Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Utanríkis-ráðherrarEvrópu- sambandsríkj- anna komu saman á mánudag og ræddu meðal annars stöðuna sem komin er upp í málefnum Írans og við Persaflóa. Komu ráðherrarnir af fundinum sammála um að enn væri hægt að bjarga samkomulag- inu sem gert var við Írani um kjarnorkumál árið 2015, þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn væri hætt að fylgja því og hefði sett á viðskiptaþvinga- nir að nýju, og að Íranar væru hættir að hlýða nokkr- um af helstu ákvæðum þess. Ákváðu ráðherrarnir því að ekki væri ástæða til að setja aftur viðskiptaþvinganir á Ír- an, heldur bíða og vona að stjórnvöld í Teheran sjái að sér. Afstaða Evrópuríkjanna er í besta falli óskhyggja og í versta falli sjálfsblekking. Hegðun íranskra stjórnvalda til þessa bendir alls ekki til að þar séu á ferðinni menn sem séu tilbúnir til að leita sátta, eða reiðubúnir að bíða eftir því að INSTEX-verkefnið, sem Evrópusambandið hefur sett á fót gagngert til þess að komast framhjá viðskipta- þvingunum Bandaríkja- manna, fari að skila þeim fjármagni. Sú aðgerð Evrópusam- bandsins bendir til þess, að þar á bæ vilji menn skella skuldinni af núverandi ástandi alfarið á Donald Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr samkomu- laginu. Vissulega má færa rök fyrir því að spennustig- ið væri tímabund- ið minna ef hann hefði ekki gert það og leyft Írönum að brjóta af sér áfram með tilraunum með eldflaugar, sem og með því að verja miklu af því fjár- magni sem afnám haftanna veitti þeim beint aftur í að- stoð við öfgaöfl vítt og breitt um Mið-Austurlönd. Með því hafa Íranar leynt og ljóst grafið undan stöðugleika í heimshlutanum, og voru byrj- aðir á því löngu áður en nú- verandi deila um kjarnorku- samninginn hófst. Tíma- bundin friðþæging er hins vegar ekki rétta leiðin gagn- vart hættulegum ríkjum á borð við Íran. Tilraun Írana í síðustu viku til þess að taka höndum breskt olíuflutningaskip, að því er virðist í hefndarskyni fyrir íranska olíuskipið sem var gripið í ólöglegum erinda- gjörðum við Gíbraltar, bendir heldur ekki til að þeir sem ráða ríkjum í Teheran séu í sáttahug. Hið sama má segja um þau tíðindi að fransk- íranskur prófessor hafi verið handtekinn um helgina fyrir njósnir. Hið jákvæða við þessi slæmu tíðindi er að vonandi fer að renna upp fyrir for- ystumönnum Evrópusam- bandsins hvers konar öfl er við að eiga innan Írans. Spurningin er hins vegar, hversu langt til viðbótar klerkastjórnin þarf að ganga áður en Evrópuríkin hætta að réttlæta framgöngu hennar. Friðþæging er ekki rétta leiðin gagnvart klerkastjórn Írans} Sýna sitt rétta eðli Morgunblaðiðsagði frá því í gær að umgengni erlendra ferða- manna hefði batn- að. Ekki veitti af. Frásagnir í fyrra af sóðaskap af því tagi sem telja hefði mátt óhugsandi voru tíðar en minna mun um slíkt í ár. Þó er það því miður ekki alveg orðið óþekkt og sjálfsagt má lengi gera ráð fyrir svörtum sauð- um í fjölmennum hópi ferða- manna. Að einhverju leyti kann þessi þróun að stafa af fækk- un ferðamanna og einnig af annarri samsetningu þeirra. Á það hefur löngum verið bent að æskilegra sé að fá hingað færri og að jafnaði betri ferðamenn en fleiri og að jafnaði verri. Ekki er ólíklegt að þróun ferðamanna á milli ára hafi verið í þeim anda eftir því sem land- ið höfðar tiltölulega meira til betur borgandi ferðamanna. Önnur skýring á bættri hegðun virðist vera bætt að- staða, sem er rökrétt. Ef sal- ernisaðstaða er í boði eru minni líkur á að fólk nýti sér náttúruna milliliðalaust. Af þessum sökum skiptir máli að landeigendur eigi þess kost að afla tekna af ferðamönnum og geti stýrt aðgangi að nátt- úru landsins. Aukin gjaldtaka á ferðamannastöðum getur því verið leið til að verja við- kvæma íslenska náttúru fyrir of miklu álagi. Ferðamenn ganga betur um í ár en í fyrra} Minni sóðaskapur S amfélagið var eitt flakandi sár eftir hrun. Börnin okkar og ungling- arnir tóku áföllin með sér út í lífið. Mörg þeirra búin að flytja marg- sinnis fyrir 12 ára afmælisdaginn. Það sem allt of margir gengu í gegnum á þessum tíma var vanlíðan, óöryggi, kvíði og ekkert heimilisfesti. Já, í boði velferðarstjórn- arinnar eftir hrun voru heilu og hálfu þjóð- félagshóparnir settir á vergang á meðan fjár- munum var forgangsraðað fyrir elítuna. Yfir 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín. Gjald- borg var reist utan um íslensk heimili eftir hrun á meðan skjaldborg var augljóslega reist utan um fjármagnsöflin. Frá þessum tíma hef- ur lífsviljinn vísvitandi verið kreistur úr þeim sem eiga undir högg að sækja og hafa ekki getað tekið þátt í gróskumikilli uppbyggingunni eftir hrun. Nei, sú gróska er bara fyrir suma eins og verkin sanna. Óeðlileg fjölgun öryrkja Hvað er það sem fær fjármálaráðherra til að tala um óeðlilega fjölgun öryrkja? Það er í raun óskiljanlegt að hægt sé loka augunum svona rækilega fyrir þeirri þjóð- félagsþróun sem hér hefur einmitt átt sér stað eftir hrun. Ekki bara börnin sem tóku áföllin með sér út í lífið eins og ég nefni hér að ofan heldur áframhaldandi valdníðsla stjórnvalda gagnvart öllum þeim sem eru hér að berjast fyrir tilverunni af veikum mætti. Það eru stjórnvöld sjálf sem eru að framleiða öryrkja og það er einnig í þeirra höndum að snúa blaðinu við. Öryrkjar lítilsvirtir Engir hafa þurft að þola annað eins og ver- ið eins niðurlægðir og lítilsvirtir eftir hrun og öryrkjar. Þeim er haldið hér langt undir fá- tæktarmörkum. Sú fátækt er skattlögð fullum fetum og þau látin taka þátt í því að fleyta þjóðarskútunni áfram. Þetta er slík þjóðar- skömm að mig skortir orð til að lýsa því. Þau ein hafa ekki fengið leiðréttingu á skerðing- unum sem þau máttu sæta í kjölfar hrunsins. Allir aðrir hafa fengið slíka leiðréttingu. Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn, kjörtímabil eft- ir kjörtímabil er níðst á okkar minnstu bræðrum og systrum og stjórnvöldum finnst það bara allt í fína lagi. Excel-skjalið frá OECD segir að hér hafi það allir alveg frá- bært. Ef þeir segja það, er það þá satt? Ég segi NEI, það er rangt. Hingað og ekki lengra Flokkur fólksins er nýbúinn að vinna risastórt dómsmál fyrir hönd aldraðra. Nú er komið að ör- yrkjum. Við segjum hingað og ekki lengra. Málið sem við erum að undirbúa nú fyrir hönd öryrkja er mjög umfangsmikið og ég trúi að þar muni réttlætið ekki síður ná fram að ganga. Við öryrkjar erum líka menn og eigum rétt á réttlæti til jafns við alla aðra. Inga Sæland Pistill Eftir hrun Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þór Magnússon, fyrrverandiþjóðminjavörður, hveturráðamenn þjóðkirkjunnarog presta og umráðamenn kirkna að huga vel að öryggi kirkna landsins og kirkjugripa. Í grein sem hann birti hér í Morgunblaðinu í gær segir hann að hvarvetna sé sú hætta að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Fréttir um glæpagengi sem fara um landið og fara inn á heimili fólks og ræna verða honum tilefni til að spyrja hvenær kirkjurnar verði fyrir barðinu á slíkum óheillalýð. Í kirkjum landsins sé mikið dýrmæti varðveitt, bæði í gripum til helgihalds og listaverkum gömlum og nýjum og fagurri listiðn. Í mörgum kirkjum séu forn og merk altarisáhöld, gamlir altarisstjakar og altaristöflur. Þá megi finna gamla og merka prédik- unarstóla, suma skorna og málaða af þekktum listamönnum fyrri alda, og enn eigi margar kirkjur forn og merk altarisklæði og messuklæði. Þór lætur þá skoðun í ljós að hvergi ætti að hafa uppi við í kirkjum gripi sem peningaverðmæti hafa og freistað gætu þjófa og eiginlega helgigripi ekki nema meðan notaðir séu, heldur geymdir sem öruggast. Hann segir að sumar gömlu kirkn- anna úti um landið séu vart mann- heldar, ekki síst þær sem friðaðar eru. Byggingargerðin sé einföld og frágangur á hurðum og gluggum ekki alls staðar traustur, enda sé reynt að breyta friðuðum kirkjum sem minnst frá því sem í öndverðu var. Þá séu ýmsir fornir kirkjustaðir í eyði, föst búseta engin þar lengur og kirkjurnar því án fasts eftirlits þótt þar sé geymt margt dýrmæti. Þór telur athugandi hvort söfn gætu séð um varðveislu dýrmætra kirkjugripa en þeir væru samt eign kirkjunnar. Hann lýkur grein sinni með þeim varnaðarorðum að ekki sé lengur í einfeldni hægt að treysta á heiðarleika fólks einvörðungu. „Trúin á ekki fastan sess í huga allra núorðið og sumum eru kirkjurnar lítt heilagir staðir lengur,“ skrifar hann. Engin miðstýring Oddur Einarsson, fram- kvæmdastjóri kirkjuráðs, segir að kirkjur landsins séu skráðar eignir viðkomandi sókna. Kirkjurnar eru vel á fjórða hundrað. Engin miðstýr- ing sé um það hvernig háttað sé brunavörnum og þjófavörnum, ef um slíkt er að ræða. Sóknir geta leitað eftir styrkjum til slíkra ráðstafana í jöfnunarsjóð kirkna, en fjárveitingar til hans eru þó verulega skertar sam- kvæmt ákvörðun Alþingis. Oddur þekkti ekki nema eitt dæmi um að umsókn hefði borist til að tryggja ör- yggi kirkju, en það var í kjölfar skemmdarverks sem unnið var á Akureyrarkirkju. Viðvörunarorð Þórs eru ekki ný af nálinni, hann hefur áður haft þau uppi og það hafa fleiri á vegum þjóð- minjavörslunnar gert. Það sjónarmið heyrist hins vegar innan kirkjunnar að verði hinir gömlu helgigripir fjar- lægðir og settir í söfn landsins missi kirkjurnar hluta af sál sinni. Þeir séu, ásamt altaristöflum, prédik- unarstólum og ýmsum útskurði einnig, helsta aðdráttarafl hinna gömlu kirkna. Þótt víða sé farið að læsa kirkjum eru margir þeirrar skoðunar að þær eigi ætíð að vera opnar sem skjól og griðastaður og helgur vett- vangur til bænastunda og íhug- unar utan við formlegt messuhald. Treysta verði fólki til að virða eignir kirkjunnar. Huga þarf að öryggi kirkna og kirkjugripa Kirkjubrunar hafa orðið hér á landi á öllum tímum. Þór Magn- ússon segir að á síðustu öld hafi að minnsta kosti sex kirkjur brunnið og talið sé að kveikt hafi verið í tveimur þeirra af ásetn- ingi. Í greininni rekur hann dæmi um kirkjugripi sem hafa glatast á seinni árum og hugsanlega verið stolið. Þannig hafi fyrir fáum ár- um verið stolið kaleik úr Skál- holtsdómkirkju, smíðuðum af þekktum íslenskum gullsmið í Kaupmannahöfn á 19. öld. Að auki hafi ýmsir gripir glat- ast úr kirkjum fyrir vangá eða af skiln- ingsleysi á menn- ingargildi þeirra. Þess má geta að fyrir nokkrum árum tókst Þjóðminjasafn- inu að hafa uppi á skírnarfati frá 17. öld sem horfið hafði úr Þing- vallakirkju. Öryggi kirkna ábótavant MENNINGARVERÐMÆTI Þór Magnússon Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kirkjur Á fjórða hundrað kirkjur eru hér á landi. Í mörgum þeirra eru dýrmætir gripir, sumir frá fyrri öldum, sem freistað geta óhlutvandra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.