Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR
Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola.
Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð.
HANDBOLTI
HM U21 karla
Leikið á Spáni:
A-riðill:
Slóvenía – Túnis.................................... 32:25
Serbía – Japan ...................................... 21:19
Spánn – Bandaríkin.............................. 34:13
B-riðill:
Egyptaland – Ástralía.......................... 44:17
Frakkland – Nígería ............................ 48:19
Svíþjóð – Suður-Kórea......................... 34:28
C-riðill:
Ungverjaland – Barein ........................ 34:30
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar Bar-
ein.
Króatía – Kósóvó .................................. 23:17
Portúgal – Brasilía ............................... 30:35
D-riðill:
Ísland – Síle........................................... 26:19
Noregur – Danmörk ............................ 31:32
Þýskaland – Argentína ........................ 43:25
Ísland mætir Argentínu í annarri umferð
riðlakeppninnar í dag.
Helena Ólafsdóttir er hætt sem
þjálfari kvennaliðs ÍA sem leikur í 1.
deild kvenna í knattspyrnu. Aðstoðar-
þjálfarinn Aníta Lísa Svansdóttir ósk-
aði einnig eftir því að hætta. Þær voru á
þriðja tímabili sínu með liðið, en það er
nú um miðja deild og tapaði á heima-
velli fyrir Augnabliki í fyrrakvöld. Helena
hefur víðtæka reynslu af knattspyrnu
og hefur bæði spilað með og þjálfað A-
landslið kvenna svo eitthvað sé nefnt.
Heimir Guðjónsson og lærisveinar
hans í færeyska knattspyrnuliðinu HB,
sem Brynjar Hlöðversson leikur með,
eru úr leik í 1. umferð forkeppni Meist-
aradeildar Evrópu eftir samanlagt 5:2-
tap fyrir HJK frá Finnlandi. HB fer nú í
2. umferð undankeppni Evrópudeildar-
innar og fær að vita í kvöld hvort mót-
herjinn þar verður Rosenborg frá Nor-
egi eða Linfield frá Norður-Írlandi.
Eitt
ogannað
KÓPAVOGUR/
VESTURBÆR
Bjarni Helgason
Jóhann Ingi Hafþórsson
Breiðablik lék á als oddi þegar liðið
fékk ÍBV í heimsókn í tíundu umferð
úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildarinnar, á Kópavogs-
völl í gær. Leiknum lauk með 9:2-
sigri Breiðabliks, sem er nú jafnt Val
að stigum á toppi deildarinnar, en
stórsigur Blika gerði það að verkum
að nú munar aðeins tveimur mörkum
á liðunum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
skoraði þrennu fyrir Blika og þá
skoruðu þær Agla María Alberts-
dóttir og Alexandra Jóhannsdóttir
tvö mörk hvor. Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunn-
laugsdóttir skoruðu svo sitt markið
hvor en hjá ÍBV voru það þær Emma
Kelly og Cloé Lacasse sem skoruðu
mörkin.
Það var eins og það hefði losnað
um einhverja stíflu í liði Blika því lið-
ið sótti án afláts, allan leikinn. Mörk-
in hefðu hæglega getað orðið þrjátíu
talsins, svo mörg voru dauðafærin.
Liðinu gekk illa að nýta færin sín
framan af sumri en í gær fór allt inn í
fyrri hálfleik. Það var augljóst að liðið
ætlaði sér að brúa bilið á Val og það
kom niður á varnarleiknum eftir hlé.
Eyjakonur byrjuðu leikinn ágæt-
lega en síðan ekki söguna meir. Eftir
fyrsta mark Blika gjörsamlega
hrundi leikur liðsins og leikmenn
ÍBV virkuðu eins og þær væru ný-
komnar af Þjóðhátíð í leiknum. Þær
voru hægfara, gátu ekki komið bolt-
anum á samherja og illa staðsettar í
þokkabót. Heilt yfir var frammistaða
liðsins til skammar og þær geta
þakkað ósparkvissum Blikum fyrir
að tapið reyndist ekki stærra.
Blikastúlkur virðast vera búnar að
finna taktinn og þjálfarateymi liðsins
virðist loksins hafa áttað sig á því að
deildin gæti ráðist á markamuninum
einum saman. Spilamennska Eyja-
stúlkna heldur áfram að versna og ef
liðið rífur sig ekki upp á afturend-
anum gæti það vel farið niður um
deild í haust. bjarnih@mbl.is
Gleðin ræður ríkjum hjá Rögnu
KR fór upp um þrjú sæti og í það
fimmta með 4:2-sigri á botnliði HK/
Víkings á heimavelli. Allt annað er að
sjá til KR-liðsins eftir að Bojana
Besic lét af störfum og Ragna Lóa
Stefánsdóttir leysti hana af. KR hef-
ur unnið báða leiki sína undir stjórn
Rögnu og farið úr botnsætinu og upp
í miðjan pakkann. Rakel Logadóttir
náði ekki að koma sama krafti inn í
HK/Víking, en hún var að stýra liðinu
í fyrsta skipti. Staðan í hálfleik var
1:0, HK/Víkingi í vil, á blautum og
þungum velli. Völlurinn var mun
skárri í seinni hálfleik og varð leikur-
inn mjög fjörlegur fyrir vikið. Það er
fáránlegt að KR hafi um tíma verið í
botnsæti deildarinnar. Liðið er vel
mannað, bæði af íslenskum reynslu-
boltum og sterkum atvinnumönnum.
Gæði leikmanna KR eru meiri en hjá
HK/Víkingi og að lokum taldi það.
Betsy Hassett, sem spilaði á HM með
Nýja-Sjálandi, stjórnaði miðjunni vel
og skoraði auk þess eitt mark og
lagði upp annað. Gloria Douglas hef-
ur komið með mikinn kraft í KR-liðið
og Katrín Ómarsdóttir eldist eins og
gott rauðvín. Það er hins vegar lítið
að frétta hjá HK/Víkingi, sem hefur
aðeins unnið einn deildarleik síðan í
fyrstu umferðinni. Það þarf margt að
breytast á næstu vikum ætli liðið sér
að eiga möguleika á að halda sér í
deild þeirra bestu. Það virðast ein-
faldlega ekki vera nógu margir gæða-
leikmenn innan liðsins til að snúa
genginu við.
johanningi@mbl.is
Blikar hefðu
getað skorað
enn fleiri
Níu mörk Blika KR í fimmta sætið
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Stórsigur Heiðdís Lillýardóttir og Blikar fóru illa með Cloé Lacasse og ÍBV.
Meistaravellir Þórhildur Þórhallsdóttir er hér með boltann fyrir HK/
Víking í Vesturbænum í gær en Lilja Dögg Valþórsdóttir sækir að henni.
1:0 Karólína Lea Vilhjálmsd. 19.
2:0 Agla María Albertsdóttir 27.
3:0 Agla María Albertsdóttir 29.
4:0 Berglind Björg Þorvaldsd. 31.
5:0 Berglind Björg Þorvaldsd. 38.
6:0 Áslaug Munda Gunnlaugsd. 64.
7:0 Alexandra Jóhannsdóttir 67.
7:1 Emma Kelly 68.
8:1 Alexandra Jóhannsdóttir 77.
9:1 Berglind Björg Þorvaldsd. 83.
9:2 Cloé Lacasse 87.
I Gul spjöldIngibjörg Lucia Ragnarsdóttir
(ÍBV).
BREIÐABLIK – ÍBV 9:2
Dómari: Ásmundur Þ. Sverrisson, 8.
Áhorfendur: 253.
MM
Agla María Albertsd. (Breiðabl.)
Alexandra Jóhannsdóttir (Breið.)
Berglind Björg Þorvaldsd. (Breið.)
M
Andrea Rán Hauksdóttir (Breið.)
Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Br.)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breið.)
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabl.)
Cloé Lacasse (ÍBV)
Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
0:1 Eva Rut Ásþórsdóttir 45.
1:1 Betsy Hassett 50.
2:1 Ingunn Haraldsdóttir 59.
2:2 Eva Rut Ásþórsdóttir 71.
3:2 Gloria Douglas 75.
4:2 Katrín Ómarsdóttir 86.
I Gul spjöldTinna Óðinsdóttir (HK/Vík.).
Dómari: Guðni Þór Þórsson, 7.
Áhorfendur: 200.
KR – HK/VÍKINGUR 4:2
MM
Betsy Hassett (KR)
M
Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Gloria Douglas (KR)
Grace Maher (KR)
Gígja V. Harðardóttir (HK/Víkingi)
Eva R. Ásþórsdóttir (HK/Víkingi)
Margrét E. Sigurðard. (HK/Vík.)