Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Page 2
Afhverju heitir nýja platan Rassa bassi Vol. 2?
Rassa bassi er tónlistartegund. Rassa bassi verður til þegar
þú blandar teknó og rappi saman. Þessi tónlistarstefna var
mjög vinæl í Miami í upphafi 10. áratugarins en gufaði svo
einhvern veginn upp. Ég er að gera íslenska útgáfu af þessu.
Við erum ekki með þetta hitabeltisveður svo tónlistin mín er
svolítið kaldari. Miklu meira „rough“.
Það kveður við nýjan tón á nýju plöt-
unni. Hvað kemur til?
Ég ætlaði aldrei að verða rappari. Það gerðist eig-
inlega óvart. Ég er alinn upp við teknó og ætlaði þess vegna
alltaf að gera þannig tónlist. Síðustu tvö ár hef ég svo verið í
því eftir að ég hóf samstarf við Bjarka Balatron í fyrra.
Hvernig myndirðu lýsa plötunni?
Þetta þarf náttúrlega að vera súrt og klúrt. Ég held að það
myndi lýsa plötunni vel. Það er mikill hraði og læti. Hún er
miklu betri eftir tvo bjóra. Það er svolítið stemningin á plöt-
unni. Þú hlustar ekki á plötuna nema þú sért í gír.
Hvernig kemur það til að Páll Óskar tekur
lagið með þér á plötunni?
Ég hefði aldrei getað séð það fyrir. Hann er bara geggjaður í því
sem hann gerir. Þetta var algjör snilld enda er ég mikill aðdá-
andi. Bjarki Hallbergsson sér um allar upptökur hjá mér og
einnig hjá Páli Óskari. Hann setti þetta í raun upp og fannst
þessi samvinna voða fyndin. Bjarki sýndi Palla lögin mín og seg-
ir að Palli hafi allur veðrast upp og haft mikinn áhuga.
Hver er Elli Grill?
Elli er frjósemisandi, kemur til byggða á 100 ára fresti og er
venjulega lýst sem knúnum flautspilara. Hann er sannkallaður
gæfusmiður fyrir uppskeru og tónlist. Sem sagt sjaldgæfur ís-
lenskur álfur sem finnst gaman að stríða fólki. Hann elskar að
gera tónlist og er mjög ofvirkur. Hann er einhvers konar ein-
hverfur múmínálfur. En mjög góðhjartaður.
ELLI GRILL
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Ég og félagi minn pælum mikið í því hvað við erum þungir. Við vigtumokkur ávallt áður en við förum á æfingu, eftir æfingu og eftir að viðförum í pottinn eftir æfingu. Við veltum því fyrir okkur hvað við
léttumst mikið í pottinum vegna vökvataps og hvort það breyti miklu hvað
við borðuðum yfir daginn. Við erum þó ekki haldnir útlitsdýrkun (á mjög
háu stigi að minnsta kosti) og ekki átröskun. Við erum handboltamenn.
Sem handboltamenn þurfum við í sífellu að passa upp á þyngdina. Verð-
um við of léttir verðum við tuskaðir til inni á vellinum; verðum við of
þungir hægist á okkur og úthaldið þrýtur allt of snemma. Finna þarf
gullna meðalveginn þar sem þér líður vel inni á vellinum sem og í þínu
daglega lífi. Það er ekkert svo erfitt. Það sem er erfitt er að halda sér þar.
Ég á mjög auðvelt með að borða
hollan mat en að borða ekki of mikið
getur reynst mér mikið erfiði. Og
maturinn sem ég sækist í, þó að
hann sé hollur í eðlilegu magni, er
ótrúlega orkumikill. Ég klára yf-
irleitt úr hnetusmjörsdollu sama dag
og hún er opnuð. Ef ég reyni að
borða helminginn kallar það á mikið
átak að klára ekki úr henni á næsta
hálftímanum, sama hversu saddur
ég er orðinn.
Þegar ég horfi á sjónvarpið heima
finnst mér gott að háma í mig eitt-
hvað gott. En með tilkomu Netflix
og tilheyrandi valkvíða er ég alltaf búinn með það sem ég ætla að borða
áður en ég byrja að horfa!
En ég er þó betri að þessu leyti en áður. Á dögum mínum í Verzl-
unarskólanum mætti ég með hálft kílógramm af skyri og tvær samlokur
með skinku og osti í hádegismat. Þegar ég hafði lokið mér af við þann
matarkost var haldið í matvöruverslun í Kringlunni til að birgja sig upp
svo maður dræpist ekki úr hungri næstu tvo tímana.
Eins ber græðgin mig stundum ofurliði. Oft hef ég borið mig aumlega í
nokkra daga því ég hef verið brenndur í gómnum. Þá hef ég ekki getað
beðið með að borða sjóðheitan matinn í nokkrar mínútur og fengið að
kenna á því.
Flestir hrista örugglega höfuðið yfir manni sem segist éta svona og
verða ekki þéttari á velli en raun ber vitni. En þetta er stöðug barátta. Ég
hef þurft að þrauka ýmsa kúra til að halda þyngdinni niðri: 5:2, 16:8, 50
tíma fasta og ég veit ekki hvað og hvað. Ef ég fengi að ráða myndi ég
borða hnetusmjör með öllu, hvort sem það væri epli, vínber, kartöflur,
hafragrautur, brauð, poppkex eða bara hvað sem þér dettur í hug.
Hnetusmjör með epli
Pistill
Böðvar Páll
Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
’Ef ég reyni að borðahelminginn kallar þaðá mikið átak að klára ekkiúr henni á næsta hálftím-
anum, sama hversu sadd-
ur ég er orðinn.
Hulda Berglind Apolinario
Það eru svo mörg. En ég segi
Solo, með Demi Lovato. Það er
mjög gott lag.
SPURNING
DAGSINS
Hvert er
besta lag
allra tíma?
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Það er varla hægt að velja. Ætli
það sé ekki bara Bohemian
Rhapsody.
Oddný Gestsdóttir
Kindin Einar með Hjálmari.
Árni Hallgrímsson
Það er Dancing in the dark með
Bruce Springsteen.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Rapparinn og raf-
tónlistarmaðurinn Elli
Grill gaf út sína þriðju
sólóplötu á dögunum,
Rassa bassi Vol.2.
Hann spilar á tónlist-
arhátíðinni Eistnaflugi
um næstu helgi.
Morgunblaðið/Eggert
Einhverfur
múmínálfur