Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
mus, Kiljan, að ógleymdum Steini
Steinar. Hann vildi að ég for-
framaðist og skildi flókin rök til-
verunnar. Sumum í fjölskyldunni
hugnaðist þetta ekki og sögðu að
ég ætti ekki að láta „kommúnist-
ann“ Gunnar hafa áhrif á mig.
Þetta var erfitt að meðtaka. Þessi
hlýi samkenndarmaður, trausta
og einstaka ljúfmenni sem vildi
öllum vel, jafnt innan sem utan
fjölskyldu átti ekki skilið svona
gagnrýni. Faðir minn sem var ná-
inn og andlega skyldur Gunnari
sagði mér að hlusta á Gunnar.
Það var mjög ánægjulegt þeg-
ar Ásgerður og Gunnar komu í
ársdvöl til Kaupmannahafnar
1971-1972. Þau urðu strax hluti af
svokölluðum Kaupmannahafnar-
hóp sem var og er rótgróinn
klíkuhópur, ekki sjálfgefið að
koma inn í hann. En húmoristinn,
félagsveran og röksnillingurinn
Gunnar átti einfaldlega heima
þarna.
Gunnar var heltekinn af fjall-
göngum og útivist eins og hann
orðaði það sjálfur. Ég gleymi því
aldrei þegar þið Egill genguð frá
Skjálfanda yfir í Flateyjardal.
Það var talsverð svaðilför og létt-
ir þegar þið skiluðuð ykkur til
baka. Það er unun að því að lesa
hvað Gunnar upplifði mikið af
náttúru og ferðalögum í fyrr-
nefndri bók. Maður sem lifði slíku
lífi hefur átt ríkt líf. Nú sameinast
Gunnar þessari náttúru og það að
eilífu.
Gunnars verður sárt saknað.
Hann var góður, fróður, ráðagóð-
ur og einstaklega skemmtilegur
frændi. Takk fyrir allt, Gunnar.
Takk fyrir að vera lögfræðilegur
ráðgjafi Sálfræðistöðvarinnar í
öll þessi ár. Minningar tengdar
þér munu ætíð verða sterkar
innra með mér.
Ásgerði, börnunum og allri
fjölskyldunni sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðfinna Eydal.
Vinur minn Gunnar Eydal er
allur. Andlát hans bar óvænt að
fyrir okkur öll, en baráttan við ill-
vígan sjúkdóm var bæði stutt og
ströng. Lífið er undursamleg gjöf
en það er oft stutt á milli feigs og
ófeigs.
Ég hafði spurnir af því að þeg-
ar Gunnar stundaði laganám við
Háskóla Íslands hefði hann tekið
virkan þátt í þjóðmálaumræð-
unni, sérstaklega um félagsleg
réttindi verkafólks. Nafn Gunn-
ars var þá oft nefnt í sömu andrá
og nafn Arnmundar heitins Back-
manns, sem var samtíma Gunnari
í menntaskóla og í laganáminu.
Það þótti mér ekki leiðinlegt.
Það var hins vegar vorið 1973
þegar ég var ráðinn fram-
kvæmdastjóri SFR, Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, sem
leiðir okkar Gunnars lágu fyrst
saman en hann var þá lögfræð-
ingur BSRB. Félögin innan
BSRB höfðu þá nýlega fengið
samningsréttinn og því var mikið
um að vera á skrifstofum SFR og
BSRB sem voru í mjög nánu sam-
býli. Gunnar var þar réttur mað-
ur á réttum stað. Hann hafði auk
laganámsins stundað framhalds-
nám í vinnurétti við Kaupmanna-
hafnarháskólann og var því öllum
hnútum kunnugur í þeim miklu
sviptingum sem þá áttu sér stað á
vinnumarkaði opinberra starfs-
manna.
Á þessum árum bundumst við
Gunnar vináttuböndum sem aldr-
ei rofnuðu heldur styrktust frek-
ar hin seinni ár. Við Gunnar vor-
um jafnaldrar og bjuggum báðir í
Hraunbænum í Reykjavík, þar
sem stutt var á milli heimila okk-
ar. Þetta voru óvenjulegir tímar
enda var SFR langstærsta aðild-
arfélagið innan BSRB. Það þótti
ekki tiltökumál þó unnið væri
langt fram eftir á kvöldin og um
helgar. Skemmtilegt var þetta
allt saman og spennandi fyrir
unga menn. Við Gunnar upplifð-
um okkur sem þátttakendur í
mikilvægum breytingum á vinnu-
markaði opinberra starfsmanna.
Þegar Gunnar hætti sem lög-
fræðingur BSRB árið 1976 tók
hann við framkvæmdastjóra-
stöðu hjá SÍB, Sambandi ís-
lenskra bankamanna. SÍB var þá
að breytast í verkalýðsfélag með
fullan samnings- og verkfallsrétt
og kom þá reynsla og þekking
Gunnars sér vel á þessum nýja
vinnustað.
Starfsvettvangur Gunnars var
þó fyrst og fremst hjá Reykjavík-
urborg en hann var ráðinn í starf
skrifstofustjóra borgarstjórnar
árið 1979. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði nokkuð óvænt misst meiri-
hlutann í kosningunum 1978 eftir
50 ára valdasetu. Ráðning Gunn-
ars var því afar þýðingarmikil
fyrir hinn nýja meirihluta. Aldrei
áður hafði vinstrimaður gegnt
svona veigamiklu trúnaðarstarfi
hjá Reykjavíkurborg. Leitað var
víða álits og gaf ég mínum gamla
vini bestu meðmæli. Sigurjón
heitinn Pétursson var oddviti
meirihlutans og voru fjallaferðir
og náttúruvernd þeirra sérstaka
áhugamál. Hjónin Gunnar og Ás-
gerður, Sigurjón og Ragna bund-
ust því traustum vináttuböndum.
Gunnar starfaði síðan í næstum
þrjátíu ár hjá Reykjavíkurborg
og vann sér alls staðar álit og
traust sem góður embættismað-
ur.
En nú er komið að leiðarlok-
um. Það er birta yfir minningu
Gunnars Eydal. Ég er þakklátur
fyrir að hafa átt þess kost að
kynnast honum á lífsleiðinni.
Við Kristín sendum Ásgerði,
börnum þeirra hjóna og fjölskyld-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hrafn Magnússon.
Það er með hlýhug að ég rita
þessi minningarorð um vin minn
Gunnar Eydal. Leiðir okkar lágu
saman árið 1985 þegar ég starfaði
sem forstöðumaður í Tónabæ. Þá
kom símtal til mín frá skrifstofu
borgarstjóra og ég var boðaður á
fund hjá Gunnari Eydal skrif-
stofustjóra. Erindi hans var að
biðja mig að aðstoða í nokkrum
þáttum varðandi undirbúning 100
ára afmælishátíðar Reykjavíkur-
borgar. Frá þeim degi hófst góð
og traust vinátta okkar sem stóð
allt til síðasta dags.
Gunnar var snjall og úrræða-
góður embættismaður. Borgar-
fulltrúar, hvar sem þeir stóðu í
pólitík, gátu treyst honum. Vand-
virkni og dugnaður í vinnu voru
hans aðalsmerki. Fundarritarinn
Gunnar skrifaði líka skýran og
góðan texta, um það vitna fleiri
hundruð fundargerðir ráða og
nefnda.
Gunnar var góður vinur vina
sinna. Því fékk ég að kynnast í
áratuga samstarfi við stjórn
Reykjavíkurborgar. Það var gott
að leita til hans með erfið og flók-
in úrlausnarefni. Hann var ávallt
úrræðagóður, fastur fyrir og því
var einstaklega gott að eiga hann
að vini ef erfiðleikar steðjuðu að.
Gunnar var mikill djassáhuga-
maður og gátum við félagarnir
lagt okkar af mörkum við að
stofna til Jazzhátíðar Reykjavík-
ur ásamt RÚV og FÍH í upphafi
tíunda áratugarins. Í gegnum
hússtjórn Ráðhússins gátum við
svo líka lagt Sæbirni Jónssyni og
Stórsveit Reykjavíkur lið með
tónleikahaldi í Tjarnarsal ráð-
hússins. Fyrir þetta á Gunnar
miklar þakkir skildar.
Engan mann þekki ég sem er
fróðari um Ísland og íslenska
staðhætti en Gunnar. Hann kunni
skil á og mundi nöfn á hverri hæð
og hól eða fjalli hvar sem er á
landinu. Þær voru ófáar ferðalýs-
ingarnar sem ég fékk að njóta, og
sumar alveg lygilegar. Meira að
segja jólakortin, gjarnan með
mynd frá óþekktum stað og stutt
lýsing, voru einstök því Gunnar
var sögumaður góður og húmor-
isti fram í fingurgóma.
En tíminn flýgur.
Um síðustu mánaðamót rædd-
um við lengi saman í síma. Gunn-
ar sagði mér að hann væri með
slæmsku í bakinu og ekki góður
til gangs, en hann væri á leiðinni
til læknis. Hann ætlaði að finna til
fyrir mig ljóð eftir Böðvar Guð-
mundsson og við ákváðum að hitt-
ast eftir tvær vikur.
Þrátt fyrir nokkuð stíf funda-
höld í 34 ár verðum við Gunnar
minn að fresta þeim fundi um
óákveðinn tíma.
Kæra Ásgerður. Við Kristín
sendum þér og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Jónsson.
Gunnar Eydal hitti ég fyrst
haustið 1959 þegar við hófum nám
í Menntaskólanum á Akureyri.
Okkur varð fljótt vel til vina og
átti sameiginlegur áhugi okkar á
tónlist, sérstaklega djasstónlist,
trúlega stærstan þátt í því. Gunn-
ar bauð mér oft heim til sín til að
hlusta á djass en hann hafði að-
gang að ótrúlega stóru plötusafni
bræðra sinna, þeirra Finns og
Ingimars Eydal, landsfrægir tón-
listarmenn báðir tveir. Lágum við
gjarnan á gólfinu í herbergi Finns
og hlustuðum á þekktustu meist-
ara djassins. Eftir stúdentspróf
hófum við báðir nám í lögfræði við
Háskóla Íslands og útskrifuðumst
saman 1971. Eftir það störfuðum
við saman hjá Reykjavíkurborg í
rúm 25 ár en Gunnar starfaði þar í
um 30 ár.
Við höfum því verið samferða í
meira en hálfa öld þegar allt er
talið og eftir að við létum af störf-
um höfum við hist reglulega og
rifjað upp ýmislegt frá fyrri árum
eða rætt það sem var efst á baugi
hverju sinni.
Gunnar var fræðilega sinnaður
og góður lögfræðingur og hafði
hann réttindi til málflutnings fyrir
öllum dómstigum. Hann aflaði sér
viðbótarþekkingar í faginu við
Kaupmannahafnarháskóla.
Vinnuréttur var hans áhugasvið
og vann hann m.a. sem lögfræð-
ingur BSRB um fjögurra ára
skeið og síðan sem framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra banka-
manna í um þrjú ár áður en hann
réð sig til Reykjavíkurborgar sem
skrifstofustjóri borgarstjórnar
árið 1979. Gunnar var meðhöfund-
ur að ritinu Vinnuréttur, útg. 1978
og aftur 1986, og svo ritaði hann
Hagnýta lögfræði, útg. 1984. Eftir
að Gunnar lét af störfum ritaði
hann bókina Gamlar glefsur og
nýjar, útg. 2016. Vel skrifuð bók
og eru í henni glefsur úr lífi Gunn-
ars eins og hann segir sjálfur.
Gunnar var mikill vinur vina
sinna og þótt stjórnmálaskoðanir
okkar hafi ekki alltaf farið saman
höfðu þær aldrei áhrif á okkar
góðu vináttu. Gunnar hafði mikla
og góða kímnigáfu sem hann setti
að jafnaði fram af nærgætni, sér-
staklega ef hún gat snert aðra en
hann sjálfan.
Kæri vinur, ég kveð þig að sinni
og þakka þér vináttu og langa
samferð. Ásgerði, Rögnu Björk,
Hjördísi og Gunnari Páli sem og
barnabörnum og barnabarna-
börnum sendi ég djúpar samúðar-
kveðjur og bið ykkur guðs bless-
unar.
Jón G. Kristjánsson.
Fallinn er frá góður vinur og
samstarfsfélagi um áratugaskeið.
Við Gunnar hittumst fyrst árið
1982 þegar ég hóf störf í borgar-
stjórn. Þá hafði hann starfað sem
skrifstofustjóri borgarstjórnar
frá 1979 og gegndi því starfi allt
fram til 2009 auk þess sem hann
var borgarlögmaður um tíma.
Samskipti okkar voru öll afar
traust og ánægjuleg, einkum á
sviði skipulagsmála og í hags-
munagæslu fyrir sveitarfélögin í
landinu á vettvangi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
Fáir voru Gunnari fremri í al-
mennri þekkingu á sveitarstjórn-
armálum og var gott að leita til
hans vegna úrlausna flókinna
mála og þiggja ráð hans. Gunnar
var mjög hjálpsamur við borgar-
fulltrúa sem leituðu til hans varð-
andi margvísleg álitaefni sem upp
komu í starfi þeirra. Í þeim efnum
var hann ávallt úrræðagóður,
enda fáir sem gerðu sér betur
grein fyrir mikilvægi þess að
borgarfulltrúar séu vel upplýstir
um lög og reglur sem snúa að
starfi sveitarstjórnarmannsins og
ekki síður starfsmenn sveitarfé-
laga í mikilvægum stjórnunar-
störfum.
Við Gunnar áttum margar
stundir saman utan hefðbundins
vettvangs sveitarstjórnarmál-
anna, m.a. á ráðstefnum og ferð-
um erlendis, einkum til Norður-
landa þar sem sveitarstjórnarmál
voru til umræðu. Var augljóst að
hann naut mikillar virðingar á
þeim vettvangi fyrir yfirgrips-
mikla þekkingu sína á sveitar-
stjórnarmálum almennt.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir samfylgdina
og vináttuna. Ég þakka honum
samstarfið í áratugi og allt það
mikla starf sem hann vann í þágu
málefna Reykjavíkurborgar. Við
Guðrún sendum Ásgerði og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Skammt er stórra högga á
milli. Tveir samstúdentar okkar
úr stúdentaárgangi frá MA64
verða bornir til grafar í dag á
sama tíma dagsins, þau Nanna
Jónsdóttir og Gunnar Eydal.
Við Gunnar áttum afar
ánægjulegt félagsmálasamstarf í
menntaskólanum. Þegar Þórar-
inn Björnsson skólameistari
kvaddi árganginn á sal talaði
hann um takmarkaðan námsár-
gangur en hann lofaði hæfileika á
sviði stjórnunar og fjáröflunar.
Við Gunnar tókum virkan þátt í
félagslífinu. Ég vil halda því fram
að þátttakan í félagslífinu hafi
ekki síður orðið okkur veganesti í
lífinu en bóklesturinn.
Margs er að minnast úr fé-
lagslífinu í MA, en mig langar til
þess að minnast á einn þátt sem
leiddi okkur Gunnar saman til
ánægjulegs samstarfs. Árið 1960
störfuðu í heimavist MA tvær út-
varpsstöðvar með óreglulegum
útsendingum; Útvarp Rangalar
og Útvarp Andeby. Einar Krist-
insson hafði sett saman eins
lampa útvarpsstöð. Við Gunnar
ákváðum að taka við stöðinni og
nefna hana Útvarp Orion. Stöðin
hafði útvarpsráð og þulu eins og
alvöruútvarpsstöð. Samkvæmt
frásögn í skólablaðinu Munin hóf-
ust útsendingarnar hinn 19. nóv-
ember 1960. Útvörpuðum við
hálfsmánaðarlega á sunnudögum
milli klukkan 18 og 19. Laugar-
dagarnir voru vinnudagar til að
útbúa fjölbreytt efnið og fór sá
undirbúningur fram á heimili
Gunnars. Gunnar átti gott plötu-
safn og öflugt segulband sem við
notuðum til upptöku og afspilun-
ar. Einnig voru beinar útsending-
ar. Mæltust útsendingarnar vel
fyrir hjá heimavistarfólki.
Hinn 12. mars 1961 var skól-
anum lokað í viku vegna inflúensu
en um 40% nemenda voru rúm-
liggjandi. Útvarp Oríon sendi út
óskalög daglega í nokkra klukku-
tíma þá viku. Plötum var safnað
af vistunum og frá nemendum ut-
an heimavistar. Stöðin var sett
upp í herbergi okkar félaganna,
mín og Jóhanns Heiðars Jó-
hannssonar. Stöðugt bárust okk-
ur minnismiðar með beiðnum um
óskalög og kveðjur. Hlustað var á
útvarpsstöðina í bænum og þaðan
bárust kveðjur. Ég stóð vaktina
til að byrja með, en þegar ég fór
veikur í rúmið tók Jóhann Heiðar
við og þegar hann varð veikur tók
Vilhjálmur Vilhjálmsson bekkjar-
félagi okkar við keflinu. Einn dag
kom skólameistari svo inn til okk-
ar og sagði að við værum neydd
til þess að hætta útsendingu. Yf-
irmenn Ríkisútvarpsins höfðu
hringt og sagt að ólögleg útvarps-
stöð í Reykjavík hefði verið gerð
upptæk og þeir gætu ekki lengur
litið fram hjá heimavistarútvarpi í
MA. Útsendingum var hætt og
lauk þar með brautryðjandastarfi
okkar Gunnars í rekstri frjálsra
útvarpsstöðva. Útvarp Oríon mun
hafa átt endurkomu síðar.
Einstaklega ánægjulegt var að
starfa með Gunnari að félagsmál-
um í MA. Hann var hugmynda-
ríkur, áhugasamur og fylginn
sér. Fyrir okkur aðkomufólkið í
heimavistinni var mikils virði að
eiga aðgang að heimilum Akur-
eyringa. Ófáar „skúffukökur“
með kaldri mjólk innbyrtum við á
heimilum þeirra vina minna og
frænda, Gunnars Kárasonar og
Gunnars Eydal. Blessuð sé minn-
ing góðs drengs, Gunnars Eydal.
Fyrir hönd samstúdenta frá MA
vorið 1964 sendi ég aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Þráinn Þorvaldsson.
Fallinn er frá æskuvinur minn
Gunnar B. Eydal. Við Gunnar
vorum jafnaldrar og ólumst upp á
Akureyri. Við vorum þrír strák-
arnir sem fylgdust að gegnum líf-
ið, Gunnar, Martin Meyer og ég.
Nú er ég einn eftir og sakna vina í
stað.
Í uppvexti okkar á Akureyri
var margt brallað. Gunnar
kenndi okkur að hlusta á djass,
sem var hans uppáhaldstónlist
alla ævi. Hann átti einnig þessa
frægu bræður, Ingimar og Finn,
og ekki má gleyma stórstjörn-
unni Helenu Eyjólfs. Það gat
komið sér vel að vísa til þessara
tengsla þegar erfitt var að kom-
ast inn í Sjallann.
Við Gunnar vorum andstæðir
pólar í stjórnmálum, hann til
vinstri en ég hægrimaður. Það
var stundum rifist harkalega
þegar við vorum yngri, en við
höfðum vit á að jafna þann
ágreining, eftir því sem leið á æv-
ina og við þroskuðumst.
Við Gunnar unnum saman í
áratugi að framkvæmd allra op-
inberra kosninga. Hann var
innsti koppur í búri í öllu sem
kosningar varðaði í Reykjavík,
hann var alfræðiorðabók um þau
mál í höfuðstaðnum og alltaf til
hans leitað um lausnir á álitamál-
um. Þau ár sem ég var formaður
yfirkjörstjórnar í Kópavogi leit-
aði ég til hans seint og snemma
um leiðbeiningar og úrlausnir.
Seinna færðumst við í aðra
tröppu í kerfinu, sem verktakar
fyrir bæði innanríkis- og dóms-
málaráðuneyti.
Gunnar var einstaklega fær
starfsmaður í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur. Ég vann lengi
hjá gamla Landsbankanum,
hann var þá framkvæmdastjóri
hjá bankamönnum og vann það
starf af miklum trúnaði. Starf
hans fyrir Reykjavíkurborg
reyndi á alla hans frábæru sam-
starfshæfileika og þekkingu.
Skýrt dæmi um þetta var að þeg-
ar Sjálfstæðisflokkurinn náði
borginni var hann einn af fáum
embættismönnum fyrri meiri-
hluta sem héldu stöðu sinni.
Næstu ár ríkti íhaldið og alltaf
hélt Gunnar vinnunni!
Við Gunnar unnum báðir í mið-
borginni. Við hittumst oft í há-
deginu og hann kenndi mér að
borða gúllassúpu, sem hann hafði
miklar mætur á. Minningarnar
flæða fram. Gunnar Eydal var
góður og traustur vinur og allt
var honum vel segjandi, hann var
einnig húmoristi af guðs náð.
Hans verður sárt saknað og ég
sendi innilegar samúðarkveðjur
til Ásgerðar, barna hans, tengda-
og barnabarna.
Jón Atli Kristjánsson.
Við kynntumst snemma á 10.
áratugnum í haust- og vetrar-
ferðum á jeppum. Það voru tveir
sjálfkjörnir leiðtogar, Sigurjón
Pétursson sem lést í bílsysi 2002
og Gunnar Eydal. Þeir voru
gamlir félagar og vinir, um margt
ólíkir en áttu sameiginlegan
áhuga á ferðalögum innan lands
og utan. Við bundumst í óform-
legum félagsskap jeppafjöl-
skyldufólks sem við köllum Út-
laga og Gunnar var að honum
forspurðum gerður að forseta.
Eins og góðum forseta sæmir
beitti hann aldrei neinu valdi og
gerði engar kröfur aðrar en að fá
að vita hvað þegnarnir höfðu
ákveðið, en hann kom með góðar
ábendingar og tillögur.
Það var gott að hafa Gunnar og
hans fjölskyldu með í ferðunum.
Gunnar var laus við jeppadellu,
jeppi var tæki til þess að komast á
áfangastað og þegar frá leið urðu
eftirsóttir áfangastaðir æ torsótt-
ari, Vatnajökull, Drangajökull og
Gláma, og urðu bílarnir öflugri
eftir því. Gunnar var kannski ekki
lagnasti bílstjórinn, en honum var
í mun að komast á áfangastað og
hafði hann gaman af því að takast
á við óblíð nattúruöflin.
Þegar komið var í skála var
gott að vera með Gunnari, Ás-
gerði og þeirra fjölskyldu. Þar var
hvorki hávaði né ofstopi, það var
frekar að nálægð við þau gerði
okkur öll stór og rólegri. Bros
Gunnars var ljúft og skein af hon-
um væntumþykja til fjölskyldu
sinnar og samferðafólks.
Um leið og við og fjölskyldur
okkar þökkum Gunnari samfylgd-
ina vottum við fjölskyldu hans
samúð, missir þeirra er mikill.
Jón Rúnar Backman,
Þorsteinn Ólafsson.
Árið 1971 birtist ungur lög-
fræðingur á Kannibalnum, mat-
húsi Kaupmannahafnarháskóla.
Þar sátu nokkrir íslenskir náms-
menn fyrir og höfðu setið um ára-
bil en voru við námslok. Pilturinn
var kominn til framhaldsnáms í
löggjöf vinnumarkaðarins og til
að kynna sér framkvæmd þeirra,
m.a. fékk hann tækifæri til þess
að sitja með dómurum fé-
lagsdóms. Hann féll strax inn í
hóp þeirra sem fyrir sátu og fjöl-
skyldan öll. Gunnar, Ásgerður og
dæturnar tvær, Ragna og Hjör-
dís, urðu hluti af fjölskylduhópn-
um, sem hittist reglulega, ekki að-
eins á samkomum námsmanna
heldur einnig í heimahúsum. Son-
urinn, Gunnar Páll, bættist ekki
við í fjölskylduna fyrr en heim til
Íslands var komið.
Þegar heim var komið hélt hóp-
urinn saman og gaf sér heitið
danski hópurinn. Samtals taldi
hópurinn 17 manns. Fyrstu árin
eftir heimkomuna hittist hann um
hver áramót en úr því dró þegar
börnin stækkuðu. Áfram var hald-
ið með reglubundin þorrablót,
sem framan af voru haldin í
heimahúsum en þegar frá leið á
gistihúsum á suðvesturhorninu og
Akureyri. Þá var farið í sumar-
ferðir og tjaldað á góðum stöðum.
Við tókum jólahlaðborðahefðinni
opnum örmum og gerðum að föst-
um lið í dagskránni, stundum úti á
landi. Þá fórum við í borgarferðir
til útlanda. Eftir að flestir höfðu
látið af störfum og tíminn varð
rýmri hittumst við alltaf mánað-
arlega á veitingastöðum og end-
uðum þennan vetur með hádeg-
isverði í byrjun júní. Á þeim tíma
vissi enginn hvað framundan var.
Rúmum mánuði síðar er Gunnar
allur.
Gunnar og fjölskylda hans hafa
þannig verið hluti af lífi okkar
allra í nærri fimm áratugi. Við
höfum setið saman löngum stund-
um og rætt málin. Fyrstu árin
varð það pólitíkin þar sem oft var
hart deilt. Þótt öll teldum við okk-
ur rótæk var Gunnar trúlega sá
rótækasti í hópnum. Þá bættust
við sögur af börnunum og því sem
helst bar við í lífinu. Gunnar var
sæknari á fjöll en við hin og jeppa-
ferðir urðu stærri þáttur í lífi fjöl-
skyldunnar en okkar hinna. Hann
varð snemma mikill náttúru-
verndarsinni og þótti honum
nokkuð á skorta að sumir í hópn-
um hefðu nægilegan skilning á því
að fara yrði með gát í virkjunar-
málum.
Gunnar nýtti sérhæfingu sína í
vinnumarkaðsrétti og réði sig við
heimkomuna sem lögfræðingur
BSRB og síðan framkvæmda-
stjóri SÍB. Á þeim tíma skrifaði
hann bók um vinnurétt sem varð
grundvallarrit.
Í starfi venti hann sínu kvæði í
kross þegar hann réðist til borg-
arinnar sem skrifstofustjóri borg-
arstjórnar. Það var á tíma fyrsta
SJÁ SÍÐU 46