Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Palli var ekki einn í heiminum, hann var með Byltingarkenndar inn-í-eyra heyrnahlífar FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 SNR: 32 dB NRR: 27 dB HM kvenna í Frakklandi Undanúrslit: England – Bandaríkin............................. 1:2 E. White 19. – Press 10., Morgan 31. Rautt spjald: Millie Bright (Englandi) 86.  Bandaríkin mæta Hollandi eða Svíþjóð í úrslitaleik á sunnudaginn en England leik- ur um bronsverðlaun á laugardag. Norðurlandamót U17 kvenna Þýskaland – Ísland .................................. 3:3 Mörk Íslands: Hildur Lilja Ágústsdóttir 72., Amanda Jacobsen Andradóttir 84., Bryndís Arna Níelsdóttir 89. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Samsung-völlur: Stjarnan – Þór/KA ....... 18 Origo-völlur: Valur – Breiðablik ......... 19.15 Jáverkvöllur: Selfoss – KR.................. 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Mustad-völlur: Grindavík – ÍR............ 19.15 Í KVÖLD! Opna Evrópumót U17 karla Leikið í Gautaborg: Rúmenía – Ísland ................................. 20:19  Ísland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjár umferðir og mætir bæði Ítalíu og Austurríki í tveimur síðustu um- ferðum riðlakeppninnar í dag.  EM kvenna Leikið í Lettlandi og Serbíu: Umspil um sæti í 8-liða úrslitum: Belgía – Slóvenía .................................. 72:67 Ítalía – Rússland................................... 54:63 Í 8-liða úrslitum mætast: Serbía – Svíþjóð Ungverjaland – Bretland Spánn – Rússland Frakkland – Belgía  Hið íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik vann fyrstu tvo leiki sína á Opna Evrópumótinu í Gauta- borg í Svíþjóð í fyrradag en tapaði í gær fyrir Rúmeníu, 20:19, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir um tíma þegar skammt var eftir. Ísland mætir Ítalíu og Austurríki í dag. Grátlegt tap eftir tvo sigra UPPRUNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fylkir er það félag sem hefur notað flesta uppalda leikmenn í úrvals- deild karla í fótbolta á þessu keppn- istímabili. Breiðablik á hinsvegar flesta leikmenn í deildinni í heild, þegar skoðað er hvar leikmennirnir eiga rætur sínar á meðan fæstir þeirra sem spila í deildinni hafa al- ist upp hjá stóru Reykjavíkurfélög- unum, KR og Val. Skoðum nánar liðin tólf í deild- inni og hvaðan þeirra leikmenn koma. Fylkir 15 + 1 Árbæjarliðið hefur teflt fram 15 uppöldum leikmönnum í deildinni og tólf þeirra hafa verið í byrj- unarliðinu. Einu aðkomumennirnir sem hafa byrjað leik með Fylki eru markvörðurinn Aron Snær Frið- riksson (Breiðablik), Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding), Sam Hewson (Manchester United) og Geoffrey Castillion (Ajax). Fylkir á aðeins einn leikmann í öðru liði, Ásgeir Börk Ásgeirsson í HK. Breiðablik 9 + 11 Hjá Kópavogsliðinu eru færri heimamenn en oftast áður, átta sem hafa verið í byrjunarliði og einn sem varamaður. Þrír erlendir leik- menn hafa verið notaðir en tveir þeirra eru farnir. Breiðablik á hinsvegar hvorki fleiri né færri en 11 leikmenn sem hafa komið við sögu með öðrum lið- um í deildinni. Þar af fjóra í FH og þrjá í KR en hinir eru í KA, Fylki, Víkingi og HK. Blikar eiga því flesta uppalda leikmenn af þeim sem hafa spilað í deildinni í ár, sam- tals 20. ÍA 9 + 4 Skagamenn eru með níu Ak- urnesinga í sínu liði og þeir hafa all- ir verið í byrjunarliðinu. Þeir eru með tvo erlenda leikmenn og tveir af hinum koma úr Aftureldingu, Arnór Snær Guðmundsson og Bjarki Steinn Bjarkason. ÍA á fjóra menn í öðrum liðum og þar af eru tveir í Val, Andri Adolp- hsson og Garðar Gunnlaugsson. ÍBV 9 + 4 Eyjamenn eru með fleiri uppalda leikmenn en oft áður og hafa verið með sjö slíka í byrjunarliði og tvo sem varamenn. Þeir hafa notað níu erlenda leikmenn en aðeins tvo úr öðrum íslenskum liðum. Fjórir Eyjamenn hafa spilað með öðrum liðum í ár, tveir þeirra með Stjörnunni, Þórarinn Ingi Valdi- marsson og Guðjón Orri Sig- urjónsson markvörður. KA 9 + 1 Hlutföllin hjá KA breyttust mjög fyrir tímabilið þegar þrír heima- menn sneru aftur til Akureyrar, Al- marr Ormarsson, Haukur Heiðar Hauksson og Andri Fannar Stef- ánsson. Akureyrarliðið hefur verið með átta KA-menn í byrjunarliði og einn sem varamann. Eini KA-maðurinn í öðru liði í ár er Ævar Ingi Jóhannesson hjá Stjörnunni. Víkingur 8+2 Átta Víkingar hafa fengið tæki- færi með sínu uppeldisfélagi í ár, sjö þeirra í byrjunarliði. Þá hafa sex er- lendir leikmenn komið við sögu en aðeins tveir þeirra teljast fastamenn í liðinu, og þrír leikmanna Víkings koma frá KR. Tveir Víkingar spila annars stað- ar, Sigurður Egill Lárusson með Val og Viktor Jónsson með ÍA. FH 7 + 7 FH er með sjö heimamenn í ár, sem hafa allir verið í byrjunarliði, og hefur hækkað hlutfallið eftir að hafa fækkað mjög erlendum leik- mönnum í sínum röðum. Fjórir koma úr Breiðabliki, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Stein- dórsson, Guðmann Þórisson og Vignir Jóhannesson markvörður. FH á hinsvegar líka sjö leikmenn í öðrum liðum og þar af fjóra sem leika með HK. Stjarnan 7 + 5 Garðbæingar hafa líka notað sjö heimamenn í sínu byrjunarliði það sem af er tímabilinu. Fimm Stjörnumenn hafa spilað með öðrum liðum í ár og þar af tveir með HK þeir Máni Austmann og Kári Pétursson. HK 6 + 5 Nýliðar HK hafa teflt fram sex heimamönnum það sem af er tíma- bilinu, öllum í byrjunarliðinu. Fjórir eru uppaldir í FH, Björn Berg Bryde, Emil Atlason og þeir Brynj- ar og Andri Jónassynir. HK á fimm leikmenn í öðrum lið- um, tvo þeirra í Val, Ívar Örn Jóns- son og Orra Sigurð Ómarsson, og tvo í Breiðabliki, Damir Muminovic og Gunnleif Gunnleifsson. Grindavík 6 + 1 Grindvíkingar hafa náð að fjölga heimamönnum í sínum röðum og sex slíkir hafa verið í byrjunarliðinu í ár. Átta erlendir leikmenn hafa spilað með liðinu á tímabilinu. Jósef Kristinn Jósefsson í Stjörn- unni er eini Grindvíkingurinn í öðru liði í deildinni. KR 3 + 3 Hinn 18 ára gamli Finnur Tómas Pálmason er eini uppaldi KR- ingurinn sem hefur verið í byrj- unarliði toppliðsins í ár. Skúli Jón Friðgeirsson og Ástbjörn Þórðarson hafa komið við sögu sem varamenn. Þrír Blikar eru í liðinu og þrír er- lendir leikmenn. Þrír KR-ingar spila annars stað- ar, allir með Víkingi, þeir Dofri Snorrason, Atli Hrafn Andrason og Guðmundur Andri Tryggvason. Valur 2 + 3 Íslandsmeistarar Vals eru aðeins með tvo uppalda leikmenn, bakverð- ina reyndu Birki Má Sævarsson og Bjarna Ólaf Eiríksson. Þeir hafa notað fimm erlenda leikmenn. Þrír Valsmenn eru í öðrum liðum, tveir þeirra í Stjörnunni, þeir Har- aldur Björnsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Níu Húsvíkingar Af félögum utan úrvalsdeild- arinnar eiga Völsungar á Húsavík flesta leikmenn í deildinni, níu tals- ins. Þaðan koma því fleiri leikmenn en frá Grindavík, KR og Val. Sex Húsvíkinganna leika með KA (Hall- grímur Jónasson, Elfar Árni Að- alsteinsson, Hallgrímur Mar Stein- grímsson, Hrannar Björn Steingrímsson, Sæþór Olgeirsson og Ásgeir Sigurgeirsson), tveir með KR (Pálmi Rafn Pálmason og Aron Bjarki Jósepsson) og einn með Stjörnunni (Baldur Sigurðsson). Fjölnir á sjö leikmenn í deildinni, Fram og Haukar fimm leikmenn hvort, Afturelding, Leiknir R. og Þróttur R. fjóra leikmenn hvert fé- lag. Þrír koma frá Þór, tveir frá ÍR og Tindastóli en einn frá Keflavík, KF, Njarðvík, Sindra, Snæfelli, Vestra og Víkingi í Ólafsvík. Af erlendu leikmönnunum sem hafa komið við sögu í deildinni til þessa eru átta frá Danmörku, sex frá Englandi og fimm frá Færeyjum en 28 aðrir eru frá nítján löndum. Fimmtán uppaldir í Fylki  Notar flesta heimamenn  Fleiri Blikar í öðrum liðum en Breiðabliki  Fæst- ir heimamenn í Val og KR  Fleiri úr Völsungi en þremur liðum deildarinnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heimamenn Ólafur Ingi Skúlason úr Fylki og Viktor Karl Einarsson úr Breiðabliki eiga það sameiginlegt að hafa snúið aftur til síns uppeldisfélags eftir að hafa leikið erlendis. Þeirra félög „eiga“ flesta leikmenn í deildinni í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.