Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Side 12
Elín, Borgar, Þorgeir, Máni og Svanur stilla
sér upp fyrir framan Land Roverinn daginn
sem þau lögðu í langferðina til Afríku.
Borgar er hér í fríðum hópi Samburu-stríðsmanna.
Svanur ætluðu að koma bílnum til hafnarinnar
og koma sér þaðan til Keníu en Elín og börnin
áttu pantað flug þann sama dag og bræðurnir
lögðu af stað með bílinn.
„Ég átti svo að vera ein á tjaldstæði í heila
viku í Nairóbí þar til Borgar kæmist til okkar,“
segir hún. „En sem betur fer, svona eftir á að
hyggja, hafði Borgar keyrt í burtu með allan
farangurinn minn en hann var geymdur í bíln-
um. Ég vaknaði þarna um morguninn ein með
tvö börn, flugmiða til Nairóbí og engan far-
angur. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera; ég
bara beið. Ég gat ekkert hringt í Borgar; þetta
var fyrir tíma farsíma. Ég varð bara að bíða ein
með tvö börn á þessu ógeðslega tjaldstæði sem
var við hliðina á ræsi og það var 40 stiga hiti,“
segir Elín og skellihlær að minningunni.
Hún tók þá ákvörðun að drífa sig í flugið án
farangurs því ekki gat hún hugsað sér að vera
lengur þarna. „En rétt áður en bíllinn lagði af
stað með okkur út á völl birtist Borgar. Hann
hafði þá uppgötvað að farangurinn væri enn í
bílnum og hafði hann stokkið upp í rútu og kom-
ið til baka. Hann ákvað þá að koma bara með
okkur í flugið, en bróðir hans sá um að koma
bílnum í skip. Sem betur fer, ég hefði ekki boðið
í það að vera ein í viku í Nairóbí á einhverju
hippatjaldstæði,“ segir hún.
„Það var líka hræðilegt tjaldstæði. Eitt sinn
fór tjaldið á flot og við leituðum skjóls í kofa sem
var þarna. Þar hlupu mýsnar um gólfið! Það var
þannig sem Afríkuævintýrið hófst.“
Fæðingu bílsins fagnað
Afríkubakterían hafði þá þegar tekið sér ból-
festu í Borgari og nú smitaði hún Elínu sem var
þarna í fyrsta sinn. „Ég heillaðist strax. Í Kenía
voru konur í litríkum klæðum og sveifluðu röss-
um. Fólkið þarna er svo glaðlegt og menningin
öðruvísi,“ segir hún.
„En bílinn fengum við ekki strax því hann sat
fastur í tollinum í Mombasa í fimm vikur þannig
að við þurftum að ferðast með krakkana í
strætóum og svo gistum við í tjaldi,“ segir hún.
„Við höfðum þá planað að byrja að fara með
fólk í skipulagðar ævintýraferðir til Keníu og
þarna átti aldeilis að fara í jómfrúarferðina. Við
vorum búin að selja fólki ferð og það mætti til
Nairóbí með það fyrir augum að keyra um Aust-
ur-Afríku í mánuð. Svo mætti fólkið en þá var
enginn bíll, sem var svolítið aðalatriðið,“ segir
Borgar og brosir út í annað.
„Í bílnum sem sat fastur í tollinum var sér-
útbúinn búnaður hugsaður með svona ferð í
huga. En það þurfti bara að leigja gamla bíl-
druslu og kaupa einn tinpott í vegkantinum og
elda bara á sprekum. Sem betur fer tók fólkið
bara ævintýrinu og hafa þau öll komið aftur,“
segir hann.
Á meðan Svanur bróðir Borgars keyrði þessa
fyrstu kúnna þeirra um Afríku hélt Borgar til
Mombasa að freista þess að losa bílinn úr prísund.
„Það var nú kapítuli út af fyrir sig. Ég bjó
hálfpeningalaus á gistiheimili inni í Mombasa
sem hét Cozy Guesthouse. Það kostaði 120
krónur nóttin og var ekki þess virði!“
Í tvær vikur þurfti Borgar að leita allra leiða
til að losa bílinn. „Ég fór á hverjum einasta degi
niður á höfn að reyna að vinna í þessu; það er
svakaleg skriffinnska í kringum allt þarna. Ég
þurfti að múta þeim alveg helling, það þýddi
ekkert annað,“ segir Borgar og útskýrir að bíll-
inn hafi verið í gámi.
„Þetta var svona eins og í bíómyndunum;
þarna voru gámastæður svo langt sem augað
eygði. Loksins fundu þeir gáminn. Þá þurfti ég
að múta eina lyftaramanninum á svæðinu, en
þetta er stærsta hafnarborg Austur-Afríku og
bara einn lyftari virkaði. Það tók allan daginn að
ná gámnum niður. Svo þegar hann var loks
kominn á jörðina þurfti að finna manninn með
klippurnar, til að klippa innsiglið. Það tók annan
dag. Svo loksins var klippt á og ég hef oft sagt
það í gríni að þetta var eins og að sjá barnið sitt
fæðast. Þegar þeir opnuðu gáminn og ég sá
Land Roverinn minn fylltist ég þvílíkri gleði-
tilfinningu,“ segir Borgar og hlær.
Fluttur á brott í spennitreyju
Elín og Borgar bjuggu áfram í Danmörku í tvö
ár í viðbót. Árið 1999 fluttu þau aftur til Íslands
og var þá von á þriðja drengnum, Steini.
„Danmerkurdraumurinn dó eiginlega,“ segir
Elín.
„Þessi dásamlegi ameríski vinur okkar veikt-
ist; hann var haldinn geðsjúkdómi og sjúkdóm-
urinn gerði það að verkum að hann fékk rang-
hugmyndir og varð ofbeldishneigður. Hann
varð snarbrjálaður og við lögðum ekki í það
lengur að búa þarna með tvö börn,“ segir hann.
„Þetta var paradís sem breyttist í martröð,“
segir Elín og Borgar tekur undir.
„Þegar nágranninn var með hafnaboltakylfu
og reyndi að brjóta niður vegginn á milli okkar
stóð okkur ekki á sama. Og þegar lögreglan
þurfti ítrekað að koma og fara með hann í burtu
í spennitreyju var kominn tími til að fara heim,“
segir hann.
„Svo var hann alltaf að strjúka af geðveikra-
spítalanum og mætti með hálfa geðdeildina með
sér,“ segir Elín og segir það hafa gert útslagið
þegar sérsveitin mætti í sveitina.
„Þetta var rosalegt. Hann var farinn að hóta
okkur. Við flúðum bara heim. Við áttum íbúð í
bænum en við keyptum fljótlega lítið sætt timb-
urhús í Austurgötunni í Hafnarfirði.“
Gullaldarárin
Á þessum tíma höfðu þau sett á fót ferðafyrir-
tækið Afríka Ævintýraferðir. „Við hörkuðum
svona í tvö, þrjú ár þar sem við vorum með ferð-
ir þar sem við ferðuðumst um á Land Rovern-
um, en hann hafði verið skilinn eftir í Kenía. Síð-
an komu gullaldarárin! Það breyttist allt og allir
sem vildu fara í „röff og töff“ voru búnir að fara
með okkur. Þá var kominn annar kúnnahópur;
fólk á miðjum aldri sem átti pening og vildi
meiri lúxus en sömu ævintýri. Þá var farið í saf-
arí og upplifað á daginn og svo var gist á góðum
hótelum eða í lúxustjöldum,“ segir Elín.
„Þetta byrjaði allt um 2003 þegar fólk hafði
samband við mig sem vildi fara á Kilimanjaro.
Þetta var fólk á sextugsaldri og þá sáum við að
þetta væri kúnnahópurinn og við þyrftum ekki
að harka lengur. Það var líka gaman fyrir okkur
að vera í smá lúxus og upplifa samt jafn mikið,
því vorum búin að prófa hitt. Svo vatt þetta upp
á sig og þetta spurðist út en við auglýstum aldr-
ei neitt,“ segir Borgar.
„Við fórum með sjötíu manns á Kilimanjaro á
einum mánuði á þessu tíma,“ segir hann.
„Það breyttist svo margt í góðærinu og doll-
arinn var svo hagstæður. Þetta stigmagnaðist
þar til við fórum árið 2006 með fulla 200 manna
vél til Kenía. Við vorum þá í svo miklum blúss-
andi „Afríkubisness“ að við vorum á leiðinni að
fara að flytja til Afríku og fara út í þennan
rekstur á fullt. En þá kom hrunið,“ segir hún.
Húsið á sléttunni
„Okkur dreymdi alltaf um að prófa að búa
þarna en á þessum tíma vorum við að koma og
fara. Í einni ferðinni hitti ég Íslendinga sem
voru að vinna hjá jarðvarmafyrirtækinu Green
Energy. Þau voru að byggja lítil orkuver í
Kenía. Við sóttum um vinnu þarna og Borgar
hóf að vinna þarna árið 2013 og ég kom ári síð-
ar,“ segir Elín en hún fékk starf sem skrif-
stofustjóri. Þarna voru þau meira og minna í
rúm þrjú ár.
„Þarna vorum við að lifa drauminn sem við
höfðum alltaf átt. Þetta var gott fyrirtæki sem
sá vel um okkur en við bjuggum inni á risastóru
verndarsvæði. Þegar Elín byrjaði fengum við
timburbústað eða það sem við kölluðum húsið á
sléttunni. Til að komast þangað keyrðum við yf-
ir sléttu þar sem gíraffar, sebrar og öll hin dýrin
gengu um. Á kvöldin sátum við úti á verönd og
horfðum á dýrin, akasíutrén og á sólarlagið. Út-
sýni var til fjalla,“ segir Borgar og er kominn
heim til Kenía í huganum.
„Við unnum til sex á daginn og þá var farið að
dimma. Það var vatnsból fyrir utan húsið og
þangað komu dýrin á kvöldin til að drekka. Við
gáfum antilópum gulrætur og það fæddist
sebrafolald í garðinum okkar. Þetta var algjör
paradís. Þarna þurftum við ekki verði því flóð-
hestarnir komu upp úr Nawaisha-vatni á kvöld-
in og vernduðu okkur fyrir bófunum,“ segir hún
og hlær.
Voruð þið ekkert hrædd um að verða fyrir
árás flóðhesta?
„Við gátum setið úti á verönd en gátum ekki
farið út í garðinn eftir að skyggja tók því þá
værum við komin á þeirra svæði,“ segir Elín og
Borgar bætir við að þarna hafi líka verið buffal-
ar sem þykja stórhættulegir.
„Þegar við komum heim á kvöldin var farið að
rökkva og þegar við keyrðum að húsinu þurft-
um við á láta bílljósin lýsa í átt að húsinu því oft-
ar en ekki voru flóðhestar í runnunum uppi við
húsið,“ segir hann.
„Við þurftum að hlaupa upp að dyrunum og
flýta okkur inn,“ segir hún og hlær.
Leiddist ykkur aldrei?
„Nei, aldrei, ekki eina mínútu,“ segir Elín og
Borgar tekur undir það.
„Við klipum okkur í handlegginn á hverju
kvöldi yfir því að vera þarna; við kunnum svo að
meta dýralífið og náttúruna. Við kunnum að
meta hverja einustu sekúndu.“
Keyptu land í Afríku
Mitt í hruninu seldu Borgar og Elín húsið sitt í
Austurgötu og keyptu „tóftir“ á Hverfisgötu,
eins og þau orða það. Húsið var einungis út-
veggir en þak og glugga vantaði. Húsið hafði
verið fúið veggjatítluhús og mikið verk var fyrir
höndum að gera það íbúðarhæft.
„Þegar við bjuggum úti í Kenía unnum við í
hollum; oftast unnum við í þrjár vikur og vorum
heima í tvær vikur og þá nýtti ég tímann til að
gera upp húsið á Hverfisgötu,“ segir hann.
„Ekki nóg með það heldur vorum við á þess-
um tíma búin að kaupa land og hús í Hrífunesi
fyrir austan og vorum byrjuð að reka þar gisti-
heimili. Við ætluðum upphaflega að byggja
þarna lúxustjöld að kenískri fyrirmynd, það
’ Við gáfum antilópumgulrætur og það fæddistsebrafolald í garðinum okk-ar. Þetta var algjör paradís.
Þarna þurftum við ekki
verði því flóðhestarnir
komu upp úr Naiwasha-
vatni á kvöldin og vernd-
uðu okkur fyrir bófunum.
Elín og Máni í sinni fyrstu ferð af mörgum til Keníu.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019