Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 154. tölublað 107. árgangur
SÍÐASTA HAUSTINU
VEL TEKIÐ Á
KARLOVY VARY
GÓSS
MEÐ NÝJA
PLÖTU
TÍÐ SKIPTI Á
FORSTJÓRUM Í
KAUPHÖLLINNI
ÍSLENSK SUMARSTEMNING 28-29 VIÐSKIPTAMOGGINNMYND YRSU FANNBERG 28
Hann var óneitanlega tignarlegur og tilkomumikill að sjá,
borgarísjakinn sem reis upp úr þokunni 45 sjómílum frá
Kögri, er flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir í gær.
Talið er að jakinn, sem mældist um hálfur kílómetri að breidd
og 50 til 70 metrar að hæð, risti á við fimm- til sjöfalda hæð
sína. »ViðskiptaMogginn/200 mílur
Morgunblaðið/Eggert
Borgarís
hulinn þoku
Áform eru um að heimila sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
að semja við einkaaðila um til-
teknar vegframkvæmdir og gjald-
töku vegna þeirra. Stefnt er að því
að leggja fram frumvarp í haust um
að heimilt verði að bjóða tilteknar
framkvæmdir út. Slík samvinnu-
verkefni ríkis og einkaaðila sem nú
eru nefnd eru brú yfir Ölfusá, brú
yfir Hornafjarðarfljót, Axarvegur,
tvöföldun Hvalfjarðarganga og
Sundabraut.
Í gær var kynnt skýrsla um
Sundabraut. Þar eru jarðgöng frá
Kleppsbakka í Gufunes talin besti
kostur í 1. áfanga. »2 & 10
Fimm verkefni í
einkaframkvæmd
Ný viðmiðun Íslendinga við
ákvörðun makrílkvóta þýðir að
íslensk skip veiða 32 þúsund
tonnum meira en orðið hefði með
gömlu viðmiðuninni. Það gæti
skilað rúmum þremur milljörðum
kr. meira í útflutningstekjur. Hins
vegar ber þess að geta að kvóti
Íslendinga eykst minna, eða úr
135 í 140 þúsund tonn. Sú aukn-
ing gefur hálfan milljarð í auknar
tekjur. »4
Aukinn makrílkvóti
skilar 3 milljörðum
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Milljarðar króna sem eiga að fara í
ríkissjóð tapast á ári hverju vegna
kennitölumisnotkunar íslenskra fyr-
irtækja. Um er að ræða háttsemi
sem ekkert á skylt við atvinnurekst-
ur heldur er þetta að sögn Sigurðar
Jenssonar, sérfræðings hjá skatt-
rannsóknarstjóra, ein birtingar-
mynd skipulagðar brotastarfsemi.
Í nýlegu áhættumati greiningar-
deildar ríkislögreglustjóra er áhætt-
an á skattundanskotum vegna
skipulagðrar glæpastarfsemi metin
sem „gífurleg“ eða á hæsta stigi.
Að sögn Bryndísar Kristjánsdótt-
ur skattrannsóknarstjóra eru vís-
bendingar um að hér á landi séu er-
lendir glæpahópar að hasla sér völl
sem herji hugsanlega á þessa veik-
leika íslenska skattkerfisins.
Þessa stundina hefur skattrann-
sóknarstjóri til rannsóknar nokkur
mál þar sem óprúttnir aðilar hafa
keypt félög, sett aðila í stjórn til
málamynda sem engin eiginleg
tengsl hafa við reksturinn og mis-
nota síðan kennitölu lögaðilans og
virðisaukaskattsnúmer hans. Er það
meðal annars gert með þeim hætti
að gefnir eru út tilhæfulausir reikn-
ingar til annarra félaga sem nýta þá
til þess að lækka hjá sér virðisauka-
skatt sem á að koma til greiðslu,
lækka tekjuskattsgreiðslu af hagn-
aði, ná fjármunum út úr fyrirtækjum
án greiðslu skatts eða til þess að
greiða starfsfólki dulin laun í formi
reiðufjár.
Misnotkunin snýr að því að kom-
ast yfir kennitölu lögaðila sem er
með opið virðisaukaskattsnúmer en
einnig eru til dæmi um að kennitölur
einstaklinga séu misnotaðar með
þessum hætti. Í samtali við Morgun-
blaðið segir Sigurður að núverandi
lagaumhverfi geri ekki ráð fyrir
háttsemi af þessum toga og að mikil-
vægt sé að spornað sé gegn henni
með hertu lagaumhverfi.
Milljarðar tapast
á hverju ári
Erlendir glæpahópar herja á veikleika skattkerfisins
Rannsóknir Bryndís Kristjánsdóttir.
MViðskiptaMogginn
Morgunblaðið/Hari
Birgir Jónsson,
forstjóri Íslands-
pósts, segir fyrir-
tækið munu loka
öllum dreifingar-
stöðum á
höfuðborgar-
svæðinu nema
póstmiðstöðinni á
Stórhöfða. Þá
verði stjórn-
endum fækkað
og skref stigin í átt að því að nú-
tímavæða pósthúsin og þjónustuna
með þróun stafrænnar tækni.
Birgir segir yfirbyggingu félags-
ins hafa verið of kostnaðarsama.
„Hér hefur ekki verið sami agi á
almennum rekstri og hjá mörgum
fyrirtækjum. Ég veit ekki hvort
það endurspeglar eignarhaldið eða
hvort þetta er gömul stofnana-
menning,“ segir Birgir. Félagið
hafi lítinn tíma til að taka rækilega
til fyrir afnám einkaréttar frá og
með 1. janúar nk.
»ViðskiptaMogginn
Alltof dýr
rekstur
Yfirbyggingin var
of mikil hjá Póstinum
Birgir
Jónsson