Morgunblaðið - 17.07.2019, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Sópransöngkonan Anna Jónsdóttir
er um þessar mundir á tónleika-
ferðalagi um landið sem ber heitið
Uppi og niðri og þar í miðju – úr al-
faraleið. Hún syngur íslensk þjóðlög
á einstökum stöðum um land allt.
Það sem gerir ferðina enn óvenju-
legri er að með henni í för eru kvik-
myndagerðarmaðurinn Dragos
Alexandrescu og Árni Gylfason
hljóð- og kvikmyndatökumaður.
Markmiðið með því að taka tón-
leikaröðina upp segir Anna m.a. vera
að varðveita íslenskan þjóðararf og
koma honum til sem flestra en einnig
að búa til heimildarmynd og innsetn-
ingar með náttúrumyndum. Hún
segir löngunina til að festa tónleika-
ferð af þessu tagi á filmu hafa kvikn-
að þegar hún fór í svipað ferðalag um
landið fyrir fjórum árum og fann
hvað umhverfið átti mikinn þátt í
upplifuninni.
Náttúra og mannvirki
„Þetta eru allt stórkostlegir stað-
ir,“ segir Anna en bætir við að nátt-
úran og manngerðir staðir séu ósam-
bærileg. „Staðirnir í náttúrunni sem
ég valdi eru magnaðir. Þessir mann-
gerðu eru líka mjög heillandi af því
þeir eru nokkurs konar standandi
minnismerki um dugnað, elju og lífs-
hlaup okkar Íslendinga.“
Söngkonan hefur nú þegar haldið
tónleika í Lakagígum, Akranesvita,
Stefánshelli í Hallmundarhrauni og
lýsistanki á Djúpavogi. „Það hefur
gengið ljómandi vel. Við höfum verið
ótrúlega heppin með veður og það
hefur verið vel mætt og stemningin
verið mögnuð,“ segir hún og bætir
við að það sé auðvitað misjafnt hve
margir gestir séu á tónleikunum en
alltaf sé góðmennt. Tvennir tónleikar
eru eftir og er förinni næst heitið í
Ásbyrgi, þar sem tónleikar verða á
morgun, fimmtudaginn 18. júlí, kl.
16. Síðustu tónleikarnir verða í
Grímsey laugardaginn 20. júlí kl. 15.
„Þessir tvennir tónleikar verða úti
svo það verður spennandi að sjá
hvort það rignir eða verður mjög
hvasst. Það er í rauninni ekkert síðra
að þetta sé spennandi því það er
áhrifamikið að vera í þessari óvissu.“
Veðrið gæti haft áhrif
Anna játar því að veðrið gæti spillt
fyrir upptökunum að einhverju leyti.
„Ég keypti mér nú stóra regnhlíf,“
segir hún og hlær og bætir við að það
verði að koma í ljós hvort veðrið hafi
áhrif. „Það er kannski helst mikið
rok sem gæti spillt fyrir en ég held
það sé spáð hægviðri.“
Á dagskrá tónleika Önnu eru ís-
lensk þjóðlög. „Ég valdi lögin með
tilliti til þess hvernig þau hentuðu til
söngs án meðleiks. Ég hafði líka í
huga hver þeirra mér þykir vænst
um. Ég valdi það sem stendur hjart-
anu næst.“
Anna segist hafa öðlast betri skiln-
ing á lífinu hér á landi í gegnum tíð-
ina. „Það er heillandi að þessi tónlist
hafi lifað þrátt fyrir allar hörmung-
arnar sem hafa dunið yfir. Þrátt fyrir
þær hefur fólk verið að hittast og
syngja saman, búa til vísur og segja
frá, allir með sínar vonir og vænt-
ingar.“
Náttúra Frá tónleikum Önnu Jónsdóttur í Tjarnargíg í Lakagígum þar sem landslagið fékk að njóta sín vel.
Íslenskur arfur á mögnuðum stöðum
Anna Jónsdóttir söngkona heldur tónleika á einstökum stöðum um land allt Kvikmyndatökulið
með í för og hyggst gera heimildarkvikmynd Kvikmynda flutning þjóðlaga, náttúru og mannvirki
„Hlutverk úrbótasjóðsins er að
styðja við tilvist minni og miðlungs-
stórra tónleikastaða í Reykjavík
sem og menningarhúsa sem sinna
lifandi tónlistarflutningi með því að
veita styrki til úrbóta á tónleika-
stöðunum hvað varðar aðstöðu, að-
búnað og aðgengi. Þannig er stuðl-
að að áframhaldandi aðstöðu fyrir
lifandi tónlistarflutning í borginni
sem styður um leið við tónlistarlífið
og eflir mannlífið,“ segir María Rut
Reynisdóttir, verkefnastjóri Tón-
listarborgarinnar Reykjavíkur, um
nýjan sjóð á vegum Reykjavíkur-
borgar sem stofnað hefur verið til
sem tilraunaverkefnis til tveggja
ára.
Þegar hefur verið opnað fyrir
umsóknir og er umsóknarfrestur til
30. ágúst. Að sögn Maríu Rutar
verður fyrst úthlutað úr sjóðnum
árið 2020 og svo aftur 2021. „Í úr-
bótasjóðinn rennur árlegt framlag
úr menningarpotti Reykjavíkur-
borgar að upphæð átta milljónir
króna, til viðbótar við framlag frá
STEF og öðrum hagsmuna-
samtökum innan tónlistar,“ segir
María Rut og reiknar með að alls
verði um tíu milljónir til úthlutunar
hvort árið. Á vef Reykjavíkur-
borgar kemur fram að skilyrði fyr-
ir úthlutun úr sjóðnum sé m.a. „að
umsækjendur leggi fram áætlun
um rekstur tónleikastaða a.m.k. tvö
ár fram í tímann“ og upplýsi hvern-
ig staðurinn hyggist „fjármagna
sinn hluta kostnaðarins“ því mót-
framlag viðkomandi staðar þarf að
vera jafnhátt og fyrirhugaður
styrkur.
Úrbótasjóðurinn er, að sögn
Maríu Rutar, hluti af verkefninu
Tónlistarborgin Reykjavík sem sett
var á laggirnar haustið 2017. Segir
hún mikla vinnu hafa farið í að
skoða rekstrarveruleika tónleika-
staða í borginni. „Fjölmargar hug-
myndir um aukinn stuðning borg-
arinnar við tónleikastaði hafa verið
viðraðar og mótaðar upp að vissu
stigi en sú sem fékk hvað mest
brautargengi til að byrja með er úr-
bótasjóðurinn,“ segir María Rut.
Sjóðurinn heyrir undir menningar-,
íþrótta- og tómstundaráð sem skip-
ar faghóp til tveggja ára sem fer
yfir umsóknir.
María Rut bendir á að ein af meg-
instoðum hverrar tónlistarborgar
sé sá vettvangur sem sé fyrir hendi
fyrir lifandi tónlistarflutning, tón-
leikastaðirnir. „Undanfarin ár hef-
ur sú þróun átt sér stað í borgum,
ekki einungis á Íslandi heldur um
allan heim, að tilvist minni og miðl-
ungsstórra tónleikastaða hefur ver-
ið ógnað. Ástæðurnar eru einna
helst þétting byggðar og aukinn
ferðamannastraumur sem breytir
ásýnd borga, einkum miðsvæðis.
Tónleikastöðum er lokað vegna
byggingar hótela og íbúðakjarna
eða leigan hækkar. Þversögnin er
sú að engin er borg án mannlífs, en
tónleikastaðir og ýmiss konar
menningarstarfsemi er stór hluti af
því sem gerir borgir aðlaðandi
heim að sækja eða búa í. Með úr-
bótasjóðnum er verið hlúa að þeim
stöðum sem fyrir eru í borginni.“
Styður við
tónlistarlífið
Tilraunaverkefni til tveggja ára
Ljósmynd/Guðmundur Kristinn Jónsson
Verkefnastjóri María Rut Reynis-
dóttir stýrir verkefninu.
Er heitt í vinnunni?
Þín eigin skrifborðs-
kæling!
Á vinnustað eða
hvar sem er!
Kæli-, raka- og
lofthreinsitæki,
allt í einu tæki.
Hægt að tengja
bæði við rafmagn
eða USB tengi.
Verð aðeins
kr. 24.900 m.vsk.
Ástralski leikstjórinn Baz Luhr-
mann hefur loks fundið rétta leik-
arann til að fara með hlutverk
rokkkóngsins Elvis Presleys í vænt-
anlegri kvikmynd. Samkvæmt frétt
The Hollywood Reporter hreppti
bandaríski leikarinn Austin Butler
hnossið. Butler er þekktastur fyrir
leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni
Arrow auk þess að hafa leikið í The
Dead Don’t Die í leikstjórn Jims
Jarmusch og Once Upon a Time …
in Hollywood í leikstjórn Quentins
Tarantinos. Í væntanlegu myndinni
um Presley er sjónum beint að upp-
hafi ferils hans og hátindi. Sérstök
áhersla verður á samband hans við
umboðsmann hans, Tom Parker,
sem stýrði lífi hans í þaula. Í sömu
frétt er upplýst að Tom Hanks muni
fara með hlutverk umboðsmanns-
ins. „Ég vissi að ég gæti ekki gert
þessa mynd nema rétt væri skipað í
hlutverkið og við höfum leitað
gaumgæfilega að leikara sem sam-
einað gæti einstakar hreyfingar og
raddgæði þessarar óviðjafnanlegu
stjörnu og varnarleysi listamanns-
ins,“ er haft eftir Luhrmann í til-
kynningu. Þar kemur fram að
framúrskarandi frammistaða Butl-
ers á móti Denzel Washington í The
Iceman Cometh á Broadway hafi
vakið athygli hans á leikaranum
unga, sem er 27 ára.
Baz Luhrmann fann rétta leikarann til að leika Elvis Presley
Líkir Austin Butler og Elvis Presley.