Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 55

Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 55
Samhent hjón Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir fluttu fyrr á þessu ári til Egilsstaða og hafa nú opnað þar veitingastaðinn Nielsen. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Þau hjónin eru engir aukvisar þegar veitingamennska er annars vegar en Kári er matreiðslumeistari og fyrrverandi yfirkokkur á Dill en þar á undan á Kol og því hokinn af reynslu. Sólveig Edda er markaðs- fræðingur, fædd og uppalin á Egils- stöðum. Þau fluttu austur í mars og tveimur mánuðum seinna fæddist Nielsen fullskapaður. Að sögn þeirra hjóna er áherslan á íslenskt hráefni af svæðinu. „Við erum með lítinn matseðill sem breytist ört í takt við það hráefni sem er fáanlegt og ferskast hverju sinni. Við kaupum til dæmis mjög mikið af Vallanesi/Móður jörð sem er með lífræna grænmetis- og bygg- ræktun hér rétt fyrir utan Egils- staði. Megnið af mjólkurvörum fáum við frá Fjóshorninu sem er framleiðsla Egilsstaðabýlisins. Fisk- inn fáum við frá Borgarfirði eystri og stundum villtan lax af svæðinu líka. Svo er auðvitað hellingur af villbráð eins og gæs og hreindýri sem við notum líka, Kári veiddi meira að segja hreindýrið sem er á seðlinum núna,“ segir Sólveig Edda um áherslurnar í matargerð. Í há- deginu er svo seðill sem tekur dag- legum breytingum þar sem áhersl- an er á bragðgóðan og seðjandi heimilismat. Sólveig Edda segir viðtökurnar hafi verið vonum framar og þau hjónin séu sérstaklega ánægð með þann áhuga sem heimamenn og Austfirðingar almennt hafa sýnt staðnum enda sé búið að vera nóg að gera undanfarið. Öðruvísi bragð og hráefni Markmiðið hafi verið að bjóða heimamönnum upp á bragðgóðan, ferskan og öðruvísi mat sem væri að mestu leyti úr hráefni úr heima- byggð. „Maturinn er ólíkur öðru sem býðst á Egilsstöðum. Við vinnum mikið með hráefni sem kokkarnir sækja sjálfir eins og hvönn, kerfil, lerki og rabarbara, sem maður sér ekki á mörgum mat- seðlum. Við erum líka með ótrúlega færa kokka sem geta töfrað fram ótrúlegt og öðruvísi bragð en þeir leggja einnig mikið upp úr faglegu handbragði og nýtingu hráefnisins. Vinsælasti rétturinn hingað til hefur verið lambaprime-ið okkar, sem hreinlega bráðnar í munni. Svo er- um við farin að taka eftir því að fólk kemur aftur og aftur til að fá sér eftirrétt sem er súkkulaði- saltkaramella með mjólkurís og lerki, hann hefur verið mjög vin- sæll!“ Sólveig Edda segir að þau hafi svo sem ekki vitað hverju þau ættu að búast við þegar þau opnuðu Niel- sen. „Við vissum að við þyrftum að vinna mikið og að við yrðum frekar upptekin í sumar og það hefur svo sannarlega verið þannig, en þetta gengur ótrúlega vel og við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Við ætlum að vera með opið allan ársins hring. Yfir sumarið er opið alla daga vik- unnar en á veturna ætlum við að draga seglin saman og hafa opið fimm daga í viku.“ Í mörg horn að líta Nielsen hefur, eins og áður segir, farið vel af stað og eru þau hjónin mjög sátt við byrjunina. „Við gerð- um okkur enga grein fyrir því hvernig þetta yrði en þetta hefur farið ótrúlega vel af stað og við er- um mjög ánægð með móttökurnar,“ segir Sólveig Edda og bætir við að það hafi helst komið þeim á óvart hvað aukaverkefnin séu drjúg og hvað það sé í mörg horn að líta til að reksturinn rúlli hnökralaust. „Alls konar lítil verkefni og atriði sem þarf að huga að, en þetta lærist bara með tímanum og er ótrúlega skemmtilegt. Ekki síst að fá gesti sem eru yfir sig ánægðir en svo finnst okkur sérstaklega gaman að fá fólk sem er forvitið og til í að prófa alls konar nýtt í matargerð. Fólk sem hefur margar spurningar og pælir mikið í hráefninu sem við notum, það er svo gaman að gefa svoleiðis mataráhugafólki að borða.“ Húsnæði með sál Nielsen er til húsa í einu elsta húsi Egilsstaða sem búið er að gera fallega upp. Komin heim á Egilsstaði Fyrr á þessu ári tóku þau Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir þá ákvörðun að flytja á heimaslóðir hennar á Egilsstöðum og opna þar veitingastað. Staðurinn hlaut nafnið Nielsen og er ólíkur öðru því sem býðst á svæðinu. Hróður hans hefur farið víða og ljóst að opnun hans er mikill happafengur fyrir Héraðsbúa og nærsveitunga. Matarást Matseðillinn er sérlega girnilegur og hafa matgæðingar hælt staðnum í hástert. Meistaramatur Maturinn þykir hreinasta afbragð en þau hjón reyna að nota eins mikið hráefni af Héraði og kostur er. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina á pallinn Pappelina er tilvalinn félagi bæði innan og utandyra. Kíktu á úrvalið í Kokku eða á kokka.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.