Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Síða 15
7.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
arhöfundur. Annie gæti jafnvel samið tónlist
sérhannaða fyrir þig og þitt hugarástand.
Framrásin stöðvast ekki þar. Ýmis störf
sem við teljum ómögulegt að gervigreind geti
unnið í dag gætu verið unnin þannig í framtíð-
inni. Sérfræðingar telja að jafnvel öll störf geti
verið orðin sjálfvirk einhvern tímann í framtíð-
inni svo lengi sem þróun gervigreindar lendir
ekki í svokölluðum flöskuhálsi þar sem fram-
farir eru ómögulegar. Elon Musk, forstjóri
bílaframleiðandans Tesla, lét eitt sinn hafa eft-
ir sér að „vélmenni munu geta gert allt betur
en við“. Hann bætti svo við: „Betur en við öll.“
Kóðaðir lögfræðingar
Í fljótu bragði virðist líklegast að þau störf
sem krefjast mikillar menntunar séu í hvað
minnstri hættu á að verða gerð sjálfvirk. Svo
þarf þó ekki að vera. Nú þegar sjáum við að
lögfræðingar þurfa í minna mæli að skima lög-
in og gömul mál í von um upplýsingar sem nýt-
ist þeim í starfi. Slíkt verkefni getur gervi-
greind tekið að sér sem gerir það að verkum
að mun færri lögfræðinga, sem margir hverjir
eru aðstoðarmenn reyndari lögfræðinga, er
þörf.
Ef tækninni fleytir nægjanlega fram gætum
við séð heilaskanna sem virka sem fullkomlega
áreiðanlegt lygapróf. Hver væri tilgangurinn
með lögmönnum þá?
Stjórnendur eru heldur ekki óhultir. Skutl-
þjónustan Uber stjórnar til að mynda sínum
milljónum bílstjóra að miklu leyti með gervi-
greind.
Sérfræðinga greinir á um hversu mikill
hluti þeirra starfa sem til eru muni hverfa.
Tölur geta verið frá því að 47% starfa hverfi
á næstu 20 árum og niður í 5%. Skilgrein-
ingin á því hversu afmarkað starfið sem um
ræðir er er mikilvæg í þessu samhengi. Aug-
ljóst er að nánast öll störf munu verða fyrir
áhrifum sjálfvirknivæðingar en að mismiklu
leyti.
Samvinna milli manna og tölva
Líklegt er að sjálfvirkni muni breyta störfum
mikið en það þurfa ekki að vera slæmar fréttir.
Samvinna milli gervigreindar og mennskra
starfsmanna getur auðveldað störf manna og
aukið framleiðni þeirra. Eftir að DeepBlue
sigraði Kasparov komu fram teymi manna og
skákforrita sem nýttu sér styrkleika beggja.
Þessar breytingar kalla þó á sveiganleika með-
al starfsmanna ætli þeir ekki
að verða úreltir.
Samvinna af þessu tagi gæti
aukið eftirspurn eftir starfs-
mönnum sem þarf til að nýta
tæknina sem innleidd hefur
verið. Þeir sem fylgjast með
knattspyrnu, og þar með innreið VAR-
tækninnar inn í íþróttina, þar sem her dómara
fylgist með myndbandsupptökum, hafa líklega
tekið eftir þessu.
Öllum spám af þessu tagi verður einnig að
taka með fyrirvara. Eins og áður sagði er
ómögulegt að vita nákvæmlega hvað framtíðin
ber í skauti sér. Árið 2004 birtu tveir prófess-
orar frá MIT og Harvard grein þar sem mögu-
leiki á sjálfvirkni ýmissa starfa var skoðaður.
Starf vörubílstjóra var nefnt sem starf sem
ólíklegt væri að yrði gert sjálfvirkt í nálægri
framtíð.
Síðan þá hafa fyrirtæki eins og Tesla og
fleiri komist nær því að framleiða sjálfvirkan
bíl en nokkurn óraði fyrir. Svo mikill var
árangurinn að margir töldu einungis tíma-
spursmál hvenær allir væru komnir á full-
komlega sjálfvirka bíla. Það virðist hins vegar
ekki vera raunin. Nokkuð langt er í að sjálf-
virkir bílar geti leyst öll þau vandamál sem
steðja að mennskum bílstjórum.
Gamla vinnulíkanið að deyja?
Störfin sem við vinnum munu ekki einungis
breytast heldur einnig vinnumarkaðurinn
sjálfur. Hið almenna líkan af vinnumarkaðnum
þar sem einstaklingur er í fullu starfi hjá einu
fyrirtæki mun að einhverju leyti víkja fyrir
lausamennsku. Tækniþróun hefur orðið til
þess að mun auðveldara er en áður að starfa
sem sjálfstæður verktaki eða lausamaður.
Margir kjósa það frelsi og þann sveigjan-
leika sem þessu fylgir auk þess sem fyrirtæki
vilja í meira mæli ráða fólk í tímabundið starf.
Oft eru þetta störf sem krefjast lítillar sérhæf-
ingar og eru líkleg til að verða gerð sjálfvirk í
framtíðinni. Sem dæmi má aftur nefna skutl-
þjónusutuna Uber. Allir ökumenn fyrir-
tækisins eru, samkvæmt Uber, sjálfstæðir
verktakar, og er lofað að stjórna sínum eigin
vinnutíma. (Ekki eru þó allir starfsmenn Uber
sáttir með hag sinn því Uber virðist reyna að
stjórna þeim meira en eðlilegt getur talist við
þessar kringumstæður.)
Mótmælt fyrir daufum eyrum
Ef svo heldur fram sem horfir er alls ekki ljóst
hvernig best sé að hátta stjórnum ríkja. Það
stjórnkerfi sem nú er til staðar byggist á því að
allir séu nauðsynlegir. Ef stór hluti mannkyns
verður tilgangslaus er ekki víst að það gangi
upp.
Möguleiki er að þegar störf hverfa safnist
fjármagn á mjög fáar hendur, þeirra sem eiga
gervigreindina og vélarnar. Áður fyrr (og nú)
þegar almenningi fannst á réttindum sínum
brotið gat fólk lagt niður störf og sýnt fjár-
magnseigendum hve mikið þeir stóluðu á þá.
Ef tölvurnar hafa hins vegar tekið yfir stóran
hluta starfa getur fólk farið í eins mörg verk-
föll og það vill; þeim sem eiga tækin verður al-
veg sama.
Ein lausn á þessu er að setja á borgaralaun.
Hver maður fái þá laun óháð því hvort hann
vinnur eður ei. Viðkomandi getur þá varið tíma
sínum í það sem gefur lífi hans lit. Hvort sem
það er að mála, stunda íþróttir, leysa stærð-
fræðijöfnur eða horfa á allar þáttaraðirnar af
Friends skiptir ekki máli. Við munum ráða
okkar tíma en lifa samt góðu lífi.
Spurningin er þó hversu góðu lífi. Eigum við
að geta farið í þrjár utanlandsferðir á ári?
Heimsreisu? Þurfum við að eiga fyrir 200 fer-
metra húsi eða 30? Svo er það vandamálið með
öll hin löndin. Þótt sjálfvirknivæðingin verði til
bóta á Íslandi og öðrum vestrænum ríkjum
þarf svo ekki að vera í fátækari ríkjum heims.
Eiga íbúar þeirra að skrimta á meðan við fáum
laun fyrir að fara í reisu þangað?
Eins og nefnt var hér á undan gæti verið að
fólk þyrfti að skipta um starfsgrein, með til-
heyrandi endurmenntun, nokkrum sinnum yf-
ir ævina. Slíkt mun ekki vera einungis fjár-
hagslega erfitt heldur einnig leggjast þungt á
sálartetur fólks. Að þurfa í sífellu að endur-
skilgreina sig verður ekki auðvelt. Ein hug-
mynd væri að setja á fót kerfi
sem styður við fólk sem gengur
í gegnum þessi tímamót, bæði
fjárhagslega og andlega.
Að lokum má nefna styttri
vinnuviku. Tilraunir með slíkt
hafa gefið vísbendingar um
aukin afköst og bætta líðan starfsfólks. Mann-
fræðingurinn David Graeber hefur til að
mynda talað fyrir því að framleiðni starfsfólks
sé nægilega mikil til að fólk geti unnið 15 tíma
vinnuviku. Við vinnum hins vegar svona mikið
því sköpuð hafa verið störf sem þjóna engum
tilgangi fyrir samfélagið auk þess sem bætt
hefur verið tilgangslausum athöfnum, eins og
að svara tölvupósti, við störf okkar allra.
Hvað með Ísland?
En hvernig horfir þetta allt við Íslandi? Í
skýrslu nefndar forsætisráðherra um fjórðu
iðnbyltinuna sem gefin var út fyrr á árinu
kemur fram að um 28% prósent íslensks
vinnumarkaðar vinna störf sem mjög líkleg
eru til að verða sjálfvirknivædd á næstu 10-15
árum. Við þetta bætast um 58% sem vinna
störf sem eru talin miðlungslíkleg til sjálf-
virknivæðingar. Þetta eru störf sem að öllum
líkindum munu breytast mikið þótt þau hverfi
ekki alveg. Það eru því aðeins 14% sem vinna
störf sem litlar líkur eru á að verði sjálfvirkni
að bráð í náinni framtíð.
Í skýrslunni kemur einnig fram að karlar
eru líklegri til að vinna störf sem verða fyrir
áhrifum sjálfvirknivæðingar. Það sama má
segja um fólk sem býr í dreifbýli og ungt fólk
sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumark-
aði.
Ekki örvænta
En hvað á ég þá að gera? Mun ég þurfa að
skipta um starfsgrein á næstu árum? Þess-
um spurningum er erfitt að svara. Framtíð-
arspá af þessu tagi veltur á tækniframförum
sem sérstaklega erfitt er að segja fyrir um.
Það eru þó ákveðnir þættir sem hafa má í
huga.
Störf sem krefjast allrar þeirrar flóru eig-
inleika sem maðurinn býr yfir eins og fín-
hreyfinga og tilfinningagreindar munu að
öllum líkindum halda sér vegna þess hve erf-
itt er að forrita þessa eiginleika. Þessum
störfum mun líklega fjölga vegna hækkandi
aldurs jarðarbúa. Fleiri munu því starfa við
umönnun í náinni framtíð. Einnig gætu
framfarir í heilbrigðisþjónustu aukið ævi-
líkur og þar með fjölgað eldra fólki enn frek-
ar.
Ekki halda að þér sé borgið lærir þú for-
ritun eða, eins og í dæminu hér fremst, hug-
búnaðarverkfræði. Slíkt starf er mjög sérhæft
og hver veit hvenær gervigreind getur farið að
forrita sig sjálfa að öllu leyti.
En ekki örvænta. Vel getur verið að margir
áratugir séu í að þær framtíðarsýnir sem sett-
ar hafa verið hér fram rætist, geri þær það
nokkurn tímann. Hafðu þó opinn hug því við
þurfum, bæði einstaklingar og stjórnvöld, að
vera viðbúin.
Í kvikmyndinni Ex Machina
tekur gervigreind á sig mynd
ungrar fallegrar konu. Ólík-
legt er að það muni gerast í
framtíðinni enda slíkt óþarfi.
IMDB
’Vélmennimunu geta gertallt betur en við.Betur en við öll.
Fjármálageirinn hefur ekki farið varhluta
af sjálfvirknivæðingunni síðustu ár. Sífellt
færri vinna við þjónustustörf hjá bönkum
og verðbréfaviðskipti eru framkvæmd í
miklum mæli af algóriþmum. Sér-
fræðistörfum hefur að einhverju leyti
fjölgað en sumir telja jafnvel sprenglærða
starfsmenn innan fjármálageirans verða
úrelta í náinni framtíð.
Uppsagnir hafa verið tíðar í bönkum
landsins að undanförnu. Friðbert
Traustason, framkvæmdastjóri samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja, sagði í
samtali við mbl.is í lok maímánaðar að
félagsmenn hefðu miklar áhyggjur af
stöðunni og tækju jafnvel til á skrif-
borðum sínum við hver mánaðarmót,
slík væri óvissan. Uppsagnirnar sagði
Friðbert af völdum lokunar útibúa og
sameiningar deilda sem koma til vegna
sjálfvirknivæðingar innan bankanna.
Bankarnir hafa í auknum mæli þurft að
mæta utanaðkomandi samkeppni frá
óhefðbundnum aðilum á markaði. Sem
dæmi má nefna Auði sem er ný fjár-
málaþjónusta Kviku banka sem tók til
starfa í mars síðastliðnum. Auður býður
hærri vexti á óbundnum sparnaðar-
reikningum en gengur og gerist hjá öðr-
um bönkum. Bankaþjónustan fer alfarið
fram á netinu og því sé enginn eiginlegur
banki til staðar. Það geri Auði kleift að
bjóða betri kjör en aðrir og leiðir til þess
að hefðbundnu bankarnir þurfa að hag-
ræða í starfsemi sinni til að verða ekki
undir.
Breytingar í fjármálageiranum
Árið 2011 sigraði gervigreindin Watson tvo fyrrverandi meistara í sjónvarpsleiknum Jeopardy! Nú
ætlar Watson að verða læknir og hrekja í leiðinni marga kollega sína úr starfi.