Morgunblaðið - 17.07.2019, Síða 7

Morgunblaðið - 17.07.2019, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Blóðbankinn auglýsti bæði í fyrradag og í síðustu viku eftir blóðgjöfum, en birgðastaða hefur verið sérstaklega bág í flokkum A og O. Þorbjörg Edda Björnsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Blóðbankanum, sagði að allar blóðgjafir væru mikilvægar og að á sumrin væri oft snúnara að ná í gjafa. Ljóst er að auglýsingarnar hafa haft nokk- ur áhrif en þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins kom við í Blóðbankanum um hádegisbilið í gær til að spjalla við fólkið á staðnum streymdu þar inn gjafmildir blóðgjafar með kerfið fullt af góðu gjafablóði. Með í för var ljósmyndari sem festi á filmu þegar blaðamaður, sem viðurkenndi fúslega að hann væri sannkölluð bleyða þegar sprautur eru annars vegar, fór í blóðprufu til að geta gerst blóðgjafi. „Fengið vel en þurfum áfram blóð“ „Það er algengara að það sé erfiðara að fá fólk inn á sumrin. Þá er oft erfiðara að ná í blóðgjafana,“ svaraði Þorbjörg spurð um ástæðu þess að Blóðbankinn hefði nýverið þurft að auglýsa eftir blóðgjöfum. Sagði hún að þegar svo bæri undir væri haft samband við alla virka blóðgjafa sem mega gefa. „Það virðist vera meiri notkun eins og staðan er akkúrat núna, og erfiðara að ná í blóðgjafana þar að auki,“ sagði hún spurð hvers vegna auglýst hefði verið eftir blóð- gjöfum nú. Hún segist þó vilja koma á fram- færi þakklæti sínu í garð allra blóðgjafa sem hafa komið Spurð hvort gefið blóð færi í „staðlaða“ notkun, eða tengdist meira skyndilegum slysum, sagði Þorbjörg að það væri mjög mismunandi. Nefndi hún sem dæmi að hjart- veikir og krabbameinssjúkir þyrftu oft blóð- gjöf, þá þyrfti oft blóð í kringum skurð- aðgerðir „og svo auðvitað slys. Við höfum fengið vel inn, en við þurfum alltaf að fá blóð jafnt og þétt allt árið um kring“, bætti hún við. Mögulega í notkun að kvöldi Spurð hversu langur tími liði á milli þess að blóð væri gefið og þar til það væri komið í notkun svaraði Þorbjörg: „Ef við erum í virkilegri þörf þá getur það farið niður í nokkrar klukkustundir. Blóðið þarf að vera á kæliplötu í svona hálfa aðra klukkustund og svo er hægt að fara að vinna það. Ef við vær- um í brýnni þörf væri hægt að koma því út eftir svona fjóra til sex tíma.“ Segir hún aðspurð að því væri ólíklegt, en mögulegt, að blóð úr blóðgjafa sem kæmi að morgni væri komið í notkun að kvöldi. „Yfir- leitt bíður það aðeins.“ Þorbjörg segir að virkur blóðgjafi gefi blóð að meðaltali tvisvar á ári, en líða þurfi þrír mánuðir milli blóð- gjafa hjá körlum og fjórir hjá konum. „Marg- ir halda að ein stök blóðgjöf skipti litlu máli,“ segir hún og leggur áherslu á að hver einasta blóðgjöf sé mikilvæg. Allar upplýsingar megi nálgast á vefsíðu Blóðbankans. Hver einasta blóðgjöf mikilvæg  Blóðbankinn auglýsti nýverið eftir blóðgjöfum  Erfiðara reynist að ná í blóðgjafa á sumrin Morgunblaðið/Hari Blóðprufa Þorbjörg Edda hjúkrunarfræðingur mundar nálina áður en hún tekur sýni úr blaðamanni sem liggur stjarfur á bekknum. „Lauflétt!“ sagði hún nokkrum sekúndum eftir að smellt var af, þegar sýnatökunni var lokið. Að því búnu mátti rölta inn á kaffistofu og fá sér köku. Það voru brosmild andlit sem tóku við Moggamönnum í Blóðbankanum á Snorra- braut í gær og var fyrsta skrefið í blóð- gjafarferlinu að skrá sig í kerfið og svara stuttum spurningalista. Fyrir vana blóðgjafa vekja spurningarnar líklega litla undrun en nokkrar spurningarnar þóttu blaðamanni ei- lítið einkennilegar, og líklegar til þess að flestir myndu svara játandi. Sem dæmi: Hef- ur þú slasast? og Hefur þú nýlega tekið verkjalyf? Útskýrði Þorbjörg að allt væri þetta gert til að ganga úr skugga um að blóðgjafinn kæmi sem best á sig kominn í heimsókn í Blóðbankann. Að skráningu lokinni var komið að viðtali með hjúkrunarfræðingi þar sem rennt var yfir spurningalistann og gengið úr skugga um að ekkert stæði í vegi fyrir því að blóð væri gefið. Að því búnu var ekkert að vanbúnaði og sprautuhræddur blaðamaðurinn lagðist á bekkinn þar sem Þorbjörg dældi litlum Kaffistofan rúsínan í pylsuendanum Hádegismatur Talsvert var af fólki í kaffi- stofu Blóðbankans upp úr hádegi í gær. skammti, u.þ.b. tíu millilítrum, úr kerfinu. „Lauflétt!“ sagði Þorbjörg og þar með var erfiðið afstaðið. Spurð um ferlið, og hvort það yrði öðru vísi þegar komið væri í annað sinn til að gefa alvöru skammt af blóði, sagði Þorbjörg að ferlið væri nákvæmlega eins fyrir utan að sjálf blóðtakan tæki eðlilega örlítið meiri tíma, þar sem um 450 millilítrar væru teknir við venjulega blóðgjöf. Fyrst færi fram skráning, viðtal við hjúkrunarfræðing, blóð- taka og svo væri komið að rúsínunni í pylsu- endanum; kaffistofunni. Mælt er með því að blóðgjafar nærist vel bæði fyrir og eftir blóðgjöf og er því „besta kaffistofa landsins“, eins og Þorbjörg orðaði það, í Blóðbankanum. Aspassúpa, kökur af ýmsu tagi, brauð og álegg, djús og kaffi voru meðal þess sem var á boðstólum og segir Þorbjörg að mælst sé til þess að blóðgjafar gefi sér örlítinn tíma að blóðgjöf lokinni til að setjast niður og maula matarbita. PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Fullorðinn einstaklingur sem bú- settur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkr- um dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem misl- ingafaraldur hefur geisað á undan- förnum árum. Þetta kom fram á vef landlæknis í gær. Þar segir að viðkomandi hafi ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum en að honum heilsist vel eftir atvikum. Ekki er vitað um fleiri smit á þessari stundu. Fram kemur að unnið verði sam- kvæmt áætlunum sem notaðar voru í síðasta mislingafaraldri hér á landi í febrúar og mars í ár og að haft hafi verið samband við einstaklinga sem kunni að hafa smitast af þessum sjúklingnum. Einnig hefur heil- brigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatil- fellum. Síðasta staðfesta mislingasmit á Íslandi varð í kjölfar þess að ein- staklingur með smitandi mislinga var um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect um miðjan febrúar á árinu. Sjö einstaklingar greindust í kjöl- farið með mislinga á landinu. Fram kom á vef landlæknis seint í mars að tekist hefði að stöðva útbreiðslu mislinga hér á landi. Höfðu þá um 6.750 einstaklingar verið bólusettir frá því að fyrsta tilfellið greindist í febrúar. rosa@mbl.is Einn greindist með mislinga í Reykjavík  Ekki er vitað um að fleiri hafi smitast Tónskáldið Hild- ur Guðnadóttir hefur verið til- nefnd til Emmy- verðlaunanna fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Hildur er til- nefnd í flokki framúrskarandi frumsaminnar tónlistar og er tónlist hennar flutt í 2. þætti þáttaraðarinnar. Auk Hild- ar eru fjögur tónskáld tilnefnd í þessum flokki, en meðal þeirra er David Arnold sem margoft hefur verið tilnefndur til Emmy-verð- launa. Í þáttunum Chernobyl er fjallað um slysið í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986, þeir hafa slegið í gegn síðan þeir voru sýndir í vor og fá 19 Emmy- tilnefningar. Hildur tilnefnd til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.