Morgunblaðið - 26.06.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.06.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019FRÉTTIR Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Harðasta skotið á rafmyntina líbru kom úr óvæntri átt. Chris Hughes, sem var herbergisfélagi Marks Zuc- kerbergs á heimavist Harvard- háskóla, og gerðist síðar einn af stofnendum Facebook, sendi Fin- ancial Times langt bréf þar sem hann varar við þeirri hættu sem gæti stafað af líbrunni. Þar bendir hann á að ef líbran nær ágætisútbreiðslu væri þar með verið að flytja stjórn peningamála frá stjórnvöldum og yfir til einkafyr- irtækja. „Það er óhjákvæmilegt að þessi fyrirtæki muni setja sína eigin hagsmuni – hagnað sinn og ítök – of- ar hagsmunum almennings,“ skrifar Hughes sem óttast jafnframt að voldugur alþjóðlegur rafrænn gjald- miðill eins og líbran geti gert að engu mikilvæg hagstjórnartæki stjórnvalda víða um heim. Gæti orðið eins og á Grikklandi „Aðstandendur líbrunnar hafa á réttu að standa þegar þeir segja að nýr, auðseljanlegur og stöðugur gjaldmiðill myndi höfða sterklega til almennings í nýmarkaðslöndum. Raunar væri slíkur gjaldmiðill svo ómótstæðilegur að ef nógu margir byrja að nota hann í staðinn fyrir sinn þjóðargjaldmiðil myndu stjórn- völd eiga í vanda með að stýra pen- ingamagni og jafnvel missa tökin á inn- og útstreymi fjármagns,“ segir hann og líkir því tjóni sem líbran gæti valdið við vanda Grikklands í kjölfar fjármálakreppunnar. „Ver- andi hluti af evrusvæðinu hafði Grikkland ekkert vald yfir eigin peningastefnu og gat því ekki fellt gengið. Áratug síðar er gríska hag- kerfið enn þá fjórðungi smærra en það var fyrir hrun og atvinnuleysi mælist hvergi meira innan evru- svæðisins. Líbran gæti gert seðla- banka í öðrum löndum álíka bjarg- arlausa þegar bregðast þyrfti við niðursveiflu.“ Lagaflækjur og lítið traust Gagnrýnisraddirnar hafa komið úr öllum áttum, og spjótin ekki síst beinst að Facebook, og þá hvort óhætt væri að fela fyrirtækinu að stýra heilum gjaldmiðli, jafnvel þótt það verði í gegnum svissneskt dótt- urfélag þar sem allir samstarfsaðilar samfélagsmiðilsins hafa jafnan at- kvæðisrétt. Öðrum eins glappa- skotum hafa Zuckerberg og félagar orðið uppvísir að. FT bendir á að jafnvel þeir sem þykir hugmyndin að líbrunni góð, hafi miklar efasemdir um að hægt verði að komast í kringum allar þær lagalegu hindranir sem þarf að glíma við, og þær nýju hindranir sem stjórnvöld um allan heim væru vís til að reisa ef þeim þykir raf- myntin ógna almannahagsmunum. Í lesendabréfi sínu nefnir Hughes ein- mitt að stjórnendum líbrunnar væri mögulega í lófa lagið að knésetja heilu fyrirtækin með því að útiloka þau frá líbru-hagkerfinu. „Rík- isstjórnir um allan heim hafa ekki efni á að bíða og sjá hvað gerist,“ skrifar hann. Engir afslættir gefnir Og stjórnvöld virðast svo sann- arlega ekki ætla að láta líbruna fram hjá sér fara. Má greina á tóninum í tilsvörum seðlabankastjóra um allan heim að líbru-verkefninu verði ekki beinlínis tekið opnum örmum. Franski seðlabankastjórinn, Francois Villeroy de Galhau, sagði fjölmiðlum t.d. að líbran myndi þurfa að fullnægja öllum kröfum um varnir gegn peningaþvætti og að að- standendur rafmyntarinnar myndu þurfa að fá bankaleyfi áður en þeir fengju að bjóða upp á þjónustu á borð við að geyma innstæður. Domenico Gammaldi, seðla- bankastjóri Ítalíu, kvartaði yfir því hve lítið væri að finna af haldbærum upplýsinum í kynningarefni líbrunn- ar, og Andrew Bailey, stjórnandi breska fjármálaeftirlitsins, tók í sama streng þegar hann sagði á fundi með þingnefnd að ekki væru nægilegar upplýsingar fyrirliggj- andi til að hægt væri að skilja líb- runa til fulls. Sagði hann afdrátt- arlaust að leyfi stjórnvalda fáist ekki fyrr en allt verður komið á hreint. Mark Carney, stjórnandi Eng- landsbanka, sagði stax í byrjun síð- ustu viku að líbru-verkefninu verði mætt „með opnum huga en ekki með galopna hurð“. Þá kallaði Alþjóða- greiðslubankinn eftir því á laug- ardag að stjórnvöld um allan heim stilltu saman strengi sína til að geta leyst vel úr því þegar tæknirisar á borð við Facebook láta að sér kveða á fjármálasviðinu. Var það helst að Svisslending- arnir væru ósköp rólegir yfir komu líbrunnar. „Mér þykir þetta áhuga- verð þróun og hef ekki miklar áhyggjur af þessu,“ hafði Reuters eftir Thomas Moser sem situr í stjórn svissneska seðlabankans. „Þau hafa gefið það skýrt til kynna að þau vilja spila eftir reglunum og hafa verið að setja sig í samband við stjórnvöld.“ Stígi á bremsuna Hughes, meðstofnandi Zucker- bergs, segir boltann núna hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Sviss því þar verði tónninn gefinn fyrir þær kröfur sem líbru-viðskipti þurfa að fullnægja, s.s. hvað snertir varnir gegn peningaþvætti. Hann telur að bankar í nýmarkaðslöndum þurfi að hægja á útbreiðslu rafmynt- arinnar: „Ef líbru-notandi getur ekki lagt gjaldmiðilinn inn á banka- reikning í heimalandi sínu eða notað líbrur til að kaupa þjóðargjaldmið- ilinn, þá er ólíklegt að rafmyntin nái verulegri útbreiðslu [á því markaðs- svæði] skrifar hann. „Þetta þýðir ekki að banna þurfi líbruna til fram- búðar, en veitir stjórnvöldum meiri tíma til að hugsa dæmið alveg til enda.“ Varar Hughes stjórnvöld við því að vanmeta getu samfélagsmiðilsins til að hrista rækilega upp í pen- ingamörkuðum: „Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld ítrekað vanmetið Facebook og leyft fyrirtækinu að gleypa upp keppinauta á borð við Instagram og WhatsApp. Að þessu sinni dugar ekki að stjórnvöld verði neitt minna en einstaklega varkár.“ Taka líbrunni ekki opnum örmum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Seðlabankar og alþjóð- legar fjármálastofnanir eru á tánum vegna fyrirhug- aðrar rafmyntar Facebook og samstarfsaðila sam- félagsmiðilsins. Ef líbran næði mikilli útbreiðslu gæti hún veikt tök stjórnvalda á eigin peningamörkuðum og torveldað hagstjórn í niðursveiflum. AFP Chris Hughes, vinur Marks Zuckerbergs úr háskóla og einn stofnenda Facbook, varar við alls kyns hættum sem rafmyntin líbra gæti haft í för með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.