Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
H
úseigendur sem eru að leita að
ódýru gólfefni en hugnast ekki
hefðbundið plastparket ættu að
íhuga að líma OSB-plötur á gólf-
ið og endurvekja þannig gömlu
góðu spónaparketsstemminguna. Margir
muna vel eftir íslenska spónaparketinu sem
framleitt var hér á landi á níunda og tíunda
áratug síðustu aldar en víða í eldri sum-
arhúsum má enn sjá það á gólfum. Spónap-
arketið hafði skemmtilegan karakter því útlit
þess var mjög lifandi og óhreinindi og
skemmdist sáust ekki vel á því. Með því að
nota lakkaðar OSB-plötur á gólfið má ná
fram svipuðum áhrifum.
Samanborið við plastparket þá er kostn-
aðurinn líklega svipaður þegar allt er talið
með. OSB-plöturnar hafa þó ýmsa kosti fram
yfir fljótandi parket. Vinnan við undirlagið er
til að mynda minni, það er hægt að leggja
efnið á gólf sem ekki er rétt af, gólflistar eru
ekki nauðsynlegir og auðvelt er að fella efnið
að óreglulegum línum. Fyrir hóflega upphæð
er útkoman heiðarlegt gólfefni sem ekki er
að þykjast vera neitt annað en það er. Gólf-
efni með karakter úr hlýlegum ekta við sem
hægt er að pússa upp þegar það er orðið
tuskulegt.
Hvað er OSB?
OSB (Oriented Strand Board) er bygg-
ingarefni sem minnir á eitthvað á milli spóna-
plötu og krossviðar. Það er búið til úr grófum
tréspæni sem pressaður er saman í plötur.
Oftast eru mismunandi gerðir af spæni not-
aðar í plöturnar sem gefur skemmtilegt útlit
því spónræmur í mismunandi litatónum
liggja þvers og kruss í efninu. Plöturnar eru
til í mismunandi þykktum en 9 og 12 milli-
metra plötur eru algengastar og algengasta
plötustærðin er 120x250 eða þar um kring.
Efnið er til að mynda notað í klæðningar,
sem innra lag í tvöfaldri klæðningu á milli-
vegg eða í burðarvirki gólfs og þaks. Fyrir
áhugasama má benda á að á vef Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands er að finna ágætis
upplýsingarrit um efnið skrifað af Jóni Sig-
urjónssyni en hægt er að hlaða því rafrænt
niður gegn greiðslu.
OSB-gólf í þremur skrefum
Það fer eftir því hversu stórt rýmið er og
hvernig undirlagið er hvort hægt er að leggja
plötunar niður í heilu lagi eða hvort hentugra
er að búta þær niður í smærri einingar. Und-
irlagið í stóru rými þarf að vera tiltölulega
slétt ef leggja á plöturnar niður heilar, ann-
ars er hætta á því að þær séu á lofti. Ef gólf-
ið er ekki alveg jafnt er betra að skera plöt-
urnar niður í renninga í nokkrum stærðum,
til dæmis í 60 og 40 cm breiddir.
Hreinsa þarf gólfið áður en hafist er handa
og gott er að rykbinda með umferð af akrýl-
grunni. Dregin er lína í rýminu og unnið út
frá henni. Hægt er að byrja að leggja hvar
sem er út frá línunni. Parketlím er dregið á
lítinn flöt í einu með tenntum spaða og renn-
ingarnir lagðir niður. Notið flísaklossa til að
mynda fallega fúgurönd á milli renninga. Ef
sleppa á við gólflista þarf að fella efnið alveg
að veggjum.
Þar sem gólfið hallar sitt á hvað er nauð-
synlegt að setja eitthvað þungt ofan á renn-
ingana til þess að þeir límist örugglega niður.
Betra er að nota 9mm þykkar plötur heldur
en 12 mm ef gólfið er ójafnt því það er auð-
veldara að móta þynnra efni. Ef undirlagið er
gróft þá fer meira af lími. Þegar plöturnar
eru komnar á allt gólfið er fúgað með akrýl-
kítti. Gott er að nota málningarlímband til
þess að fá góðar línur, ekki nema viðkomandi
sé þeim mun vanari með kíttissprautuna.
Þegar kíttið er þornað er endað á að lakka
yfir. Pólíúritan-lakk er slitsterkara en akrýl-
lakk en það er líka dýrara. Þar sem yfirborðð
er gljúpt þarf gott magn af lakki í fyrstu um-
ferð en minna í þá seinni. Áður en byrjað er
að lakka þarf að strjúka létt yfir með sand-
pappír nr. 120 til að tryggja viðloðun.
Ódýrar OSB-
plötur með
karakter
Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug
síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr ís-
lenskum verslunum. OSB-plötur, sem unnar eru á svipaðan
hátt, eru þó enn fáanlegar hér á landi og með góðum vilja og
vinnu má vel nýta þær sem gólfefni, á veggi og fleira.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
OSB-efnið þykir einstaklega fallegt og minnir á tíunda áratug síðustu aldar.
Það fer eftir því hversu
stórt rýmið er og hvernig
undirlagið er hvort hægt
er að leggja plötunar nið-
ur í heilu lagi eða hvort
hentugra er að búta þær
niður í smærri einingar.