekki störf hjá fjórum tilgreindum fyr-
irtækjum innan tveggja ára frá starfslokum sínum, að við-
lögðu févíti sem ákveðið var kr. 12.000 á dag. Svo fór að
starfsmaðurinn sagði upp störfum og hóf störf hjá einu
þessara tilgreindu félaga innan tveggja ára tímabilsins.
Var hann krafinn um kr. 3.120.000 í févíti í samræmi við
ákvæði ráðningarsamningsins. Í málinu hélt starfsmað-
urinn því meðal annars fram að samkeppnisbannið og við-
urlögin gengju gegn stjórnarskrárvörðum rétti hans til
atvinnufrelsis. Rétturinn komst hins vegar að þeirri nið-
urstöðu að samningsákvæðið væri þröngt, afmarkað og
hnitmiðað og væri sett í því skyni að vernda tiltekna sam-
keppnishagsmuni. Févítið væri í reynd samningsbundnar
bætur og því ekki þörf á að sanna tjón vegna brots á
samkeppnisákvæði samningsins. Þegar kom hins vegar að
fjárhæðinni væri réttara að líta til mánaðarlauna starfs-
mannsins og varð niðurstaðan að honum var gert að
greiða kr. 900.000 í févíti.
En það er fleira sem vert er að nefna í þessu sambandi.
Í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og
markaðssetningu er ákvæði í 16. gr. c. sem er athyglisvert
í þessu samhengi. Segir þar að sá sem fengið hafi vitn-
eskju um eða umráð yfir atvinnuleyndarmálum í starfi
sínu megi ekki án heimildar
veita upplýsingar um eða hag-
nýta sér eða veita öðrum afnot
af slíkum upplýsingum. Segir
jafnframt að þeim sem trúað
er fyrir uppdráttum, lýs-
ingum, uppskriftum, líkönum
eða þess háttar, sé óheimilt að
hagnýta sér eða veita öðrum
afnot af slíku án sérstakrar
heimildar. Bann við hagnýt-
ingu upplýsinga af þessu tagi
nær einnig til fyrirtækis sem
notfærir sér þær. Eftirlit með
þáttum sem falla undir lögin
er í höndum Neytendastofu. Í
úrskurði hennar nr. 10/2006
er komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi starfsmaður
fyrirtækis hafi í störfum fyrir nýjan vinnuveitanda hag-
nýtt upplýsingar í eigu fyrri vinnuveitanda með ólögmæt-
um hætti. Umræddar upplýsingar vörðuðu hverjir voru
viðskiptavinir fyrrverandi vinnuveitanda. Talið var einnig
að nýr vinnuveitandi hefði einnig gerst brotlegur við 16.
gr. c. því upplýsingarnar voru veittar í hans þágu.
Það er því að ýmsu að hyggja þegar menn skipta um
vist og rétt að íhuga hvort áhugi nýs vinnuveitanda sé
bundinn við færni og þekkingu, fremur en upplýsingar
sem menn kunna að búa yfir og þeir hafa öðlast í starfi
sínu hjá fyrrverandi vinnuveitanda.
Má nýta þekkingu, sem aflað
er, í þágu nýs vinnuveitanda?
LÖGFRÆÐI
Jón Þórisson
lögfræðingur og starfar
hjá Dranga lögmönnum ehf.
”
… hefur orðið vart við að
sett séu sérstök samkeppn-
isákvæði í ráðningar-
samninga, þar sem starfs-
maður gengst undir bann
við því að hefja starf hjá
keppinaut eða aðila á sama
eða sambærilegum mark-
aði, í tiltekinn tíma, stundum
að viðlögðum sektum.
EGGERT