Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 22

Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Kjartan Róbertsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Þú gætir dottið í lukkupottinn fljótlega. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur lengi verið í vandræðum með ákveðin mál, en nærð nú tökum á þeim og tekst að snúa þróuninni þér í hag. Afslöppuð hegðun þínu breytir óvin- um í vini. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð og reyndu að leiða átök í fjölskyld- unni sem mest hjá þér. Einhver daðrar við þig eins og enginn sé morgundagurinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fáðu heimilisfólkið með þér í heilsuátakið sem þú ert komin/n í. Leystu litlu vandamálin á meðan þau eru enn lítil. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver færir þér hugsanlega gjöf í dag sem gerir þér kleift að sækja nám- skeið eða setjast aftur á skólabekk. Fjöl- skyldumeðlimur kemur þér á óvart. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er létt yfir þér og þú skemmtir þér vel í vinnunni. Gerðu eitthvað eitt öðruvísi en venjulega og lengdu listann svo kerfisbundið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú mátt búast við truflunum í dag. Reyndu að skapa góðar minningar með fjölskyldunni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er líklegt að þú lendir í deilum við maka þinn. Gerðu fjárhags- áætlun og farðu eftir henni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er allt í lagi að þú felir öðrum forystuna meðan þú ert að átta þig á hlutunum. Vertu ekki afundin/n þótt aðrir reyni að hjálpa þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Tvítékkaðu alla hluti, sem þú lætur frá þér fara í dag. Sinntu bara þínu og varastu að dragast inn í deilur manna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Minnkaðu skuldirnar, endur- greiddu lán, skilaðu því sem þú hefur fengið að láni og kannaðu hverjir skulda þér. Það er gott að gera hreint fyrir sínum dyrum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til þess að fela allar sínar tilfinningar. Brynjaðu þig fyrir umhverfinu og skoðaðu vandlega hvað er þér fyrir bestu í stöðunni. um viðkvæma hagi fólks var að ræða. Kynntist þannig innviðum samfélags- ins náið, jafnvel í efstu lögum, svo ég noti líkingamál úr eigin fagi.“ Auk þess að skrifa vísindagreinar og að halda erindi á þingum, heima og erlendis, hefur Ingi nokkrum sinnum tekið þátt í gerð fræðsluþátta í sjón- varpi og verið ráðgjafi við gerð jarð- fræðisýninga fyrir almenning. Hann var í stjórn Fjalakattarins, kvik- myndaklúbbs framhaldsskólanna á menntaskólaárum. Hann sat í stjórn Vísindafélags Íslendinga og Orlofs- sjóðs Bandalags háskólamanna í hugðarefnum á þessu fræðasviði og vona að vit sé í því sem ég hef skrifað. Allavega er mikið vitnað í hverja grein yfirleitt, sem hefur komið út. Ég þakka fyrrverandi tæknimönnum Raunvísindastofnunar Háskólans, Runólfi Valdimarssyni og Hauki Brynjólfssyni, margvíslega hjálp árum saman og jarðefnafræðingnum Níelsi Óskarsyni, sem endalaust hvatti til dáða. Páll Skúlason heimspekingur bað starfsmenn Háskólans um að taka beinan þátt í samfélagsmálum. Ég tók hann á orðinu sem aðgerðasinni op- inberlega og á bak við tjöldin, þegar I ngi Þorleifur Bjarnason fæddist 17. júlí 1959 í Reykjavík og ólst upp á Hög- unum í Vesturbænum. Ingi var sendur í sveit í fjögur sumur til Elsu Þórólfsdóttur í Arnar- bæli á Fellsströnd í Dalasýslu, fyrst á níunda ári. „Allir búskaparhættir voru þar með gamla laginu, hand- mjólkað, engin rafveita, en þegar haustaði var kveikt á olíulömpum, eða ljósavélin sett í gang með miklum gauragangi.“ Ingi gekk í skólana Landakot, Melaskóla og Hagaskóla og tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Sveitadvölin og Hamra- hlíðarskólinn lögðu grunninn að and- legu sjálfstæði – að fylgja sínum innra straumi, hvert sem er í heim- inum.“ Ingi tók B.Sc.-gráðu í jarðeðl- isfræði við Háskólann í Edinborg í Skotlandi, M.S.-gráðu frá Háskól- anum í Utah, Salt Lake City í Banda- ríkjunum, og loks doktorspróf frá Columbia-háskóla í New York-borg árið 1992. „Í tvö ár var ég nýdoktor við Carnegie-stofnunina í Wash- ington DC og rannsakaði þá möttul- strókinn undir Íslandi, „eldhjarta Íslands“.“ Síðan fluttist Ingi til Íslands í rann- sóknarstarf við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hélt þar áfram rannsóknum á möttul- stróknum og heita reitnum svokall- aða, þ.e.a.s. athugun á innri gerð jarð- skorpunnar og möttulsins undir Íslandi. Þessi vinna fæst við grein- ingu á því hvernig jarðskjálftabylgjur eða bylgjur frá sprengingum berast í gegnum jarðefnin. Ingi rannsakar núna, með rannsóknarhópi sem hann stýrir, hvort hægt sé að finna forboða fyrir stóra jarðskjálfta á Suðurlandi, með því að leita að breytingum á eiginleikum jarðskorpunnar fyrir skjálftana árið 2000. Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði Íslands. „Ennþá skortir margt í grunn- skilningi okkar á jarðfræði Íslands. Enginn getur skýrt að mínum dómi ástæðuna fyrir virku eldfjallasvæði eftir endurlöngu Snæfellsnesi, sem er ekki lítill jarðfræðilegur strúktúr. Ég þakka Háskóla Íslands fyrir frelsið sem hann hefur gefið mér til að sinna mörg ár, auk Félags háskólakennara í skemmri tíma. Ingi fékk verðlaun fyrir að deila hæstu aðaleinkunn með tveimur nemendum í landsprófi í Hagaskól- anum árið 1975 og einnig viðurkenn- ingu árið 1992 frá jarðvísindadeild Columbia-háskóla fyrir framúrskar- andi árangur í doktorsnámi. „Ég hef alltaf verið hissa þegar ég hef fengið verðlaun eða viðurkenningu, núna síðast að Morgunblaðið vill birta grein í tilefni afmælisins.“ Áhugamál Inga eru margvísleg. „Menning og hættir þjóða og ferðalög til óvenjulegra staða, viðgerðir á gömlum bílum, ljósmyndun og sil- ungsveiði, en ég hef því miður komist lítið í hana síðustu árin vegna anna.“ Fjölskylda Fyrrverandi eiginkona Inga er Guðríður Ásgeirsdóttir, f. 11.6. 1960, iðnaðarverkfræðingur. Fyrrverandi sambýliskona Inga er Birgit Ruff, f. 26.3. 1964, arkitekt. Börn Inga eru 1) Ásgeir Bjarna- son, sonur Guðríðar Ásgeirsdóttur, f. 24.4. 1988, tölvunarfræðingur í Reykjavík. Maki: Ásta Bjarnadóttir, sálfræðingur. Dóttir þeirra er Ingi- björg María Bjarnason, f. 19.7. 2018. Þau eru búsett í Reykjavík; 2) Finnur Breki Bjarnason, sonur Svölu Sig- valdadóttur deildarstjóra, f. 25.9. 2002, menntaskólanemi í Reykjavík. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðeðlisfræðingur og rannsóknarprófessor við HÍ – 60 ára Eldri sonurinn Ingi ásamt eldri syni sínum, Ásgeiri, og Ástu, sambýliskonu Ásgeirs, og barni þeirra, Ingibjörgu Maríu. Rannsakaði eldhjarta Íslands Yngri sonurinn Finnur Breki. Eldhjartað Líkan sem er í Lava Center á Hvolsvelli. 40 ára Kjartan fædd- ist á Ísafirði og ólst upp á Akureyri og í Norðurhlíð í Aðaldal. Hann hefur búið á Egilsstöðum í átta ár. Hann er húsasmiður frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri og byggingafræðingur frá Horsens í Danmörku og er yfirmaður eignasjóðs Fljótsdalshéraðs. Maki: Elsa Guðný Björgvinsdóttir, f. 1984, safnstjóri Minjasafns Austurlands. Börn: Linda Elín, f. 1998, Jóhann Smári, f. 2010, og Sigrún Heiða, f. 2013. Foreldrar: Róbert Róbertsson, f. 1956, sjómaður í Færeyjum, og Elín Kjartans- dóttir, f. 1956, handverkskona í Norðurhlíð. Snædís Ragnarsdóttir Til hamingju með daginn Sara Elía Jóhönnudóttir safnaði 26.000 kr. sem hún afhenti Rauða krossinum í Vestmannaeyjum að gjöf. Rauði krossinn þakkar Söru kærlega fyrir þetta frábæra framlag. Hlutavelta 30 ára Snædís ólst upp á Seltjarnarnesi en hefur búið í Kópa- vogi í fimm ár. Hún er með BSc- og meist- aragráðu í lífeinda- fræði við Háskóla Ís- lands og er í doktors- námi í líf- og læknavísindum við HÍ. Hún keppti tvisvar sinnum á Íslands- mótinu í módelfitness. Maki: Viktor Kristmannsson, f. 1984, landsliðsþjálfari karla í fimleikum ásamt bróður sínum Róberti. Dóttir: Viktoría Stella, f. 2016. Foreldrar: Ragnar Karlsson, f. 1956, og Karen Rögnvaldsdóttir, f. 1957. Þau eru eigendur fyrirtækisins Vélar ehf. og eru búsett á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.