Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Að minnsta kosti 520 hótelherbergi á
sjö hótelum bætast á markaðinn í
Reykjavík frá júní til áramóta. Þá
verða 150 herbergi í Marriott-hóteli
hjá Leifsstöð, alls 670 herbergi, og
minnst 51 ný hótelíbúð í miðbænum.
Til að setja fjöldann í samhengi
eru um 320 herbergi á stærsta hóteli
landsins, Fosshótelinu á Höfðatorgi.
Fyrir um mánuði var ný hótel-
bygging með 38 herbergjum tekin í
notkun á Vegamótastíg 7-9. Hótelið
Room with a view á Laugavegi 18
leigir bygginguna undir reksturinn.
Reir verk reisti hótelbygginguna.
Hilmar Þór Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Reir verks, segir
framkvæmdir við leigurými á jarð-
hæð skemmra á veg komnar. Lokið
verði við þær í haust. Fram kom í
auglýsingu í sumar að rýmið hentaði
vel undir veitingastað eða verslun.
Sömu aðilar byggðu Sandhótel á
Laugavegi við Sandholtsbakarí.
Oddsson hótel við Grensásveg 16a
var líka opnað í júní. Þar eru 77
hótelherbergi.
Sjöunda hótelið í CenterHótel-
keðjunni verður opnað á Laugavegi
95-99 fimmtudaginn 1. ágúst. Þar
verða 102 herbergi í nýbyggingu og
uppgerðum byggingum. Hótelið er á
horni Laugavegar og Snorrabrautar.
Tvö ný veitingahús
Kristófer Oliversson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi Center-
Hótelanna, segir áformað að opna
tvo veitingastaði á jarðhæð hótelsins
um miðjan ágústmánuð.
Annars vegar verður þar veitinga-
húsið Lóa sem jafnframt verður
morgunverðarstaður hótelsins. Það
mun snúa að Snorrabrautinni. Hins
vegar verður minna veitingahús,
Stökk, sem mun snúa að Laugavegi.
Það mun meðal annars bjóða upp á
tilbúna rétti til að taka með.
Framkvæmdirnar hafa gengið
hratt en í fyrrasumar var lokið við
niðurrif gamals atvinnuhúsnæðis á
Laugavegi 95-97. Í stað þess er risin
hótelbygging með opinni jarðhæð og
hótelherbergjum með svölum á efri
hæðum. CenterHótel-keðjan var
fyrir með sex hótel í miðborginni;
Skjaldbreið við Laugaveg, Klöpp við
Klapparstíg, Þingholt við Þingholts-
stræti, Arnarhvol til móts við Hörpu,
Plaza við Ingólfstorg og Miðgarð við
Hlemm. Áætlað er að 8. hótelið í
keðjunni verði svo opnað á
Héðinsreit um áramótin. Þar verða
153 herbergi til að byrja með.
Þá bættust við 54 herbergi á Cent-
erHótel Plaza í byrjun sumars.
Á Laugavegi 55 er verið að inn-
rétta Von Guldsmeden-hótelið sem
verður með 52 herbergjum. Stefnt er
að opnun í september næstkomandi.
Handan við götuna bætast svo við 16
hótelíbúðir á Laugavegi 56 í október
á vegum Reykjavík Apartments. Þá
voru 35 hótelíbúðir teknar í notkun í
Bríetartúni í sumarbyrjun.
Japanskur staður í Skipholti
Áform um nýtt hótel í Skipholti
29a eru óbreytt. Herbergin snúa að
Skipholti í suðri og að Brautarholti í
norðri. Áformað er að opna hótelið
fyrir áramót. Þar verða 44 herbergi
og japanskur veitingastaður á jarð-
hæð Skipholtsmegin. Skv. heimild-
um blaðsins var fallið frá hugmynd-
um um að tengja hótelið við bakhús í
Skipholti 29. Rætt var um allt að 64
herbergi í sambyggðum húsum.
Fjöldi nýrra hótela í borginni
Ný hótel í borginni Hótel opnað við Grensásveg í júní 38 ný hótelherbergi vígð á Veghúsastíg
Nýtt CenterHótel verður opnað á Laugavegi 1. ágúst Fleiri gististaðir verða opnaðir með haustinu
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Room with a view Nýja hótelbyggingin við Vegamótastíg í miðborginni.
Dæmi um ný hótel í Reykjavík 2019
Fjöldi: herbergja íbúða
CenterHótel, Laugavegi 95-99 102
CenterHótel Héðinsreit* 153
CenterHótel Plaza (stækkun) 54
Skipholt 29a 44
Grensásvegur 16a 77
Von Guldsmeden, Laugavegi 55 52
Bríetartún 9-11 35
Laugavegur 56 16
Vegamótastígur 7-9 38
Alls 520 51
*Hótelið er í byggingu
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGARMIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Embætti landlæknis vakti árið 2018 athygli heilbrigðis-
ráðuneytisins á erfiðri stöðu sem verið hefur undanfarin
misseri á gjörgæsludeildum Landspítala og hvernig sú
staða hefur haft áhrif á aðrar deildir, þar á meðal hjarta-
og lungnaskurðdeild.
Embættið vakti athygli á vandanum með sérstöku
minnisblaði í apríl og í hlutaúttekt á alvarlegri stöðu á
bráðamóttöku Landspítalans í desember. Í úttektinni var
bent á að ítrekað hefði þurft að fresta skurðagerðum
vegna skorts á legurýmum, bæði á gjörgæslum og mörg-
um deildum spítalans. Í minnisblaðinu kom fram að með-
albiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða,
sem eru 90 dagar. Á það var bent að bið eftir hjartaaðgerð
gæti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að
frestun slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúk-
linga. Það var staðfest í fréttum fjölmiðla í vikunni í við-
tölum við lækna og sjúkling, sem ekki er treyst til þess að
vera heima á meðan hann bíður eftir aðgerð. Sjúkling-
urinn hefur beðið í 40 daga en mælt er með að slík bið sé
ekki lengri en fimm dagar. Einnig hefur aðgerð verið
frestað í þrígang hjá þeim sjúklingi.
Landlæknir segir brýnt að bæta við legurýmum á gjör-
gæslu og segir rót vandans skort á hjúkrunarfræðingum
sem og sjúkraliðum. Það eigi við á gjörgæsludeildum og
fleiri deildum spítalans. Þá sé ljóst að vaxandi fjöldi ferða-
manna skipti máli og hafi haft veruleg áhrif á starfsemi
deildanna og aðgengi að legurýmum þar. Landlækni er
kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur Landspítala séu
að leita leiða til að efla mönnun en ljóst sé að grípa þurfi til
fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess
að endurskoða kjör og vinnuskipulag.
Á gjörgæsludeildinni við Hringbraut eru 10 rúm en
skortur á hjúkrunarfræðingum takmarkar hve mörgum
plássum er hægt að halda opnum. Undanfarin ár hefur
mönnun verið að jafnaði fyrir sjö pláss á hvorri gjörgæslu-
deild Landspítalans. Undanfarna mánuði hefur þurft að
draga saman starfsemi og eru nú sex pláss opin á hvorri
gjörgæsludeild.
Í minnisblaði landlæknis 2017 kom fram að 54 ósjúkra-
tryggðir erlendir ríkisborgarar hefðu lagst inn á gjör-
gæsludeild Landspítala við Hringbraut og legið þar í 143
daga. Erlendir ríkisborgarar notuðu sama ár 17% af legu-
dögum á báðum gjörgæsludeildum en sú tala hefur hækk-
að ár frá ári.
Biðin eftir hjartaaðgerð
getur verið lífsógnandi
Erlendir ríkisborgarar í 17% legurýma á gjörgæslu 2017
Morgunblaðið/Ómar
Gjörgæsla Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur í veg
fyrir nýtingu allra rýma á gjörgæsludeildum Landspítala.
Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-keðjunnar, er sérleyfishafi
fyrirhugaðs Marriott-hótels við Keflavíkurflugvöll. Það verður sett
saman úr fullinnréttuðum stáleiningum frá Kína og hluti af Courtyard-
keðju Marriott. Árni Valur segir áformað að hefja uppsetningu hótels-
ins í byrjun ágúst og hefja rekstur fyrir áramót. Þar verða 150 herbergi.
Hann segir aðspurður að útlitið sé bjart þrátt fyrir gjaldþrot WOW
air. „Þessi dýfa hefur ekki áhrif á framkvæmdina. Verkefnið var löngu
komið af stað. Þótt það hafi verið dýfa undanfarið er bjart fram undan í
hótelrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi. Við munum rísa úr því eins og
alltaf áður Íslendingar. Er það ekki? Sveiflurnar koma en þær fara alltaf
upp líka,“ segir Árni Valur. Fyrirtækið Aðaltorg ehf. byggir hótelið en
það á byggingarrétt upp á tæpa 25 þúsund fermetra á lóðinni, sem er í
tveggja mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.
Flugvallarhótel opnað í vetur
150 HERBERGJA MARRIOTT-HÓTEL VIÐ AÐALTORG
Mynd/Capital Hotels/Birt með leyfi
Drög Svona gæti eitt af herbergjunum við nýja flugvallarhótelið litið út.