Morgunblaðið - 03.07.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Deiliskipulag í Búðardal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi
sínum 13. Júní 2019 að endurauglýsa tillögu
að deiliskipulagi í Búðardal skv. 41. gr. skipu-
lagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið er um 3,5 ha að stærð og nær
yfir Bakkahvamm, Lækjarhvamm og nýja
götu sem fær nafnið Efstihvammur. Ekkert
deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipu-
laginu er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-,
par- og raðhús. Svæðið er er auðkennt sem
íbúðarsvæði A í aðalskipulagi Dalabyggðar
2004-2016.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og umhverfis-
skýrsla er aðskilin greinagerð dags. 3. júní
2019. Tillaga og umhverfisskýrsla munu lig-
gja frammi frá 3. júlí 2019 á skrifstofu Dala-
byggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Ennfre-
mur verður tillagan til sýnis á heimasíðu
sveitarfélagsins dalir.is.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
skipulagsfulltrúa, á Miðbraut 11, Búðardal,
eða netfangið skipulag@dalir.is fyrir 15.
ágúst 2019. Þeir sem ekki gera athugasemdir
innan tilskilins frests teljast samþykkir
tillögunni.
Dalabyggð, 1. Júlí 2019.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Bridge kl. 12. Bíó í matsal kl. 13:15. Opið fyrir innipútt og 18 holu
útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir inni-
pútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl.
14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og blöðin við hring-
borðið kl. 8:50. Frjást í Listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndabankinn opinn
kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11:30. Salatbar kl. 11:30-12:15. Tíra Tríó
skemmtir kl. 11:50. Gáfumannakaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð
aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi
kl. 13:00.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og
hádegismatur kl. 11.30. Gönguferð um hverfið kl. 13.30 og etirmið-
dagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Opið hús í dag í
Borgum frá kl. 13 til 16; félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg
samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur
kl.11, hádegisverður kl.11.30, félagsvist kl.13.30, síðdegiskaffi kl.14.30,
bónusbíllinn kl.14.40,
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10:30. Botsía í salnum Skóla-
braut kl. 10:00, Vatnsleikfimi Sundlaug seltjarnarness kl. 18:30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Víkingsheimilinu við
Traðarland. kl. 10.00. Kaffistaður Bakaríið Austurveri eftir göngu.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
pípara?
FINNA.is✝
Björgvin Ólaf-
ur Gunnarsson
fæddist í Grinda-
vík 9. apríl 1936.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 22.
júní 2019. For-
eldrar hans voru
hjónin Gunnar
Magnús Ólafsson
formaður ættaður
frá Vatnsleysu-
strönd, f.1898, d. 1956, og
Ólöf Jónsdóttir frá Eyr-
arbakka, f. 1897, d. 1966.
Björgvin var yngstur fimm
systkina. Hin eru í aldursröð:
Guðrún, Kristín, Jóna Krist-
björg og Bjarni. Þau eru öll
látin. Björgvin, eða Venni
eins og hann var oftast kall-
aður, ólst upp í Grindavík og
gekk þar í barnaskóla. Hann
bjó í Grindavík alla tíð fyrir
utan tvo vetur er hann var í
Stýrimannaskólanum en þá
leigðu þau hjónin hjá sr. Emil
Björnssyni í Reykjavík.
Kona hans hét Inga Bjarn-
ey Óladóttir, f.
1933, d. 2013.
Hún var frá
Grímsey. Þau
gengu í hjóna-
band árið 1955
og þurfti forseta-
bréf og leyfi
dómsmálaráðu-
neytis til þess þar
sem Björgvin var
aðeins 19 ára
gamall.
Þau eignuðust fjögur börn.
Þau eru Rúnar Þór, f. 1955,
kona hans er Karen Mjöll El-
ísdóttir, næst fæddist Hrafn-
hildur 1957, þriðja er Gunn-
hildur fædd 1961, maður
hennar er Símon Alfreðsson
og yngstur er Óli Björn fædd-
ur 1967, kona hans er Guð-
rún Jóna Magnúsdóttir.
Barnabörnin eru samtals 16
en eitt er látið og barna-
barnabörnin eru 18 og síðan
eitt barnabarnabarnabarn.
Útförin fer fram frá Grinda-
víkurkirkju í dag, 3. júlí,
klukkan 13.
Elsku Venni afi eins og við
kölluðum þig alltaf, nú hefur þú
fengið hvíldina og ert kominn til
ömmu sem hefur tekið vel á móti
þér. Við minnumst allra góðu
stundanna með þér nú þegar við
kveðjum þig. Jólin á Leynis-
brautinni voru dásamleg þegar
öll stórfjölskyldan var saman-
komin, og ykkur ömmu þótti svo
gaman að fá okkur í heimsókn
og í pössun hér á árum áður
þegar þið bjugguð á Leyni-
sbrautinni. Ekki skemmdi fyrir
ef við barnabörnin nenntum að
klóra þér aðeins á bakinu, það
þótti þér alveg æðislegt. Við átt-
um yndislegar stundir saman úti
á golfvelli þegar við drógum fyr-
ir þig golfsettið og fengum jafn-
vel smá aur fyrir. Langafabörnin
minnast þín einnig með hlýhug
og hafa orð á því hvað það var
alltaf gott og gaman að koma í
heimsókn til þín. Ekki þótti
þeim það leiðinlegt ef þú laum-
aðir að þeim einu Prinspólói.
Elsku afi, við vitum að þú fórst
sáttur og þér leið vel síðustu
dagana, við fáum okkur pulsu í
kvöld til að heiðra minningu þína
þar sem þér þótti þær svo góðar
og jafnvel eitt ísblóm í eftirrétt.
Hvíldu í friði, elsku afi, við
hugsum hlýtt til ykkar ömmu og
minnumst ykkar með gleði og
þakklæti í hjarta.
Inga Björg, Sara, Emil
Daði og fjölskyldur.
Það er svo hrikalega sárt að
kveðja afa og að reyna að setja
það í orð hversu mikið við mun-
um sakna hans og hversu mikið
af góðum minningum við eigum.
Afi var stór partur af lífi okk-
ar frá því að við fæddumst, það
voru ófáar ferðirnar til þeirra
ömmu þar sem við fengum að
gista hjá þeim. Þvílík forréttindi
seinna meir þegar þau fluttu í
götuna okkar og við gátum alltaf
stoppað hjá þeim. Alltaf voru
kræsingar í boði og aldrei feng-
um við skammir þegar við stál-
umst í nammiskápinn.
Það var stutt í húmorinn og
afi var alltaf til í fíflagang, hvort
sem það var að losa um efri
góminn og „gera tennur“ eða
þykjast vera sofandi fyrir hinar
ýmsu myndatökur, við hlógum
alltaf jafn mikið og afi manna
hæst. Hann hafði mjög gaman af
því að segja fiskisögur frá gömlu
dögunum og skipti þá engu máli
á hvaða tungumáli sagan var
sögð. Tungumálin, þá sérstak-
lega enskan, voru kannski ekki
alveg hans sterka hlið og við
gátum gjörsamlega grenjað úr
hlátri þegar hann henti fram
hinum ýmsu frösum á öðrum
tungumálum. Minnisstætt er
þegar við vorum á veitingastað á
Kanarí og einhver fjölskyldu-
meðlimur hafði prúttað um
skartgrip við götusala. Gamli
sneri sér á næsta borð og sagði
stoltur við erlenda fólkið sem sat
þar: „Þetta átti að kosta tíu þús-
und en hann fékk það fyrir eitt
þúsund.“
Afi var alltaf með á nótunum
varðandi sitt fólk og fram á síð-
asta dag spurði hann frétta af
fólkinu sínu. Hann var alltaf
spenntur þegar von var á nýjum
langafabörnum og var svo stolt-
ur af „ungunum sínum“ eins og
hann kallaði þau. Hann elskaði
að hafa þau í fanginu í kúri og sá
ekki sólina fyrir þeim frekar en
öðrum afkomendum.
Heilsan slappaðist mikið síð-
asta árið og hafði afi oft orð á
því að hann hefði átt gott líf og
væri alls ekkert hræddur við að
deyja. Amma, ástin í lífi hans,
sem dó tæpum 6 árum á undan,
var alltaf ofarlega í huga hans
og hann saknaði hennar ofboðs-
lega mikið.
Nú hefur afi loksins fengið
hvíldina og það er gott að hugsa
til þess að þau amma séu loksins
sameinuð á ný og þau sitja ef-
laust saman, haldast í hendur
eins og þau gerðu alltaf, og vaka
yfir fólkinu sínu.
Elsku besti afinn okkar,
hjörtun okkar eru aum af sökn-
uði og sorg en á sama tíma erum
við svo þakklát fyrir allan tím-
ann sem við fengum með þér,
allt sem þú gerðir fyrir okkur og
fyrir minningabankann sem er
stútfullur af góðum minningum.
Hvíldu í friði,
Þín
Karen Lind, Lórenz Óli,
Inga Bjarney og Ólöf Rún.
Kæri mágur og vinur.
Það er komið að kveðjustund í
þessu jarðlífi en minningarnar
eru margar dýrmætar og ekki
hægt að gera full skil í stuttri
kveðju.
Lífið hefur verið samtvinnað
bæði gegnum fjölskyldubönd og
starfsferil. Uppalin á sama blett-
inum og þekktust því frá barn-
æsku (Björgvin og Valgerður)
og svo þegar þið Inga trúlof-
uðust og genguð síðar í hjóna-
band tengdumst við fjölskyldu-
böndum.
Það er óhætt að segja að
starfsferillinn hafi verið sam-
tvinnaður alla starfsævina.
Fyrst á Arnfirðingi, á Geirfugl-
inum og ekki síst á Grindvíkingi
þar sem skipst var á að halda
um stjórnvölinn um borð, mánuð
í senn, meðan þú stundaðir enn
sjóinn. Eftir að hafa verið skip-
stjórar og stýrimenn hjá öðrum
útgerðum kom upp löngun til að
vera sjálfs síns herra og sprikla
sjálfir í útgerð. Höfðum við fulla
trú á að við kynnum nægjanlega
mikið og gætum gert það vel
með góðum og samstilltum hópi.
Það varð því úr að við fjögur,
ásamt Dagbjarti, Birnu, Krist-
jáni og Rósu, stofnuðum Fiska-
nes hf. Við vorum nokkuð stór-
huga og keyptum bát sem við
gáfum nafnið Geirfugl, í höfuðið
á útdauðum fugli. Við höfðum
ekki mikið milli handa og róð-
urinn var erfiður í byrjun en við
lögðum allt undir og heimilin
voru veðsett í topp. Eiginkon-
urnar sáu um heimili og börn
meðan karlpeningurinn lagði
dag við nótt í vinnu við útgerð-
ina og allt gekk þetta upp hjá
okkur og samstarfið alla tíð far-
sælt.
Mikill og góður samgangur
var milli fjölskyldna okkar enda
samkomulagið gott og nálægðin
mikil, ekki síst eftir að við
byggðum okkur í samvinnu hús
hlið við hlið á Mánagötunni. Það
voru því hæg heimatökin að
skottast á milli húsa bæði fyrir
okkur og börnin. Ferðalögin
voru ótal mörg bæði vegna vinnu
og skemmtunar og endalaust
margar skemmtilegar minningar
tengdar þeim, mikið hlegið og
fíflast. Það var líka dásamlegur
tími þegar fjölskyldurnar
bjuggu saman í húsi í Danmörku
eitt sumarið, vegna sjósóknar
heimilisfeðranna í Norðursjón-
um.
Elsku Venni, þú varst góður
faðir og afi og mikið stoltur af
hópnum þínum. Börnin þín,
tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn sjá nú á eftir
góðum fjölskylduföður og sökn-
uður þeirra er mikill.
Við kveðjum þig í bili og
þökkum fyrir allar góðu sam-
verustundirnar og minningarn-
ar.
Willard og Valgerður.
Björgvin Ólafur
Gunnarsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför frænda okkar,
HELGA GUNNARS ÞORKELSSONAR
skrifstofumanns,
Barmahlíð 51,
Reykjavík.
Starfsfólki á Borgarspítalanum, deild B2, Vífilsstöðum og
Sóltúni sendum við sérstakar þakkir.
Sigríður Helga Þorsteinsd. Jón Ingi Guðmundsson
Þorsteinn Kári, Guðmundur Kristján og
Friðgeir Ingi Jónssynir
Þorsteinn, Guðrún Ása og Friðgerður Ósk Jóhannsbörn
Elva Dögg Gunnarsdóttir Vagn Leví Sigurðsson
og fjölskyldur
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
GÍSLA GUÐMUNDSSONAR
húsasmíðameistara.
Sólveig Margrét Ásmundsdóttir
Ásmundur Óli Gíslason
Aron Freyr Gíslason Katla Sif Friðriksdóttir
Hafdís Gerður Gísladóttir Bjartmar Ingi Sigurðsson
Lilja Björg Gísladóttir Jón Baldvin Jónsson
Erla Guðrún Gísladóttir Finnur Dellsén
Guðmundur Garðar Gíslason
Yndislegi eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN FINNUR ÖRNÓLFSSON
vélfræðingur,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Gullsmára 7,
lést fimmtudaginn 27. júní.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 23. júlí
klukkan 13.
Elín Eiríksdóttir
Eiríkur S. Aðalsteinsson Ingibjörg Jónmundsdóttir
Aðalsteinn V. Aðalsteinsson Birna Kristbjörnsdóttir
Ragnar Aðalsteinsson Ingibjörg Jónsdóttir
Margrét Aðalsteinsdóttir Steinar Magnússon
Þorbjörg Aðalsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og
vinsemd við andlát og útför eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÍÐAR KARLSDÓTTUR
Rúríar,
Mosabarði 8, Hafnarfirði.
Innilegar þakkir til allra sem önnuðust hana af alúð og umhyggju
í veikindum hennar.
Árni Rosenkjær
og fjölskylda