Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
✝ Sr. Ólöf Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 23. októ-
ber 1927. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 10. júlí
2019.
Foreldrar Ólafar
voru þau Jófríður
Kristín Þórðardótt-
ir húsfreyja, f. 9.
ágúst 1890, d. 31.
janúar 1984, og
Ólafur Bergmann Erlingsson,
prentari og bókaútgefandi, f.
12. október 1898, d. 28. janúar
1973.
Systur hennar eru þær Krist-
ín, f. 19. janúar 1926, og Edda, f.
20. nóvember 1931.
Eiginmaður Ólafar var Svav-
ar Pálsson línumaður, f. 13. maí
1924, d. 18. júní 1968. Foreldrar
hans voru Guðný Magnúsdóttir
húsfreyja, f. 29. júní 1885, d.
Ólöf fæddist á Sölvhólsgötu
12 og fluttist fjögurra ára göm-
ul á Njálsgötu 76 og ólst þar
upp. Hún hóf skólagöngu sína í
Ísaksskóla (Grænuborg) og fór
þaðan í Austurbæjarskóla.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1947 og nam um tíma sál-
fræði og barnauppeldisfræði við
Námsflokka Reykjavíkur 1959-
62. Hún lauk kennaraprófi frá
KÍ 1969 og fékkst við kennslu í
Vogaskóla í Reykjavík um hríð
en var um árabil verslunarstjóri
Bókaverslunar Snæbjarnar
Jónssonar, Hafnarstræti.
Guðfræðiprófi lauk hún 1987;
nam einnig félagsráðgjöf um
tíma og öldrunarfræði. Hún var
vígð 3. júlí 1988 sem prestur á
hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Skjóli, en lét af störfum 1999.
Sr. Ólöf var einnig varamað-
ur og ritari í stjórn Prestafélags
Íslands 1996-98.
Útför Ólafar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 17. júlí
2019, klukkan 15.
19.4. 1965, og Páll
Stefánsson trésmið-
ur, f. 15. október
1886, d. 24.3. 1973.
Ólöf og Svavar
giftust 6. janúar
1957 og hófu bú-
skap í Efstasundi
95 í Reykjavík og
bjó Ólöf þar alla
tíð.
Synir þeirra eru:
1) Ólafur Berg-
mann, starfsmaður Isavia, f. 23.
júní 1957, maki hans er Esther
A. Óttarsdóttir, þau eiga þrjú
börn. 2) Stefán Sturla tollvörð-
ur, f. 14. mars 1961, eiginkona
hans er Inga Ingólfsdóttir, þau
eiga fjögur börn. 3) Pétur Gaut-
ur myndlistarmaður, f. 4. mars
1966, eiginkona hans er Berg-
lind Guðmundsdóttir, þau eiga
þrjú börn. Barnabarnabörnin
eru nú 10 talsins.
Í dag kveð ég ástríka móður
mína, sem varð ekkja aðeins 39
ára gömul. Þegar maður lítur yfir
farinn veg er margs að minnast,
en efst í huga mínum er þakklæti.
Móðir mín sagði mér frá draumi
sem hana dreymdi, eftir að hún
varð ekkja, sem var einhvernveg-
inn á þá leið, að hún gæti valið um
tvær leiðir í lífinu, glaum og gleði
eða Jesú Krist og hún valdi Jesú
Krist. Fyrir það er ég henni mjög
þakklátur. Eftir að pabbi dó, 1968,
lagði hún allt kapp á það að breyta
engu. Fötin hans voru áfram í
fataskápnum, við bjuggum áfram í
Efstasundinu, það breyttist eigi-
lega ekki neitt, fyrir það er ég
þakklátur, nema að pabbi kom
aldrei heim aftur. Hún lifði fyrir
strákana sína og kom þeim til
manns. Eftir að við vorum farnir
að heiman þá fyrst fór hún að
hugsa um sig. Fór í guðfræði og
tók vígslu sextug. Hún naut þess
að starfa sem prestur og hefði vilj-
að gera það miklu lengur, en varð
að hætta 71 árs, þrátt fyrir mikla
starfsorku. Mamma hugsaði
nefnilega alltaf vel um heilsuna.
Hún stundaði leikfimi í yfir 50 ár,
synti 1.000 metra þrisvar í viku og
gekk mikið þess á milli. Hún hafði
gaman af því að ferðast bæði inn-
anlands og utan. Mamma var allt-
af miðdepill í öllum veislum, hún
hafði svo gaman af að segja sögur,
alls konar sögur, af fólki, málefn-
um líðandi stundar, sögur úr Biblí-
unni, sögur af landi og þjóð og síð-
ast en ekki síst af afkomendum
sínum. Ég kveð móður mína með
þakklæti fyrir allt sem hún hefur
gert fyrir mig og mína og ég er
þess fullviss að pabbi og frelsarinn
Jesús Kristur hafa tekið vel á móti
henni. Þinn sonur,
Ólafur Bergmann.
Fallega sólin hennar mömmu
hefur hnigið til viðar í síðasta sinn,
langþráð hvíld er kærkomin, ekki
meiri verkir eða þjáningar, kallið
er komið. Ég sit við dánarbeð
móður minnar, held í lífvana sina-
bera hönd hennar, glugginn er op-
inn, fuglarnir syngja svo fallega,
það er eins og þeir séu að syngja
fyrir mömmu. Sorgin heltekur
mig, tárin streyma fram en samt
er ég innst inni glaður og sáttur,
áralöngu sorgarferli með móður
mína er lokið.
En móðir mín var hetja og mikil
fyrirmynd og ein sú stoltasta
manneskja sem ég hef kynnst á
lífsleiðinni. Hún lét engan valta yf-
ir sig og hafði ríka réttlætiskennd
og ruggaði bátnum ef með þurfti
eða bara sökkti honum. Eldklár,
góðum gáfum gædd, dugnaðurinn
og atorkan á við heilan her. Þetta
var móðir mín.
Það voru stoltir synir sem stóðu
við hlið móður sinnar á sólríkum
sumardegi 3. júlí 1988 á tröppum
Dómkirkjunnar. Tilefnið var að
mamma okkar var að vígjast sem
prestur elst íslenskra kvenna, þá
stóð mamma á sextugu. Hún hafði
farið seint í nám en fyrst ætlaði
hún að koma sonum sínum til
manns og mennta, sem hún gerði.
Fyrsta embættisverk hennar var
sama dag og hún tók vígslu, það
var að skíra sólargeislann sinn sex
mánaða sonarson sinn í höfuðið á
föður okkar. Þetta var dagurinn
hennar, mamma varla sleppti
barnabarninu úr fangi sér allt
kvöldið í veislunni sem hún hélt
fyrir fólkið sitt í samkomusal
Langholtskirkju. Mamma geislaði
af gleði, bikar hennar var barma-
fullur.
En lífið getur verið fallvalt,
slysin gera ekki boð á undan sér. Í
júní 1968 lést faðir okkar Svavar
Pálsson af slysförum. Þá breyttist
allt, líf okkar fór á hvolf og var
aldrei það sama og áður. Móðir
okkar stóð þá ein upp með þrjá
unga syni en hún átti húsið sem
hún byggði með pabba í Efsta-
sundinu af miklu harðfylgi og
dugnaði.
Aldrei máttum við bræður
hreyfa við trjánum, hvað þá
klippa þau, vegna þess að pabbi
gróðursetti þau á sínum tíma. Í
augum mömmu voru trén bara
heilög. Einu sinni sem oftar sát-
um við mæðginin í eldhúsinu og
drukkum laugardagsmorgun-
kaffið í ró og næði, ræddum um
lífið og tilveruna, þá sagði
mamma: „Stefán minn, það hélar
yfir sárin en þau gróa aldrei, ég
var reist upp af Jesú, hann tók í
hönd mína og leiddi mig á réttan
veg þegar ég var alveg við það að
bugast af sorg og söknuði.“
Mamma fékk vinnu sem sérþjón-
ustuprestur á dvalarheimilinu
Skjóli við Kleppsveg, þjónaði þar
gamla fólkinu vel og dyggilega.
Allar athafnir og ræður voru svo
fallegar og vel gerðar frá hennar
hendi að unun var á að hlusta. Ég
mun aldrei gleyma þeim stundum
þegar ég fór á aðfangadag með
börnin mín til að hlusta á mömmu
flytja jólaguðspjallið fyrir framan
fullan sal af skjólstæðingum sín-
um, þá fyrst voru jólin komin.
Mamma er búin að skíra og ferma
börn okkar hjóna, einnig hefur
hún skírt barnabörnin okkar með
góðri hjálp vinkonu sinnar, séra
Guðlaugar Helgu. Elsku mamma
mín, takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og fjölskyldu mína,
takk fyrir allan kærleik og ást til
okkar. Minning þín mun alltaf lifa
í hjörtum okkar.
Stefán S. Svavarsson.
Þá er sá dagur runninn upp að
mín ástkæra amma hefur kvatt
jarðneskt líf og haldið til æðri
heima. Hún var vel undirbúin fyr-
ir þessi vistaskipti með staðfasta
trú á Guð sinn og líf eftir dauðann.
Hún átti stóran þátt í því að móta
mig sem manneskju, kenndi mér
að þekkja eigin styrk, treysta á
sjálfan mig og skilja að þó lífið sé
ekki alltaf auðvelt þá skín sólin á
bak við skýin.
Við áttum góðar samveru-
stundir og ég hef alltaf verið mik-
ill ömmustrákur. Hún kenndi mér
margar bænir og sálma, og maður
mátti ekki fara að sofa fyrr en far-
ið var með faðirvorið. Hún skírði
og fermdi mig sem þykir heldur
óvenjulegt fyrir ömmuhlutverk
en sá heiður mun fylgja mér alla
ævi.
Hún amma hélt alltaf með tap-
liðinu í íþróttum vegna þess að
hún fann svo til með þeim. Það
lýsir hversu góðhjörtuð hún
amma var. Hún kenndi mér einn-
ig að halda ávallt í vonina, annars
væri öll von úti.
Amma fékk heilablóðfall árið
2010 og hafði undanfarið ár átt við
mikið heilsuleysi að etja en stutt
var í bros hennar.
Ég kveð ömmu með söknuði en
þakklæti fyrir allt. Hún og afi eru
loksins sameinuð á ný eftir 51 árs
aðskilnað.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum
er vorið hló við barnsins brá
og bjó það skarti af rósum.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta
hver saga forn er saga ný
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsson)
Þitt barnabarn,
Sindri Stefáns.
Þú kenndir okkur margt og snjallt,
amma, þú varst okkur allt.
Ég trúi að Svavar afi sé kominn til þín.
Ég sakna þín strax, elsku amma mín.
Það er erfitt að vera sterk og þurrka
tárin,
en það er sagt að tíminn lækni sárin.
Alltaf varstu flott klædd og fín,
þú varst eins og drottning, ég lít upp til
þín.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona
góða ömmu,
og börnin okkar fyrir langömmu.
Að lokum vil ég segja hér,
Guð verði með þér.
Þitt barnabarn,
Sara Stefánsdóttir.
Nú hefur Lóa frænka mín feng-
ið langþráða hvíld eftir erfið veik-
indi, háöldruð og södd lífdaga. Lóa
hefur alltaf verið hluti af mínu lífi
og á löngum tíma er margs að
minnast.
Sorgin bankaði snemma á
dyrnar þegar Lóa missti manninn
sinn sem ung kona. Þrátt fyrir
áfallið lét hún ekki staðar numið.
Með mikilli þrautseigju ól hún upp
drengina sína þrjá, sem oft reynd-
ust henni fyrirferðarmiklir. Hún
tók bílpróf og keypti sér bíl og
kom sér í gegnum kennaranám.
Um tíma starfaði hún við kennslu
en lengst af var hún við störf í
bókabúð fjölskyldunnar í miðbæ
Reykjavíkur.
Lóa var afar félagslynd og tók
þátt í ýmsu félagsstarfi, stundaði
leikfimi, sótti leiksýningar og aðra
listviðburði jöfnum höndum. Hún
hafði mikið yndi af ferðalögum
jafnt innan lands sem utan. Þegar
Lóa var á staðnum varð aldrei
vandræðaleg þögn því hún átti
auðvelt með að ræða við fólk um
allt milli himins og jarðar. Eftir að
Lóa varð ekkja fórum við stund-
um saman út að skemmta okkur
en við áttum ýmislegt sameigin-
legt, til dæmis vorum við samstiga
um fataval og keyptum stundum
eins föt. Eftir að hún hætti að geta
farið sjálf í verslunarleiðangra sá
ég um að kaupa á hana það sem ég
vissi að henni líkaði. Ég passaði
strákana oft fyrir hana þegar hún
þurfti þess með, bæði á kvöldin og
þegar hún fór í ferðalög en þá sá
ég um heimilið fyrir hana.
Það hefur alla tíð verið gott að
leita til Lóu. Hún lærði til prests á
efri árum og eftir vígslu hennar
þegar hún var sextug leitaði fjöl-
skyldan til hennar með ýmis mál-
efni tengd starfinu. Lóa var liðtæk
ræðumanneskja og textasmiður
og skrifaði hún ófáar ræðurnar í
gegnum tíðina. Þegar ég þurfti
sjálf að halda ræðu leitaði ég að-
stoðar hennar við skrifin og ekki
kom ég að tómum kofunum hjá
henni.
Sú hefð skapaðist í fjölskyld-
unni að fara í jólaboð til Lóu á jóla-
dag. Lóa lét sig ekki muna um að
snara fram veitingum fyrir stóra
fjölskyldu og taka jafnvel niður
rúmið sitt til að koma öllum fyrir.
Jólaboðin hennar sitja eftir sem
sæl minning í hugum margra kyn-
slóða fjölskyldumeðlima.
Aðra hefð hélt Lóa fast í um
áraraðir en það var sláturgerðin
sem ég tók þátt í með henni og vin-
konu hennar og dætrum. Það var
líf og fjör í kjallaranum í Efsta-
sundinu þegar sláturgerðin stóð
yfir. Þegar Lóa hætti að taka slát-
ur skrifaði hún uppskriftina niður
svo komandi kynslóðir gætu hald-
ið í hefðina.
Nú þegar Lóa hefur kvatt okk-
ur stendur eftir minning um
glæsilega og kraftmikla konu sem
þorði að vera hún sjálf og skaraði
fram úr í því sem hún einbeitti sér
að og tók ástfóstri við.
Ég mun geyma minningu
kærrar frænku minnar alla tíð.
Fríða.
Hún var dugnaðarforkur hún
Ólöf. Tæplega 55 ára ekkja, móðir
þriggja pilta, bóksali, kennari o.fl.
hóf hún guðfræðinám haustið 1982
og vann um leið í Bókaverslun
Snæbjarnar í Hafnarstræti. Við
vorum um 12 talsins, góður læri-
sveinahópur á ýmsum aldri, sem
hófum nám þetta haust og ríkti
gott andrúmsloft. Auk þess eign-
uðumst við stóran, góðan vinahóp í
um það bil 40 eldri guðfræði-
nemum. Það var gott að hafa
Ólöfu með í hópnum, lífsreynda og
drífandi konu, sem hafði tekist á
við sorgir og öldugang lífsins.
Ólöf lagði sig alla fram í náminu
og þrátt fyrir vinnu með námi
tókst henni að ljúka mörgum
áföngum fyrsta árið. Þá horfðist
hún í augu við það, að ef hún héldi
áfram vinnu, mundi hún ekki geta
verið samferða okkur hinum og þá
missa af því samstarfi sem við
höfðum skapað okkur. Hún hætti
því vinnu og tók námslán og lauk
náminu á tilsettum tíma. Þetta
voru dýrmæt 5 ár sem við áttum
saman, mikil samvinna og mikil
gleði.
Svo urðu vatnaskil, þegar námi
lauk. Upphaflega sagði Ólöf okkur
að hún ætlaði bara að stunda guð-
fræðina sér til uppörvunar og
sálubóta, en fljótlega heltók námið
hana svo að hana fór að langa til að
verða prestur. Hún vígðist sum-
arið 1988 til prestsstarfa á Hjúkr-
unarheimilinu Eir, en ég vígðist í
janúar sama ár sem farprestur til
að leysa af á Blönduósi um tíma og
hef verið á landsbyggðinni síðan.
Þar með vorum við tjóðraðar í
ábyrgðarstörfum sín í hvorum
landshluta og áttum óhægt með að
hittast oft. En árin 5 í deildinni
sátu eftir sem perlur í lífinu.
Ólöf var lánsöm, hafði lengi
góða heilsu og fékk að starfa
nokkur ár fram yfir sjötugt. Síð-
ustu æviárin reyndust þó erfið,
þegar hún gat ekki lengur annast
sjálfa sig heima en dvaldi á Hrafn-
istu í Reykjavík. Þegar ég var á
ferð fyrir sunnan og hafði tæki-
færi til að líta til hennar, þekkti
hún mig ekki alltaf.
Lífið er dýrmætt – og því lýkur
með þeim hætti sem við þekkjum
ekki. En við megum fela það allt í
hendur hins almáttuga Drottins
og þakka fyrir lífið – og dauðann.
Guð blessi minningu Ólafar
Ólafsdóttur.
Guð blessi synina, Ólaf, Stefán
og Pétur Gaut og fjölskyldur
þeirra.
„Þökkum Drottni, því að hann er góður
og miskunn hans varir að eilífu.“
Stína Gísladóttir.
Séra Ólöf Ólafsdóttir var glæsi-
leg kona og glæsilegur kvenprest-
ur, ein af þeim fyrri, nákvæmlega
hin þrettánda í röð vígðra kvenna.
Hún var fyrsta konan til að taka
þátt í starfi Félags fyrrum þjón-
andi presta og var brátt kosin rit-
ari félagsins. Mánaðarlega, allan
ársins hring, sjá félagsmenn um
guðsþjónustur á Grund og er
haldinn fundur á eftir. Þar naut sr.
Ólöf sín til fulls, ritaði ítarlegar og
vandaðar fundargerðir og las þær
upp svo fallega að tilhlökkun var
að fá að hlusta.
Ég kynntist sr. Ólöfu fyrst á
miðjum aldri eftir að hún var orðin
starfandi prestur. Þó voru menn-
irnir okkar bræðrasynir, en Svav-
ar Pálsson maður hennar lést ung-
ur. Bundumst við Ágúst minn
henni tryggðaböndum og var sr.
Ólöf áhugasöm um fræðirit hans.
Hún hvatti hann til dáða og svo
kom að hvatning frá henni varð til
þess að við hjónin ásamt Önnu
Sigurkarlsdóttur gerðum alvöru
úr að koma skrifum og viðtölum
við prestkonur á bækur: Öll þau
klukknaköll. Hún sagði einfald-
lega: Þá verður næsta bók auðvit-
að um prestkonurnar og þannig
varð það.
Öll söknuðum við hennar úr
hópi eldri presta og maka eftir að
áfallið mikla reið yfir. En áður
hafði hún haldið stórkostlegt átt-
ræðisafmæli í sjálfu Iðnó, bauð
þangað vinum sínum og sam-
starfsmönnum, fullu húsi glaðra
gesta, og sló auðvitað sjálf í gegn
eins og vant var.
Ég þakka sr. Ólöfu Ólafsdóttur
samfylgdina og dýrmætu minn-
ingarnar og bið afkomendum
hennar blessunar Guðs.
Guðrún L. Ásgeirsdóttir.
Við Ólöf Ólafsdóttir vorum í
hópi 16 stúdenta sem hófu nám í
guðfræðideild Háskóla Íslands
haustið 1982. Ólöf var aldursfor-
setinn í þessum hópi. Næstu fimm
árin áttum við ánægjulega tíma í
guðfræðideildinni og útskrifuð-
umst vorið 1987.
Ólöf var einstaklega þægileg og
elskuleg í öllum samskiptum. Hún
var mjög hjálpsöm og aldrei fund-
um við fyrir aldursmuninum þótt
hann væri allt að 35 ár í sumum til-
fellum. Ólöf var mjög góður náms-
maður og ræðurnar hennar voru
framúrskarandi. Lífsreynsla
hennar og yfirsýn komu vel í ljós í
ræðunum.
Ég man eftir eiginmanni henn-
ar, Svavari Pálssyni rafvirkja, en
hann lést af slysförum árið 1968.
Hann var mikill öðlingur og var
vinur föður míns. Ég man eftir
bláa Willys-jeppanum sem þau
hjónin áttu og heimsóknum Svav-
ars og sona þeirra á laugardags-
morgnum á æskuheimili mitt.
Ég vil þakka Ólöfu fyrir tímann
í guðfræðideildinni. Það var alltaf
ánægjulegt að hitta hana við hin
margvíslegustu tækifæri. Áttræð-
isafmælið hennar er minnisstætt.
Hún ljómaði af gleði og hamingju
við þau tímamót.
Ég sendi sonum hennar og af-
komendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Bjarni Þór Bjarnason.
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Ég lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, minn draum og nótt.
(Sigurbjörn Einarsson)
Elsku hjartans vinkona okkar,
sr. Ólöf Ólafsdóttir, er látin. Á
kveðjustundu bærast blendnar til-
finningar innra með okkur; djúpur
söknuður eftir yndislegri sam-
ferðakonu í gegnum stóran hluta
lífs okkar, þakklæti fyrir allt það
sem hún var okkur, en um leið
léttir að hún hafi loksins fengið
hvíldina hjá Guði eftir veikindi hin
síðari ár.
Leiðir okkar þriggja lágu sam-
an árið 1982 er við hófum nám við
guðfræðideild Háskóla Íslands.
Ólöf, þá að verða 55 ára gömul,
hafði ákveðið að láta langþráðan
draum um guðfræðinám rætast
og við stöllurnar á fyrsta ári í há-
skólanámi að loknu stúdentsprófi.
Kynslóðamunur kom þó ekki í veg
fyrir að á þessum árum var lagður
grunnur að dýrmætri vináttu sem
aldrei bar skugga á.
Minningar frá samverustund-
um okkar vinkvennanna eru óend-
anlega margar, bæði heima og að
heiman. Við minnumst þó sérstak-
lega allra góðu stundanna á fal-
lega heimilinu hennar í Efsta-
sundinu. Þar tók Ólöf á móti okkur
með gleði sinni og hlýju og dásam-
legum veitingum. Áttum við lif-
andi samræður um lífið og til-
veruna; menningu, listir og pólitík,
að ógleymdri guðfræðinni sem
sameinaði okkur allar. Við rædd-
um líka móðurhlutverkið og fund-
um ætíð fyrir einlægum áhuga
Ólafar á lífi og velferð barna okkar
Ólöf Ólafsdóttir
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ALBERT ÍSLEIFSSON,
lést þriðjudaginn 9. júlí.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 19. júlí klukkan 13.
Ísleifur Ástþórsson Sigrún Ólöf Sigurðardóttir
Ástþór Eydal Ísleifsson
Ingþór Sigurður Ísleifsson
Bjarki Ísleifsson
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
fráfall móður okkar og tengdamóður,
EVU H. RAGNARSDÓTTUR.
Greta Önundardóttir Páll Halldórsson
Ásgeir Önundarson Riszikiyah Hasansdóttir
Ragnar Önundarson Áslaug Þorgeirsdóttir
Páll Torfi Önundarson Kristín Hanna Hannesdóttir