Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kát Börn með sykurfrauð á Klambratúni. Barna- og fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra verður á morgun haldin í fjórða sinn á Klambratúni milli kl. 11 og 17. Um fjögur þúsund manns, bæði börn og fullorðnir, sóttu hátíðina í fyrra og búast skipuleggjendur há- tíðarinnar við að gestafjöldi verði verulega meiri í ár. Samkvæmt tilkynningu er mark- miðið að bjóða börnum og full- orðnum upp á skemmtun og fróð- leik á grænu svæði í Reykjavík með fjölbreyttum menningar- og lista- viðburðum. Meðal þeirra sem leika listir sínar verða BMX brós, Herra Hnetusmjör og DJ Flugvél og geim- skip. Kátt á Klambra haldin í fjórða sinn FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ísland fer upp um þrjú sæti í nýsköp- unarvísitölu Alþjóðahugverkastofn- unarinnar (WIPO Global Innovation Index) fyrir árið 2019. Frá þessu er sagt á vef Hug- verkastofunnar, áður Einkaleyfa- stofu, þar sem einnig er sagt frá því að Ísland sé nú í 20. sæti vísi- tölunnar, en Ís- land hafi árið áður fallið um tíu sæti eftir að hafa setið í 13. sæti árin tvö á undan. Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofunnar, að hann telji þetta vera gleðilegar fréttir og að tíu sæta fallið í fyrra hafi gefið skilaboð um að betur þyrfti að gera í þessum efnum. Sveiflurnar meiri á Íslandi Spurður um umrædda vísitölu seg- ir Jón að þessi vísitala sé ein af stærri vísitölunum hvað nýsköpun varðar. Í þessari vísitölu, sem unnin er af Al- þjóðahugverkastofnuninni, sem sé undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, séu alls kyns upplýsingar teknar saman, svo sem staða stjórnmála, fjárfesting í nýsköpun og framleiðsla og verndun hugverka. „Það er stór þáttur í þessu,“ útskýrir Jón. „Ísland kom kannski svolítið illa út úr þessu í fyrra,“ segir Jón og minn- ist á að Ísland hafi fallið úr 13. í 23. sæti, eins og áður segir. „Það hefur verið talað um þetta hjá aðilum sem hafa látið sig þessi mál varða, og hafa haft áhyggjur af því,“ bætir hann við. Spurður hver hafi verið ástæðan fyrir tíu sæta fallinu í fyrra svarar Jón að eitt af því hafi verið lítill fjöldi einkaleyfa. Þá hafi það einnig tengst fjárfestingu í nýsköpun. „Við vitum það að á Íslandi geta sveiflurnar ver- ið meiri en annars staðar þegar kem- ur að fjárfestingu í nýsköpunarfyr- irtækjum. Ef það kemur stór fjárfesting eitt árið þá skýst Ísland upp.“ Bæði veikleikar og styrkleikar Segir Jón að Ísland búi bæði yfir veikleikum og styrkleikum, og nefnir að við stöndum nokkuð aftarlega hvað útflutning á hugverkum varðar en framarlega í verndun vörumerkja. Spurður hvort það séu ekki gleði- fréttir að Ísland sé aftur á leið upp listann svarar Jón: „Jú, ég myndi telja það. Það var auðvitað leiðinlegt þegar við féllum þarna tíu sæti niður í fyrra. Ég veit að það segir kannski ekki alla söguna, það er verið að gera margt mjög gott og sveiflurnar eru kannski meiri hér á landi vegna þess hvað við erum lítil. En það er auðvit- að gott að við séum farin að fikra okk- ur aftur upp á við.“ Ísland stígur upp um þrjú sæti  Nýsköpunarvísitala Alþjóðahugverkastofnunarinnar 2019 er komin út  Tíu sæta fall í fyrra Morgunblaðið/Hari Listaverk Nýsköpun er á betri stað í ár en í fyrra samkvæmt vísitölunni.Jón Gunnarsson T ÍBRÁ Ef keyptir eru miðar á alla 10tónleika raðarinnar fæst 50%afsláttur af miðaverði. Salurinn.is 2019–20 ÁSKRIFTARSALA HAFIN gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið LAXDAL.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ÚTSÖLU ÆÐI Í LAXDAL 50-70% AFSLÁTTUR GÆÐA FLÍKUR Á GEGGJUÐU VERÐI Opið laugardag 10-15 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Haraldur Reynir Jónsson, eitt systk- inanna sem kennd eru við útgerð- arfélagið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir skattalagabrot. Er honum gert að sök að hafa vantalið tekjur áranna 2005-2008. Eru meint undanskot yfir 245 milljónir króna. Greint var frá því í síðustu viku að héraðssaksóknari hefði gefið út ákærur á hendur systkinunum fjór- um hverju í sínu lagi, auk þess sem bræðurnir tveir yrðu ákærðir sam- eiginlega í sérmáli. Ákæran á hendur Haraldi er sú fyrsta sem birt er. Í nóvember 2016 greindi Frétta- tíminn frá því að skattrannsókn- arstjóri hefði sent viðskipti systkin- anna í Tortóla til rannsóknar héraðs- saksóknara. Þar kom fram að afla- ndsfélög á Tortóla hefðu greitt kreditkortareikninga fyrir ein- staklinga í fjölskyldunni. Kortin voru gefin út í erlendum bönkum og tengd við bankareikninga sem skráðir voru á aflandsfélögin eða systkinin sjálf. Meint undanskot upp á 245 milljónir Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Margar bílaleigur hafa gripið til þess ráðs að rukka viðskiptavini, sem aka í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að greiða fyrir það, um þjónustugjald. Greint var frá því í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að nærri tvöfalt fleiri en spár gerðu ráð fyrir kysu að aka Víkurskarð í stað Vaðlaheiðarganga á leið á milli Eyjafjarðar og Fnjóska- dals. Þar kemur fram að fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, Valgeir Bergmann Magnússon, telji að há álagning bílaleiga á veggjaldið, sem fyrir er 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin á fólksbíl, hafi fælandi áhrif á ferðamenn. Af þeim bílaleigum sem blaðamað- ur Morgunblaðsins náði tali af lögðu allar þjónustu- eða umsýslugjald á þá reikninga sem bárust þeim vegna Vaðlaheiðarganga. Nokkuð breitt bil var á því hversu hátt aukagjald bíla- leigurnar lögðu ofan á veggjaldið en það var frá 1.300 krónum upp í 4.000 krónur. Enginn starfsmaður starfar í göngunum og þurfa ferðalangar því að skrá bíl sinn og greiða fyrir ferðina annaðhvort í gegnum snjallsímaapp eða vefsíðu innan þriggja tíma. Marg- ir virðast þó kjósa að keyra í gegn án þess að greiða fyrir það og er þá reikningur sendur á eiganda ökutæk- isins, sem í þessu tilfelli eru bílaleig- urnar. Smári Hreiðarsson, starfsmaður bílaleigunnar Procar, segir að fyrir- tækið hafi byrjað að rukka þjónustu- gjald, 1.300 krónur, fyrir óborgaðar ferðir viðskiptavina fyrir tæplega þremur vikum. „Við gerðum þetta ekki í byrjun en svo varð þetta bara svo mikil umsýsla fyrir einn mann að brasa í þessu og taka á móti þessu að það bara kostar. Þetta er bara vinna,“ segir Smári sem segir að bílaleigan kynni ferða- mönnum sem leigja bíla af henni fyrirkomulag Vaðlaheiðarganga. „Okkur finnst að göngin ættu að vera með starfsmann og gera þetta betur. Við erum ekki sátt við þetta og vær- um alveg til í að losna við þetta bras,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið hafi aldrei orðið vart við vandræði af þessu tagi þegar rukkað var fyrir ferðir um Hvalfjarðargöng enda hafi starfsmenn á svæðinu séð um að rukka fólk fyrir að fara í göngin. Leggja aukagjald á ógreiddar ferðir  Segist vilja fá starfsmann í göngin Vaðlaheiðargöng Ferðamenn á bílaleigubílum sem keyra í gegnum göngin án þess að borga geta átt von á því að þurfa að borga þjónustugjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.