Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 „Eru Framararnir þínir að klúðra þessu?“ „Hvað gera þínir menn í Fram í sumar?“ „Þetta var ekki nægilega gott hjá þínum mönnum í Fram.“ Þetta er meðal þess sem ég hef heyrt í blaðamannastúkum á knattspyrnuvöllum á síðustu vik- um. Nú er ég enginn Framari, alls ekki. Ég hef hins vegar óvart misst út úr mér einhvern tímann að mér þætti örlítið vænt um karlalið Fram í fótbolta og þá hef ég sést á örfáum leikjum liðsins í sumar. Þar spilar aðallega inn í tvennt. Annars vegar er gott vinafólk mitt harðir Framarar og hafa reglulega dregið mig með á völlinn í gegnum árin. Það er auðvelt að samgleðjast þeim, þótt ég hafi að vísu oftar fundið til með þeim á síðustu árum. Hins vegar er auðvelt að bera saman Fram og Leeds United, fé- lagið sem ég styð í enska bolt- anum. Bæði eru þau gömul stór- veldi, sem hafa sannarlega séð betri tíma. Sofandi risar, myndu einhverjir segja. Þau eru búin að vera föst lengi í B-deild og virð- ast ekkert voðalega líkleg til þess að breyta því á næstunni. Þá er mikið af frægum stuðningsmönnum beggja fé- laga. Leikarinn Russell Crowe, kylfingurinn sir Nick Faldo og Matthew Lewis, sem leikur Ne- ville Longbottom í Harry Potter- kvikmyndunum, eru stuðnings- menn Leeds. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rithöfundurinn Einar Kárason og kvikmynda- gerðarmaðurinn Friðrik Þór Frið- riksson eru t.a.m. allt Framarar. Hægt væri að þylja upp mun fleiri. Ég er ekki orðinn það mikill Framari að ég standi upp og klappi þegar liðið skorar og ekki tek ég þátt í „siggi saggi siggi saggi“ eftir leik. Sjáumst samt á vellinum næsta miðvikudag. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Mustad-völlur: Grindavík – ÍBV............ S16 Greifavöllur: KA – FH............................ S17 Norðurálsvöllur: ÍA – Valur.............. S19.15 Würth-völlur: Fylkir – KR................ S19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kópavogsv.: Breiðablik – Keflavík........ L14 Þórsvöllur: Þór/KA – ÍBV ................ L15.30 Meistaravellir: KR – Fylkir ................ LS14 1. deild karla, Inkasso-deildin: Grenivíkurvöllur: Magni – Fjölnir ........ L16 2. deild karla: Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – Þróttur V. L14 Húsavíkurvöllur: Völsungur – Kári ...... L14 Olísvöllur: Vestri – Selfoss..................... L14 Sauðárkr.: Tindastóll – Fjarðabyggð ... L16 3. deild karla: Vilhjálmsv.: Höttur/Huginn – Reynir S L14 KR-völlur: KV – Einherji ...................... L14 Valsvöllur: KH – KF .............................. L15 Sindravellir: Sindri – Álftanes .............. L16 GOLF Origo-Íslandsmót golfklúbba, liðakeppnin, heldur áfram á Leirdalsvelli hjá GKG og á Urriðavelli hjá GO þar sem keppt er í 1. deildum karla og kvenna. Riðlakeppni lýk- ur um hádegi í dag, undanúrslit fara fram síðdegis og úrslitaleikir hefjast í fyrramál- ið. Keppt er í 2. deild karla í Vestmanna- eyjum og í 2. deild kvenna á Akranesi. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Bikarkeppni FRÍ fer fram í Kaplakrika í dag og hefst kl. 11.30 með stangarstökki kvenna. Aðalkeppnin hefst kl. 13 og lýkur með 1.000 m boðhlaupum karla og kvenna kl. 14.45. Átta lið keppa, Breiðablik, FH-A, FH-B, Fjölnir/Afturelding, HSK, ÍR-A, ÍR-B og UMSS/KFA. KRAFTLYFTINGAR Íslandsmótið í réttstöðulyftu fer fram í Smáranum í Kópavogi í dag kl. 13. UM HELGINA! ENGLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Rakel Hönnu- dóttir er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil með enska úrvalsdeildarlið- inu Reading en hún skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félag- ið í lok janúar á þessu ári. Rakel fór frábærlega af stað með enska liðinu og skoraði fjögur mörk í ensku bikarkeppninni, þar af sig- urmörk gegn Birmingham og Man- chester United, en Reading fór alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar á síðustu leiktíð þar sem liðið tap- aði fyrir West Ham í vítakeppni. Rakel er komin aftur til Eng- lands eftir stutt stopp á Íslandi og hún undirbýr sig nú af krafti fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni sem hefst þann 8. september næst- komandi þegar Reading sækir Liv- erpool heim. „Ég kom út 9. júní og er bara búin að vera að æfa á fullu síðan. Við byrjuðum frekar rólega og er- um bara búnar að vera að byggja okkur hægt og rólega upp. Ég var að glíma við beinmar rétt fyrir of- an hnéð þegar ég kom út þannig að ég mætti aðeins fyrr en liðið. Fyrstu dagarnir mínir fóru svo bara í það að æfa með sjúkraþjálf- ara og að hlaupa. Þetta undirbún- ingstímabil hefur verið eitt það erf- iðasta sem ég hef gert. Þetta er náttúrlega mun styttri tími heldur en undirbúningstímabilið heima á Íslandi sem dæmi og þetta er því mun snarpara og þéttara hérna úti en samt sem áður mjög skemmti- legt.“ Háleit markmið fyrir tímabilið Reading endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá fór liðið alla leið í und- anúrslit bikarkeppninnar eins og áður sagði. Rakel kom við sögu í fimm deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð, þrisvar kom hún inn á sem varamaður og tvívegis var hún í byrjunarliðinu, en eftir tvo leiki í röð í byrjunarliðinu meiddist hún og missti þar af leið- andi af restinni af tímabilinu. „Liðið hefur ekki ennþá sest nið- ur og sett sér ákveðin markmið fyrir tímabilið en við viljum allar gera betur en í fyrra. Við lentum í fimmta sæti á síðustu leiktíð en tímabilið þar áður lentum við í fjórða sæti. Það voru ákveðin von- brigði að lenda neðar síðasta vor en mér heyrist það á öllu að mark- miðin í ár séu háleit. Það eru frá- bær lið í þessari deild og sterkustu þrjú liðin í deildinni eru komin að- eins lengra en önnur lið en að sama skapi hefur deildin verið mjög jöfn og þetta verður því mjög spenn- andi tímabil. Ég er búin að setja mér þau markmið að vinna mér inn fast sæti í byrjunarliðinu. Ég kom inn í liðið á miðju tímabili á síðustu leiktíð og það var þess vegna erfitt fyrir mig að ætla að labba beint inn í byrjunarliðið á þeim tíma. Þegar ég náði svo að byrja tvo leiki í röð meiddist ég og datt þar af leiðandi út úr liðinu sem var svekkjandi en ég vil fyrst og fremst spila og gera mitt allra besta fyrir Reading.“ Umgjörðin með besta móti Úrvalsdeildin á Englandi er at- vinnumannadeild og því er um- gjörðin þar í takt við það en Rakel viðurkennir að aðstaðan og ut- anumhaldið á Englandi sé það flottasta sem hún hefur kynnst á sínum ferli. „Það er allt hrikalega flott hérna og við erum með fjóra þjálfara, einn markmannsþjálfara, þrjá sjúkraþjálfara, lækni sem kemur einu sinni í viku og svo bún- ingastjóra þannig að umgjörðin í kringum liðið er sú langflottasta sem ég hef orðið vitni að á mínum ferli. Þetta er atvinnumannadeild og allir leikmennirnir sem spila hérna eru atvinnukonur þannig að umgjörðin er á hæsta stigi. Þegar tímabilið er í gangi æfum við á morgnana og eigum svo frí yfir daginn og á kvöldin, en ég æfði alltaf á kvöldin í Svíþjóð. Að sama skapi leið mér mjög vel í Svíþjóð og það var allt tipptopp þar en þetta er ennþá flottara hérna á Englandi. Eins og þetta hefur ver- ið hjá mér núna á þessu undirbún- ingstímabili þá fer ég út á morgn- ana um áttaleytið og kem heim í kringum 17-leytið þannig að þetta er í raun bara eins og hver annar „níu til fimm“ vinnudagur.“ Aðsóknin mest í bikarnum Reading lék flesta heimaleiki sína á Adams Park-vellinum í Wy- combe á síðustu leiktíð en völlurinn er um 30 km fyrir utan Reading. Rakel viðurkennir að það sé skemmtilegra að spila á Madejski- vellinum í Reading en liðið fær í kringum 2.000 manns á leiki hjá sér að meðaltali yfir tímabilið. „Við fáum einhverja leiki á Ma- dejski-vellinum en ég veit ekki ná- kvæmlega hvernig niðurröðunin á þessu er. Áhorfendafjöldinn hjá okkur á síðustu leiktíð var mjög misjafn en ég held að við höfum verið að fá í kringum 2.000 manns á leiki hjá okkur að meðaltali. Svo komu fjögur til fimm þúsund manns á undanúrslitaleikinn í bik- arnum hjá okkur sem var ótrúleg upplifun og sýnir manni bara að áhuginn er svo sannarlega til stað- ar. Við spiluðum meirihluta heima- leikjanna okkar á Adams Park á síðustu leiktíð en sá völlur er í hálf- tíma fjarlægð frá Reading og eðli- lega mættu færri á völlinn þá en þegar við spiluðum á Madejski- vellinum sem er í Reading.“ Áhuginn alltaf að aukast Enska kvennalandsliðið hefur verið á mikilli uppleið á undan- förnum árum. Liðið er í dag í fimmta sæti heimslistans en Eng- land fór alla leið í undanúrslit á HM í Frakklandi í sumar og á Evr- ópumeistaramótinu í Hollandi 2017. Rakel segir að mikill upp- gangur sé í kvennaknattspyrnunni á Englandi og að áhuginn á deild- inni hafi aukist mikið frá því hún kom í janúar. „Ég er búin að vera úti núna síð- an í janúar og áhuginn á kvenna- boltanum bara frá því að ég kom til Reading hefur aukist mikið. Það er mjög gaman að sjá umgjörðina í kringum liðin og deildina verða betri og betri með hverjum deg- inum sem líður. Deildin gerði mjög stóran samning við Barclays- bankann í sumar og sá samningur gerir helling fyrir kvennafótbolt- ann. Það er búið að vinna mikið í litlum hlutum á bak við tjöldin, undanfarna mánuði, og það er því mikill uppgangur í kvennabolt- anum á Englandi það er frábært að vera þátttakandi í því,“ sagði Rak- el í samtali við Morgunblaðið. Virkur þátttakandi í upp- gangi enska fótboltans  Rakel Hönnudóttir býr sig undir fyrsta heila tímabilið í úrvalsdeildinni Ljósmynd/Neil Graham Reading Rakel Hönnudóttir í leik með Reading gegn West Ham á síðasta tímabili. Fyrsti leikur á nýju tímabili er gegn Liverpool á útivelli 8. september en viku áður eru tveir fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM á dagskrá. Gunnar Ólafsson landsliðsmaður í körfuknattleik er hættur hjá Keflvík- ingum en hann staðfesti í viðtali sem birtist á mbl.is í gær að hann hefði rift samningi sínum við félagið. Ástæðan er sú að sögn Gunnars að hann ætlar sér að spila erlendis á næsta keppn- istímabili. Gunnar er 26 ára gamall bakvörður, uppalinn í Fjölni en lék með Keflavík í eitt ár áður en hann fór í St. Francis-háskólann í Banda- ríkjunum og svo aftur á síðasta tíma- bili. Hann hefur spilað 14 A-landsleiki og er í landsliðshópnum sem býr sig undir forkeppni EM. Gunnar ætlar að spila erlendis Morgunblaðið/Hari Breytingar Gunnar Ólafsson á landsliðsæfingu í vikunni. Íslendingaliðið Kristianstad varð af tækifæri til að þjarma að topp- liðunum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið tap- aði á heimavelli fyrir Vittsjö 3:0. Vittsjö er í 3. sæti með 17 stig eftir 9 níu leiki en Kristianstad með 14 stig eftir 9 leiki. Gautaborg er á toppnum með 18 stig. Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Andrea Thorison kom inn á sem varamaður hjá Limhamn Bunkeflo sem tapaði fyrir Våxjö á útivelli 3:1. Tap á heimavelli hjá Kristianstad Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svíþjóð Sif Atladóttir er í lykil- hlutverki í vörn Kristianstad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.