Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 24
9. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Staða KR-inga á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta styrktist enn frekar þegar níundu umferð deildarinnar lauk í fyrrakvöld, enda þótt þeir hefðu ekki verið meðal þátttakenda í þeim fjórum leikjum umferðar- innar sem leiknir voru á sunnudag og mánudag. Skagamenn nýttu ekki tækifæri til að saxa á forskot Vesturbæinga og eru átta stigum á eftir þeim í þriðja sætinu eftir jafntefli í Grinda- vík, 1:1. Fallbaráttan er hins vegar komin í enn meiri hnút eftir sigur HK á KA, 2:1, og jafnteflisleikina tvo í fyrrakvöld. KA er dottið niður í fall- sæti eftir fjögur töp í röð, nokkuð sem fáir sáu í spilunum fyrir örfáum vikum, og Grindavík og Víkingur sitja í níunda og tíunda sætinu. Eyjamenn eru njörvaðir við botninn sem fyrr og þurfa orðið þriggja leikja sigurgöngu, bara til að koma sér þaðan. ÍBV er á leið í tvo úti- leiki, gegn Fylki og Grindavík, og ef hvorugur vinnst verður staða liðsins orðin frekar vonlítil. Umferðin stóð yfir í mánuð Níundu umferðinni lauk loks í fyrrakvöld, tæpum mánuði eftir að hún hófst þann 18. júní. Liðin sem eru að leika í Evrópukeppninni þessa dagana mættust innbyrðis 18. og 19. júní þegar Breiðablik vann 3:1 útisigur á Stjörnunni og KR lagði Val, 3:2, í spennutrylli í Vesturbænum. Lið 9. umferðar er að sjálfsögðu valið úr öllum sex leikjunum. Alex Freyr Hilmarsson, miðjumaður KR, fékk 2 M fyrir frammistöðuna gegn Val og er því í liði umferðarinnar, en hann er því miður úr leik fram á næsta ár eftir að hafa slitið krossband í hné tólf dögum seinna, þegar KR mætti Breiðabliki. Sá besti leikjahæstur í Fjölni  Þórður Ingason, markvörður Víkings, var besti leikmaður 9. um- ferðar að mati Morgunblaðsins. Hann fékk 2 M fyrir frammistöðuna í jafnteflinu, 1:1, gegn Fylki í fyrra- kvöld þar sem hann varði m.a. tvisv- ar frá Geoffrey Castillion úr dauða- færum Árbæinga. Þórður, sem er 31 árs gamall, kom til Víkings frá uppeldisfélagi sínu Fjölni fyrir þetta tímabil en hann er leikjahæsti Fjölnismaður- inn í efstu deild með 132 leiki fyrir félagið. Þórður var varamarkvörður KR tímabilið 2010 og lék þá tvo leiki í deildinni og varði síðan mark BÍ/ Bolungarvíkur í 1. deild í tvö ár en hefur annars spilað allan sinn feril með Fjölni. Hann varði mark yngri landsliða Íslands á sínum tíma og spilaði þá samtals 17 leiki fyrir U17, U19 og U21 árs landsliðin. Tvítugur með mikla reynslu  Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK, var besti ungi leik- maðurinn í 9. umferð að mati Morg- unblaðsins. Birkir er tvítugur og hefur leikið með HK upp alla flokka. Hann hefur leikið ellefu af tólf leikj- um HK í deildinni í ár, alla í byrj- unarliðinu, og skorað eitt mark. Birkir kom 16 ára inn í meistara- flokk HK sumarið 2015 og hefur átt fast sæti í liðinu síðan. Hann hefur þegar spilað yfir 100 mótsleiki fyrir Kópavogsliðið. Þá á Birkir að baki 27 leiki með yngri landsliðum Ís- lands, þar af tvo með 21-árs lands- liðinu þar sem hann er gjaldgengur út næsta ár. Lennon í sögubækur FH  Steven Lennon skoraði bæði mörk FH í 2:1 sigrinum í Vest- mannaeyjum á laugardaginn og með seinna markinu varð hann fimmti FH-ingurinn til að skora 50 mörk fyrir félagið í efstu deild. Á undan honum eru Atli Viðar Björnsson (113), Hörður Magnússon (84), Atli Guðnason (65) og Tryggvi Guð- mundsson (51). Lennon er markahæsti erlendi leikmaðurinn í deildinni frá upphafi, er nú kominn með 63 mörk fyrir FH og Fram. Hann er kominn upp í 25. sætið á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar frá upphafi og hefur klifrað upp um sjö sæti á þessu tímabili.  Atli Guðnason, samherji Lennons, er orðinn 6.-7. leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en hann lék sinn 267. leik í Eyjum og náði þar með Keflvíkingnum Sigurði Björgvinssyni á leikjalist- anum.  Gary Martin skoraði fyrir fimmta félag sitt í efstu deild þegar hann minnkaði muninn fyrir ÍBV gegn FH. Hann hafði áður skorað fyrir ÍA, KR, Víking R. og Val. Þeir Andri Marteinsson og Arnar Gunn- laugsson hafa áður skorað fyrir fimm félög í deildinni.  Þrettánda umferðin er á dag- skrá um næstu helgi þegar fimm leikir fara fram á sunnudegi, Fylkir – ÍBV, Breiðablik – Grindavík, KA – ÍA, KR – Stjarnan og Víkingur – Valur en HK og FH mætast á mánudagskvöldinu. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Óskar Örn Hauksson, KR 11 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 10 Ólafur Karl Finsen, Val 9 Aron Bjarnason, Breiðabliki 9 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 9 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 9 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 9 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 8 Guðmundur Kristjánsson, FH 8 Marcus Johansson, ÍA 8 Damir Muminovic, Breiðabliki 8 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 8 Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 7 Ásgeir Marteinsson, HK 7 Björn Berg Bryde, HK 7 Brandur Olsen, FH 7 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 7 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 7 Marc McAusland, Grindavík 7 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 8 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 6 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6 Ólafur Karl Finsen, Val 5 Steven Lennon, FH 5 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 5 Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Pálmi Rafn Pálmason, KR 5 Markahæstir KR 66 Breiðablik 59 ÍA 58 HK 57 Stjarnan 56 Fylkir 55 Valur 54 FH 53 KA 53 Víkingur R. 52 Grindavík 49 ÍBV 36 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 9. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 3-4-3 Þórður Ingason Víkingi Alex Freyr Hilmarsson KR Aron Bjarnason Breiðabliki Guðjón Pétur Lýðsson Breiðabliki Ásgeir Marteinsson HK Ólafur Ingi Skúlason Fylki Tobias Thomsen KR Birkir Valur Jónsson HK Guðmann Þórisson FH Steven Lennon FH Marc McAusland Grindavík Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 7 Víðir Þorvarðarson, ÍBV 7 2 3 4 2 2 2 Sviptingar í botnbaráttu  Staða KR styrktist þótt liðið léki ekki  KA dottið niður í fallsæti þar sem bar- áttan er jöfn  Þórður bestur í 9. umferðinni  Birkir besti ungi leikmaðurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Bestur Þórður Ingason varði vel fyrir Víking gegn Fylki. Morgunblaðið/Hari Ungur Birkir Valur Jónsson er í stóru hlutverki hjá nýliðum HK. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is  Miðjumaðurinn Daníel Hafsteins- son, leikmaður KA í knattspyrnu, hefur fengið leyfi til þess að ræða um kaup og kjör við sænska félagið Helsingborg. KA-menn tilkynntu í gær að þeir hefðu náð samkomulagi um kaup sænska félagsins á Daníel, sem verður tvítugur síðar á árinu og hefur komið við sögu í öllum leikjum KA á tímabilinu. Hann er fastamaður í U21 árs landsliðinu og var valinn efnilegasti leikmaður KA-liðsins í fyrra.  Kvennalið Stjörnunnar í hand- knattleik hefur gengið frá samn- ingum við þrjá leikmenn fyrir kom- andi tímabil. Hin fertuga Hanna Guðrún Stefánsdóttir mun spila sitt 24. tímabil í efstu deild, Sólveig Lára Kjærnested snýr aftur eftir barneign- arfrí og þá kemur Elena Birgisdóttir aftur til Stjörnunnar eftir að hafa leikið í Noregi síðasta vetur.  Kylfingurinn Guðrún Brá Björg- vinsdóttir tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Hún hafnaði þá í 9. sæti á úrtökumóti á Englandi þar sem 28 efstu kylfing- arnir tryggðu sér þátttökurétt á lokaúrtök- umótinu sem er haldið 29. júlí. Sjálft Opna breska meistaramótið fer fram dagana 1.-4. ágúst og er eitt af risamótunum fimm. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.