Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Lyfjalausmeðferð án þekktra aukaverkana. Bionette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennumofnæmis- kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum. Bionette hentar vel gegn frjókornumúr trjám, grasi, illgresi og blómum.Myglu, gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrumog öðrum loftbornumofnæmisvökum. HEILSAÐUVORINU lgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs Fæst í apótekum Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is óB Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4mín.). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast. Í vikunni kom Axel Ómarsson kántrýsöngv- ari í spjall í Ísland vaknar. Axel stendur fyr- ir kántrýhátíð á Selfossi í september auk þess sem hann er á ferð um landið að halda tónleika. Kántrýhátíðin var fyrst haldin árið 2017 og hefur sótt í sig veðrið síðan þá. Á hátíðinni koma fram innlendir sem erlendir tónlistarmenn. Tónlistarkonan Sarah Hobbs kemur í heimsókn frá Texas en söngkonan Stefanía Svavars og goðsögnin Maggi Kjart- ans eru meðal þeirra íslensku listamnna sem munu koma fram. Axel tók gítarinn með í heimsóknina á K100 og flutti lagið Tennes- see Whisky í beinni útsendingu. Þú getur séð viðtalið og flutninginn á k100.is Tóku upp á heimaslóðum kántrýsins Talandi um kántrý. Margrét Eir og mað- urinn hennar, Jökull Jörgensen, skipa hljómsveitina Thin Jim and the Castaways. Hljómsveitin sérhæfir sig í „ameríska hljóm- inum“ og býður upp á mjög kántrýskotna og ljúfa tóna. Þau sendu frá sér nýtt lag á dög- unum sem komið er út á Spotify og Youtube en lagið heitir Brotnar myndir. Margrét sagði í viðtali við Sigga Gunnars á K100 að þau hefðu haldið í mikla reisu út til Nashville fyrr á árinu, en borgin er mekka kántrýtónlistar í heiminum. Markmið ferðarinnar var að taka upp tónlist. Margrét lýsti því í viðtalinu hvernig borgin hefði öll iðað af lífi og tónlist. Þau hefðu meira að segja heyrt tónlist koma út úr spennistöð sem þau gengu framhjá. Margrét og Jökull unnu með goðsögn í kántrýheiminum, Gary Paczosa, sem er tífaldur Grammy-verðlauna- hafi og sagði Margrét það hafa verið ein- staka upplifun að vinna með honum. „Hann hafði hugsað fyrir öllu til þess að framkalla réttu stemninguna, meira að segja skorið börk af appelsínu svo að lyktin væri góð í stúdíóinu.“ Kristján Gíslason festist í Súdan og komst ekki úr landinu Eldsnemma á þriðjudagsmorgun kom Kristján Gíslason heimshornaflakkari í heimsókn í Ísland vaknar. Hann fór í heims- reisu fyrir nokkrum árum á mótorhjóli og gerði í framhaldi sjónvarpsþætti sem sýndir voru á RÚV og vöktu mikla athygli. Kristján og eiginkona hans hafa einnig gefið út bókina Hringfarinn, en allt andvirði bókarinnar rennur í sjóð sem hjónin hafa stofnað. Kristján er nú nýkominn frá Eþíópíu, þar sem hann lenti í miklum ævintýrum. Hann sagði sögu í morgunþættinum og það er þess virði að hlusta og horfa á viðtalið við hann á k100.is. Fjölbreytt vika að baki á K100 Efnistökin á K100 eru fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi. Fjöldi gesta lítur inn í hverri viku og það er engin breyting á núna þrátt fyrir að fólk sé í sumarfríum um allt land og allan heim. Það er reyndar skemmtileg tilviljun að kántrý- tónlistarmenn voru nokkuð fyrirferðarmiklir í vikunni. Hjólagarpur Kristján Gíslason sagði frá ævintýrum sínum á mótorhjólinu Kántrýgoðsögn Jökull Jörgensen ásamt Gary Paczosa í stúdíóinu í Nashville Kántrýsveit Margrét Eir og Jökull Jörgensen skipa Thin Jim and the Castaways
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.