Morgunblaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 166. tölublað 107. árgangur
HLAUPAHJÓLA-
RISI HORFIR TIL
ÍSLANDS ROKKARI OG BÓNDI
EMMY-TILNEFNING
FYRIR TÓNLISTINA
Í CHERNOBYL
DULÚÐ OG HARMUR 28 HILDUR GUÐNADÓTTIR 4VIÐSKIPTAMOGGINN
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu
sem keypt hefur 75% hlut í Ice-
landair Hotels, segir mikla mögu-
leika fólgna í því að tengja ferða-
markaðinn á Íslandi betur við Asíu.
„Þar liggja mikil tækifæri til að
ná til vel borgandi ferðamanna. Og
þar getum við lagt talsvert til mál-
anna. Ég held að ef vilji standi til
þess hjá Icelandair Group séu
tækifæri í því að hefja beint flug
milli Íslands og Asíu. Það er allt
hægt ef fólk hefur vilja og dugnað
til að bera. Og þarna gæti Ice-
landair séð tækifæri á komandi ár-
um. Með kaupum okkar á Ice-
landair Hotels viljum við breikka
vöruúrval okkar gagnvart núver-
andi og verðandi viðskiptavinum.“
Tan segist sjá mikil tækifæri í
ferðaþjónustunni hér á landi og að
ekki sé loku fyrir það skotið að
hann muni koma að fleiri verk-
efnum hér á landi. Bæði vilji hann
reisa nýtt lúxushótel og til greina
komi að fjárfesta utan hótelgeirans.
„Fjárfesting okkar í hótelunum
er til langs tíma og landið á mikið
inni að mínu mati. Norðurljósin,
jarðhitasvæðin og fossarnir hafa
mikið aðdráttarafl.“
Geta opnað leiðina til Asíu
Nýr eigandi Icelandair Hotels segir tækifæri felast í að tengja Ísland við Asíu
Telur Icelandair hafa burði til að hefja flug þangað Vill leggja sitt af mörkum
MViðskiptaMogginnTan Sér mikil tækifæri á Íslandi.
Herdís Storgaard, verkefnastjóri
hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur
varað við töppum af drykkjarílátum
og svokölluðum skvísum. Tilkynn-
ingum um tilfelli þar sem börn setja
upp í sig hluti sem loka öndunar-
veginum hefur fjölgað. Fimm tilfelli
hafa verið tilkynnt á síðustu tveimur
árum en níu tilfelli voru tilkynnt frá
1991 fram að þeim tíma. Herdís seg-
ir marga framleiðendur meðvitaða
um hættu sem stafar af hlutum sem
lokað geta öndunarvegi barna. M.a.
séu nú göt á snuðum svo börn fái loft
ef þau stinga öllu snuðinu upp í sig.
Herdís er mjög ósátt við stöðu
mála viðvíkjandi slysavörnum barna.
Að hennar sögn er enginn sérstakur
starfsmaður hjá Landlækni sem sér
um þau mál þrátt fyrir að fjármagn
sem áður fór í slysavarnir barna hafi
verið flutt til embættisins. Herdís
vinnur sjálfboðavinnu hjá Miðstöð
slysavarna barna en Sjóvá og IKEA
á Íslandi sjá um annan rekstrar-
kostnað. Launuð verkefni sem hún
vinnur erlendis gera henni kleift að
halda áfram sjálfboðastörfum á Ís-
landi. Herdís segir margt hafa áunn-
ist í slysavörnum barna en halda
þurfi áfram. »6
Áhyggj-
ur af
stöðunni
Morgunblaðið/Sverrir
Slys Hættur leynast víða fyrir börn
sem eru að skoða og læra á heiminn.
Segir slysavörnum
lítill gaumur gefinn
Nýverið hefur Blóðbankinn auglýst eftir blóð-
gjöfum, en sérstaklega hefur vantað blóð í blóð-
flokkum A og O.
Margir hafa svarað kallinu, en meðal þeirra er
Maria V. Sastre Padro sem kom í Blóðbankann í
gær og gaf blóð með bros á vör. Um blóðtökuna
sá Jóndís Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem
einnig brosti sínu breiðasta meðan á aðgerðinni
stóð. »7
Blóðið gefið með breitt bros á vör
Morgunblaðið/Hari
„Birkikemba
virðist vera í
blússandi upp-
siglingu, sér-
staklega á suð-
vesturhorninu,“
sagði Edda Sig-
urdís Oddsdóttir,
sviðsstjóri rann-
sóknasviðs Skóg-
ræktarinnar á Mógilsá. „Hún er að
breiðast út. Við höfum frétt af
henni á nýjum stöðum, til dæmis á
Vestfjörðum.“
Annar nýlegur skaðvaldur trjáa
er bjallan asparglytta sem börn
kalla gullbjöllu og herjar á víðiteg-
undir og ösp. Óvenju lítið hefur sést
af henni í sumar. Birkiþéla er
vesputegund sem verpir í birkilauf
seinni part sumars þegar birkið er
að ná sér eftir birkikembuna. »10
Skógræktin vill vita
af skaðvöldum
Tölvuleikurinn The Machines,
sem íslensk-kínverska tölvuleikja-
fyrirtækið Directive Games þróaði
og gaf út árið 2017, var í eitt og
hálft ár söluhæsti leikur í heimi á
sviði blandveruleika (e. augmented
reality), að sögn Atla Más Sveins-
sonar, forstjóra og stofnanda fyrir-
tækisins, sem er í viðtali í Við-
skiptaMogganum í dag.
Fyrirtækið hefur tvisvar sýnt
leiki á iPhone 8-kynningum hjá
Apple-tölvurisanum, en Directive
Games vinnur að tveimur verk-
efnum um þessar mundir í sam-
starfi við Apple. Daniel James
Thue, lektor í tölvuleikjahönnun
við HR, segir að í dag sé sýndar-
veruleiki í lægð.
Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár
Atli Már Sveinsson, forstjóri Directive
Games, kynnir hér The Machines hjá Apple.
Öryggi kirkna og kirkjugripa á
Íslandi er ábótavant að mati Þórs
Magnússonar þjóðminjavarðar.
Hann segir hættu á að óhlutvant
fólk ásælist og taki gripi úr
kirkjum, enda hafi það gerst. For-
ráðamenn kirkna landsins verði að
vera á varðbergi gagnvart þessu.
Telur hann koma til greina að söfn
taki að sér varðveislu dýrmætra
kirkjugripa sem sumir eru nú
geymdir við ótryggar aðstæður.
Kirkjur hér á landi eru á fjórða
hundrað og eru sóknir skráðir eig-
endur þeirra. Enginn hefur yfirsýn
yfir hvernig öryggismálum þeirra
er háttað í heild. Víðast hvar eru
hvorki þjófavarnir né brunavarnir
fyrir hendi. »14
Öryggi ábótavant í kirkjum landsins
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Dýrmæti Í mörgum kirkjum eru verðmætir
gripir sem freistað geta óhlutvandra.