Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 40
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Þetta er draumur og eitt af stærstu
markmiðum sem ég ætlaði að ná á
mínum ferli sem körfuboltamaður.
Að ná því innan við 25 ára aldurinn
er magnað og skemmtilegt að vera
kominn á þennan stað. Nú þarf ég að
sanna að ég geti spilað í þessum
gæðaflokki og geti verið þar næstu
sjö til átta árin ef allt gengur upp,“
sagði Martin Hermannsson þegar
Morgunblaðið tók hann tali á lands-
liðsæfingu í vikunni en hann fær á
komandi tímabili tækifæri til að spila
í Euroleague, sterkustu Evr-
ópukeppninni í íþróttinni.
Einungis NBA-deildin getur talist
sterkari vettvangur í körfuknatt-
leiknum. Lið hans Alba Berlín vann
sér inn keppnisrétt í Euroleague
með góðum árangri á síðasta tíma-
bili. Andstæðingarnir verða risarnir
í körfuknattleiknum í Evrópu:
Barcelona, Real Madrid, CSKA
Moskva, Olympiacos, Fenerbache,
Galatasaray og Maccabi Tel Aviv svo
eitthvað sé nefnt.
Áttar Martin sig á því hvar Alba
Berlín stendur í þessum sam-
anburði? „Erfitt er að segja til um
það. Maður hefur horft á leiki og
fylgst aðeins með. En við erum að
tala um bestu leikmenn í Evrópu og
jafnvel í heiminum í einhverjum til-
fellum. Mörg lið eru að styrkja sig
svakalega og margir NBA-leikmenn
eru að koma til Evrópu. Alba á fjár-
muni til að eyða en ekki eins og Bay-
ern München eða Barcelona sem eru
með fótboltalið og nota fótboltapen-
inga til að styrkja körfuboltaliðin.
Við erum að berjast við það. En mér
líst vel á okkar leikmannahóp en við
erum með svolítið ungt lið.“
Leikjaálagið nálgast NBA
Athygli vekur að leikjaálagið á
mönnum í þessari stöðu er orðið gíf-
urlegt en í riðlakeppni Euroleague
eru spilaðir 34 leikir hér og þar um
Evrópu og er þá allt annað eftir.
„Ég er orðinn hálfstressaður á
þessum tímapunkti að fara inn í
þetta tímabil. Euroleague ákvað að
bæta við tveimur liðum og er því um
átján liða deild að ræða þar sem allir
spila við alla, heima og að heiman. Í
þýsku deildinni eru einnig átján lið
þar sem allir spila við alla, heima og
að heiman. Í hvorri deild eru því 34
leikir og því 68 leikir samanlagt fyrir
utan það sem bætist við ef lið komast
í úrslitakeppni, leiki í þýsku bik-
arkeppninni og vináttuleiki á und-
irbúningstímabilinu. Þetta er að
verða eins og NBA-tímabil en við bú-
um ekki við alveg sama lúxusinn en
NBA-leikmenn fá kannski nudd um
borð í einkaflugvélum. Engu að síður
er hugsað vel um okkur og hefur
Euroleague til að mynda sett
ákveðnar reglur sem félögin þurfa
að fara eftir. Við eigum að fljúga á
fyrsta farrými eða sitja í sætunum
við neyðarútgang. Eigum að vera
einir í herbergi á hótelum til að
menn nái að hvílast betur? Euro-
league hugsar því um leikmennina á
þennan hátt en það er ljóst að þetta
verður mikil keyrsla. Því munu
fylgja álagsmeiðsli hjá leikmönnum
og vonandi verðum við heppnir hvað
það varðar. Liðin verða að vera með
15-16 sterka leikmenn í hópnum svo
hægt sé að skipta þessu á milli
manna. Vafalaust verða menn hvíldir
meira í þýsku deildinni heldur en í
Euroleague.“
Mikið álag síðasta vetur
Martin kynntist leikjaálaginu á
síðasta keppnistímabili vegna vel-
gengni Alba Berlín en liðið fór alla
leið í úrslit í þýsku deildinni, þýsku
bikarkeppninni og í Evrópubik-
arnum. Hafnaði liðið í 2. sæti í öllum
keppnunum.
„Þetta var rosalega erfitt og við
náðum aldrei að vera með fullskipað
lið í meira en 2-3 vikur því alltaf var
einhver meiddur. Í bikarúrslita-
leiknum vantaði tvo og í Evrópubik-
arnum gátum við ekki notað mann
sem við höfðum fengið á miðju tíma-
bili. Þótt liðinu hafi gengið vel þá
vantaði aðeins upp á í úrslita-
leikjunum til að vinna. Auðvitað var
svekkjandi að ná ekki að vinna bikar
úr því við náðum svo langt. En fyrir
mig var þetta engu að síður mögnuð
upplifun og forréttindi að fá að taka
þátt í slíkum leikjum.“
Meinað að spila landsleiki?
Fram undan hjá íslenska landslið-
inu eru leikir gegn Portúgal og
Sviss, heima og að heiman, í for-
keppni EM 2021. Martin mun taka
þátt í þeim leikjum og fara síðan ut-
an til undirbúnings fyrir veturinn
með Alba Berlín. Fari svo að Ísland
komist áfram tekur við undankeppni
sem hefst í vetur gegn sterkum þjóð-
um: Serbíu, Finnlandi og Georgíu.
Euroleague er í raun sér fyrirtæki
sem heyrir ekki beint undir Körfu-
knattleikssamband Evrópu. Þar af
leiðandi tekur Euroleague ekki tillit
til landsleikjadaganna. Telur Martin
að Alba Berlín muni hleypa honum í
landsleiki í vetur, fari svo að Ísland
komist áfram?
„Ég er ekki bjartsýnn á það. Ein-
faldlega vegna þess að enginn leik-
maður í Euroleague-liðum fékk frí til
að fara í landsleiki í Evrópu síðasta
vetur. En það hefur svo sem ekkert
verið rætt enda ekki tímabært. Þeg-
ar leikjaálagið er jafn mikið og það
verður í vetur þá finnst mér ólíklegt
að félagið vilji að leikmenn bæti á sig
leikjum með því að spila landsleiki.“
Það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir
íþróttamann að vera í þeirri stöðu að
geta ekki keppt fyrir þjóð sína þegar
óskað er eftir því.
„Persónulega myndi ég auðvitað
vilja spila fyrir Ísland. Ég myndi
vaða eld fyrir landsliðið. Það er
stundum erfitt að geta ekki ráðið því
sjálfur hvað maður gerir. Að það
skuli alltaf vera einhverjir menn yfir
þér sem stjórna því sem þú gerir,“
sagði Martin Hermannsson enn-
fremur við Morgunblaðið.
Eitt stærsta markmiðið
Martin Hermannsson leikur gegn bestu liðum Evrópu á komandi vetri
Gæti misst af landsleikjum komist Ísland í undankeppni EM
Morgunblaðið/Hari
Spjall Martin Hermannsson
fer yfir sviðið með landsliðs-
þjálfaranum Craig Pedersen.
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
Guðbjörg Gunnarsdóttir, aðal-
markvörður kvennalandsliðsins í
knattspyrnu og sænska úrvalsdeild-
arfélagsins Djurgården tilkynnti í gær
að hún væri ófrísk og þar með komin í
frí frá fótboltanum talsvert fram á
næsta ár. Hún á von á tvíburum í jan-
úar. Guðbjörg er 34 ára gömul og
næstleikjahæsti landsliðsmarkvörður
Íslands frá upphafi með 64 landsleiki
en hún hefur leikið sem atvinnumaður
í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi frá
árinu 2009.
Saga Margrét
Sigurðardóttir
Blöndal, varnar-
maður hjá Skauta-
félagi Akureyrar,
er gengin til liðs
við Troja Dam,
sem leikur í
sænsku 1. deild-
inni í íshokkí. Saga
er aðeins 15 ára og heldur upp á 16 ára
afmælisdaginn sinn í september. Þjálf-
arinn Johan Lindh segir á heimasíðu
félagsins að hann hafi tekið eftir Sögu
á HM fullorðinna fyrr á árinu og bætir
við að hún væri að blanda sér í baráttu
um sæti í 18 ára landsliði Svía, væri
hún sænsk. Saga er dóttir Guðrúnar
Kristínar Blöndal og Sigurðar Sig-
urðssonar, sem eru bæði margfaldir
Íslandsmeistarar með liðum SA.
Ragnhildur Kristinsdóttir er í 56.
sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi
eftir þrjá hringi á Parkstone-vellinum á
suðurströnd Englands. Ragnhildur lék
fyrsta hringinn á 75 höggum, þremur
höggum yfir pari, annan hringinn á 70
höggum og svo þriðja hringinn á 75
höggum. Hún er því fjórum höggum
yfir pari eftir hringina þrjá. Hannah
Darling frá Skotlandi er í efsta sæti á
átta höggum undir pari og þær Chloé
Sarlort frá Frakklandi, Kirsten Rudge-
ley frá Englandi og Gilé Starkuté frá
Litháen koma þar á eftir á fimm högg-
um undir pari.
Knattspyrnukonan Bergrós Ás-
geirsdóttir hefur framlengt samning
sinn við Selfyssinga og leikur áfram
með liðinu út tímabilið 2020. Bergrós
er 22 ára gömul, leikur sem varn-
armaður og hefur verið í stóru hlut-
verki undanfarin ár. Bergrós stundar
nám við Arkansas-háskóla í Little
Rock í Bandaríkjunum og spilar með
liði skólans í háskólaboltanum á vet-
urna.
Bandaríkjamaðurinn Caeleb Dres-
sel setti nýtt heimsmet í 100 metra
flugsundi á heimsmeistaramótinu í 50
m laug í Suður-Kóreu í gær. Sló hann
10 ára gamalt heimsmet Michael
Phelps um 32 hundraðshluta er hann
synti á 49,50 sekúndum í undan-
úrslitum. Hin 17 ára gamla Regan
Smith setti einnig heimsmet í gær er
hún synti 200 metra baksund á tveim-
ur mínútum og 3,35 sekúndum. Bætti
hún sjö ára gamalt met sem Missy
Franklin setti á
Ólympíu-
leikunum í
London.
Eitt
ogannað
Leikirnir í fyrstu tveimur umferð-
unum í efstu deildum kvenna og
karla voru ójafnir þegar Íslands-
mót golfklúbba fór af stað í gær. Í
efstu deildunum spila kynin á sömu
völlunum og er það nýbreytni í
mótshaldinu. Er leikið á Leirdals-
velli hjá GKG og Urriðavelli hjá
Oddi en vellirnir eru staðsettir
skammt frá hvor öðrum.
Í A-riðli í efstu deild kvenna hafa
Golfklúbbur Reykjavíkur og Golf-
klúbbur Mosfellsbæjar unnið báða
sína leiki gegn Golfklúbbi Suð-
urnesja og Golfklúbbi Vest-
mannaeyja. Öruggir sigrar í öllum
tilfellum en GR og GM mætast nú í
morgunsárið.
Í B-riðlinum eru Golfklúbbur
Kópavogs og Garðabæjar og Keilir
einnig með tvo vinninga eftir fyrsta
keppnisdag eftir sigra gegn Oddi
og Golfklúbbi Sauðárkróks. Örugg-
ir sigrar í öllum tilfellum. GKG og
Keilir mætast í dag upp úr kl 10.
Í A-riðli karla hafa GKG og Keilir
unnið báða sína leiki gegn Golf-
klúbbi Akureyrar og GS. Öruggir
sigrar í öllum tilfellum. GKG og
Keilir mætast nú í morgunsárið.
Í B-riðlinum hafa GR og GM unn-
ið báða sína leiki gegn Leyni og
Jökli. Golfíþróttin virðist vera sterk
á vesturlandinu en Leynir er frá
Akranesi og Jökull frá Ólafsvík.
Tvö lið frá þessum landshluta í
efstu deild og saman í riðli. Þau
mætast um kl 9:30 og GM og GR
takast á upp úr klukkan 10. Leik-
irnir voru ekki jafnir frekar en aðr-
ir leikir í fyrstu tveimur umferð-
unum en minnsti munurinn var
sigur GM á Leyni 3,5 vinningar
gegn 1,5.
Efstu tvö liðin í hverjum riðli
komast í undanúrslit sem fram fara
síðdegis í dag. Leikið verður til úr-
slita á sunnudaginn. sport@mbl.is
Ójafnir leikir en til
tíðinda dregur í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveitakeppnin
Frá keppni í
efstu deild
kvenna í gær.