Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
hrakaði og hún fluttist á Hrafn-
istu.
Það er okkur sérstaklega minn-
isstætt þegar við fórum í kaffi til
ömmu og hún spáði fyrir mann í
bolla. Amma sá ávallt eitthvað
áhugavert og skoplegt en lang-
skemmtilegast þótti henni að sjá
eitthvað dónalegt og þá var mikið
hlegið.
Ömmu var sannarlega margt til
lista lagt hvort sem það var mynd-
list, glerlist, leirlist, leiklist eða
ljóðlist en hún var einnig mikil
saumakona. Hún lagði líka stund á
náttúrulækningar og á heilun. Það
var til dæmis alltaf til krækiberja-
saft í ísskápnum heima úr berjum
sem amma hafði tínt. Amma var
alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálp-
arhönd og lagði oft mikið á sig eins
og að tína fjallagrös um land allt
til lækninga fyrir aðra.
Við minnumst ömmu í fallega
og einstaka garðinum hennar sem
hún sinnti af mikilli alúð og dugn-
aði alla tíð. Í æsku var garðurinn
eins og ævintýraheimur fyrir okk-
ur, með lítilli tjörn, blómahafi og
sólhúsinu þar sem hún ræktaði
vínber.
Við þökkum fyrir allar dýr-
mætu stundirnar sem við áttum
saman og viljum minnast hennar
með Kvæðinu um fuglana eftir
Davíð Stefánsson sem hún hélt
svo mikið upp á.
Kvæðið um fuglana
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perlug-
lit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín barnabörn,
Þyrí, Stefanía, Hallgerður
og Sverrir.
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast minnar kæru móðursyst-
ur Stefaníu Ragnheiðar, eða
Stebbu frænku eins og hún var
ætíð nefnd hér fyrir norðan af
frændfólkinu. Stebba frænka var
sannkallaður gleðigjafi. Hún var
afbragðsleik- og sagnakona,
kunni ógrynni vísna og sagna og
fór með heilu ljóðabálkana í leik-
búningi þegar þannig stóð á.
Hlaut hún mikið lof fyrir. Hvar
sem hún kom var hún hrókur alls
fagnaðar, svo glæsileg og falleg
kona í glæsilegum fatnaði og
skarti. Einnig var hún mjög góð-
ur listmálari og á ég mörg falleg
verk eftir hana, sem mér þykir
ofboðslega vænt um.
Alltaf var tilhlökkunarefni að
vita að hún og maðurinn hennar,
hann Sverrir, væru á norðurleið
því nú yrði gaman við spil, leik,
sögur og spjall. Það var aldrei
nein lognmolla í kringum þau. Í
raun er ekki hægt að minnast á
Stebbu nema að nefna manninn
hennar, hann Sverri, í sömu
andrá, svo samstillt voru þau í
einu og öllu. Ein af mínum fyrstu
bernskuminningum um þau er
þegar Sverrir kom heim með
stórgjafir og færði okkur krökk-
unum. Hann var þá að koma úr
siglingum og hafði keypt þessar
gjafir erlendis að undirlagi
Stebbu sem vildi gleðja systur-
börnin sín sex í Stíflu, sem hún
vissi að höfðu ekki mikið til neins.
Þau sjálf voru á þessum árum að
byrja sinn búskap og höfðu
örugglega nóg með sitt en það
stóð ekki í veginum fyrir því að
gleðja börnin. Stefaníu var alltaf
umhugað um lítilmagnann og hún
hlúði endalaust að þeim sem áttu
um sárt að binda. Þau hjónin
Stefanía og Sverrir hafa ætíð ver-
ið höfðingjar heim að sækja og
alltaf svo elskuleg í minn garð og
míns fólks.
Stebba var eins og ég hef áður
nefnt afbragðslistmálari og eftir
hana liggur fjöldinn allur af mál-
verkum, leirlistamunum og öðru
handverki. Einnig var henni
hjartkær garður þeirra við
Hrauntungu og fengu þau verð-
laun fyrir þann listilega hannaða
garð á sínum tíma. Það var alveg
ótrúlegt hvað Stebba komst yfir
að skapa í listinni.
Fyrir u.þ.b. fjórum árum
veiktist Stebba af heilabilun og
tók sú bilun hana óvenjulega
hratt og fór hún fljótlega inn á
öldrunarheimili. Ekki treysti ég
mér til að heimsækja hana þang-
að og það hvílir á samvisku minni.
En málið er að ég vildi bara sjá
Stebbu mína eins og hún var í
mínum huga, þ.e. hæfileikaríka,
glæsilega og fallega konu, leiftr-
andi af sagnagleði, og þannig vil
ég minnast hennar í hjartanu.
Takk fyrir allt, elsku Stefanía
mín, og allt það sem þú af gjaf-
mildi þinni gafst mér. Ég vil
senda öllum ástvinum Stebbu
minnar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Þín frænka,
Birna Jóhannesdóttir.
Stefanía Ragnheiður Pálsdótt-
ir fjöllistakona, kær vinkona mín,
er látin. Hún var eiginkona föð-
urbróður míns, Sverris Arnar
Lútherssonar, sem var deildar-
stjóri hjá Tollstjóraembættinu í
Reykjavík til langs tíma. Þau
hjón hafa verið mér afar kær og
hafa bæði sýnt mér einstaka vin-
áttu alla tíð. Stundum leið þó
langt á milli heimsókna minna til
þeirra, einkum þegar ég bjó er-
lendis um 10 ára skeið.
Stefanía var harðdugleg, vel
menntuð og litrík listakona. Hún
málaði m.a. olíumálverk og einnig
eru þekkt málverk hennar og
teikningar á rekavið sem hún
ásamt eiginmanni sínum tíndi
saman og valdi m.a. í sjávar-
fjörum. Stefanía bjó til fjölbreytt-
ar og fallegar leirstyttur sem hún
brenndi í eigin brennsluofni og
eru þær víða til á heimilum. Stef-
anía var einnig menntuð í leiklist
og upplestri, m.a. í leiklistarskóla
Ævars Kvaran, og leikstýrði á
sínum tíma ýmsum leikritum víða
á Suðurlandi. Kennarar hennar
auk Ævars voru m.a. Hringur Jó-
hannesson og Ragnar Kjartans-
son. Stefanía hefur ekki síst verið
þekkt fyrir upplestra sína á ljóð-
um valinkunnra höfunda. Sér-
stakt dálæti hafði hún á Davíð
Stefánssyni og það er á engan
hallað þótt ég fullyrði að fáir eru
þeir sem hafa farið í spor hennar
varðandi vandaðan leikrænan
flutning á kvæðum hans. Þess
fékk ég gjarnan að njóta þegar ég
kom í heimsókn á heimili hennar
og fór ávallt léttur og hress úr
þeim heimsóknum. Ég og sonur
minn Gunnlaugur varðveitum
ýmsa góða muni sem Stefanía
færði okkur við ýmis tækifæri.
Nú er skarð fyrir skildi. Með
Stefaníu er horfin sterk og hrein-
skilin kona sem kom fram eins og
hún var klædd. Það er öðruvísi að
koma í Hrauntunguna nú. Þó er
eins og andi Stefaníu sé þar enn
til staðar.
Ég votta Sverri, börnum
þeirra fjórum, fjölskyldum þeirra
og öllum aðstandendum og vinum
samúð mína vegna fráfalls Stef-
aníu. Munum samt að þó hér lok-
ist dyr, þá opnast aðrar.
Ingimar Pálsson.
Heimur skelfur
harmi lostinn.
Höggvinn er hlynur álfu heillar.
Féll fram að skauti
hringa fallar.
Höfuð skotinn,
augun brostin.
Dreyri draup úr
dökku hári.
Dynur af harmi
jörðin stynur.
Þú sem varst
hvítra og svartra vinur.
Veröldin öll er sem
stungin sári.
Þetta ljóð Stefaníu Pálsdóttur
sem hún orti nóttina eftir að John
F. Kennedy forseti var skotinn til
bana lýsir harmi heimsins en
miklum tilfinningum Stefaníu,
sterkri skapgerð og listrænu eðli.
Stórbrotið var að hlusta á hana
flytja ljóðið með trega og harm-
þunga svo að viðstaddir felldu
tár, enda Kennedy mest dáður
hér af forsetum Bandaríkjanna.
Stefanía var tilfinningavera og
frá sál hennar geisluðu sólskins-
stundir og svo ólgaði brimið eins
og það tækjust á ógnarkraftar,
þar var listakonan að verki, hlát-
urinn og gráturinn eins og syst-
ur. Svo var það hin næma móðir
og eiginkona sem gaf Sverri sín-
um, börnum og vinum margar
hamingjustundir. Fyrst minnist
ég Stefaníu og Sverris á þorra-
blótum í Þingborg í sveitinni okk-
ar, þar svifu þau í dansi og hún
faðmaði sína gömlu vini og rifjaði
upp æskuárin í ungmennafélag-
inu og á leiksviði með mömmu
sinni og sveitungum og skemmti-
legan tíma þegar barnmargt var
á flestum bæjum og vor í lofti
lands og þjóðar. Stefanía sótti
hæfileika sína til foreldra sinna,
henni fylgdi gustur geðs og gríð-
arþokki eins og föður hennar, það
var aldrei lognmolla þar sem þau
fóru. Hún sagði meiningu sína
umbúðalaust eins og hann og svo
tók hláturinn og gleðin við. Svo
hafði hún listræna hæfileika móð-
ur sinnar og lagði fyrir sig að
hjálpa fólki í erfiðleikum. Hún
hafði dulræna hæfileika og
hressti þá sjúku og gaf þeim von-
ina á ný. Leiklistin tók hana helj-
artökum og ung að aldri lék hún í
mörgum leikritum í sveit sinni og
svo setti hún upp leikverk bæði
þar og víðar í Árnessýslu. Hún
nam leiklist og upplestur fyrst
við móðurkné, síðar í Leiklistar-
skóla Ævars Kvarans. Hún varð
eftirsótt sem upplesari ljóða stór-
skáldanna og sjálf orti hún mörg
ljóð framan af ævi. Stefanía var
góð myndlistarkona og margar
skemmtilegar fantasíur og lista-
verk prýða heimili þeirra Sverr-
is, hún hélt sýningar á verkum
sínum. Hún sótti hugmyndir að
málverkum og gler- og leirstytt-
um sínum m.a. í þjóðsögurnar.
Þar mátti m.a. greina tröllkon-
una Jóru og Hallgerði langbrók,
en Hallgerði gaf hún mér þegar
ég skrifaði bók um Hallgerði.
Stefanía tók hiklaust málstað
þess veika og fordæmda af mik-
illi réttlætiskennd, hún fann til
með Hallgerði langbrók. Við
Margrét vorum stundum gestir
þeirra á þorrablótum og ein-
stökum vinafundum á heimili
þeirra, þar voru þau góðir gest-
gjafar. Hann virðulegur og veit-
andi og hún miðpunktur
skemmtilegheitanna eins og
fiðrildi í sólskini og stundin alltaf
einstök. Fyrir þetta allt viljum
við Margrét þakka við leiðarlok
og votta Sverri og fjölskyldu
samúð okkar. Blessuð sé minn-
ing Stefaníu Ragnheiðar Páls-
dóttur.
Guðni Ágústsson.
Hún tók létt í hönd mína, hélt
henni lengi í fíngerðum lófa sín-
um, sagði við mig nokkur falleg
orð og gott ef hún fór ekki bara
með lítið ljóð handa mér í leið-
inni. Þannig voru okkar fyrstu
kynni fyrir 20 árum, hún birtist
mér sem kankvís og gamansöm
þessi fíngerða lágvaxna kona,
með mikilfenglega rauða hárið,
hún bar stóran barðamikinn blá-
an hatt þennan dag.
Í allri góðri merkingu þeirra
orða er Stefanía með einum af
mínum merkilegustu samferða-
mönnum, engin venjuleg kona,
enda óvenjulega mörgum góðum
gáfum gædd. Frá henni stafaði
einstaklega kraftmikil orka sem
engum duldist að bjó í mikill
sköpunarkraftur.
Það er nú bara þannig í lífinu
að sumir skilja meira eftir sig en
aðrir. Stefanía skilur mikið eftir
sig, ekki síst það að hafa lifað líf-
inu öðrum til góðs og sjálfri sér
til farsældar. Stefanía var fjarri
því að vera skoðanalaus, á hana
skyldi hlustað þegar málum
skyldi koma áleiðis. Menn kom-
ust ekkert framhjá henni fyrr en
þeir skildu áherslur hennar að
fullu, annað var ekki í boði frá
hennar bæjardyrum.
Ástríða hennar á ljóðlist
hverskonar var takmarkalaus og
algerlega einstök. Enga mann-
eskju hef ég þekkt sem kunnað
hefur jafnmikið af ljóðum og
hún, kunni hún vel þá list að fara
með ljóð fyrir fullum sal af fólki.
Blaðlaust gat hún farið með
heilu ljóðabálkana. Þulur fór
hún með fram og aftur á bak svo
unun var að hlusta á svo manni
reyndist óskiljanlegt að hugsa
hvernig er þetta eiginlega hægt.
Hún hafði þá gáfu sem marg-
ur Ílendingurinn myndi fórna
miklu fyrir en það var hennar
einstaka sagnagáfa sem fáu er
við jafnað, hún kunni að glæða
lífi hverja frásögn. Svona minn-
ingar deyja aldrei. Frásagnir
hennar voru lifandi listsköpun,
tilþrifamiklar og áhrifaríkar
sem lýstu upp það umhverfi sem
hún var í hverju sinni.
Stefanía bar hag annarra
mikið fyrir sínu eigin brjósti en
umhyggjusemi var henni í blóð
borin og hún skildi merkingu
þeirra orða sem samlíðan og
samhygð eru.
Árið 2011 veiktist ég skyndi-
lega af matareitrun, þannig að
ég stóð vart undir sjálfum mér,
Stefanía hafði frétt af veikindum
mínum og hringdi í mig, spurði
mig út í líðan mína og hagi. Um
kvöldið birtist hún síðan ásamt
Sverri manni sínum heima hjá
mér með fullan poka af allskon-
ar jurtadrykkjum og galdra-
fæði. Þar stóð ég hálf lífvana illa
til reika, þá setti Stefanía pönn-
una á helluna og byrjaði að
steikja fjallagrös í mjólk ásamt
því að gefa mér bláberjamauk
með allskonar íslenskum jurt-
um. Satt best að segja var ég
gamalmennið og hún unglambið.
Hún fór hamförum í eldhúsinu
mínu á sinn yfirvegaða hátt,
þarna voru öll galdragenin
hennar komin á flug til góðra
verka.
Skemmst er frá því að segja
að mér fór að batna eftir alla
hennar göróttu drykki og jurta-
meðul.
Ekki taldi hún nú nóg að gert,
til þess að koma ræflinum mér á
enn betri lappir bauð hún mér
að koma til sín í reiki sem ég
þáði. Ekki hafði ég nú hugmynd
um hvað reiki var en galdragen-
unum hennar treysti ég nú sem
aldrei fyrr. Það var einhvers-
konar æðri máttur í höndunum á
henni Stefaníu. Svo mikil orka
kom frá þeim að ég varð ekki
einungis agndofa heldur velti ég
því fyrir mér hvort hún hefði í
alvöru beintengingu við almætt-
ið. Blessuð sé minning Stefaníu,
hún stóð vel undir sínum hatti.
Votta Sverri og öllum
afkomendaskaranum hennar
mína innilegustu samúð.
Svavar Guðmundsson.
Ísafjörður var í þá daga langt í
burtu og ekki alveg einfalt að
ferðast þaðan og norður á Krók.
Þegar horft er á þessa mörgu
áratugi til baka hefur það sjálf-
sagt ekki alltaf verið skemmti-
legt að vera táningur og þurfa að
líta eftir og hafa ofan af fyrir
krökkum sem helst vildu stjórna
því sjálf hvað þau gerðu yfir
daginn. En Nanna öðlaðist sess í
hjörtum okkar, ekki síst okkar
elstu systranna og minningarnar
um hana eru glaðar og skemmti-
legar. Þótt samverustundirnar
við Nönnu hafi verið stopular
síðustu ár og raunar síðustu ára-
tugi, minntist Nanna alltaf þess
tíma sem hún kom á Krókinn til
að létta undir með foreldrum
okkar þegar við hittumst og
hafði gaman af að rifja upp til-
tækin í okkur systkinum. Þeim
Nönnu og móður okkar, Ásu,
varð vel til vina og þær náðu allt-
af vel saman þegar þær hittust.
Báðar músíkalskar, söngelskar
og ljúfar konur sem áttu svo
margt sameiginlegt og gátu
spjallað endalaust. Nanna var
afar brosmild, næm á umhverfi
sitt, kát og skemmtileg kona sem
vildi hvers manns götu greiða.
Missir fjölskyldu Nönnu er mik-
ill. Með þessum fáu orðum vott-
um við þeim okkar dýpstu sam-
úð. Megi hún hvíla í friði.
F.h. barna Ásu og Sæmundar,
Herdís Á. Sæmundardóttir.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða.
Og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson)
Í dag er vinkona okkar,
Nanna Jónsdóttir, kvödd hinstu
kveðju.
Hartnær sextíu ár eru liðin
síðan við kynntumst Nönnu í
Menntaskólanum á Akureyri.
Hún kom að vestan og hafði ver-
ið eitt ár í framhaldsskóla á Ísa-
firði. Nanna bar með sér fersk-
an andblæ. Hún var hress og
kát og hlátur hennar var smit-
andi. Hún var félagslynd og
eignaðist strax marga vini. Við
vorum svo heppnar að vera í
þeim hópi. Fljótlega kom á dag-
inn að Nanna spilaði á píanó,
söng og samdi ljúfa tónlist. Hún
var af tónlistarfólki komin í báð-
ar ættir og faðir hennar Jón
Jónsson frá Hvanná, var einn af
frumkvöðlum íslenskrar dægur-
lagasmíði. Söngur á sér ríka
hefð í MA, þar læra nemendur
mikið af vísum og ljóðum á þeim
tungumálum sem kennd eru í
skólanum. Þegar við stelpurnar
sungum saman á heimavistinni
gaf Nanna okkur tóninn og
stjórnaði söngnum. Þetta voru
skemmtileg ár og minnisstæð.
Að loknu stúdentsprófi árið
1964 fór Nanna í Kennaraskól-
ann og kennsla varð ævistarf
hennar sem hún sinnti með
sóma. Lengst af kenndi hún við
Langholtsskóla. Um þriggja ára
skeið var hún í tónlistarnámi og
lagði stund á raddsetningu og
hljómfræði. Hún hafði áhuga á
guðspeki og var næm á tilfinn-
ingar annarra og líðan. Nanna
giftist ung Valdimar Ólafssyni
og eignuðust þau tvo syni.
Valdimar er öðlingsmaður, hann
reyndist Nönnu góður lífsföru-
nautur og bar hana á höndum
sér, enda mat hún hann að verð-
leikum.
Fljótlega eftir útskrift úr MA
stofnuðum við bekkjarsysturnar
skemmti- og saumaklúbbinn
„Flittige hænder og tavse
munde,“ skammstafað FHOTM,
sem hefur starfað í rúma fimm
áratugi og er enn að. Þar var
Nanna í essinu sínu, stjórnaði
söng okkar, sá um undirleik,
spilaði frumsamin lög og tók
þátt í viðburðum klúbbsins. Þar
má nefna matarboð, grímubún-
ingapartí, álfabrennur, sum-
arbústaðarferðir, endalaus af-
mæli – þar sem við tróðum
gjarnan upp – og ferðalög innan
lands og utan. Innan klúbbsins
starfar Hannyrðaskóli Hlínar,
enda hafa hannyrðir fengið auk-
ið vægi hjá okkur hin síðari ár!
Fyrir tæpum áratug fór að
halla undan fæti hjá þeim hjón-
um. Valdimar glímir við van-
heilsu og Nanna varð fyrir því
óláni að detta illa og slasast
mikið. Ítrekaðar læknisaðgerð-
ir báru ekki tilætlaðan árangur
og líkamleg fötlun og veikindi
urðu hlutskipti hennar síðustu
árin. Nanna tók þessum áföllum
af æðruleysi, hlúði að Valda sín-
um og fann sér margt til dund-
urs. Nanna var lítið á ferðinni
hin síðari ár og tók því fagnandi
á móti gestum sem bar að garði.
Hún mætti í hannyrðaskólann
meðan hún gat og hafði á orði
hvað hún ætti góða vini. Nú í
mars hélt hún upp á 75 ára af-
mæli sitt með nokkrum okkar á
heimili sínu. Veikindin höfðu
sett mark sitt á hana en hún var
glaðleg að venju og kvaddi okk-
ur með blessunarorðum. Ekki
grunaði okkur þá að kveðju-
stundin væri nálæg. Lífið held-
ur áfram hjá okkur – en píanóið
hennar Nönnu er þagnað, hún
gefur okkur ekki framar rétta
tóninn.
Við kveðjum vinkonu okkar
með þakklæti fyrir samfylgdina
og ótal margar gleðistundir.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við Valdimar, sonum
þeirra og fjölskyldum svo og
ástvinum öllum. Blessuð sé
minning Nönnu Jónsdóttur.
Fyrir hönd vinkvenna í
FHOTM.
Ingibjörg M. Möller.
Elskulegur faðir okkar og bróðir,
RÖGNVALDUR A. HALLGRÍMSSON,
Hamraborg 16,
Kópavogi,
lést föstudaginn 5. júlí.
Jarðað var í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sylvía Svava Rögnvaldsdóttir
Ragnar Helgi Rögnvaldsson
Guðrún Margrét
Helgi
Dagmar Sesselja
Finnbogi Ingólfur
Okkar ástkæra,
MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR,
áður Eyravegi 14,
Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi, 23. júlí.
Sesselja Sólveig Bjarnad. Jón Sveinbergsson
Sigurður Bjarnason Sigríður Sveinsdóttir
Harpa Bjarnadóttir Valur Helgason
Friðrik Bjarnason Guðrún Helga Ívarsdóttir
Kristín Hanna Bjarnadóttir
og fjölskyldur