Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
✝ Guðlaug ErlaPétursdóttir,
Lauga, fæddist í
Reykjavík 8. júlí
1947. Hún lést á
Landspítalanum 18.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristólína Guð-
mundsdóttir hús-
móðir, f. 26. mars
1924, og Pétur H.
Karlsson bifreiðarstjóri, f. 30.
des. 1920. Systkini hennar eru
tvíburarnir Bára og Alda Péturs-
dætur, f. 10. jan. 1950, og Sævar
Hólm Pétursson, f. 13. nóv. 1954.
Guðlaug ólst upp í Reykjavík
og lauk landsprófi og síðar námi
við Póstskólann. Guðlaug giftist
Ólafi Guðmundssyni, sjómanni
dóttir, f. 9. des. 1994. Eigin-
maður Þórhildar er Sveinn H.
Guðmarsson upplýsingafulltrúi
utanríkisráðuneytisins, f. 18.
feb. 1974. Þeirra synir eru Sig-
urþór Þórhildar Sveinsson, f.
16. júní 2014, og Eyvindur Þór-
hildar Sveinsson, f. 28. feb.
2019.
Guðlaug dvaldi flest sumur í
æsku hjá Sigurlín Guðmunds-
dóttur, móðursystur sinni, og
fjölskyldu hennar í Nýjubúð við
Grundarfjörð. Hún bar sterkar
taugar til þeirrar sveitar og
frændsystkina sinna þar: Óskar,
Salbjargar, Kjartans og Lilju.
Guðlaug flutti til Grundarfjarð-
ar eftir skólagöngu og bjó þar
alla tíð síðan. Þau Ólafur dvöld-
ust einnig mikið í sumarbústað
sínum í Lá, rétt utan Grund-
arfjarðar. Guðlaug vann mest-
alla starfsævi sína á símstöðinni,
síðar pósthúsinu í Grundarfirði.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 25.
júlí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
og verkamanni í
Grundarfirði, f. 12.
júlí 1946. Þeirra
dætur eru Bryn-
hildur Kristín fjalla-
leiðsögumaður, f.
18. júní 1967, og
Þórhildur Guðrún,
dagskrárgerðar-
maður hjá RÚV, f.
22. ágúst 1981. Eig-
inmaður Brynhild-
ar er Róbert Mars-
hall fjallaleiðsögumaður, f. 31.
maí 1971. Börn Brynhildar eru
Þorgerður Þórólfsdóttir, f. 16.
apríl 2000, Lára Róbertsdóttir, f.
25. des. 2003, og Ólafur Róberts-
son, f. 4. júní 2006. Börn Róberts
af fyrra sambandi eru Smári
Rúnar Róbertsson, f. 6. jan. 1992,
og Ragnheiður Anna Róberts-
Þegar ég flutti ræðu á sextíu
ára afmælinu hennar mömmu
var ég varla byrjuð þegar hún
hrópaði: „Þórhildur er sko alltaf
að ýkja!“ – á nálum yfir að ég
færi að reyna að vera fyndin
(sem ég var auðvitað að reyna)
og þá á kostnað sannleika og ná-
kvæmni, sem hún hafði hvort
tveggja í hávegum. Mamma var
hins vegar endalaus uppspretta
góðra frásagna, enda leitun að
sérstæðari, þverari og sérvitrari
manneskju með jafn athyglis-
verðan fata- og matarsmekk.
Þetta eru góðar sögur, lygar að
hennar mati auðvitað, en svoleið-
is fer gjarnan saman. Ég ætla þó,
fyrir hana, að byrja á sannleik-
anum: Hún bakaði allra bestu
pönnukökur í heimi. Staðfest.
Annars voru henni mislagðar
hendur í eldhúsinu. Þegar ég
sem barn fékk veður af því að
eitthvað sem héti spaghettí væri
eldað reglulega á öðrum heimil-
um og í uppáhaldi hjá jafnöldrum
mínum vildi ég líka prófa þessa
framandi nýjung. Mamma fann
spaghettípakka í kaupfélaginu,
skutlaði innihaldinu í vatn og lét
sjóða í svona tæpan klukkutíma.
Skellti svo rjúkandi heitum
hveitiklumpi á diskinn fyrir
framan fordekraða örverpið sitt.
Gerðu svo vel! Var þetta þó alls
ekki það versta sem mamma hef-
ur eldað um tíðina.
Mamma gat gert mig gersam-
lega brjálaða. Svona eins og
gjarnan er milli mæðgna. Þegar
Siggi fæddist fór ég að sjá
mömmu í nýju ljósi, skildi hana
betur og tengsl okkar dýpkuðu.
Við fórum líka að vera ennþá
meira saman, ekki bara af því að
hún taldi sig verða að bæta um
betur með uppeldið á mér heldur
líka vegna þess að hún sá ekki
sólina fyrir Svenna og vorkenndi
honum svo mikið að þurfa að
vera giftur mér.
Ég var kasólétt þegar mamma
veiktist og ég óttaðist fyrst mjög
að hún myndi ekki lifa það að sjá
Eyvind. Sem betur fer náði hún
því, sá hann nánast daglega frá
fæðingu, sagði sjálf að það væri
óneitanlega það besta við að
þurfa að hanga í þessari ömur-
legu Reykjavík og þvælast þar
inn og út af sjúkrahúsi. Hún
prjónaði á hann vandaðar flíkur,
var mætt með þessi skrítnu
græðandi náttúrukrem sín í öll
bleiuskipti og dáðist að því hvað
hann öskraði hátt svo undir tók á
göngum krabbameinsdeildar.
Þegar hún fékk heimferðarleyfi
nostraði hún við Sigga, hvatti
hann til fíflaláta og bullsagna og
stalst meira að segja til að kyssa
hann góða nótt á nefið þótt lækn-
arnir segðu að hún ætti nú svona
frekar að halda sig frá sýklaber-
andi leikskólabörnum þegar hún
væri ónæmisbæld.
Ég veit ekki hvernig ég á að
vera mamma án mömmu. Það
brestur eitthvað innra með mér
þegar ég hugsa til þess að strák-
arnir mínir eigi ekki eftir að hafa
hana til að leiða út náttúruna,
leyfa óheftan aðgang að kanil-
sykri og vera fullkomlega gagn-
rýnislaus í taumlausri aðdáun
sinni á öllu sem þeir gera. Ég
sakna hennar mjög mikið, en
vegna þeirra er söknuðurinn
nánast óbærilegur. Ég á þó sög-
urnar af mömmu og ætla að
halda áfram að segja þær, sér-
staklega þessar ýktu og upp-
lognu, þó ekki væri nema til að
stríða henni aðeins og skaprauna
þar sem hún dvelur í drauma-
landinu. Elsku mamma.
Þín dóttir,
Þórhildur.
Einn ánægjulegasti fylgifiskur
allra góðra hjónabanda er fjöl-
skyldan sem fylgir gjarnan í
kaupbæti. Að þessu leyti datt ég
að minnsta kosti í lukkupottinn
þegar ég kynntist og síðar giftist
henni Þórhildi. Þau Lauga og Óli
tóku strax þarna sumarið 2006
afar vel á móti þessum heildsala-
syni af mölinni sem hafði varla
dýft hendi í kalt vatn en var nú
farinn að sverma fyrir yngri dótt-
ur þeirra. Allar götur síðan hefur
samfylgdin með þessum einstöku
hjónum einkennst af gleði,
gæsku og óteljandi gæðastund-
um.
Það er sérstök tilhugsun að
Lauga hafi verið fædd og uppalin
í Reykjavík því höfuðborgin var
henni ekki mjög að skapi en
landsbyggðin, og þá sérstaklega
strjálbýlli hlutar hennar, þeim
mun meira. Stór-Grundarfjarð-
arsvæðið, það er svæðið frá
Nýjubúð í austri til Lár í vestri,
var hennar heimavöllur og varn-
arþing en annars flakkaði hún
um allar trissur. Lauga unni
landinu sínu og náttúru og þótt
henni hefði aldrei dottið í hug að
básúna pólitískar skoðanir sínar
duldist engum að umhverfis-
vernd var henni hartans mál og
sú mælistika sem lögð var á verk
ráðamanna.
Mitt fyrsta ferðalag með
Laugu var í tilefni stórafmæla
þeirra Brynhildar en þá gekk
fjölskyldan í kringum Langasjó.
Í þessari ferð kynntist ég Laugu
í essinu sínu. Það þurfti að stúd-
era kort, bera kennsl á fugla,
rifja upp gamlar hrakningasögur
og dást að útsýninu. Þarna opn-
aðist hálendi Íslands fyrir mér og
Lauga átti stóran þátt í að gera
þá upplifun jafn sterka og raunin
varð. Ferðalögin urðu miklu
fleiri, þau Óli komu gjarnan til
okkar í skálavörsluna á Víkna-
slóðum en svo voru líka farnar
ógleymanlegar fjölskylduferðir
til útlanda, síðast í fyrra þegar
við fengum að njóta fegurðar
skosku hálandanna.
Það var ekki síður ánægjulegt
að njóta samvista við Laugu
heima, hvort heldur fyrir vestan
eða hjá okkur Þórhildi. Lauga lét
sér nánast aldrei verk úr hendi
falla, hún var síprjónandi og því
fengu dætur, tengdasynir og
barnabörn listilega gerðar prjó-
naflíkur á færibandi. Á brúð-
kaupsdaginn var ég til dæmis í
lopapeysu sem Lauga prjónaði.
Hún tíndi ber sem hún sultaði og
saftaði, stóð í stórtækri eggja-
framleiðslu og kartöflurækt, bak-
aði bestu pönnukökurnar og
kenndi mér að taka slátur. Ann-
ars má segja að hún hafi full-
komnað listgrein sem Þórhildur
hefur kallað tutl. Þá var til dæm-
is borðdúkur brotinn saman á
óneitanlega tímafrekan en um
leið svo hárnákvæman hátt að
brotin voru eins og eftir leysi-
geisla.
Þannig gerði þessi grandvara
kona allt vel en eitt hlutverk
leysti hún þó sýnu best af hendi
og það var ömmuhlutverkið. Það
var í einu orði sagt frábært að
fylgjast með ömmu Laugu með
barnabörnunum sínum og bera
þau bókstaflega á höndum sér,
svo ekki sé nú minnst á allar
sumargjafirnar.
Þótt Lauga hafi ekki verið sú
sem hafði sig mest í frammi verð-
ur skarðið sem hún skilur eftir
sig aldrei fyllt. Hún var hæversk
en stækkaði aðra með áhuga sín-
um og hlýju. Hún gerði allt fyrir
okkur sem stóðum henni næst en
kærði sig sjálf aldrei um neinn
munað. Við eigum eftir að sakna
hennar meira en orð fá lýst.
Sveinn H. Guðmarsson.
Lauga amma var engin venju-
leg amma. Ég tala fyrir hönd
barnabarnanna fimm þegar ég
segi að hún er án efa einn stærsti
áhrifavaldur í lífi okkar allra.
Amma var klettur að eðlisfari
með þægilega nærveru og ég
fann alltaf fyrir öryggistilfinn-
ingu þegar ég var nálægt henni.
Hún var aðdáandi númer eitt í
mínu lífi og fylgdist með öllu sem
ég tók mér fyrir hendur, spennt
að vita hvernig mér gengi og
hvað væri næst á döfinni.
Mikill hluti þeirra minninga
sem ég á um ömmu er frá Grund-
arfirði, hennar bæ, þar sem ég
eyddi ófáum stundum þegar ég
var yngri. Þar flakkaði ég á milli
Grundarfjarðar og Lá með
ömmu og afa, las Fimmbækurn-
ar, tíndi egg frá landnámshæn-
unum og veiddi í Vaðlinum.
Amma var forystusauður fjöl-
skyldunnar í útivistar- og
umhverfistengdum málum. Hún
sá til þess að sá áhugi smitaði alla
fjölskylduna til frambúðar. Hún
vissi heitin á öllum fjöllum og
hólum Íslands ásamt öllum blóm-
um og fuglum sem finnast á land-
inu. Það er orðið að hefð hjá mér
að þylja upp öll þau blómaheiti
sem ég lærði hjá henni þegar ég
fer í fjallgöngur.
Amma hafði alla þá eiginleika
sem ég er að reyna að tileinka
mér sem einstaklingur í sífelldri
mótun. Hún var sterk, sjálfstæð,
umhyggjusöm, fyndin og mikill
mannþekkjari. Ég held að fyrst
núna geri ég mér fyllilega grein
fyrir því hversu mikið ég leit upp
til hennar.
Þó að það sé erfitt að ná utan
um þá staðreynd að hún er ekki
hérna hjá okkur í almennum
skilningi, þá held ég að allir séu
meðvitaðir um það að amma sé
búin að koma sér fyrir þar sem
henni líður best, á hálendi Ís-
lands. Þangað getum við alltaf
heimsótt hana.
PS. Ég fékk ábendingu frá
litla bróður mínum um að koma á
framfæri hversu sárt við barna-
börnin munum sakna besta
grjónagrautar í heimi, „ömmu-
grautarins“.
Fyrir hönd allra barna-
barnanna: Láru, Óla, Sigga og
Eyva.
Þín
Þorgerður.
Kæra Lauga, góða ferð í sum-
arlandið. Það er ég viss um, að
þar leynist fögur sumarblóm,
fjörugar hænur og fagrir fjalla-
kofar sem taka vel á móti þér.
Lauga frænka hefur verið
fastur punktur í lífi mínu frá því
ég man eftir mér. Hún var ein-
stök kona og náðum við vel sam-
an krabbarnir og sumarbörnin.
Hún var mikið náttúrubarn og
leið hvergi betur en í sveitinni
sinni.
Lauga tók þátt í uppeldi mínu
og gaf okkur krökkunum eða lim-
unum og slímungunum eins og
við vorum gjarnan kölluð þegar
við dvöldum sumarlangt með
ömmu í Lá gott veganesti út í líf-
ið. Þaðan á ég margar góðar
minningar frá fyrstu tíð.
Ég er afar þakklát fyrir að
hafa haft hana í lífi mínu og þau
áhrif sem hún hefur haft á mig.
Hún var söm við sig, með þægi-
legt viðmót, gott að spjalla við
hana, skemmtileg og raungóð.
Hún gat verið leiðbeinandi og
haft skoðanir en kom þeim svo
vel frá sér og hafði áhrif. Þar má
nefna þegar hún kom því að af
hverju ég væri að lita hárið mitt
svona svart, hvort það væri ein-
hver tilgangur með því. Þess má
geta að ég hef ekki gert það síðan
og er því afskaplega fegin, þótt
það hafi nokkur grá bæst í hóp-
inn.
Það var notalegt og gefandi að
heimsækja Laugu og sveitina.
Alltaf heitt á könnunni og bjó
hún til heimsins bestu pönnukök-
ur. Frá henni skein væntum-
þykja og var hún áhugasöm um
okkur krakkana og börnin okkar,
teymdi þau um sveitina og þau
ævintýri sem geymast þar. Það
hefur alltaf verið endurnærandi
að koma út í Lá og orkan þar er
mögnuð, ég er alveg viss um að
þar hafi Lauga leikið stórt hlut-
verk.
Ég þakka allar dýrmætu
stundirnar í Fagurhólstúninu og
Lánni sem barn, unglingur og
með næstu kynslóð og afa gamla.
Þykir dýrmætt að Sölvi minn
náði að kynnast Laugu frænku,
hænunum hennar og sveitinni.
Við eigum eftir að sakna þín og
heimsóknanna til Grundarfjarð-
ar, það verður ekki samt án þín
en við stöndum við loforðið okkar
og komum í ber í haust og hugs-
um fallega til Laugu frænku og
heilsum upp á Óla og hænurnar.
Þú tókst veikindum þínum af
heilindum og æðruleysi sem er
aðdáunarvert og mikið hefði ég
viljað að þú fengir lengri tíma.
Ég þakka fyrir samfylgdina og
síðustu kaffibollana með þér.
Hvíl í friði elsku Lauga mín,
þín frænka,
Harpa Júlía.
Orð sefa sorg, þess vegna er
gott að setja á blað nokkur minn-
ingarorð um okkar góðu vinkonu,
Guðlaugu Erlu Pétursdóttur. Við
kynntumst hjónunum Laugu og
Óla þegar Þórhildur dóttir þeirra
kom inn í okkar fjölskyldu og
strax fannst okkur eins og við
hefðum þekkt þau alla ævi.
Lauga var greind og margfróð og
áhugamál okkar fóru saman,
nefnum við til dæmis þjóðlegan
fróðleik og áhuga á landinu okk-
ar en síðast og ekki síst ást okkar
á sameiginlegum barnabörnum,
ljósgeislunum Sigurþóri og Ey-
vindi. Þau hjón voru sérlega
gestrisin og alltaf var gott að
koma til þeirra í Grundarfjörð.
Við minnust þess við brúðkaup
þeirra Þórhildar og Sveins, voru
þau búin að sjá okkar stóru fjöl-
skyldu fyrir húsnæði og gistingu
á meðan veisluhöldin stóðu, fyrir
það vorum við mjög þakklát.
Samverustundirnar í gegnum
tíðina hafa verið ljúfar og
ógleymanlegar. Nú hefur Lauga
lagt upp í sína síðustu för. Nátt-
úrubarnið gengur nú um grænar
grundir. Við þökkum Laugu
samfylgdina og verði henni að
leiðarlokum hvíldin vær. Við
sendum elsku Óla, Þórhildi og
Brynhildi og allri fjölskyldunni
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ragna Bjarnadóttir og
Guðmar Magnússon.
Flýg ég og flýg
yfir furuskóg,
yfir mörk og mó,
yfir mosató,
yfir haf og heiði,
yfir hraun og sand,
yfir vötn og vídd,
inn á vorsins land.
Flýg ég og flýg
yfir fjallaskörð,
yfir brekkubörð,
yfir bleikan svörð,
yfir foss í gili,
yfir fuglasveim,
yfir lyng í laut,
inn í ljóssins heim.
(Hugrún)
Og nú ertu flogin burt, flogin
inn í draumalandið þitt.
Og í dag, fimmtudaginn í fjórt-
ándu viku sumars, kveðjum við
þig elsku Lauga, mín kæra vin-
kona og stórfrænka allra hinna í
fjölskyldunni.
Það er erfitt að sætta sig við
að þú skulir vera farin, ekki verði
fleiri sundferðir, réttarferðir eða
skroppið inn að Eyri og margt
annað skemmtilegt. Ég trúði því
alltaf að þú myndir hafa þig í
gegnum þetta og það yrði „allt í
lagi með þig“. En því miður gerð-
ist það ekki og nú verður ekki
oftar sagt: „Það er langt síðan
Guðlaug hefur komið, er ekki
rétt að hringja í hana og bjóða
þeim í svið?“ en það var einmitt
ein af síðustu heimsóknunum
ykkar til okkar í haust. Eða kíkt
við hjá þér á Fagurhólstúninu og
fenginn tesopi; eitthvert skrýtið
te með miklu hunangi og sítrónu,
bornar saman bækur um prjóna-
skap og bækur eða bara spjallað
um daginn og veginn. Ekki síst
börnin og barnabörnin okkar
sem við erum að sjálfsögðu mjög
stoltar og montnar af og sam-
mála um að það væri gott að geta
aðstoðað börnin sín með ýmislegt
og ekki væri nú leiðinlegt að fá að
hafa barnabörnin hjá sér eða
skreppa bæjarleið til að passa
þau. Þetta væri það sem við ætt-
um að gera meðan þörf væri á
því. Það var líka ýmislegt sem við
ætluðum að gera saman en það
verður að bíða þar til við hittumst
aftur í draumalandinu. En þetta
voru góð ár og nú eru allar minn-
ingar og myndir svo dýrmætar
og þær tekur enginn frá manni.
Elsku Lauga, það er svo
margt fleira sem mig langar að
segja en orðin koma bara ekki.
Ég kveð þig því með sorg og
söknuð í hjarta og takk fyrir allt
og allt.
Elsku Óli, Brynhildur, Þór-
hildur og fjölskyldur, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Vinkonuminning
Mót himninum hjarta mitt grætur
og heiminum vorkenni ég,
því fegurð sem festi hér rætur
er farin um englanna veg.
Og tárin í fótspor mín falla
á fræin sem þáðu þitt ljós
en dásemd um dagana alla
skal dafna sem yndisleg rós.
Er vonin þín vakti um nætur
þú veikindum ýttir frá þér.
Mót himninum hjarta mitt grætur
þó hef ég þig alltaf hjá mér.
(Kristján Hreinsson)
Sigríður Diljá.
Við sem vorum frumbyggjar á
Fagurhólnum í Grundarfirði á
öndverðum áttunda áratugnum
eignuðumst sérstakt samfélag,
sem byggðist á samhjálp og
stuðningi hver annars við að
koma þaki yfir sig og sína. Þetta
var á þeim árum þegar húsbyggj-
endur lögðu við langan vinnutíma
sitt mikla framlag til þess að láta
þann draum rætast að búa í eigin
húsi. Lauga og Óli áttu lóð sem lá
að okkar og þannig þróaðist með
okkur einstakt samstarf og vin-
átta, sem hefur enst með okkur
allar götur síðan eða í hálfa öld.
Þegar kom að lóðaframkvæmd-
um voru vorkvöldin og -nætur
drjúg sem oftast enduðu inni í
eldhúsi öðrum hvorum megin
lóðamarka þar sem menn drógu
ekki af sér í orðaskaki um þjóð-
málin og hitnaði þá heldur en
ekki í kolunum, þegar það átti
við, en aldrei þó svo að það skerti
nokkuð vináttuna agnarögn.
Þegar hér var komið sögu var
hlutur Laugu verðmætur þegar
hún lagaði sterkt kaffi og vandaði
síðan um við okkur Óla með
nokkrum vel völdum athuga-
semdum með ívafi húmors þess,
er hefur yfir að ráða vitsmunum
til að fara vel með slíka guðsgjöf.
Yfir þessu starfi og hugsjón-
um vakti sjálft Kirkjufellið í sinni
miklu tign og sá um að allt færi
fram að sköpuðu. Vinkonurnar
Arna og Brynhildur, þá smá-
meyjar, áttu góða daga í þessu
frjálsa umhverfi og hugsa oft til
þessara indælu vorkvölda, sem
voru engu lík.
Við minnumst Laugu með
miklu þakklæti og eftirsjá enda
var hún gædd svo miklum mann-
kostum að okkur verður orða-
vant að koma því í búning. En
Lauga, þessi vitra kona, kunni
manna best að greina kjarnann
frá hisminu. Lauga unni sveitinni
sinni og íslenskri náttúru og var
henni einkar eiginlegt að vernda
og tala fallegt mál.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við Óla, Brynhildi, Þór-
hildi og allri fjölskyldunni.
Þórunn og Árni.
Guðlaug Erla
Pétursdóttir
Elskuleg móðir okkar og mormor,
HANNE JEPPESEN,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
18. júlí. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 9. ágúst
klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Innilegar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða
aðhlynningu og hlýhug.
Móna Steinsdóttir
Lizy Steinsdóttir
Daníel Einar Hauksson
Katrín Hanna Hauksdóttir
Sara Gunnlaugsdóttir