Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 11

Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, lokað um helgar í sumar Skálastærðir F-GG Verð 7.990kr Gjafahaldarinn frá Elomi er sléttur og saumlaus. Sérstaklega hannaður í stærri skálastærðum fyrir þær sem þurfa mikinn stuðning. Breiður yfir bakið og breiðir hlýrar. Misty Það skiptir máli að líða vel Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eftir að hafa lifað oghrærst í geimferðasög-unni síðustu ár ogkynnst nokkrum af þeim mönnum sem fóru til tunglsins á sínum tíma geri ég mér sífellt betur ljóst hve stórt hlutverk Ísland hafði í þessu ævintýri,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson á Húsavík. Nyrðra starfrækir hann Könn- unarsafnið – The Exploration Mu- seum – þar sem sögu geimferða og landkönnunar eru gerð skil. Hálf öld Um þessar mundir er hálf öld liðin frá ferð Apollo 11 til tunglsins, þegar Neil Armstong og Buzz Aldr- in stigu þar niður fæti fyrstir manna. Það var 20. júlí 1969. Þann sama mánaðardag nú, það er næst- komandi laugardagskvöld, verður í Bíó Paradís frumsýnd heimildar- myndin Af jörðu ertu kominn sem Örlygur vann með Rafnari Orra Gunnarssyni leikstjóra. Tónlist í myndinni er eftir Andra Frey Arn- arsson og Óskar Andra Ólafsson. Myndin, sem er 45 mínútna löng, verður sýnd í bíói og á RÚV á sama tíma og fjallar um tunglið í bókmenntum og sögum svo og ferð- ir manna þangað, en í aðdraganda þess komu geimfaraefnin í æfinga- ferðir til Íslands. Það var 1965 og 1967 og voru væntanlegir tungl- farar þá í Dyngjufjöllum. Skiluðu rannsóknirnar þar mikilvægri þekkingu sem nýttist vel á tunglinu, eins og segir frá í myndinni sem fer til sýninga víða erlendis á næstunni. Fúsir til frásagna „Saga tunglferðanna hefur heillað mig síðan ég var strákur. Þegar ég var að undirbúa stofnun könnunarsafnsins fannst býsna margt sem tengdist æfingum tunglfaranna hér á Íslandi; bæði munir og myndir. Frásagnirnar sem þessu tengjast eru líka marg- ar,“ segir Örlygur, sem hefur fengið í heimsókn til Íslands tunglfarana Charlie Duke og Harrison Schmitt. „Ísland stendur mjög nærri tunglförunum og er þeim kært, enda hafa þeir verið mjög fúsir til frásagna,“ segir Örlygur Hnefill. Hann fór á síðasta ári vestur til Bandaríkjanna og tók viðtöl við nokkra þessara manna; það er þá Schmitt og Duke sem fyrr eru nefndir og svo Bill Anders, Rusty Schweickart og Walter Cunn- ingham. Hann hafði einnig tal af Mark Armstrong, syni Neil Arm- strong. Sá er væntanlegur til Ís- lands í október næstkomandi, en þá verður haldin á Húsavík sérstök Landkönnunarhátíð – þar sem Apollo-ferðirnar eru í aðalhlut- verki. Áróðursstríð Við gerð myndarinnar Af jörðu ertu kominn hefur Örlygur Hnefill Örlygsson meðal annars notið stuðnings bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Að frumkvæði þess verða ýmsir munir tengdir æfingaferðum tunglfaraefnanna til sýnis við frum- sýningu myndarinnar í Bíó Paradís. „Ferðir Bandaríkjamanna til tunglsins á árunum 1969 til 1972 urðu alls sex og voru mikilvægar, meðal annars í áróðursstríði stór- veldanna. Þær urðu sömuleiðis til að stækka veröldina; tunglfararnir lýsa í myndinni hvernig heimsmynd þeirra breyttist eftir að þeir stóðu á mánanum og horfðu á jörðina í óra- fjarlægð. Á sama hátt hafa margir Íslendingar sagt mér hve stórkost- legt þeim þótti að fylgjast með fréttum af þessu; afreki sem átti rætur sínar á Íslandi og því er vert að halda til haga,“ segir Örlygur Hnefill að síðustu. Talar við tunglfara í sjónvarpsmynd Af jörðu ertu kominn. Menn á mánanum fyrir réttum 50 árum. Heillandi sögur úr himingeimnum og af ís- lenskum öræfum í nýrri heimildarmynd. Frum- sýning á RÚV og í Bíó Paradís næstkomandi laugardagskvöld. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kynnisför Charles Duke, sem fór til tunglsins í apríl 1972, á Íslandi árið 2017. Hér er hann við Höfða með eiginkonu sinni Dorothy Meade Claiborne. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Máninn Um þennan leyndardómsfulla hnött snýst allt málið. Tunglið er sí- breytilegt að sjá; stundum hálft og í rökkrinu er ljósvarp þess afar sterkt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsavík Örlygur Hnefill Örlygsson fyrir utan Könnunarsafnið, en þar er mynd úr æfingaferðum tunglfaranna til Íslands áberandi á húsveggnum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Myndasmiður Harrison Schmitt, sem fór til tunglsins í árslok 1972, á Þing- völlum fyrir nokkrum árum. Honum fannst upplifun að koma á flekaskilin. Jarðfræði og framtíðarskipan á ein- um helsta helgistað Íslendinga verða frásagnarefni Ara Trausta Guð- mundssonar, alþingismanns og for- manns Þingvallanefndar, sem fer fyr- ir fræðslugöngu um Þingvelli næstkomandi fimmtudagskvöld. Vikulega yfir sumarið eru slíkir at- burðir á dagskrá og er lagt upp frá geststofunni á Hakinu kl. 20. „360 gráðu fjallahringurinn á Þing- völlum er stórbrotinn – það er frá Henglinum að Búrfelli í Gríms- nesi í suðri. Frá Hakinu sjáum við tugi tinda. Einnig er vert að greina frá tilurð og lífríki Þingvallavatns, sem er um margt einstakt. Allt slíkt hefur vægi í því tilliti að Þingvellir eru á heimsminja- skrá, þótt staðurinn hafi fyrst og síð- ast komist þar á blað vegna sög- unnar,“ segir Ari Trausti sem er jarðvísindamaður að mennt. Sjö alþingismenn sitja í Þingvalla- nefnd, sem hefur með að gera stjórn og stefnumörkun í málefnum þjóð- garðsins. Að þingmenn skipi nefnd- ina helgast af þeim tengslum sem eru milli löggjafarsamkomunnar og helgi- staðarins Þingvalla. Af hálfu nefndarinnar hefur sú stefna verið samþykkt að nýjar bygg- ingar verði ekki reistar neðan Al- mannagjár. Stækkun þjóðgarðsins hefur verið rædd og einnig sumarbú- staðir í þjóðgarðinum. Unnið er að deiliskipulagi í umsjá þjóðgarðs- varðar og enn fremur atvinnustefnu á grunni nýtingar- og verndaráætlunar sem markar nýja uppbyggingu í heild í þjóðgarðinum. „Þetta eru allt mál sem taka lang- an tíma í vinnslu og Þingvallanefnd hefur ærin hlutverk,“ segir Ari Trausti. Hann telur líklegt að hlutverk nefndarinnar breytist verði Þjóð- garðastofnun sett á laggirnar, eins og nú er í undirbúningi. Ef af verður yrði hún meira ráðgefandi en kæmi líka að stefnumörkun í stóra samhenginu, í stað þess að þingmannanefnd hafi afskipti af fjölþættri starfsemi og framkvæmdum á Þingvöllum eins og nú. Frá þessu öllu verði þó betur greint í fimmtudagsgöngunni. Ari Trausti Guðmundsson með fræðslugöngu á Þingvöllum Ari Trausti Guðmundsson Formaðurinn segir frá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvallabær Horft af Hakinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.