Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ætla má að vegaframkvæmdir Vest-
urverks í Ófeigsfirði í tengslum við
Hvalárvirkjun nái að landi Seljaness
eftir um tvo til þrjá daga, að sögn
Guðmundar Hrafns Arngrímssonar,
talsmanns hluta landeigenda á Selja-
nesi, en hann segir landeigendur í
rétti til að stöðva allt jarðrask þar.
„Við látum reyna á lagabókstafinn
í þessu. […] Þeir fara ekki inn á
Seljaneslandið nema að því öllu full-
reyndu. Við teljum okkur síðan í rétti
til að stöðva allt jarðrask á landinu af
því að ekkert samráð var haft við
okkur. Við munum gera það; stöðva
verktakana áður en þeir fara inn í
Seljaneslandið,“ segir Guðmundur
Hrafn sem fundaði með lögfræð-
ingum í gærmorgun vegna fram-
kvæmdanna. Hann setur spurning-
armerki við aðkomu Vegagerðarinn-
ar í málinu en veghald var framselt til
Vesturverks sem stendur að virkjun-
inni.
„Þeir eru að djöflast inn af Ingólfs-
firðinum og eru að vinna í landi
hreppsins. Við eigendur að Seljanesi
höfum enga lögsögu til að fárast út í
það en það líður að því að þeir komi
að landamerkjum Árneshrepps og
Seljaness. Við teljum að þeim sé ekki
heimilt að fara inn á þetta land þar
sem ekki hafi verið rétt staðið að yfir-
færslu vegarins í vegakerfið,“ segir
Guðmundur Hrafn og nefnir þar að
auki áhöld um það hver lagt hafi veg-
inn og hvenær og hvort Vegagerðinni
hafi verið heimilt að framselja veg-
hald á veginum. „Vegagerðin telur sig vera í rétti
og að vegurinn sé á þjóðvegaskrá.
Það var ekki fyrr en 2004 að vegurinn
var settur á skrá Vegagerðarinnar og
þá alls ekki í samráði við landeigend-
ur. Þeir telja til að þeir hafi kostað
vegabætur árið 2003, en það fór allt
fram í landi hreppsins,“ segir hann og
vísar til þess að talað sé um „þjóðveg-
inn að Eyri“, en frá Eyri og að Selja-
nesi sé aðeins slóði.
„Kjaftæði og lygi“
„Mér finnst ósköp kjánalegt hvern-
ig þetta gengur. Þetta er búið að fara
í gegnum rammaáætlun og hefur far-
ið fram samkvæmt settum lögum og
reglum. Það er kjánalegt að haga sér
svona,“ segir Pétur Guðmundsson,
landeigandi í Ófeigsfirði, um fram-
göngu andstæðinga virkjunarinnar,
en hann er hlynntur virkjunaráform-
um. „Það hefur aldrei verið fundið að
því þótt vegir hafi verið lagaðir fyrr
en þarna. Minjastofnun stoppaði
þetta fyrst af vegna þess að einn mót-
mælandi klagaði að það væri verið að
ryðja niður menningarverðmætum
þarna. Það er tómt kjaftæði og lygi,“
segir Pétur og nefnir að enginn frá
Minjastofnun hafi komið og skoðað
aðstæður fyrr en rúmlega viku síðar
og síðan aftur eftir þrjár vikur. „Ég
veit ekki hvað maður á að segja um
ríkisstofnanir sem haga sér svona,“
segir hann. „Það kostar peninga að
stoppa vinnuvélar og Minjastofnun
ber ábyrgð á því. Mér finnst ótrúlegt
ef hún verður ekki sótt til að greiða
þann kostnað,“ segir Pétur sem
kveðst enga trú hafa á því að verkið
verði stöðvað að ósk mótmælenda.
„Þetta er komið það langt. Við
munum gera gífurlegar fjárkröfur og
fara eftir því sem þetta fólk hefur tal-
ið að við höfum út úr þessu. Vestur-
verk mun líka örugglega gera kröfur
ef ríkið stoppar þetta,“ segir hann og
nýtir tækifærið til að blása á mál-
flutning um að rafmagnið úr Hvalár-
virkjun fari annað en á Vestfirði.
„Það vantar rafmagn á Vestfirði og
rafmagnið fer þangað einfaldlega
vegna þess að það fer ekki rafmagn
bæði suður og norður. Það fer auð-
veldustu leiðina eins og vatnið. Allt
rafmagn fer vestur sem þar þarf að
nýta og afgangurinn, ef einhver verð-
ur, fer suður og þá hættir að koma
rafmagn að sunnan,“ segir hann.
„Það er bara kjaftæði þegar sagt
er að þetta rafmagn eigi að fara suð-
ur og í einhverja bitcoin-verksmiðju,“
segir Pétur.
Telja sig í rétti til að stöðva Vesturverk
Andstæðingar munu stöðva framkvæmdir við Seljanes
„Dýrt að stoppa vinnuvélar,“ segir einn landeigenda
Vegaframkvæmdir Hart er deilt um framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar.
Pétur
Guðmundsson
Guðmundur Hrafn
Arngrímsson
Ljósmynd/Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Jarðskjálfti, 4,3 að stærð, varð laust
eftir miðnætti í fyrrinótt um 20
kílómetra norður af Siglufirði. Ekki
hefur mælst stærri skjálfti á þessu
svæði frá því árið 2012 þegar öflug
jarðskjálftahrina varð á þessum
slóðum.
Frá því að upp
var tekið nýtt
jarðskjálftakerfi
hjá Veðurstofu
Íslands árið 1991
hafa einungis ell-
efu aðrir skjálft-
ar á þessu svæði
mælst yfir 4 að
stærð, allir árið
2012.
Í samtali við
Morgunblaðið segir Ragnar Stef-
ánsson, jarðskjálftafræðingur og
fyrrverandi forstöðumaður jarðeðl-
issviðs Veðurstofu Íslands, að
skjálftinn sem varð í fyrrinótt sé at-
hyglisverður, þá sérstaklega vegna
þess að jarðskjálftar séu nokkuð fá-
tíðir á nákvæmlega þessu svæði.
Alltaf að sjá „eitthvað nýtt“
„Þetta er athyglisverður staður.
Þetta er ekki þarna í Eyjafjarðar-
álnum, eins og skjálftarnir árið
2012. Það voru skjálftar og skjálfta-
hrinur. Þetta er í sjálfu sér meira
spennandi skjálfti því þetta er vest-
an við Eyjafjarðarálinn. Þetta er á
svæði þar sem yfirleitt hefur ekki
verið mikið um jarðskjálfta,“ segir
Ragnar en bætir við að þó hafi stór-
ir skjálftar orðið á þessu svæði,
„eins og Skagafjarðarskjálftinn,
sem varð þarna úti í hafi, 7 að
stærð, árið 1963, en þó vestar að
vísu“. Spurður frekar um þetta seg-
ir hann: „Menn eru alltaf að sjá
eitthvað nýtt í jörðinni. Það verða
einstaka sinnum smáskjálftar þarna
en það er mjög sjaldgæft að sjá
svona stóra skjálfta þarna.“
Aðspurður segir Ragnar: „Það er
í sjálfu sér ekkert hægt að spá frek-
ar í þennan skjálfta annað en að
það er sjálfsagt að hyggja að þessu
svæði. Það er það sem þeir gera á
Veðurstofunni. Þeir hyggja að
svæðum þar sem eru óvenjulegir
hlutir á ferðinni.“
Eyjafjarðaráll „laus í sér“
Spurður hvort skjálftinn gefi til
kynna að fleiri skjálfta sé von, sér í
lagi í ljósi hrinunnar sem varð
þarna nálægt árið 2012, svarar
Ragnar: „Þessir skjálftar sem eru
þarna koma frekar einn og einn.
Hins vegar getur hristingurinn frá
þeim komið af stað skjálftum, til
dæmis í Eyjafjarðarálnum. Það má
segja að Eyjafjarðarállinn sé frekar
„laus í sér“. Það þarf lítið til að
hann hreyfist og það er mikið um
skjálfta þar almennt. En á þessu
svæði er meira um að það komi
einn öflugur skjálfti og svo fullt af
eftirskjálftum, svona örstutt í kjöl-
farið.“ Er þetta í takt við fréttir frá
Veðurstofu Íslands sem sagði frá
því á vefsíðu sinni í gærmorgun að
nokkrir eftirskjálftar hefðu mælst
eftir stóra skjálftann í fyrrinótt, sá
stærsti 2,7 að stærð.
„Það þýðir þó ekki að þetta geti
ekki verið forvirkni að einhverju
meiru. En það er allavega ekki
komið neitt í ljós með það ennþá
hvort þetta fer eitthvað lengra.“
Spurður hvort það sé því óhætt
að fullyrða að ómögulegt sé að spá
um framhaldið segir Ragnar: „Þetta
er það sem jarðskjálftafræðin er
alltaf að kljást við, það er hvort
hægt sé að segja til um framhaldið,
en við sjáum það ekkert fyrir
núna.“
Frá Ströndum að Húsavík
Skjálftinn sem um ræðir varð
vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjör-
nesbrotabeltinu. Á vef Veðurstofu
Íslands er sagt frá því að hann hafi
fundist víða á Norðurlandi, allt frá
Ströndum í vestri að Húsavík í
austri.
Eins og sjá má á yfirlitinu hér til
hliðar fundu margir fyrir skjálft-
anum og lýstu viðbrögðunum á net-
miðlum.
„Mjög sjaldgæft að sjá
svona stóra skjálfta þarna“
Fyrsti jarðskjálftinn frá árinu 2012 á þessu svæði sem er yfir 4 að stærð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Siglufjörður Bærinn sem skalf.
Jarðskjálfti norður
af Siglufi rði
Lo
ft
m
yn
di
r e
hf
.
Jarðskjálfti að stærð 4,3 um 20
km NNV af Siglufi rði kl. 00.55 í gær.
Skjálftar í september og október
2012 að stærð 4,0 til 5,6.
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Ragnar
Stefánsson
’
Vaknaði rétt f. kl. eitt við snarpan
jarðskjálfta hér á Siglufirði. Það
glingraði í ýmsu dóti innanhúss og
ljósakrónan sveiflaðist. Það var eins og
bærinn vaknaði. Konurödd heyrðist
skrækja, hundar geltu, fólk á tali og
bílar óku í ofboði.
’
Djöfulsins skellur sem þetta var hjá
mér!
’
Mér fannst eins og risaþvottavél
væri á vindingu og slægist í hús-
vegginn hjá mér um stund.
’
Giska á 4 á richter …
’
Hóly móly aldrei fundið fyrir svona
sterkum jarðskjálfta á Sauðárkróki
áður.
’
Þetta rifjaði upp skjálftana hér fyrir
nokkrum árum, þeir voru óþægi-
legir.
’
Alveg að sofna. Búmm! jarðskjálfti
upp á 4,6
’
Holy shit, jarðskjálfti á Akureyri.
rúmið mitt hristist!
’
Búinn að búa á Ak síðan 2005. Var
að finna jarðskjálfta í annað sinn …
’
Jarðskjálfti norður á Akureyri.
Býsna notalegur bara. Eins og
lægsta stilling á nuddrúmi.
’
Öfunda alla sem voru að finna jarð-
skjálftann.
’
Var rétt í þessu að finna minn
fyrsta jarðskjálfta. Stór dagur í lífi
konu sem missir alltaf af jarðskjálft-
unum sem hún lendir í.
Fyrstu viðbrögð
fólks á netinu
Til sölu jarðirnar
Valdastaðir I & II, Kjósarhreppi
Umtalsverður húsakostur m.a. tvö íbúðarhús
með þremur íbúðum.
Góð útihús sem gefa mikla möguleika.
Hitaveita og ljósleiðari.
Valdastaðir eru staðsettir sunnan undir
Reynivallahálsi.
Umtalsverð veiðiréttindi í Laxá í Kjós en hún
hefur verið meðal fengsælli laxveiðiáa landsins.
Áhugaverðar eignir í jaðri höfuðborgarsvæðissins.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson
á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar.