Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Normalísering á kynferð-islegu ofbeldi og orðræðaþar sem ábyrgðin er settá brotaþola, brot dregin í efa og gjörðir ofbeldismanna afsak- aðar eru helstu einkenni nauðgunar- menningar á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri rannsókn þeirra Finn- borgar Salome Steinþórsdóttur, ný- doktors í kynjafræði, og Gyðu Mar- grétar Pétursdóttur, dósents í kynjafræði. Rannsóknin var birt í Ritinu, tímariti hugvísindastofnunar, og rannsóknarefnið var birtingar- myndir nauðgunarmenningar í ís- lensku samfélagi. Byggt var á rýni- hópaviðtölum við háskólanema á höfuðborgarsvæðinu og hálf- stöðluðum viðtölum við háskólanema, brotaþola nauðgana og sérfræðing sem starfar náið með brotaþolum. Birtist á margvíslegan hátt Finnborg Salome segir að gögn- unum hafi verið safnað árið 2013. „Það er galli á rannsókninni að hún er í raun framkvæmd fyrir #metoo og það kann að vera að orðræðan hafi breyst, eða þá að hugmyndirnar séu rótgrónar og þær hafi ekki breyst,“ segir hún. „Í dag er rými fyrir konur og karla til að stíga fram og tala um kynferðisofbeldi, en hefur eitthvað fleira gerst? Það er stóra spurningin. Við bendum á að það er ekki nóg, heldur þarf líka að bregðast við. Við þurfum að stíga næstu skref,“ segir hún. „Normalíseringin birtist í því að það er gríðarlegur fjöldi brota sem við sjáum hjá Stígamótun, neyðar- móttöku, í öllum könnunum og við tökumst ekki á við þennan vanda. Þetta er álitinn svolítið sjálfsagður hlutur í samfélaginu okkar,“ segir Finnborg Salome, en í rannsókninni eru útihátíðir til dæmis nefndar í þessu samhengi og voru allir þátttak- endur uggandi yfir umfjöllunum um þær. „Umræðan í kringum þær er í raun bara um það hve margar þær [nauðganirnar] verði í ár. Við göng- um út frá því að konum sé nauðgað á útihátíðum,“ segir Finnborg. Fram kemur í rannsókninni að þegar rætt hafi verið um ábyrgð ger- enda á nauðgunum hafi verið algengt að þátttakendur leituðu leiða til að afsaka ofbeldið. Ákveðinn kynjamun- ur hafi birst í svörum þátttakenda. „Það var athyglisvert að karlarnir í umræðunni höfðu tilhneigingu til að skrímslavæða gerendur, en kon- urnar höfðu tilhneigingu til að sjúkdómsvæða þá og þar af leiðandi afsaka gjörðir þeirra,“ segir Finn- borg, en karlarnir minntust í ein- hverjum tilvikum á að þeir myndu frekar taka líf en að nauðga. „Þeir höfðu kannski tilhneigingu til að fjar- lægja sig frá gerendum en konurnar höfðu tilhneigingu til að afsaka gjörð- irnar með ýmsum sjúkdómum,“ segir hún, en meðal annars var vísað til svefnraskana og kynhvatar í svefni í þessu samhengi. „Líkt og fram kem- ur í greininni vill fólk heldur ekki horfast í augu við að það þekki ein- hvern sem er gerandi,“ segir Finn- björg Salome. Í kafla sem ber heitið „Alvöru nauðgun“ er fjallað um það þegar brot eru dregin í efa og staðalímynd fólks um nauðganir. „„Alvörunauðg- un“ er nauðgun þar sem gerandi er t.d. ókunnugur og nauðgunin verður utandyra að nóttu til. Um leið og verknaðurinn er ekki samkvæmt þessari lýsingu, heldur gerist eins og flestar nauðganir, t.d. inni á heim- ilum og gerandi þekkir brotaþola, þá förum við strax að draga í efa hvort nauðgun hafi átt sér stað,“ segir Finnborg, en einn þátttakandi gerði til dæmis greinarmun á „grófri“ nauðgun og minna grófri. Nauðgunarmenning sögð við lýði á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Drusluganga Í Druslugöngunni hefur athygli verið vakin á druslustimplun á Íslandi. Stíga þarf fleiri skref að mati rannsakenda. 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ LeiðtogarEvrópu-sambands- ins hafa nú setið sveittir síðustu daga á rökstólum í Brussel og rætt sín á milli hverjir eigi að skipa helstu lykilembætti sambands- ins næstu fimm árin. Kjör- tímabil núverandi pótintáta eins og Donalds Tusks, forseta leiðtogaráðsins, og Jean- Claudes Junckers, forseta framkvæmdastjórnarinnar, renna út 1. nóvember næst- komandi, auk þess sem komið var að því að skipa nýjan seðla- bankastjóra. Það sem helst hefur tafið fyrir ferlinu að þessu sinni er að kjósendur í síðustu Evrópu- þingskosningum skiluðu ann- arri niðurstöðu en þeirri hefð- bundnu og sóttu þar lengra til bæði vinstri og hægri en for- ystunni í Brussel þóknaðist. Flokkaþyrping miðhægri- flokka, EPP, sem hingað til hefur átt forseta framkvæmda- stjórnarinnar vísan, náði því ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta, sem aftur opnaði leið fyrir vonarstjörnur annarra flokka að embættinu. Þessi hrossakaup hafa þó gengið illa fyrir sig, en um helgina bárust fregnir af því að Emmanuel Macron Frakk- landsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefðu náð saman um málamiðlunar- tillögu, sem fól í sér að hol- lenski sósíaldemókratinn Jan Timmermans, sem verið hefur varamaður Junckers undan- farin fimm ár, myndi fá forsæti framkvæmdastjórnarinnar, en EPP fengi í staðinn þing- forseta Evrópuþingsins og utanríkismálastjórann. Tillagan mætti hins vegar mikilli mótspyrnu meðal annarra leiðtoga af tveimur ástæðum. Annars vegar þótti hún lykta um of af því að Frakkland og Þýskaland, lykilríki sambands- ins, ætluðu að fara sínu fram án þess að hafa aðrar þjóðir nægilega með í ráðum, en til- lagan mun hafa fæðst í samtali Merkel og Macrons á G20- fundinum í Japan. Hin ástæðan var öllu per- sónulegri, en Timmermans hefur verið í fararbroddi þeirra í framkvæmdastjórninni sem hafa viljað sauma að Póllandi og Ungverjalandi fyrir að fylgja ekki Brussel-línunni í einu og öllu. Sagði Viktor Orb- an, forsætisráðherra Ung- verjalands, til að mynda að það yrðu „alvarleg og jafnvel sögu- leg mistök“ að skipa Timmer- mans í hið mikilvæga embætti, og Mateusz Morawiecki, for- sætisráðherra Póllands, lét svo um mælt að Timmermans skildi ekki ríki Mið-Evrópu og að hann myndi valda sundr- ungu frekar en hitt. Að lokum náðist að tjalda- baki sátt um að tilnefna frekar Ursulu von der Leyen, varn- armálaráðherra Þýskalands, í embættið, og Frakkar fengu á móti að setja Christine Lag- arde, framkvæmdastjóra Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, í stöðu seðlabankastjóra Evr- ópu. Þó að svo eigi að heita að Evrópuþingið hafi síðasta orð- ið þykir líklegt að tillögurnar fái hraða og hefðbundna með- ferð stimpilpúðans. Og evr- ópskir kjósendur geta þannig enn einu sinni velt því fyrir sér hverju ferðin í kjörklefann skilaði. Frakkar og Þjóð- verjar fengu sitt eftir baktjaldamakk að hætti ESB} Hrossakaupin afstaðin Ástandið í HongKong er væg- ast sagt eldfimt þessa dagana. Um- deilt laga- frumvarp, sem hefði mögulega gert stjórnvöldum þar kleift að senda pólitíska andófsmenn til fangavistar á meginlandi Kína, hefur reynst neisti að gríðar- miklu báli, sem erfitt er að slökkva. Óeirðirnar í fyrradag, þegar þess var minnst að 22 ár voru liðin frá yfirtöku Kínverja á Hong Kong, benda til þess að mikil reiði hafi safnast saman meðal íbúanna á þeim tíma. Ljóst er að mikill meirihluti þeirra, sem ákváðu að mót- mæla í fyrradag, gerði það með eðlilegum og friðsamlegum hætti þó að sumir hafi gengið heldur langt, meðal annars í framgöngu sinni í þinghúsinu. Engu að síður hlýtur það að vera umhugs- unarefni fyrir nú- verandi ráðamenn héraðsins, ekki síst héraðsstjórann Carrie Lam, hversu mikil heift virðist krauma undir niðri. Bretar hafa nú lýst því yfir, að þeir telji mikilvægt að stað- ið verði við þau fyrirheit, sem íbúum Hong Kong voru gefin við yfirtökuna árið 1997, og að áfram verði staðið við megin- regluna um „tvö kerfi í einu landi“. Hættan er hins vegar sú, að stjórnvöld í Peking noti tækifærið ef mótmælin halda áfram og dragi úr sjálfstjórn Hong Kong. Þá mun litlu skipta þó að Bretar standi nú með íbúunum. Hætta er á að kínversk stjórnvöld ákveði að skakka leikinn í Hong Kong} Neistinn sem kveikti bálið U m helgina staðfesti ég samning Öldrunarheimila Akureyrar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur öldrunarþjónustu. Með samningnum er skapað svig- rúm fyrir aukinn sveigjanleika í þjónustu við aldraða til að mæta betur þörfum notenda. Þess er vænst að samningurinn verði fyrir- mynd að gerð sambærilegra samninga milli Sjúkratrygginga Íslands og annarra rekstr- araðila hjúkrunarheimila um allt land. Með samningnum er brotið í blað þar sem gerður er sérstakur samningur á milli Sjúkra- trygginga Íslands og rekstraraðila hjúkrunar- heimilis í stað þess að semja við alla rekstrar- aðila hjúkrunarheimila í einu lagi líkt og hefur tíðkast. Eins og fram kemur í samningnum er meg- inmarkmiðið að skapa svigrúm til sveigjanleika í öldr- unarþjónustu sem gefur meðal annars kost á tímabundn- um úrræðum og breytilegum þjónustutíma eftir þörfum. Forsagan er sú að Öldrunarheimili Akureyrar óskuðu eftir og fengu á liðnu ári heimild til að ráðast í nýsköp- unar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu sem í stuttu máli byggist á sveigjanlegri dagþjónustu í stað hvíldarinnlagna. Verkefnið hófst í byrjun þessa árs og hefur gefið góða raun. Með samningnum sem undirritaður var um helgina er komin umgjörð sem styður betur við það markmið að þjónusta við aldraða byggist á einstaklingsmiðaðri þjón- ustuþörf og sé samfelld. Með því að bjóða fólki sem býr heima, en þarf stuðning, fjöl- breyttari og meiri þjónustu yfir daginn má draga úr og seinka þörf fyrir innlögn á hjúkr- unarheimili og gefa fólki tækifæri til að búa á eigin heimili eins lengi og kostur er. Í kjölfar samþykktar Alþingis á Heilbrigð- isstefnu til 2030 hef ég hafið innleiðingu stefnunnar meðal annars með því að halda kynningarfundi í öllum heilbrigðisumdæm- um. Fyrsti fundurinn var haldinn á Akureyri um miðjan júní. Við það tilefni heimsótti ég hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri og fékk kynningu á því öfluga starfi sem þar fer fram. Á Hlíð og á fleiri hjúkrunarheimilum á Akur- eyri er nýsköpun í öldrunarþjónustu í önd- vegi. Það er rétt að líta til þess öfluga starfs sem þar er unnið í þróun öldrunarþjónustu á landsvísu og tel ég að með samningnum sem undirritað- ur var um helgina sé stutt við nýsköpun á þessu sviði sem nýtast mun í öldrunarþjónustu á hjúkrunar- og dvalarheimilum um land allt. Við okkur blasir að þjóðin er að eldast. Leggja þarf aukna áherslu á forvarnir og heilsueflingu og bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu við aldraða. Sveigjanleiki og fjöl- breytni er það sem koma skal, styðja þarf við sprota og frumkvæði til nýsköpunar í þessari mikilvægu þjónustu og er undirritunin um helgina mikilvægt skref í þá átt. Svandís Svavarsdóttir Pistill Nýsköpun í þjónustu við aldraða Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í hinni nýbirtu rannsókn segir að nauðgunarmenning hafi af fræðimönnum verið skilgreind sem menning sem ýti undir og viðhaldi kynferðislegu ofbeldi gegn konum og samþykki of- beldið og ótta kvenna við of- beldið sem norm. „Buchwald, Fletcher og Roth benda á að slík menning fái að viðgangast og án gagnrýni, al- mennt viðhorf í samfélaginu er að slík menning sé „eðlileg“ og óhjákvæmileg og með þeim hætti er undirokaðri stöðu kvenna í samfélaginu við- haldið. Nauðgunarmenning er því ein af birtingarmyndum kynjamisréttis,“ segir í rann- sókninni. Þá kemur einnig fram að samkvæmt fræðiskrifum séu valdbeiting og yfirráð í nauðg- unarmenningu álitin kyn- æsandi, sem ýti undir kynferð- islegan yfirgang karla. Ýti undir ofbeldi NAUÐGUNARMENNING Í HOTSKURN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.