Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rafbílar losa miklu minna  Ný skýrsla ON um kolefnisspor rafbíla kynnt  Rafbílar góður kostur á Íslandi Heildarlosun rafbíls á gróðurhúsa- lofttegundum (GHL), frá því að hann er framleiddur og þar til búið er að aka honum 220 þúsund kílómetra við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun sambærilegra bíla sem knúnir eru díselolíu eða bensíni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Orku náttúrunnar (ON) um kolefnisfótspor rafbíla á Íslandi. Hún verður kynnt á opnum fundi á Bæjar- hálsi 1 í Reykjavík kl. 8.30 í dag. Hús- ið verður opnað kl. 8.00 og er boðið upp á morgunhressingu. Uppruni raforkunnar skiptir lykil- máli í þessu sambandi. Á Íslandi er öll raforka umhverfisvæn og þess vegna þykir Ísland kjörið til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. Akstur rafbíla á Íslandi er einn hreinasti kostur sem völ er á. Þá þykir landið henta einkar vel til að taka forystu í rafbílavæðingunni. Stærri rafhlöður (85 kW) hafa meiri áhrif á umhverfið en minni raf- hlöður vegna meiri losunar við fram- leiðslu þeirra. Því skiptir máli að velja sér rafbíl og rafhlöðu eftir þörf og áætlaðri notkun, að því er segir í skýrslunni. Í rannsókninni var farið yfir heim- ildir sem til eru um kolefnisfótspor bensín-, dísil- og rafbíla. Miðað var við að bílunum væri ekið 220 þúsund kíló- metra á líftíma þeirra. Tekið var tillit til losunar GHL við framleiðslu bílanna og svo vegna notkunar þeirra allan tímann. Ekki var horft til los- unar GHL við förgun bílanna vegna þess að menn eru ekki á einu máli um hvort meta eigi áhrif förgunar rafbíla- rafhlaðna sem jákvæð eða neikvæð. Höfundar skýrslunnar eru Kevin Dillman umhverfisverkfræðingur og Dagný Hauksdóttir, doktor í iðnaðar- verkfræði. Rannsóknin var gerð á vegum ON og var unnið að henni í tæpt ár. gudni@mbl.is 70 60 50 40 30 20 10 0 Ben sínb ílar Díse lbíla r Rafmagnsbílar Losun gróðurhúsaloft- tegunda á líftíma bíla Heimild: ON 0 5 10 15 ár Tonn CO2-ígílda „Við höfum bent á það að þessi uppbygging hafi verið fjár- mögnuð með einkarétti Íslandspósts ohf. til dreifingar á bréfapósti, þótt augljóst megi vera að hún hafi alfarið kom- ið til vegna samkeppnisrekstrar á sviði flutningastarf- semi,“ segir í skriflegu svari frá Þórunni Ingu Ingjalds- dóttur, markaðsstjóra Samskipa, um sókn Íslandspósts á markað flutningastarfsemi. Morgunblaðið fjallaði um meint undirboð Íslandspósts í gær, Þórunn segist kannast við þau. Þórunn segir að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Ís- landspóst sem kom út í júní megi sjá með skýrum hætti hvaða áhrif sókn fyrirtækisins hafi haft á markað flutn- ingastarfsemi og sendibílaþjónustu. Þar segir að starfsemi sem Íslandspóstur hafi einkarétt á standi undir öllum kostnaði af henni en samkeppnisstarfsemi fyrirtækisins sé ekki látin bera hlutdeild í sameiginlegum föstum kostnaði þótt sú starfsemi nýti sér sömu framleiðsluþætti og starf- semi sem fyrirtækið hefur einkarétt á. „Augljóslega skekkir þetta samkeppnisstöðu keppinauta sem þurfa við sína verðlagningu að reikna með bæði breytilegum og föst- um kostnaði við þá starfsemi sem er í samkeppni við Ís- landspóst ohf.,“ segir í skýrslunni. „Við teljum að úttekt Ríkisendurskoðunar staðfesti grun okkar um ósanngjarna umgjörð á innanlandsflutn- ingamarkaði,“ segir Þórunn. Samskip vænta þess að Sam- keppniseftirlitið taki málið upp. Aðskilji rekstraruppgjör Samkeppniseftirlitið birti í gær í framhaldi af fyrirspurn Morgunblaðsins umfjöllun á vefsíðu sinni vegna fréttar blaðsins um mögulega undirverðlagningu í sendibílaþjón- ustu. Þar er bent á að skv. ákvörðun eftirlitsins um aðgerð- ir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði er Ís- landspóstur skuldbundinn til að framkvæma aðskilin rekstraruppgjör fyrir ýmsa samkeppnisstarfsemi, þ.á m. akstursþjónustu og vöruflutninga. Hægt sé að beina kvört- unum til eftirlitsnefndar ef keppinautar telja verðlagningu póstsins fela í sér undirverðlagningu. ragnhildur@mbl.is Uppbygging sögð fjármögnuð með einkarétti Póstsins  Samskip telja grun um ósanngjarna umgjörð staðfestan Hafrannsókna- stofnun leggur til að sett verði bann við beinum veið- um á landsel hér við land og leitað verði leiða til að draga úr meðafla landsels við neta- veiðar. Kemur þetta fram í ráð- gjöf stofnunar- innar til sjávarútvegsráðherra sem grundvallast á skýrslu Hafró og Selaseturs Íslands um ástand stofns- ins í kjölfar talningar á síðasta ári. Landselsstofninn er talinn vera um 9.400 dýr. Hefur hann minnkað um 72% frá árinu 1980 þegar reglu- bundnar talningar hófust en stækk- að um 23% frá árinu 2016 þegar sam- bærilegt stofnstærðarmat var síðast unnið. Niðurstöður undanfarinna ára benda til að stofninn sveiflist nú ná- lægt sögulegu lágmarki. Þau markmið eru sett um stjórnun fyrir landsel að stofnstærð skuli ekki fara niður fyrir 12 þúsund seli. Nið- urstöður stofnmatsins benda til að fjöldinn sé 21% undir því marki. Takmarka truflun frá fólki Sandra M. Granquist, deildar- stjóri líffræðirannsóknadeildar Sela- seturs Íslands og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir mikil- vægt að grípa til aðgerða til að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett. Bendir hún á að ennþá sé heimilt að veiða landsel en helsta ógnin við stofninn sé þó drukknun sela í grásleppunetum og öðrum veiðarfærum. Beinar veiðar eru hefðbundnar nytjar sem felast í vor- kópaveiði og skotveiði, einkum í ná- grenni við laxveiðiár. Hafrannsóknastofnun leggur til að banna selveiði en ef einhverjar veið- ar verða leyfðar segir Sandra að mikilvægt sé að innleiða veiðistjórn- unarkerfi og að öll veiði verði skráð. Hún segir að auk banns við veiðum leggi Hafrannsóknastofnun til lág- mörk um meðafla við netaveiðar ásamt því að reynt verði að tak- marka möguleg truflandi áhrif af at- höfnum manna á landsel, sérstaklega í maí til ágúst þegar selurinn kæpir og skiptir um hár. Hún segir að það mál þurfi að skoða frekar. Einnig hugsanlegar breytingar á fæðufram- boði vegna breytinga á umhverfi. helgi@mbl.is Bannað verði að veiða sel Sandra M. Granquist  Stofn landsels í sögulegu lágmarki Nú er unnið að því hörðum höndum að endur- nýja umferðarljós og göngu- og hjólaleiðir á gatnamótum Snorrabrautar og Sæbrautar í miðbæ Reykjavíkur. Verður þar einnig lýsing bætt á gönguleiðum frá því sem áður var. Á þessum umferðarþungu gatnamótum hefur í áratugi verið hægt að beygja til austurs á hægri- beygjurein og til vesturs á tveimur beygju- akreinum. Með þessari framkvæmd verður beygjureinin aflögð og beygjuakreinum í vestur- átt fækkað um eina. Áfram verður þó hægt að beygja bæði í austur- og vesturátt að fram- kvæmdum loknum. Þegar ljósmyndari átti leið um svæðið í gær var búið að moka jarðvegi yfir gömlu beygjureinina í austur. khj@mbl.is Fjölfarin beygjurein aflögð í Reykjavík Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir við gatnamót Snorrabrautar og Sæbrautar í fullum gangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.