Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma
Ragnar Stefán Magn-
ússon, fyrrverandi
prentsmiðjustjóri
Morgunblaðsins og
áhugamaður um knatt-
spyrnu, er látinn, 82
ára að aldri.
Ragnar fæddist 11.
september 1936 á Ak-
ureyri. Foreldrar hans
voru Magnús Guð-
mundsson, matsveinn í
Garðabæ, og Anna Elí-
asdóttir húsfreyja.
Ragnar hóf nám í
Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar á árinu 1954 og stundaði nám
í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hann
lauk sveinsprófi í prentiðn 1959. Eftir
það starfaði hann í Steindórsprenti
og Prentsmiðju Hafnarfjarðar þar til
hann hóf störf í prentsmiðju Morgun-
blaðsins árið 1962. Hann varð prent-
smiðjustjóri árið 1972 og gegndi því
starfi til ársins 2004 þegar hann lét af
störfum. Hann starfaði hjá Morg-
unblaðinu í 42 ár alls.
Ragnar sat um tíma
í stjórn Hins íslenska
prentarafélags. Hann
var einn af stofn-
endum íþróttafélags-
ins Leiknis í Efra-
Breiðholti árið 1973
og fyrsti formaður.
Hann var knatt-
spyrnudómari og var
formaður samtaka
þeirra. Hann starfaði í
ýmsum félögum, með-
al annars í Framfara-
félagi Efra-Breiðholts
og var formaður sjálf-
stæðisfélags hverfisins. Hann var
heiðraður með gullmerki ÍSÍ árið
1986.
Eftirlifandi eiginkona Ragnars er
Guðlaug Pálsdóttir Wium. Þau eign-
uðust þrjú börn; Sigrúnu, Þór, sem
lést ungur, og Magnús Pál.
Við leiðarlok þakkar Morgunblaðið
Ragnari vel unnin störf, vináttu og
stuðning og sendir fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur.
Andlát
Ragnar Magnússon
fv. prentsmiðjustjóri
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta hefur gengið mjög vel, mun
betur en við bjuggumst við,“ segir
Sindri Már Finnbogason, stofnandi
miðasölufyrirtækisins Tix.
Í vikunni hóf Tix formlega
starfsemi í Danmörku. Þá tók Tix
við miðasölu hjá Musikhuset í Árós-
um en það er stærsta tónlistarhúsið
á Norðurlöndunum. Sindri segir að
þar í gærkvöldi og Patti Smith í síð-
ustu viku.
Skrifstofur í fjórum löndum
Tix fagnaði fjögurra ára afmæli
hinn 1. október síðastliðinn. Á þeim
tíma hefur fyrirtækið tekið yfir nær
allan miðasölumarkað á Íslandi.
Fyrir tveimur árum var ákveðið að
víkka starfsemina út og reyna fyrir
sér erlendis. Nú er svo komið að
fyrirtækið selur miða fyrir 25 menn-
ingarhús á Norðurlöndunum. Tix
seldi um 900 þúsund miða á síðasta
ári en nú er útlit fyrir að salan í ár
verði hátt í þrjár milljónir miða í
löndunum fimm.
Á næstunni tekur fyrirtækið við
sölu miða í einu menningarhúsi í
Noregi og öðru í Svíþjóð.
Fimmtán manns starfa hjá Tix
og fyrirtækið er með skrifstofur í
Reykjavík, Gautaborg, Stafangri og
Kaupmannahöfn.
Selja hátt í þrjár milljónir miða í ár
Tix hefur starfsemi í Danmörku Þjónusta 25 menningarhús í fimm löndum
Musikhuset selji
um 320 þúsund
miða á ári hverju
sem er töluvert
meira en Harpa
hér á landi. Í hús-
inu eru fjórir salir
auk þess sem tón-
leikasvæði er ut-
an dyra. Hljóm-
sveitin Band of
Horses spilaði
Sindri Már
Finnbogason
Til skoðunar er að selja eina af
Bombardier Q400-skrúfuþotum
flugfélagsins Air Iceland Connect
vegna bágrar verkefnastöðu. Þetta
staðfestir Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri flugfélagsins, í sam-
tali við Morgunblaðið, en félagið hef-
ur um þessar mundir þrjár flugvélar
af þessari gerð í flugflota sínum.
„Við erum með rúman flota og
höfum verið að leita að verkefnum
fyrir þessa vél, annaðhvort að selja
hana eða leigja, því við höfum ekki
not fyrir hana í okkar starfsemi í
dag,“ segir Árni og bendir á að um-
rædd vél sé nú í leigu hjá Icelandair
og sinni þar áætlunarflugi til Man-
chester á Englandi og Dublin á Ír-
landi.
Aðspurður segir Árni vélina hafa
reynst vel í þessum verkefnum, en
Icelandair mun notast við Q400 fram
í haustið.
„Við getum sinnt þessu verkefni
vegna þess að við erum með þessa
auka vél og nú er bara verið að skoða
hvort hægt verður að finna einhver
frekari verkefni fyrir hana hér á
landi eða erlendis. Ef það gengur
ekki er auðvitað möguleiki á að selja
hana,“ segir Árni.
Bombardier Q400 er tveggja
hreyfla skrúfuþota með fjóra í áhöfn
og sæti fyrir 72-76 farþega.
Drægni vélarinnar er 2.841 km og
er flughraði um 670 km/klst. Félagið
tók vélar af þessari tegund í notkun
árið 2016 en einnig notast það við
þrjár Q200-farþegavélar. khj@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Q400 Air Iceland Connect er með
þrjár vélar af þessari tegund.
Skoða nú
að selja
Q400-vél
Bág verkefnastaða
er sögð vera ástæðan
Guðni Einarsson
Þórunn Kristjánsdóttir
Gripið verður til viðamikilla aðgerða
til að auka kolefnisbindingu og efla
lífríkið hér á landi. Í því skyni á m.a.
að tvöfalda umfang landgræðslu og
skógræktar og auka endurheimt vot-
lendis. Ríkið mun vinna að fjöl-
breyttum verkefnum um allt land í
samvinnu við bændur, félagasamtök
o.fl. Lögð verður áhersla á vernd líf-
ríkis og endurheimt vistkerfa ásamt
mælanlegum loftslagsávinningi.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð-
herra og Guðmundar Inga Guð-
brandssonar umhverfis- og auðlinda-
ráðherra í gær.
„Með því að leggja stóraukna
áherslu á kolefnisbindingu getum við
um leið dregið verulega úr losun hér
á landi og þarna getur Ísland mark-
að sér ákveðna sérstöðu. Við erum
ekki aðeins með það að markmiði að
uppfylla Parísarsamkomulagið og
ákvæði þess heldur líka að Ísland
verði kolefnishlutlaust eigi síðar en
2040,“ sagði Katrín. Hún benti á að
Ísland væri í fararbroddi ásamt öðr-
um ríkjum sem settu sér það mark-
mið að verða kolefnishlutlaus árið
2040. 2,1 milljarði króna verður varið
í þessar aðgerðir næstu fjögur árin.
Þetta er annar af tveimur megin-
þáttum áætlunar ríkisstjórnarinnar í
aðgerðum í loftslagsmálum.
„Það sem við höfum verið að skoða
hér á Íslandi bendir til þess að við
getum dregið verulega úr magni kol-
efnis í loftinu með bindingu. Það er
ástæðan fyrir því að við leggjum
áherslu á rannsóknirnar meðfram
þessu, að við getum sýnt fram á
raunverulegan árangur,“ sagði Katr-
ín.
Ný verkefni í undirbúningi
Lögð verður áhersla á að draga
úr losun sem kemur frá landi. „Það
felst meðal annars í því að moka of-
an í skurði og endurheimta þar með
votlendi. Það getur líka falist í því
að ráðast í landgræðslu- og skóg-
ræktaraðgerðir á landi sem losar
kolefni. Þannig sláum við tvær flug-
ur í einu höggi; bæði aukum bind-
inguna og lokað verður fyrir los-
unina,“ sagði Guðmundur Ingi
Guðbrandsson umhverfis- og auð-
lindaráðherra.
Fé verður sett í rannsóknir og
vöktunarverkefni og verkefni sem
eru þegar til eins og t.d. Hekluskóga
og Bændur græða landið. „Við erum
líka að búa til ný verkefni í líkingu
við Hekluskógaverkefnið. Við ætlum
að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér
sjálf, koma henni af stað,“ sagði Guð-
mundur.
Átak til kolefnisbindingar
Fjölbreytt verkefni víða um land Tvöfalt meiri landgræðsla og skógrækt
Aukin endurheimt votlendis Ísland kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elliðaárdalur Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu áform um aukna kolefnisbindingu.