Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar.  Eftir að hafa ekki keypt leikmann í 18 mánuði kynnti enska úrvalsdeild- arfélagið Tottenham tvo nýja í gær. Annars vegar er það hinn 18 ára gamli Jack Clarke, sem keyptur er frá Leeds og lánaður aftur þangað, og hins vegar franski miðjumaðurinn Tanguy Ndom- bele. Hann kemur frá Lyon á 65 millj- ónir punda og er þar með orðinn dýr- asti leikmaðurinn í sögu Tottenham.  Grindvíkingar hafa fengið til liðs við sig spænskan framherja fyrir karlalið sitt í knattspyrnu í staðinn fyrir Hol- lendinginn Patrick N’Koyi sem er far- inn frá liðinu eftir að hafa aðeins skor- að eitt mark í átta leikjum. Sá heitir Óscar Manuel Conde, er 26 ára gam- all og lék síðast með spænska liðinu Gimnástica Torrelavega en hann gerði sex mörk í 34 leikjum fyrir það í C- deildinni á síðasta tímabili.  Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram leikur ekki meira með liðinu í 1. deild karla í knattspyrnu í ár. Framarar staðfestu þetta í gær en Hlynur meiddist í baki í leik gegn Gróttu um miðjan júní og í ljós er komið að hann er með brot í þremur hryggjarliðum.  Spánverjinn Rafael Benítez, sem hætti störfum sem knattspyrnustjóri Newcastle í síð- asta mánuði, tók í gær við kín- verska félag- inu Dali- an Yifang. Liðið er í tíunda sæti þegar keppni í kínversku úrvals- deildinni er hálfn- uð. Eitt ogannað 11. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eflaust hafa einhverjir efast um að KR-ingar hefðu burði til að landa Íslandsmeistaratitlinum í knatt- spyrnu árið 2019. Ekki síst svart- sýnir Vesturbæingar sem margir hverjir virðast óttast bjartsýnisspár sínum mönnum til handa meira en nokkuð annað. En eftir sigur KR á Breiðabliki á mánudagskvöldið blasir það við að Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans standa virki- lega vel að vígi þegar Íslandsmótið er nokkurn veginn hálfnað. Fjögur stig skilja að KR og Breiðablik eftir þennan 2:0 sigur. KR hefur aðeins tapað einum leik en unnið átta, þar af sjö í röð. Að- eins tíu mörk hafa verið skoruð hjá Beiti Ólafssyni sem hefur fest sig í sessi sem einn af bestu markvörð- um deildarinnar, með trausta og vel skipulagða vörn fyrir framan sig. Eins og staðan er núna virðist að- eins Breiðablik vera líklegt til að elta KR-inga í seinni umferðinni. Önnur lið, eins og Stjarnan, Valur eða FH, þurfa hreinlega að vinna nær alla leiki sem eftir eru til að blanda sér í baráttuna, nema KR og Breiðablik gefi bæði verulega eftir á næstu vikum. Sá besti úr fótboltafjölskyldu Hákon Ingi Jónsson, sókn- armaður Fylkis, er leikmaður 11. umferðar að mati Morgunblaðsins. Hákon lék mjög vel í fremstu línu Árbæjarliðsins þegar það lagði KA að velli, 3:2, fékk tvö M fyrir frammistöðu sína, en hann átti stór- an þátt í fyrstu tveimur mörkunum sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði og gerði síðan sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Hákon er 23 ára gamall Árbæ- ingur sem hefur leikið með Fylki frá unga aldri, ef undan er skilið árið 2016. Þá spilaði hann með HK í 1. deildinni og skoraði þar 13 mörk í 22 leikjum fyrir Kópavogs- liðið. Besta ár Hákons í marka- skorun fyrir Fylki til þessa er 2017 þar sem hann gerði 6 mörk í 1. deildinni og þá skoraði hann 4 mörk í 17 leikjum fyrir liðið í úr- valsdeildinni á síðasta tímabili. Markið gegn KA var hans fyrsta í tíu leikjum í deildinni í ár en Hákon er hinsvegar í 2.-4. sæti af Fylk- ismönnum í M-gjöf Morgunblaðsins á þessu tímabili. Hákon kemur úr stórri fótbolta- fjölskyldu en föðurbræður hans Óskar og Steinar Ingimundarsynir voru drjúgir markaskorarar og meðal frændsystkina Hákons eru Ingimundur Níels Óskarsson sem lék lengst af með Fylki og Fjölni og Jasmín Erla Ingadóttir sem nú leikur með Stjörnunni. Finnur hefur slegið í gegn Finnur Tómas Pálmason, mið- vörðurinn ungi úr KR, var besti ungi leikmaður 11. umferðar að mati Morgunblaðsins, en hann átti afar traustan leik í vörn Vestur- bæinga í toppslagnum gegn Breiða- bliki í fyrrakvöld. Þetta er í annað sinn sem við veljum Finn sem fékk líka þessa viðurkenningu eftir 7. umferðina. Finnur er aðeins 18 ára gamall og kom fyrst inn í lið KR í fimmtu um- ferðinni og hefur verið í byrjunar- liðinu hjá Rúnari Kristinssyni síð- an. Finnur fékk sína fyrstu meistaraflokksreynslu sem láns- maður hjá Þrótti í 1. deildinni í fyrra og þá hefur hann spilað 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Óskar með 60 fyrir KR Óskar Örn Hauksson skoraði seinna mark KR í sigrinum á Breiðabliki og það var hans 60. mark fyrir KR í efstu deild. Aðeins Ellert B. Schram hefur gert fleiri mörk fyrir KR í deildinni, 62 tals- ins, þannig að Óskar gæti hæglega slegið met hans í sumar. Þá komst Óskar með þessu marki í 14.-16. sæti yfir marka- hæstu menn efstu deildar frá upp- hafi. Hann hefur gert 72 mörk í deildinni og er nú jafn gömlu markamaskínunum Pétri Péturs- syni (ÍA og KR) og Steinari Jó- hannssyni frá Keflavík.  Atli Guðnason setti tvöfalt met þegar hann kom inn á hjá FH í markalausu jafntefli í Grindavík. Hann varð leikjahæstur FH-inga í efstu deild frá upphafi með 265 leiki, og jafnframt leikjahæstur fyr- ir eitt félag í deildinni. Báðum met- unum náði hann af fyrrverandi samherja sínum til fjölda ára í FH, Atla Viðari Björnssyni. Atli Guðna- son er nú orðinn sjöundi leikja- hæstur í efstu deild karla frá upp- hafi.  Áhorfendur á leik KR og Breiðabliks voru 3.012 talsins, sem er besta aðsókn á leik í deildinni síðan 6.450 manns sáu úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð- inni árið 2014. Að þeim leik und- anskildum, er þetta í fyrsta sinn frá 2013 sem þrjú þúsund manns mæta á leik í efstu deild hér á landi.  Einn leikmaður fékk eldskírn sína í efstu deild í 11. umferð. Kristófer Leví Sigtryggsson kom í mark Fylkis þegar Aron Snær Friðriksson meiddist eftir 60 mín- útna leik. Kristófer er 18 ára, upp- alinn Stjörnumaður, en varði mark Grindavíkurliðsins GG í 4. deildinni í fyrra og fékk þar sína fyrstu reynslu í meistaraflokki. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Óskar Örn Hauksson, KR 11 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 9 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 9 Ólafur Karl Finsen, Val 8 Aron Bjarnason, Breiðabliki 8 Damir Muminovic, Breiðabliki 8 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 8 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 7 Guðmundur Kristjánsson, FH 7 Marcus Johansson, ÍA 7 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 7 Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 7 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 6 Ásgeir Marteinsson, HK 6 Björn Berg Bryde, HK 6 Brandur Olsen, FH 6 Einar Logi Einarsson, ÍA 6 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 6 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 8 Ólafur Karl Finsen, Val 5 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 5 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 5 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 5 Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki 5 Pálmi Rafn Pálmason, KR 5 Markahæstir KR 61 Breiðablik 57 Stjarnan 52 ÍA 49 KA 46 Valur 46 Fylkir 45 HK 44 FH 43 Víkingur R. 41 Grindavík 39 ÍBV 30 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 11. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 4-3-3 Vladan Djogatovic Grindavík Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Hákon Ingi Jónsson Fylki Hallgrímur Mar Steingrímsson KA Hannes Þór Halldórsson, Val 6 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 6 Jónatan Ingi Jónsson, FH 6 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 6 Víðir Þorvarðarson, ÍBV 6 Arnþór Ingi Kristinsson KR Finnur Tómas Pálmason KR Valdimar Þór Ingimundarson Fylki Kristinn Freyr Sigurðsson Val Arnór Sveinn Aðalsteinsson KR Brynjar Gauti Guðjónsson Stjörnunni Sölvi Geir Ottesen Víkingi 5 2 2 2 3 Líklegir Vesturbæingar  Staða KR-inga góð eftir fyrri umferð  Geta aðrir en Blikar ógnað þeim?  Hákon Ingi bestur í 11. umferðinni og Finnur besti ungi leikmaðurinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bestur Hákon Ingi Jónsson lék mjög vel með Fylki gegn KA. Morgunblaðið/Hari Ungur Finnur Tómas Pálmason hef- ur komið sterkur inn í lið KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.