Morgunblaðið - 17.07.2019, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
DEEPIKA PADUKONE.
TISSOT pr 100 lady.
TOP WESSELTON
DIAMONDS.
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Tree eftir Idris Elba og Kwame
Kwei-Armah, listrænan stjórnanda
Young Vic, sem jafnframt leik-
stýrir, fær blendnar viðtökur
gagnrýnenda en uppfærslan var
frumsýnd fyrir skemmstu á Al-
þjóðlegu hátíðinni í Manchester
(MIF) og verður tekin til sýningar í
Young Vic 29. júlí. Allir gagnrýn-
endur gera að umtalsefni ásökun
Tori Allen-
Martin og Sarah
Henley á hendur
Elba og Kwei-
Armah fyrir rit-
stuld, en kon-
urnar tvær lögðu
grunninn að
verkinu að
beiðni Elba og
unnu að því í
nokkur ár þar til
Kwei-Armah var ráðinn leikstjóri
þess. Þeir hafa báðir hafnað öllum
ásökunum um ritstuld. „Erfitt er
að meta hvort þessi deila muni
hafa neikvæð áhrif á vinsældir
verksins, en hún gæti skýrt hvers
vegna Tree virkar sem sundurlaust
og ófókuserað verk. Það er líkt og
hinir ólíku höfundar verksins séu
að toga það hver í sína áttina,“
skrifar Stephen Dalton fyrir The
Hollywood Reporter.
Hann hrósar sjónrænni útfærslu
verksins og kraftmiklum tónlistar-
atriðum, en segir persónur alltof
eintóna til að verða áhugaverðar.
Undir þetta tekur Matt Trueman
hjá Variety. „Án þess að kynnast
persónunum almennilega og skilja
vonir þeirra og þrár er erfitt að fá
samúð með örlögum þeirra,“ skrif-
ar Trueman. Hann hrósar sviðsetn-
ingu Kwei-Armah sem valið hefur
að láta áhorfendur standa allan
sýningartímann ásamt því sem þeir
eru látnir framkalla ýmis leikhljóð
og taka virkan þátt í danssenum.
Of mikill flýtir undir lokin
Michael Billington hjá The
Guardian gefur uppfærslunni þrjár
stjörnur af fimm mögulegum og
segist mun hrifnari af uppfærsl-
unni en sjálfu leikritinu. Ben East
hjá Metro gefur uppfærslunni fjór-
ar stjörnur og tekur fram að hann
hafi sérstaklega hrifist af tónlist
verksins, sem kemur frá plötunni
mi Mandela sem Elba sendi frá sér
árið 2014. Sarah Crompton hjá
What’s on Stage gefur uppfærsl-
unni líka fjórar stjörnur og er sér-
staklega hrifin af því hversu vel
uppfærslan blandar saman leiklist,
dansi og tónlist. „Helsti styrkur
sýningarinnar felst í sviðsetning-
unni þar sem áhorfendur standa
umhverfis leikrýmið,“ skrifar
Crompton. Hún tekur fram að það
reyni samt töluvert á áhorfendur
að þurfa að standa í heilar 90 mín-
útur og veltir fyrir sér hvort það
skýri þann mikla flýti sem einkenni
seinni hluta uppfærslunnar.
Blendnar viðtökur
Idris Elba
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Ég taldi þörf á því að fólk heyrði
söguna sagða af sjónarhóli Stephans
og af list hans. Ég tel að það sé gott
fyrir okkur Íslendinga að heyra
hann segja frá,“ segir Elín Agla
Briem, þjóðmenningarbóndi í Ár-
neshreppi og skipuleggjandi þriggja
sagna- og tónlistarskemmtana með
Kanada-
manninum
Stephen Jenk-
inson og hljóm-
sveit hans hér á
landi næstu daga.
Yfirskrift dag-
skrár Jenkinson
er „Kvöldstund
full af dulúð og
harmi“. Fyrstu
tónleikarnir
verða í Iðnó í kvöld, miðvikudag,
næstu í Norðurfirði á föstudags-
kvöld og þeir síðustu í Aratungu í
Biskupstungum á mánudagskvöld.
Allir hefjast tónleikarnir klukkan 20.
Spyr aðkallandi spurninga
Stephen Jenkinson er lýst sem
sagnamanni, rithöfundi, bónda og
rokkara. Hann er 65 ára gamall og
hefur ferðast víða um lönd með
hljómsveit sinni. Hann er menntað-
ur guðfræðingur frá Harvard-
háskóla og starfaði í tvo áratugi sem
líknarráðgjafi deyjandi fólks. Jenk-
inson hefur skrifað fjórar bækur
með hugleiðingum sínum og þeirra
þekktust Die Wise: A Manifesto for
Sanity and Soul. Um hann hefur ver-
ið gerð heimildarkvikmyndin Grief-
walker þar sem boðskapurinn er sá
að við eigum að umfaðma dauðann.
Á tónleika- og sagnaskemmtunum
sínum fléttar Jenkinson saman tóna
og sagnalist, segir kynngimagnaðar
sögur, vísar jafnt til sögu Íslendinga
sem ósamþykktrar sögu Norður-
Ameríku og spyr spurninga á borð
við: Hvað hefur komið fyrir okkur?
Hvernig kom það til að við gleymd-
um hver nærir okkur og hver er
ábyrgð okkar í heiminum? En að
sögn Elínar Öglu minnir hann
áheyrendur einnig á að það er hægt
að hlæja líka, þrátt fyrir allt.
Greinir stöðuna
Þetta er í þriðja skipti sem Jenk-
inson kemur til Íslands en í tvígang
hefur hann haldið námskeið í Árnes-
hreppi og hafa þau laðað að fólk víðs-
vegar úr heiminum.
„Þetta eru sagnakvöld með tónlist
þar sem Stephen segir frá og svo
leika þau lög inn á milli,“ segir Elín
Agla og bætir við að hljómsveit hans
leiki eins konar þjóðlagarokk.
„Hann hefur fylgst náið með
málum á Íslandi síðan ég kynntist
honum. Ég hef sagt honum fréttir
héðan að gömlum sið og hann hefur
ekki síst fylgst með því sem er að
gerast í Árneshreppi,“ segir hún.
„Stephen er mjög hrifinn af Íslandi,
hefur ferðast hér um og nýtur heitu
pottanna, en hann hefur líka margt
að segja um það sem er að gerast í
dag. Stephen hefur sterka sýn á
vestræna menningu og hefur verið
að greina ástæður og rætur þess
hvernig komið er fyrir mönnum í
dag. Fyrir nokkrum árum stofnaði
hann skóla þar sem sérstaklega er
verið að skoða þetta og reyna að
greina þá sögu sem við mennirnir
erum nú stödd í. Það er eins og við
Vesturlandabúar höfum í dag þá til-
finningu að við séum komin handan
sögunnar, að nú sé bara framþróun,
tækninýjungar og allt stefni upp á
við, að við séum ekki lengur inni í
einhverri stórri sögu þar sem mikil
átök og mögulega dularfullir atburð-
ir eigi sér stað,“ segir hún en að svo
sé vitaskuld ekki. Jenkinson fjalli
um sögu okkar og hafi til þess sann-
kallaða náðargáfu, sé einstakur
sagnameistari. „Ég þekki engan sem
sér þessi mál, hvað raunverulega er
að gerast, og getur orðað það jafn
vel og Stephen Jenkinson,“ segir
hún og kveðst hlakka til að heyra
hann segja frá í hinu sögufræga húsi
Iðnó í kvöld, í Norðurfirði á föstudag
og loks í Aratungu. „Og þar er líka
hægt að dansa,“ segir Elín Agla.
Kvöldstundir sagnaþular
með dulúð og harmi
Stephen Jenkinson og hljómsveit koma fram í Iðnó, Norðurfirði og Aratungu
Sögumaður Stephen Jenkinson segir sögur á kvöldskemmtununum og á milli leikur hann ásamt hljómsveit sinni.
Elín Agla
Briem
Sænski djasspíanóleikarinn Mattias
Nilsson kemur fram á tónleikum í
Norræna húsinu í kvöld, miðviku-
dag, klukkan 21.
Nilsson hefur á undanförnum ár-
um skapað sér nafn sem einn af
áhugaverðustu píanóleikurum Sví-
þjóðar, listamaður með sinn eigin
tónblæ og áslátt. Hefur hann fengið
góða dóma fyrir tónleika sína, bæði
í heimalandinu og víða annars stað-
ar. Hann kemur nú fram hér á landi
í fyrsta skipti, í sumartónleikaröð
Norræna hússins, og eru þetta
sjöttu tónleikarnir af níu í tónleika-
röðinni.
Hrósað Mattias Nilsson þykir hafa ein-
stakan tón og hefur getið sér gott orð.
Píanódjass í
Norræna húsinu
Kammerkórinn
Schola cantorum
kemur fram á há-
degistónleikum í
Hallgrímskirkju
í dag, miðviku-
dag, og hefjast
þeir klukkan 12.
Kórinn er með
reglubundna tón-
leikaröð á þess-
um tíma í kirkjunni í sumar. Á tón-
leikunum í dag mun kórinn „flytja
fallega, hátíðlega og skemmtilega
dagskrá sem spannar vítt litróf frá
miðöldum á Íslandi til vorra daga
með viðkomu í íslenskum tvísöng
auk þess sem nokkrar glæsilegar
og þekktar perlur evrópskra tón-
bókmennta verða teknar til kost-
anna“. Tónleikarnir eru á dagskrá
hátíðarinnar Alþjóðlegt orgel-
sumar í Hallgrímskirkju.
Schola cantorum á
hádegistónleikum
Schola cantorum