Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 23
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Til leigu um 1.500 m2 lager-/ iðnaðarhúsnæði við Héðinsgötu. Mjög hagstætt leiguverð. Laust strax! Húsnæðið samanstendur af framrými með innkeyrsluhurðum og einu stóru vörugeymslurými og er innangengt á milli þeirra um hurðir. Lagerrýmið eru með um 8-9 m. lofthæð. Starfsmannaaðstaða, skrif- stofa/ móttaka og snyrting eru til staðar. Góð aðkoma er að húsinu. VSK leggst ekki við leigufjárhæðina. Nánari upplýsingar veitir Kristján Sveinlaugsson, sími 698 0088, tölvupóstur kristjan@thingvangur.is HÉÐINSGATA 2 UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Vignir Vatnar Stefánssonvarð einn efstur á alþjóð-legu skákmóti sem nefnthefir verið Glorney Gil- bert-skákhátíðin og fram fór í Hrafnadal á Írlandi og lauk á mið- vikudaginn. Stærsti viðburður hátíð- arinnar var keppni unglingalands- liða frá Englandi, Frakklandi, Wales, Írlandi, Holland og Skotlandi þar sem teflt var á 20 borðum í hverri viðureign. Tíu skákmenn tefldu allir við alla og fékk Vignir 7 vinninga af níu mögulegum og náði með því áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Vignir er aðeins16 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur umtalsverða reynslu á skák- mótum víða um heim. Áður en hann varð 14 ára gamall komst hann yfir 2400 elo-stig og var þá í hópi allra fremstu skákmanna heims í sínum aldursflokki. Þó hann hafi lækkað eitthvað á þeim skala er hann mun öruggari skákmaður en áður var. Á mótinu á Írlandi vann hann fimm skákir, gerði fjögur jafntefli og tap- aði aldrei. Keppinautar hans eru flestir lítt þekktir skákmenn og margir þeirra frá Írlandi. Tilgangur mótsins var að gefa ungum skák- mönnum og stúlkum tækifæri til að ná alþjóðlegum titiláfanga. Vignir þurfti talsvert að hafa fyrir vinning- unum. Stysti sigurinn kom í síðustu umferð: Glorney Gilbert-skákmótið; 9. umferð: Vignir Vatnar Stefánsson – Darr- agh Moran (Írlandi) Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. f3!? Vinsæl byrjun hjá yngri skák- mönnum Íslands. Hvítur getur feng- ið hættulega sókn ef svartur er ekki vel með á nótunum. 5. ... Rc6 6. e4 dxe4 7. d5 Re5 8. fxe4 a6 9. Rf3 Rxf3+ 10. Dxf3 e6 11. Bg5 Be7 12. O-O-O Da5 13. Bc4 Rxd5! Snarplega teflt en Vignir finnur leið til að halda mikilli spennu í stöð- unni jafnvel þó hann sé peði undir. 14. exd5 Bxg5+ 15. Kb1 O-O 16. Re4 Bh6 17. g4! „Sendiboði eyðileggingarinnar.“ 17. ... exd5? Einu mistök svarts í skákinni. Best var 17. ... Dc7 sem hótar - Df4 og þá er hægt að svara 18. g5 með 18. ... Bxg5 21. Rxg5 Dxc4 og það er erfitt að finna sóknaráætlun fyrir hvítan. 18. Hxd5 Dc7 19. g5! Sjá stöðumynd. Skyndilega stendur svartur frammi fyrir óyfirstígalegum erf- iðleikum. Ef nú 19. ... Bxg5 þá kem- ur 20. Hxg5 Dxc4 21. Hxg7+ Kxg7 22. Df6+ Kg8 23. Hg1+ og mátar. 19. ... Dxc4 20. gxh6 g6 21. Hc1! Dxd5 Það var enga vörn að finna, víki drottningin til b4 kemur 22. Df6 og mátar. 22. Rf6+ Kh8 23. Rxd5 Bf5+ 24. Ka1 Hac8 25. Hxc8 Hxc8 26. De3 - og svartur gafst upp. Næsta verkefni Vignis er þátttaka á EM ungmenna sem hefst 2. ágúst í Bratislava í Slóvakíu. Vignir Vatnar náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Einbeittur Vignir Vatnar Stefánsson við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti. Heilbrigðisráðherra minnist á skýrslu um forgangsröðun í heil- brigðisþjónustu í grein í Morgunblaðinu 22. júlí síðastliðinn. Skýrslan var unnin fyrir liðlega 20 árum af þingmönnum frá öllum flokkum þess tíma á Alþingi, þver- faglegum hópi heil- brigðisstarfsmanna og siðfræð- ingum frá Háskóla Íslands. Forgangsröðunarskýrslan var loks samþykkt af 63 þingmönnum Al- þingis og gefin út á veglegu formi. Skýrslan setti fram skýr viðmið og siðferðileg gildi. Um þessa skýrslu hefur ríkt grafarþögn síðan. Heilbrigðisráðherra reifar nokkra þætti skýrslunnar, boðar heilbrigðisþing um málefnið og nýja þingsályktunartillögu um efn- ið á komandi vorþingi. Það er nauð- synlegt og eðlilegt að taka á ný upp öflugt samtal og eiga samráð við þjóðina um forgangsröðun í heil- brigðisþjónustu, ekki síður en um heilbrigðisstefnu og áætlanir. Slíkt samtal ætti í raun að vera lifandi og endurtekið með reglulegu milli- bili. Það er ljóst að margvíslegar framfarir kalla eftir auknu fjár- magni í heilbrigðisþjónustu. Má nefna meðferð tengda erfðagöllum og stórstígar framfarir tengdar líf- tæknilyfjum gegn mörgum lang- vinnum sjúkdómum, svo og nýjan tæknibúnað til greiningar og með- ferðar sjúkdóma. Ef ný lyf finnast gegn algengum langvinnum sjúk- dómum má reikna með að hvert og eitt þeirra valdi mikilli kostnaðar- aukningu. Eitt dæmi af mörgum gæti verið ef ný meðferð fyndist sem forðaði eða breytti til batnaðar framgangi Alzheimer-sjúkdóms. Viðlíka þögn hefur ríkt um ýms- ar fyrri skýrslur, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, svo og stefnumótun í mál- efnum aldraðra til ársins 2015. Margar þeirra innifólu skilgreind verkefni og vörður. Í ýmsum atrið- um hefur stefnumótunin samt ekki náð fram að ganga. Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóð- arbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um for- gangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr? Heilbrigðisþjónusta er og verður kostn- aðarsöm og um margt snertir hún það sem mestu skiptir, ham- ingju fólks og lífsgæði. Auðvitað þarf stefnu- mótun í heilbrigð- isþjónustu, en það þarf einnig tímasettar áætlanir um verk, verkþætti og framvindu. Þá þarf að skilgreina með skýrum hætti hver ber ábyrgð innan stjórnsýslunnar á hverjum þætti fyrir sig. Það þarf einnig að skilgreina hvenær beri að leggja árangursmat á hvern þátt fyrir sig og/eða endurskoða stefn- una. Ef eitthvað reynist ómögulegt af ófyrirséðum ástæðum er eðlilegt að því séu gerð skil og áætlunin endurskoðuð. Opinberri stjórnsýslu og verk- efnastjórnun hafur vaxið fiskur um hrygg í seinni tíð. Rannsókn þess- ara fagaðila á árangri fyrri stefnu- mótunarvinnu á sviði heilbrigð- isþjónustu er verðugt verkefni. Greina þarf það sem hefur gengið eftir og hvað úrskeiðis hefur farið og koma með tillögur að árangurs- ríkri stefnumótun með áherslu á ábyrga eftirfylgd. Það þarf þjóðarsátt um stefnu í heilbrigðismálum, heilbrigðisáætl- anir og forgangsröðun. Ef slík sátt liggur fyrir, þá er óboðlegt að sam- hljóða ályktanir Alþingis öðlist ekki gildi. Ef ætluð þjóðarsátt væri vafa undirorpin bæri að leita svara hjá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi og hin opinbera stjórnsýsla yrðu að virða niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar og tryggja þjóðarvilja brautargengi. Um orð og gjörðir í heilbrigðisþjónustu Eftir Pálma V. Jónsson » Skýrsla um for- gangsröðun í heil- brigðisþjónustu frá 1998 var samþykkt af 63 þingmönnum Alþingis. Um hana hefur ríkt grafarþögn síðan. Pálmi V. Jónsson Höfundur er yfirlæknir öldrunar- lækninga á Landspítala og prófessor í öldrunarlækningum við læknadeild Háskóla Íslands. palmivj@landspitali.is Guðbjörg Aðalheiður Þorleifs- dóttir, húsfreyja í Múlakoti í Fljótshlíð, fæddist 27. júlí 1870. Foreldrar hennar voru hjónin Þorleifur Eyjólfsson og Þuríður Jónsdóttir, búandi í Múlakoti. Guðbjörg giftist Túbal Magn- úsi Magnússyni, f. 31.12. 1868, d. 9.5. 1946, frá Kollabæ í Fljótshlíð 28. júní 1893. Þau eignuðust fimm börn. Guðbjörg og Magnús ráku gistiheimili og veitingastað í Múlakoti sem þá var talið mikið menningarheimili. Bærinn teng- ist íslenskri listasögu því þang- að lögðu fjölmargir myndlist- armenn leið sína og dvöldu þar í lengri eða skemmri tíma. Þeirra á meðal má nefna Ás- grím Jónsson, Jón Engilberts og Gunnlaug Scheving. Guðbjörg var brautryðjandi í garðrækt á Íslandi. Árið 1897 hóf hún skóg- og blómarækt í Múlakoti og er sá garður nú talinn einn elsti og merkasti einkagarður á Íslandi. Um átt- rætt hlaut hún riddarakross ís- lensku fálkaorðunnar og um svipað leyti varð hún heið- ursfélagi í Garðyrkjufélagi Ís- lands, Kvenfélagi Fljótshlíð- arhrepps, Stúkunni Hlíðinni s.st. Stórstúku Íslands o.fl. Múlakot var friðlýst af forsætis- ráðherra 28. maí 2014. Guðbjörg í Múlakoti lést 8. júlí 1958. Merkir Íslendingar Ljósmynd/Eiríkur Þ. Einarsson Guðbjörg Þorleifsdóttir Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.