Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Öryggisskór frá 25. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.82 125.42 125.12 Sterlingspund 155.51 156.27 155.89 Kanadadalur 94.98 95.54 95.26 Dönsk króna 18.683 18.793 18.738 Norsk króna 14.416 14.5 14.458 Sænsk króna 13.204 13.282 13.243 Svissn. franki 126.92 127.62 127.27 Japanskt jen 1.1538 1.1606 1.1572 SDR 172.15 173.17 172.66 Evra 139.51 140.29 139.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.9132 Hrávöruverð Gull 1417.55 ($/únsa) Ál 1807.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.26 ($/fatið) Brent ● Tap bandaríska flugvélaframleið- andans Boeing nam tæpum þrem- ur milljörðum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórð- ungi. Til saman- burðar var hagn- aður fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra um 2,2 millj- arðar Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Boeing birti í gær. Fréttirnar geta vart talist óvæntar enda hafa vandræði fyrirtækisins vegna 737 MAX-þotnanna margumræddu reynst afar langdregin. Félagið gaf ný- verið út að heildarkostnaður sökum kyrrsetningarinnar næmi um 830 millj- örðum íslenskra króna. Var m.a. gefið út í síðustu viku að félagið hygðist skuldfæra tæpa 600 milljarða íslenskra króna á þessum ársfjórðungi vegna málsins. Tekjur Boeing á ársfjórðungnum voru 15,75 milljarðar Bandaríkjadala, en það er tæpum tíu milljörðum Bandaríkja- dala minna en árið áður. Nemur sam- drátturinn því um 35%. Skýrist það af lakari flugvélasölu, en fækkun í afhend- ingu véla Boeing nam 104 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Gríðarlegt tap Boeing á öðrum ársfjórðungi Boeing Mikið tap er af rekstrinum. STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Seðlabanki Íslands stendur vel og ég tek við mjög góðu búi hvað varð- ar efnahagsstjórnina og almenna stöðu þjóðarbúsins,“ sagði dr. Ás- geir Jónsson hagfræðingur, sem forsætisráðherra skipaði í gær í stöðu seðlabankastjóra til fimm ára. Skipunin tekur gildi 20. ágúst nk. „Að mörgu leyti hefur tekist mjög vel í efnahagslífinu og við erum í mjög góðri stöðu. Það er gott jafn- vægi á gjaldeyrismarkaði og við eig- um öflugan gjaldeyrisforða,“ sagði Ásgeir. Spurður um fyrstu verkefnin í embætti seðlabankastjóra sagði Ás- geir að ný lög um Seðlabankann tækju gildi um næstu áramót. Þau gerðu ráð fyrir breytingum á stjórn- skipulagi bankans og sameiningu við Fjármálaeftirlitið. Þessi verkefni blasi því við og það verði væntan- lega helstu viðfangsefnin fram að áramótum að undirbúa þessar breytingar og gildistöku laganna. Varðandi breytingar á stjórnskipu- lagi bankans má nefna að skipaðir verða þrír varaseðlabankastjórar. Ásgeir kvaðst ekki geta tjáð sig um vaxtahorfur því nú væri hann orðinn seðlabankastjóri. En hvað um gjaldmiðilsmálin? Hvað segir nýskipaður seðlabankastjóri um þau? „Rétturinn til þess að gefa út eig- in mynt er grundvallarhluti af full- veldi hvers lands,“ sagði Ásgeir. „Sú ákvörðun hvort við gefum út eigin mynt eða ekki er ekki tekin af hag- fræðingum eða embættismönnum heldur af þjóðinni. Það liggur fyrir að við höfum verið með krónuna sem sjálfstæða mynt í hundrað ár. Það stendur ekki til að breyta því og það er ekki hlutverk seðlabanka- stjóra að ýta við þeim málum. Hlut- verk seðlabankastjóra er að reka sjálfstæða peningastefnu með krón- una. Síðan eru ákvarðanir varðandi fullveldi þjóðarinnar teknar á hinum pólitíska vettvangi.“ Fjórir metnir hæfastir Embætti seðlabankastjóra var auglýst 20. febrúar sl. Sextán um- sóknir bárust og drógu þrír um- sóknirnar til baka. Umsækjendur voru því 13, ellefu karlar og tvær konur. Hæfnisnefnd mat þá Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon og Jón Daníelsson mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra, boðaði þessa fjóra og þá fimm sem metnir voru vel hæfir til við- tala. Þar voru þeir spurðir um ýmis atriði varðandi efnahags- og pen- ingamálin, Seðlabankann o.fl. For- sætisráðherra lagði jafnfram mat á persónubundna þætti umsækjenda, þ.m.t. stjórnunarhæfileika þeirra og hæfni í mannlegum samskiptum. „Að lokinni þessari skoðun for- sætisráðherra og að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtöl- um og efni umsagna um þá var það mat ráðherra að Ásgeir Jónsson væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra,“ sagði í tilkynningu forsætisráðu- neytisins. Kveðst taka við góðu búi varðandi efnahagsstjórnina Morgunblaðið/Hari Nýr seðlabankastjóri Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur verið skipaður bankastjóri Seðlabanka Íslands. Seðlabankastjórinn » Ásgeir Jónsson lauk dokt- orsprófi frá Indiana-háskóla í Bandaríkjunum 2001. » Hann hefur starfað við hag- fræðideild Háskóla Íslands frá 2004 sem lektor og síðar dós- ent. Hann varð deildarforseti hagfræðideildar HÍ 2015. » Ásgeir hefur gegnt mörgum ábyrgðarstörfum, m.a. sem formaður starfshóps um end- urskoðun peningastefnu og í bankakerfinu.  Dr. Ásgeir Jónsson skipaður seðlabankastjóri  Eigin mynt er hluti af fullveldi Tekjur Marels námu 326,5 millj- ónum evra, jafnvirði 44,2 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi, juk- ust þær um 10% frá sama tímabili í fyrra þegar þær námu 296,7 milljónum evra. Hagnaður nam 34,3 milljónum evra á fjórðungn- um, jafnvirði ríflega 4,6 milljarða króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra nam hagnaðurinn 29,5 millj- ónum evra og því eykst hagnaður- inn milli samanburðartímabila um ríflega 16%. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta dregst talsvert saman frá sama tímabili í fyrra. Þá stóð það í 56,4 milljónum evra en er nú 22,3 milljónir evra. Pantanir á fjórðungnum námu 311,2 milljónum evra en námu 291,1 milljón evra á öðrum fjórð- ungi 2018. Pantanabókin stóð í kjölfar þess í 459,4 milljónum evra en stóð í 523,2 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs í fyrra. Í til- kynningu frá Marel sem fylgdi uppgjörinu segir Árni Oddur Þórð- arson, forstjóri félagsins, að fjórð- ungurinn hafi verið viðburðaríkur þar sem skráninguna í Euronext- kauphöllina í Amsterdam og út- gáfu 15% nýs hlutafjár hafi borið hæst. Segir hann sömuleiðis að fé- lagið sé á góðri leið með að ná vaxtarmarkmiðum sínum fyrir ár- ið, „sem eru 3 milljarðar evra í tekjur og fyrsta flokks arðsemi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælafram- leiðslu á heimsvísu með fæðuör- yggi, rekjanleika, sjálfbærni og hagkvæmni.“ Rekstrarhagnaður eykst um 15%  Tekjur Marels námu 326,5 millj- ónum evra á öðr- um ársfjórðungi Vöxtur Árni Oddur segir að félagið hyggist vaxa um 3 milljarða evra í tekjum talið á yfirstandandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.