Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Reynt hefur verið að ná samn- ingum um sanngjarna hlutdeild Ís- lendinga í makrílstofninum frá árinu 2010 en hingað til án árangurs. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins hefur stundum náðst árangur í þessum viðræðum, sérstaklega gagnvart ESB, en íslensku samningamenn- irnir talið að ávallt hafi strandað á Norðmönnum. Þeir hafi frá upphafi rekið harða stefnu gagnvart Íslandi. Ekki hafa verið samningafundir í heilt ár enda gerðu gömlu strandrík- in samninga á síðari hluta síðasta árs um skiptingu stofnsins til tveggja ára. Í maí sl. voru fulltrúar Íslands boðaðir til viðræðna um aflareglu, það er að segja um aðferð til þess að ákvarða heildarafla í framtíðinni, en samningamenn og vísindamenn voru látnir sitja frammi á gangi og fengu ekki að komast að borðinu. Annar fundur var boðaður í júní um sama efni en Íslendingar sáu ekki tilgang í því að mæta til hans upp á þessi býti. Skynsamleg nálgun Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyr- irtækja í sjávarútvegi, telur að það hafi verið skynsamleg nálgun hjá stjórnvöldum á þessum tímapunkti að breyta viðmiðun við ákvörðun heildarafla. „Það er sorglegt frá að segja og upplifa hvernig málum hef- ur verið skipað af hálfu þessara þriggja ríkja,“ segir hún og vísar til gömlu strandríkjanna. Hún segir að SFS deili sannarlega þeim áhyggjum sem Hafrann- sóknastofnun og vísindamenn hafa sett fram vegna þess að veiðar verði umfram ráðgjöf. Það geti ekki geng- ið til langs tíma. Gefinn frestur til andmæla Eftir að sjávarútvegsráðherra ákvarðaði heildarafla fyrir árið út- hlutaði Fiskistofa aflahlutdeild í samræmi við nýsamþykkt lög og aflamarki á þeim grunni. Er þetta í fyrsta skipti sem makríll er kvóta- settur. Fiskistofa úthlutaði til bráða- birgða 80% aflamarksins og gaf hagsmunaaðilum frest til 10. júlí til að gera athugasemdir. Þegar farið hefur verið yfir athugasemdir verð- ur öllu aflamarkinu úthlutað. Heiðrún Lind segir að slíkt verk- lag hafi áður verið viðhaft. Hún ger- ir ráð fyrir að útgerðirnar séu nú að athuga hvernig hlutdeild þeirra hefur komið út og gera athuga- semdir ef ástæða þyki til. Vekur hún athygli á því að það sé flókið ferli þegar svo langt viðmiðunar- tímabil er tekið og ekki öll árin talin með. Þá hafi orðið breytingar á skipakosti sem geti aukið flækju- stigið. Breytt viðmiðun skilar 3 milljörðum  Ísland hefur oftast tekið sér 140-150 þúsund lestir af makríl  Íslandi, Grænlandi og Rússlandi hefur verið haldið utan við samninga  Norðmenn hafa rekið harða stefnu gagnvart Íslandi Heildarafli makríls Leyfilegur heildarafli makríls 2010 til 2019 Áætluð heildarveiði 2019Skip með yfir 4% aflahlutdeildSkiping heildarafla 2019 Leyfilegur heildarafli Skv. fyrra viðmiði 140 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 130 155 145 123 148 173 148 168 135 108 Gömlu strandríkin ESB 322 Noregur 147 Færeyjar 83 Utan samninga Ísland 140 Rússland 100 Grænland 60 Samtals 850 Ráðgjöf vísindamanna 770 Áætluð veiði umfram ráðgjöf 80 Úthlutað aflamark 127.307 Boðið á skiptimarkaði 7.433 Til handfærabáta gegn gjaldi 4.000 Til Rússa skv. samningi 1.500 Heildarafli: 140.240 Tonn Þús. tonn Þús. tonn Skip Aflahlutdeild Vilhelm Þorsteinsson EA 11 7,32% Víkingur AK 100 7,04% Huginn VE 55 6,36% Aðalsteinn Jónsson SU 11 6,23% Venus NS 150 5,88% Beitir NK 123 4,98% Heimaey VE 1 4,82% Margret EA 710 4,53% Hoffell SU 80 4,41% Sigurður VE 15 4,33% Börkur NK 122 4,04% BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ný viðmiðun Íslendinga við ákvörð- un makrílkvóta þýðir að íslensk skip veiða 32 þúsund tonnum meira en orðið hefði með gömlu viðmiðuninni. Það gæti skilað rúmum þremur milljörðum kr. meira í útflutnings- tekjur. Hins vegar ber þess að geta að kvóti Íslendinga eykst minna, eða úr 135 í 140 þúsund tonn. Sú aukning gefur um hálfan milljarð í auknar út- flutningstekjur. Ef gamla viðmiðunin, 16,5% af kvóta, sem gömlu strandríkin ákvarða og úthluta sjálfum sér og öðrum, hefði verið notuð áfram hefði heildarkvóti Íslands minnkað úr 135 þúsund lestum í tæplega 108 þúsund lestir. Það er vegna þess að gömlu strandríkin, ESB, Noregur og Fær- eyjar, hækkuðu ekki heildarkvótann þótt Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leiðrétti fyrra stofnmat sitt og svigrúm hefði hugsanlega verið til aukningar heldur héldu sig við sína fyrri ákvörðun. Áður hafa þessi ríki gefið út kvóta sem leitt hefur til mikillar veiði umfram ráðgjöf ICES. Kvóti Íslands hefur verið í nokkru jafnvægi í mörg ár, þó rokkað frá 123 þúsund lestum í 173 þúsund lest- ir. Algengast er að kvótinn hafi verið 140-150 þúsund lestir. Rússar og Grænlendingar hafa verið að auka sínar veiðar verulega á undanförnum árum. Nú er útlit fyrir að veiddar verði 850 þúsund lestir af makríl en ráð- gjöf ICEC hljóðar upp á 770 þúsund tonn. Samkvæmt þessu verður farið 80 þúsund fram yfir ráðgjöf. Norðmenn staðið á bremsunni Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra rökstyður breytta viðmiðun og þar með aukna hlut- deild Íslands með því að segja að Ís- lendingum sé ekki hleypt að samn- ingaborðinu og geti ekki borið einir ábyrgð á þessum sameiginlega deili- stofni margra ríkja. Framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda er bjartsýnn á að fleiri smábátar fari nú til makrílveiða en und- anfarin ár. Því ráði stærri pottur sem þeir sem stunda hand- færaveiðar geti sótt aflaheim- ildir í gegn gjaldi. Örn Pálsson segir að afla- heimildir smábáta hafi skerst um helming vegna þess hversu viðmiðunartímabil kvótans hafi verið látið ná langt aftur. Á þeim árum hafi smábátar ekki getað veitt makríl. Hann fagnar því hins vegar að pottur handfæra- báta hafi verið aukinn úr 2.000 í 4.000 tonn. Þar geti þeir feng- ið leigðar heimildir á viðráðan- legu verði. Það hafi bætt mjög úr. 479 línu- og handfærabátar fá kvóta, flestir afar lítinn, og 120 stærri skip. Megnið af kvót- anum er í síðarnefnda flokkn- um. Fleiri fara á makrílveiðar SMÁBÁTAR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áform eru um að leggja fram frum- varp sem heimilar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að semja við einkaaðila um tilteknar vegafram- kvæmdir og gjaldtöku vegna þeirra. Með því verður heimilt að fela einka- aðilum fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóð- vega. Einnig stendur til að styrkja heimildir Vegagerðarinnar í vega- lögum til gjaldtöku á einstökum veg- köflum að undangenginni ákvörðun í samgönguáætlun. Áform um tvö frumvörp þessa efnis voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær og er umsagnarfrestur til 16. júlí. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst leggja fram frumvarp á haustþingi 2019 um að heimilt verði að bjóða tilteknar framkvæmdir út. Framkvæmdir sem nú er fyrirhugað að frumvarpið taki til sem samvinnu- verkefni ríkis og einkaaðila eru brú yfir Ölfusá, brú yfir Hornafjarðar- fljót, Axarvegur, tvöföldun Hval- fjarðarganga og Sundabraut. Ábyrgð einkaaðila mun ná til fjár- mögnunar verkefnisins, í heild eða að hluta, framkvæmdarinnar sjálfr- ar og reksturs og viðhalds að fram- kvæmd lokinni og þar til gjaldtöku lýkur. Semja á um gjaldtöku þar til framkvæmdin er fullfjármögnuð en eftir það falli gjaldtakan niður. Í lok samningstímans færist eignarhald innviða til ríkisins. Vegagerðin telur nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta ald- arfjórðungi og er áætlað að þau kosti yfir 400 milljarða króna. Þó að aukið fjármagn hafi komið til vegagerðar í gildandi fjármálaáætlun dugar það engan veginn til að mæta þörfinni. Því þarf að finna leiðir til að fjár- magna framkvæmdir og flýta þeim. Opna á einkafram- kvæmd í vegagerð  Fimm stór samgönguverkefni nefnd Morgunblaðið/Júlíus Samgöngur Tvöföldun Hvalfjarð- arganga og Sundabraut eru nefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.