Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Nýr stór humar Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Dalamaðurinn og bassaleik- arinn Tómas R. Einarsson kemur fram á djass- tónleikum á Hót- el Eddu á Laug- um í Sælingsdal í kvöld ásamt góðum félögum, bræðrunum Óm- ari Guðjónssyni gítarleikara og saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni. Tómas ólst upp á Laugum og þeir Ómar hafa haldið tónleika þar mörg undanfarin sumur og fengið til sín góða gesti, Sigríði Thorlacius, Mugison og í fyrra þýska trommuleikarann Tommy Baldu. Óskar spilar nú í fyrsta skipti með þeim þar en Óskar og Ómar hafa lengi verið liðsmenn í latínsveit Tómasar og spilað þá tónlist meðal annars með honum í Noregi, Rússlandi, Rúmeníu, Þýskalandi og Kúbu. Á efnisskrá í kvöld verður bæði klassísk djasssveifla og latín- tónlist, að stórum hluta úr laga- safni Tómasar. Þar á meðal verða ný lög sem hann mun hljóðrita síð- sumars. Tómas, Ómar og Óskar á Laugum Tómas R. Einarsson Hin kunni banda- ríski ljósmyndari Nan Goldin leiddi á mánudag mótmæli við Louvre-safnið í París. Mótmæl- endur kröfðust þess að nafn Sacler-- fjölskyldunnar yrði tekið af álmu í safninu með austurlenskum forn- gripum en þar hefur það verið í ald- arfjórðung eða síðan nokkrir með- limir fjölskyldunnar styrktu safnið rausnarlega. Hluti Sackler-fjölskyldunnar á lyfjafyrirtæki sem framleiðir ópíóðalyf sem þúsundir manna hafa orðið háðir, þar á meðal Goldin. Vegna mótmæla hafa mörg söfn hætt að taka við styrkjum frá fjöl- skyldunni en forsvarsmenn Louvre hafa ekki brugðist við kröfunum. Vilja nafn Sackler- fólksins úr Louvre Nan Goldin Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin GÓSS, tríó skipað Sig- ríði Thorlacius, Sigurði Guðmunds- syni og Guðmundi Óskari Guðmunds- syni, gaf fyrir fáeinum dögum út sína fyrstu plötu, Entíð, og eins og glöggir sjá er þar orðaleikur á ferð með nafn hljómsveitar og plötu. Sigríður og Sigurður eru þekkt af fögrum sam- söng sínum og Guðmundur þykir með færustu bassaleikurum landsins og hefur einnig gert það gott sem upp- tökustjóri. Þau Sigríður og Guð- mundur hafa starfað saman í hljóm- sveitinni Hjaltalín og öll þrjú hafa komið að einu og öðru tónlistarverk- efninu. Þá eru þeir Guðmundur og Sigurður líka bræður þannig að límið er sterkt í tríóinu. Tríóið var stofnað fyrir tveimur ár- um og fór í tónleikaferð um landið og svo aftur ári síðar. Framundan er svo tónleikaferð í júlí og platan nýja verð- ur kynnt um leið. Tekin upp í kirkju Upptökur á plötunni fór fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og völdu þau Guðmundur, Sigríður og Sigurður nokkrar íslenskar dægur- lagaperlur til flutnings og má finna tíu slíkar á plötunni. Perlurnar eru úr ólíkum og stundum óvæntum áttum, m.a. „Ó, blessuð vertu sumarsól“, „Kossar án vara“ eftir Bubba Morth- ens, „Eitt lag enn“ með Stjórninni og svo fékk eitt erlent að fljóta með, „True love leaves no traces“ eftir Leonard Cohen heitinn. Skrásetning á samstarfi Sigríður er spurð að því hvernig lögin hafi verið valin á plötuna. „Við höfum verið að spila saman þrjú í tvö ár, að fara út á land og búa til einhverja stemningu sem við höldum að henti þessari ferð okkar. Það hefur verið eitt- hvað bland, bæði íslenskt og erlent og svo þegar við ákváðum að skrásetja það sem við höfum verið að gera með þessari plötu, eiga það til, þá vorum við sammála um að við vildum hafa hreinar línur, vildum hafa þetta bara á íslensku nema hvað að eitt lag laum- ast þarna inn á ensku. Þá bara fórum Ekta íslensk sumarstemning  Tríóið GÓSS gefur út plötuna Entíð Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Önnur heimildarmynd Yrsu Roca Fannberg í fullri lengd, Síðasta haustið, var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í fyrradag en hátíðin er ein þeirra elstu og virtustu í heimi. Myndin var valin til keppni á hátíð- inni sem þykir mikill heiður. Yrsa hefur haft nóg að gera í Tékklandi frá því hátíðin hófst, veitt mörg viðtöl og segir hún mikinn áhuga þar ytra á myndinni. Fullt hafi verið á frumsýningu hennar og mikið spurt að sýningu lokinni. „Maður er vanur að fara á hátíðir þar sem mað- ur er bara að horfa á myndir en hérna er maður kominn með ýmsar skyldur, fundi og svoleiðis,“ segir Yrsa kímin um þessa fyrstu upplifun sína af því að frumsýna á Karlovy Vary. Síðasta haustið fjallar um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árnes- hreppi á Ströndum. Á Krossnesi hef- ur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruð ára og er sjónum fyrst og fremst beint að bóndanum Úlfari og eigin- konu hans Oddnýju síðasta haustið sem þau smöluðu fé sínu í réttir og enduðu búskap þar með. „Enn eimir eftir af gamla Íslandi en síðustu bændurnir sem stunda búskapar- hætti að gömlum sið munu brátt heyra sögunni til,“ segir í tilkynningu um myndina sem er önnur heimild- armynd Yrsu en fyrir þá fyrstu, Sal- óme, hlaut hún verðlaun fyrir bestu norrænu heimildarmyndina á Nord- isk Panorama hátíðinni árið 2014. Var það í fyrsta og eina skipti sem ís- lensk heimildarmynd hefur hlotið þann heiður. Alþjóðlegt umfjöllunarefni Síðasta haustið var tekin upp haustið 2016 í Árneshreppi á Strönd- um en þá hættu fjórir af níu bændum þar búskap og einn bættist við eftir það. Yrsa segir fólk á hátíðinni hafa átt auðvelt með að tengja við þetta alvarlega umfjöllunarefni. „Það er mikið spurt um Ísland og bændur og mikill áhugi fyrir þessari menningu,“ segir Yrsa. „Þetta fjallar náttúrlega bara um kapítalismann og fjölda- framleiðslu og jaðarbyggðir,“ segir Yrsa um efni myndarinnar, það sé mjög svo alþjóðlegt að því leyti. „Oft- ast eru „local“ dæmin mjög „global“. Við erum öll manneskjur og lifum öll í einhverju samfélagi,“ segir hún. Þó rakin sé saga Úlfars og Odd- nýjar í myndinni er hún um leið saga allra í hreppnum, að sögn Yrsu. En hvað kom til að hún ákvað að gera heimildarmynd um þetta efni? „Ég hef náttúrlega verið einn af haust- smölunum þarna í átta eða tíu ár. Þannig að ég hef verið mikið í sveit,“ segir Yrsa. Hún segir langa sögu að baki búi á borð við það í Krossnesi, stofn sauðfjár hafi verið ræktaður þar öldum saman og setið hafi í henni að nú væri öllu lokið. „Þau eiga ættir að rekja þarna mjög langt aftur í tím- ann,“ segir hún um hjónin Úlfar og Oddnýju, „og myndin fjallar líka um hvað kemur fyrir þjóðararfinn, mýtó- lógíuna, þegar fólk býr ekki á stöðun- um“. Yrsa segir ýmsum spurningum varpað fram í myndinni, t.d. hvernig það geti gengið saman að vilja borga sem minnst fyrir kjöt sem megi þó ekki vera fjöldaframleitt og hvað fólk vilji vernda af menningu þjóðarinnar aftur í tímann. „Þetta er náttúrlega þjóðararfur sem er að hverfa að mörgu leyti. Viljum við að allir búi í Reykjavík?“ Nærvera í ákvörðunum Í Salóme fjallar Yrsa um móður sína, veflistakonuna Salóme Herdísi Fannberg, og finnur áhorfandinn mikið fyrir nærveru höfundarins því Yrsa talar við Salóme, spyr hana spurninga og svarar fyrir sig þegar móðir hennar er ósátt við eitt og ann- að sem hún gerir eða segir. Yrsa er spurð að því hvort nálgun hennar í nýju myndinni sé svipuð, hvort hún láti í sér heyra og segir hún svo ekki vera. Engin viðtöl sé að finna í mynd- inni þó vissulega sé talað. „Úlfar reykir pípu og pípan verður að kar- akter,“ nefnir hún sem dæmi um hvernig hún lætur myndmálið segja sögu. „Nærvera mín er kannski í list- rænum ákvörðunum og fólk sem þekkir mig og hefur séð myndina skilur alveg hvar leikstjórinn er mjög sterkur með sína sýn,“ útskýrir Yrsa. Á Veggnum í Þjóðminjasafninu stendur nú yfir sýning á ljósmyndum sem Yrsa tók í Árneshreppi og segist hún hafa byrjað að ljósmynda löngu áður en hún hóf að taka upp fyrir heimildarmyndina. „Ég er búin að vera að ljósmynda frá 2014,“ segir hún og að hún hafi tekið ákvörðun um að gera myndina þegar hún frétti af því að Úlfar ætlaði að bregða búi. Hún segist að lokum halda að Úlfar hafi skilið vel mikilvægi myndar- innar, að hún væri saga hreppsins. Á hverfanda hveli  Heimildarmynd Yrsu Roca Fannberg, Síðasta haustið, var vel tekið á Karlovy Vary  Fjallar um bændur sem bregða búi í Árneshreppi á Ströndum Spenna Yrsa í Karlovy Vary á frumsýningu heimildarmyndarinnar Síðasta haustið með samstarfsfólki sínu, fram- leiðandanum Hönnu Björk Valsdóttur, Birni Viktorssyni hljóðhönnuði og Federico Delpero Bejar klippara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.