Morgunblaðið - 03.07.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
Páll Vilhjálms-son bendir á
að Evrópusam-
bandið hafi
„afturkallað
heimild um jafn-
ræði milli hluta-
bréfamarkaða í
sambandinu og
Sviss.
Tilgangurinn er að kúga Sviss-lendinga til að taka upp ESB-
reglur.
Ráðamenn í Brussel nota Svisssem fordæmi fyrir útgöngu
Breta, Brexit.
Sviss er með um 160 tvíhliðasamninga við ESB, enda
hvorki í sambandinu né aðili að
EES-samningnum líkt og Ísland.
Við endurskoðun samningannaer ESB efst í huga að þvinga
Svisslendinga til að taka upp laga-
og regluverk sambandsins.
Harðræðið sem ESB beitir Svisser til höfuðs Bretum sem eru
á leiðinni út úr ESB.
London er ein helsta fjármála-miðstöð heimsins og má illa
við útilokun frá mörkuðum ESB.
Þvingunartilburðir ESB virðastþó ekki hafa mikil áhrif.
Hlutabréfamarkaðurinn í Svissstarfaði eðlilega á fyrsta
degi eftir aðgerðir ESB gegn smá-
ríkinu í Ölpunum.
Kannski er ESB aðeins papp-írstígur?“
Páll Vilhjálmsson
Allt skal
undan láta
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Júní var mjög sólríkur, einkum um
landið sunnan- og vestanvert. Þetta
kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar.
Gríðarlegur munur er á sólskins-
stundafjölda milli júnímánaða í ár og í
fyrra, en þær voru 330% fleiri í ár.
Sólskinsstundir í Reykjavík mæld-
ust 303,9 sem er 142,6 stundum yfir
meðallagi árin 1961 til 1990. Aðeins
fjórum sinnum hafa sólskinsstund-
irnar verið fleiri í Reykjavík í júní,
mest 338,3 stundir árið 1928. Á Ak-
ureyri mældust sólskinsstundirnar
186,3, 9,7 stundum fleiri en að með-
altali 1961 til 1990. Sérlega sólarlítið
var víða um landið sunnan- og vest-
anvert í júní í fyrra. Sólskinsstundir í
Reykjavík mældust þá 70,0 og höfðu
þá ekki mælst eins fáar í júnímánuði
síðan 1914.
Nýliðinn júní var einnig mjög þurr
um allt land, segir í yfirlitinu. Óvenju-
langur þurrkakafli var á Suður- og
Vesturlandi langt fram eftir mán-
uðinum. Síðustu dagar maímánaðar
voru líka þurrir á þeim slóðum og því
var víða nánast óslitinn þurrkur í hátt
í fjórar vikur.
Úrkoma í Reykjavík mældist 29,5
millimetrar, sem er um 60% af með-
alúrkomu árin 1961 til 1990. Á Ak-
ureyri mældist úrkoman 14,3 mm
sem er 50% af meðalúrkomu árin
1961 til 1990. Úrkoma í Stykkishólmi
mældist 12,3 mm sem er 30% af með-
alúrkomu
Meðalhiti í Reykjavík í júní var
10,4 stig, 1,3 stigum yfir meðallagi ár-
in 1961 til 1990, en 0,3 stigum yfir
meðallagi síðustu 10 ár. Júní var í 19.
sæti af 149 mældum júnímánuðum.
sisi@mbl.is
Sólskinsstundir voru 330% fleiri
Morgunblaðið/Hari
Júnísól Börn að leik í Nauthólsvík.
Birna Sif Bjarnadótt-
ir, skólastjóri Öldu-
selsskóla í Reykjavík,
er látin, á 38. aldurs-
ári. Hún varð bráð-
kvödd á heimili sínu
síðastliðinn fimmtu-
dag, 27. júní.
Birna Sif fæddist í
Reykjavík 2. sept-
ember 1981, dóttir
Bjarna Þ. Bjarnason-
ar og Sigríðar Ólafs-
dóttur. Hún lauk
M.Ed.-gráðu frá Há-
skóla Íslands í upp-
eldis- og menntunar-
fræði með áherslu á
stjórnunarfræði menntastofnana.
Einnig sótti hún fjölmörg námskeið
og ráðstefnur, innan lands sem ut-
an, og var virk í ýmsu félagsstarfi
sem tengdist starfi hennar.
Í um tíu ár starf-
aði Birna Sif sem
grunnskólakennari
við Ölduselsskóla.
Þaðan fór hún í
Flataskóla í Garða-
bæ þar sem hún
starfaði sem deild-
arstjóri einn vetur.
Eftir það var hún
einn vetur aðstoð-
arskólastjóri í Breið-
holtsskóla. Loks tók
hún við starfi skóla-
stjóra Ölduselsskóla
á síðasta ári.
Eftirlifandi eigin-
maður Birnu er Bjarki Þórarinsson,
byggingatæknifræðingur hjá verk-
fræðistofunni Mannviti. Þau eign-
uðust þrjár dætur; Ronju Rut, f.
2008, Birgittu Sigríði, f. 2011, og
Birtu Dís, f. 2015.
Andlát
Birna Sif Bjarnadóttir
Allt um sjávarútveg