Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 32
Tríóið Kóngasveifla kemur fram á
sumartónleikum Múlans á Björtu-
loftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Sveitin
hyggst leika sér að fjölbreytilegri
sveiflutónlist, frumsaminni og
aðfenginni. Tríóið skipa Ómar Guð-
jónsson á gítar, Tómas R. Einarsson
á bassa og Sigtryggur Baldursson á
kongatrommur, sem eru sjaldgæfar
í djasstónlist.
Kóngasveifla á Múl-
anum í Hörpu í kvöld
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Íslands- og bikarmeistarar Breiða-
bliks skoruðu níu mörk í öruggum
sigri á ÍBV í 10. umferð efstu deild-
ar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld.
Kapphlaupið við Val á toppnum er
því enn hnífjafnt. Þá vann KR botn-
lið HK/Víkings og krækti í mikilvæg
stig í fallbaráttunni, sem er afar
jöfn, en bæði liðin skiptu um þjálf-
ara á dögunum. »27
Meisturunum héldu
engin bönd við markið
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Hlaupakonan Guðbjörg Jóna Bjarna-
dóttir er nú komin til Svíþjóðar þar
sem hún mun keppa á Evrópumóti
20 ára og yngri um helgina. Hún
fagnaði öruggum sigri í 200 metra
hlaupi á Meistaramóti Íslands um
síðustu helgi og því er nóg að gera
og nauðsynlegt að hugsa vel um sig
eins og hún segist ávallt gera. „Ég
vil koma mér inn á Ól-
ympíuleikana,“
segir Guðbjörg
meðal annars í
Morgunblaðinu
í dag, en hún er
nokkuð ofarlega
á stigalistanum
fyrir næstu
leika í Tókýó
á næsta ári.
»25
Hugsar vel um sig og
stefnan sett til Tókýó
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Þegar hús eru smíðuð taka smiðir
sér oft fyrir hendur að reka saman
vinnuborð til að nota við smíðina. Þau
eru gjarnan úr mótatimbri og jafnan
traust því að mörg og þung hamars-
högg munu dynja á því borði. Vinnu-
borðin þurfa ekki aðeins að þola ham-
arshögg heldur og sögun, fleygun og
málningu. Það táknar frelsi smiðsins
til athafna. Þegar smíði hófst við
Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta
verk smiðanna hjá Ístaki að koma sér
upp vinnuborði. Það var notað lengst
af við smíð kirkjunnar. Örlög slíkra
vinnuborða eru oftast þau að gripið
er til kúbeinsins og þau rifin.“
Þannig hefst frásögn á vef þjóð-
kirkjunnar um altarið í kapellu
Lindakirkju í Kópavogi sem er frá-
brugðið ölturum í öllum öðrum guðs-
húsum á Íslandi og þótt víðar væri
leitað. Altarið er semsé gamalt
vinnuborð sem smiðir kirkjunnar
komu sér upp fyrir meira en áratug.
Í stað þess að vera rifið í lok fram-
kvæmdanna og enda á spýtnahaug
beið þess göfugt hlutverk við helgi-
hald í kirkjunni.
Vakið óskipta athygli
Séra Guðmundur Karl Brynjars-
son, sóknarprestur í Lindasókn,
segir að kirkjugestir hafi tekið þessu
vel og altarið veki óskipta athygli.
Hann segir að eftir að hugmyndin
kviknaði hafi menn í fyrstu verið ögn
hikandi. „En eftir dálitlar vangavelt-
ur sáu þeir hvað þetta var snjöll hug-
mynd og fögur,“ segir hann. Í raun
megi segja að smíði kirkjunnar hafi
hafist á borði þessu sem nú er orðið
altari, hinn helgasti staður hverrar
kirkju og kapellu, þar sem smiðurinn
mikli býður til borðhalds sem byggir
menn upp til sálar og líkama.
Altarisdúkurinn á sér líka
skemmtilega sögu. Hann er kross-
myndaður og prjónaður af séra Dís
Gylfadóttur, presti við kirkjuna. Til-
drög þess að hún gerði dúkinn voru
þau að Guðmundur Karl tók eftir því
að hún var í fallegri peysu sem hún
hafði prjónað. Stakk hann upp á því
að hún prjónaði altarisdúk úr sama
garni og í sömu litum. Það gerði hún
með mikilli gleði, segir hann. Hefur
dúkurinn síðan verið á altarinu.
Lindakirkja var byggð í nokkrum
áföngum. Safnaðarsalur, kennslu-
stofa, eldhús og skrifstofur voru vígð
14. desember 2008 og var það látið
duga þannig fyrstu árin. Haustið
2014 var aftur hafist handa og gengið
frá kirkjuskipi, forkirkju og kapellu
að mestu. Var vígsluhátíð haldin 14.
desember 2014. Síðan hefur verið
unnið að loftklæðningu í forkirkju og
fleiri verkum. Fjölbreytt starf fer
fram í kirkjunni alla daga ársins.
Morgunblaðið/Hari
Lindir Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, við altarið í kapellu kirkjunnar.
Einstakt altari í kapellu
Lindakirkju í Kópavogi
Notast við vinnuborð smiðanna frá byggingartímanum
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
Mikð úrval af aukahlutum
STIMPILPRESSUR
SKRÚFUPRESSUR